Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 5 .11....... n«n '""I!!, ; ... .... .......... ....... ... ............ ■-'"Illllllillil;. .. Gorbatsjov í sovésku sjónvarpi í gærkvöldi: Kjarnorka úr böndum Sovétleiðtoginn taldi slysið hið alvarlegasta - Tilraunabann með kjarnorkuvopn framlengt Moskva-Reuter Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sovét- ríkjanna sagði ígær að kjamorkuslys- ið í Tsjernóbíl hefði í fyrsta skipti sýnt mannkyninu kjarnorku sem hefði farið úr böndunum. í ræðu :sinni í gær tilkynnti Gorbatsjov einnig um nýtt bann á kjarn- orkuvopnatilraunir í Sovétríkjunum og mun það standa fram til 6. ágúst næstkomandi. „Óhapp hefur hent okkur - slysið í Tsjernóbíl kjarnorkuverinu,“ sagði Gorbatsjov í sjónvarpsræðu til þjóð- arinnar og var þetta í fyrsta sinn sem hann ræddi opinberlega um slysið í Tsjernóbíl. Gorbatsjov varði meðhöndlun stjórnvalda á slysinu og sagði upp- lýsingar hafa verið gefnar sovéskum almenningi um leið og þær höfðu verið staðfestar. Leiðtoginn varði nokkrum tíma í að skamma vestræna fjölmiðla og vestrænar ríkisstjórnir sem hann sagði hafa haft í frammi mikla lygaherferð á hendur Sovét- ríkjunum. Tilraunabannið með kjarn- orkuvopn sem Gorbatsjov tilkynnti um þýðir að í ágústmánuði munu Sovétmenn ekki hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn í heilt ár. Sovét- leiðtoginn endurnýjaði einnig í ávarpi sínu áskorun til Reagans Bandaríkjaforseta um að hitta sig hið snarasta til að ræða kjarn- orkuvopnabann. Vestrænir embættismenn töldu bannið gert til að betrumbæta ímynd Sovétríkj- anna erlendis eftir slysið í Tsjernóbíl og meðhöndlunina á því. Þá gaf Gorbatsjov fyrstu opinber- legu staðfestinguna á því að upphaf- lega sprengingin í Tsjernóbíl hefði orðið til vegna gufu sem myndaði vatnsefni og hefði þetta ferli farið úr böndunum. Afleiöingar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbíl: Finnsk stjórnvöld ráðleggja bílþvott Benda einnig bændum á að gefa búfén- aði sínum innandyra Helsinki-Reuter Finnsk stjórnvöld ráðlögðu í gær bílstjórum vöruflutningabifreiða þeirra sem koma frá Sovétríkjun- um að þvo trukkana vel og vand- lega áður en þeir héldu yfir til Finnlands. Sögðu yfirvöldin þetta nauðsynlegt til að losna við alla mengun frá Tsjernóbíl kjarnorku- verinu og hótuðu að stöðva óþvegna vörutrukka við landamær- in. Engin lönd hafa sett bann á vörur frá Finnlandi en yfirvöld óttast að fréttir um geislamengun í landinu geti átt eftir að hafa alvar- legar afleiðingar, sérstaklega hvað varðar útflutning á matvælum. Nú þegar hafa finnsk fyrirtæki tilkynnt um áberandi tregðu á sölu finnsks osts á Bandaríkjamarkaði. Einnig hafa margir bandarískir ferðamenn hætt við Finnlandsför sem þeir sameina oftast með heim- sókn til Sovétríkjanna. Landbúnaðarráðuneytið finnska hefur ráðlagt bændum að gefa búfénaði sfnum innandyra og hleypa ekki kúm sínum á beit fyrr en þann 26. maí en þá ætti geislun í grasi að vera orðin algjörlega hættulaus. Stríðsglæpamað- urinn Artukovic: Dæmdur til dauða Zagreb-Reuter Dómstóll í Júgóslavíu dæmdi í gær Andrija Artukovic til dauða eftir að hafa fundið hann sekan um fjóra stríðsglæpi. Artukovic, sem nú er 86 ára gamall, var einn af leiðtog- um leppstjórnar nasista í Króatíu á stríðsárunum. Júgóslavneskir lögfræðingar bjuggust þó við að dómurinn yfir Artukovic yrði mildaður en hann hefur fimmtán daga til að áfrýja dauðadómnum. Artukovic var innanríkisráðherra í fasistastjórn þeirri sem sett var á stofn í Króatíu árið 1941 og hafði náið samstarf við Þjóðverja og ítali í síðari heimsstyrjöldinni. Fasista- stjórnin, eða „Ustasha“ eins og hún nefndist, var ábyrg fyrir morðum á meira en 900 þúsund almennum borgurum og herföngum. Dómstóllinn fann Artukovic sek- an um að hafa verið einn af skipu- Ieggjendum útrýmingarbúðanna í Króatíu en það var opinber stefna fasistastjórnarinnar að útrýma þeim gyðingum, serbum og sígaunum sem í náðist. Stríðsglæpamaðurinn, sem fram- seldur var frá Bandaríkjunum, er eini háttsetti yfirmaður Ustasha sem færður hefur verið