Tíminn - 15.05.1986, Qupperneq 14

Tíminn - 15.05.1986, Qupperneq 14
14 Tíminn Fimmtudagur 15. maí 1986 FRAUGDE PLÓGAR „>«>• CV, ' Dönsk framleiðsla byggð á margra ára reynslu bænda í Skandinavíu. Tví og þrískerar. BOÐI S F KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaárið 1986-1987. Innritun fer fram dagana 2.-5. júní, að báðum dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám. 2. Grunndeild málmiðna. 3. Grunndeild tréiðna. 4. Grunndeild rafiðna. 5. Grunndeild háriðna. 6. Grunndeild fataiðna 7. Grunndeild bókiðna. 8. Framhaldsdeild í vélvirkjun og rennismíði. 9. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun 12. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 15. Framhaldsdeild í hárskurði. 16. Framhaldsdeild í bókiðnum. 17. Fornám. 18. Almennt nám. 19. Tækniteiknun. 20. Meistaranám. 21. Rafsuðu. 22. Tölvubraut 23. Tæknifræðibraut. 24. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 25. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeinda- virkjun. Innritun fer fram í Í.R. frá kl. 10.00-18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní. I.R. Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Staða skólastjóra við Myndlista- og handíðaskóla íslands er laus til umsóknar. Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru lausar stöður kennara í eðlisfræði, stærðfræði, tölvufræði og sálfræði (hlutastarf). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík fyrir 10. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Frá Höfn í Hornafirði: 50 MILUÓNA TAP Á KAUPFÉLAGINU Meginástæður tap á fiskvinnslu og verslun, ásamt háum fjármagnskostnaði Frá Höfn í Hornafirði. Þær fréttir bárust nýlega að Kaup- félag Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði hefði verið gert upp með 50 millj. kr. tapi á síðasta ári. Kaupfélagið er stærsti vinnuveitandi á staðnum, greiddi rúmlega 1100 manns laun á síðasta ári og hafði að meðaltali hátt á fjórða hundrað manns í vinnu. Velta þess nam rúmum milljarði króna á árinu. Starfsemi þess er margþætt, en m.a. rekur félagið allmargar verslanir, stóra fiskvinnslustöð, sláturhús og kjötvinnslu, mjólkursamlag, brauð- gerð, fóðurstöð fyrir loðdýr og ann- ast vöruflutninga. Umtalsverður rekstrarhalli á þessum atvinnurekstri er því stórmál sem snertir alla íbúa í byggðarlaginu. Nánar til tekið er þessu þannig háttað að rekstrartekjur félagsins nániu 1.037,6 milljónum, en rekstr- argjöld samtals voru 1.003,9 millj. Fjármagnsgjöld nettó voru 81,2 millj., og þar af voru vaxtagjöld, verðbætur og gengistap 139,0 millj. samanborið við 89,0 millj. 1984. Við þetta bætast svo opinber gjöld og fleira, svo að niðurstöðutala rekstr- arreiknings félagsins er tap að upp- hæð 50,1 millj. Um helmingur af þessu er tap á rckstri fiskvinnslunnar, en rekstrar- halli hennar var 24,1 milij. Verslun félagsins var einnig rekin með halla sem nam 2,1 milijón. Á öðrum greinum var hallinn minni, en engin þeirra náði þó að skila neinu sem nemur upp í sameiginlegan kostnað félagsins. Þar er um að ræða skrif- stofukostnað og ýmsa aðra sameigin- lega kostnaðarliði sem ekki hefur verið skipt niður á einstakar rekstr- argreinar, er þeim er ætlað að standa undir í sameiningu. Sá kostnaður var 20,7 mihjónir. Hermann Hansson kaupfélags- stjóri ræddi þessi mál ýtarlega í skýrslu sinni á nýafstöðnum aðal- fundi félagsins. Hann gat þess m.a. að veltuaukning í verslunum þess hefði aðeins verið 25,6% sem væri augljós minnkun þar sem verðbólga hefði verið rösklega 30% á milli ára. Ástæður þessa taldi hann m.a. sam- drátt í framkvæmdum, fækkun að- komufólks og samdrátt í ferða- mannastraumi um héraðið. Við þessu taldi hann óhjákvæmilegt að bregðast með því meðal annars að minnka breidd í vöruvali og draga saman í vörubirgðum. Um fiskvinnsluna gat hann þess að afkoma hennar hefði ekki verið jafnslæm og nú síðan árið 1978. Þetta stafaði að stærstum hluta af gengisþróun síðasta árs, en þá lækk- aði dollarinn þannig að einungis 3,7% fleiri krónur fengust fyrir hann í lok ársins heldur en í byrjun þess. Samfara þessu hækkuðu Evrópu- myntir, sem aftur hafði áhrif til hækkunar á SDR gjaldmiðilseining- unni.Það olli