fyrir rétt. Hinir eru allir horfnir af sjónarsviðinu. Ummerkin eftir loftárns Bandaríkjamanna á Líbýu voru ekki fögur en sitthvað er að ráðast á Libýu og Sýrland. Forseti Arababandalagsins: Arás á Sýrland ekki óhugsandi Varar viö afleiöingum slíkrar árásar Chedli Klibi forseti Arababanda- lagsins sagði í gær að Sýrlendingar gætu átt von á árás en aðvaraði þau lönd sem „hefðu völd til að snúa hlutum til verri vegar“ í Mið-Austur- löndum við afleiðingum slíkrar árás- ar. Hann átti hér greinilega við ísrael og Bandaríkin en síðarnefnda ríkið gerði árás á Líbýu og réttlætti hana með að Líbýustjórn styddi við bakið á hryðjuverkamönnum. Klibi hélt blaðamannafund í Moskvu í gær eftir þriggja daga viðræður við æðstu leiðtoga Sovét- ríkjanna. Þar sagði hann að ef gerð yrði árás á Sýrland myndi hún hafa alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í Mið-Austurlöndum og samband arabaríkjanna og þeirra landa er styddu slíka árás. Klibi sagðist hafa átt viðræður við Svindl og svínarí: Sementsverksmiðja varð að Tsjernóbíl kjarnorkuverinu Róm-Reuter RAI, hin ríkisrekna sjónvarps- stöð á Ítalíu, hefur viðurkennt að filmubútur sem sjónvarpsstöðin sýndi og átti að vera af eldinum í Tsjernóbíl kjarnorkuverinu var í raun mynd frá sementsverksmiðju í Tríest. Talsmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar sögðu mistökin hafa uppgötvast þegar sjónvarpsáhorfendur frá Tríest í Norður-Ítalíu fóru að hringja til stöðvarinnar í tugatali. Bar þeim öllum saman um að myndin væri frá sementsverk- smiðju staðarins en ekki frá Tsjern- óbíl. RAI mun upphaflega hafa hafn- að filmubútnum á þeim forsendum að myndirnar væru frekar móðu- kenndar og líktust ekki svo mjög Tsjernóbíl kjarnorkuverinu. Myndirnar voru hinsvegar keyptar af Alþjóða sjónvarpsstofn- uninni sem síðan dreifði þeim út til RAI og bandarísku stöðvanna NBC og ABC. Allar þessar stöðvar notuðu filmubútinn í fréttaútsend- ingum sínum. Hin opinbera fréttastofa Ítalíu, ANSA, sagði júgóslavneskan bor- gara líklega vera ábyrgan fyrir svindli þessu. Sá kappi sagðist hafa tekið myndirnar þegar hann var í fríi í Kænugarði. Eduard Shevardnadze utanríkisráð- herra og Andrei Gromyko forseta og hefði hann rætt við þá um Palestínuvandamálið og styrjöld ír- ana og íraka. Hann ásakaði vestræna fjölmiðla um að rugla saman hryðju- verkum og réttlátri baráttu fólks fyrir þjóðarrétti sínum og benti sér- staklega á Palestínuaraba í þessu sambandi. í frétt blaðsins „The Jerusalem Post“ í síðasta mánuði kom fram að varnarmálaráðuneytið ísraelska tel- ur ekki ólíklegt að til átaka eigi eftir að koma milli ísraela og Sýrlendinga áþessu ári. Sambúð ríkjanna tveggja hefur farið versnandi að undanförnu og einnig hafa Sýrlendingar verið ásakaðir um að styðja við bakið á hryðj uverkamönnum. (Byggt á Reuter og The Jerusalem Post) Alþjóða heilbrigöis- málastofnunin: Reykingar drepa meira en milljón manns árlega Genf-Reuter Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hvatti í gær til aukinnar baráttu gegn reykingum sem sagðar voru drepa að minnsta kosti milljón manns árlega. Á árlegri ráðstefnu WHO var einróma samþykkt yfirlýsing þess efnis að reykingar gætu valdið krabbameini og að vísindalegt sam- band væri milli reykinga og annarra alvarlegra sjúkdóma. Hin 166 ríki sem aðild eiga að WHO voru hvött til að hefja herferð sem hefði það að markmiði að útrýma reykingum fyrir næstu alda- mót. Bent var á að fræðsla í skóla- kerfinu og aukið upplýsingaflæði um hættur reykinga væru baráttuaðferð- ir sem mikið gildi hefðu. í skýrslu sem ráðstefnugestirnir fengu voru reykingar sagðar vera á undanhaldi í flestum iðnaðarríkjun- um. Hinsvegar færu reykingar vax- andi meðal íbúa ríkja þriðja heims- ins þar sem tóbaksfyrirtækin svifust einskis í áróðri sínum. Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshluti í allar gerðir beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjurogfæribandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP H/í= Sími641045

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.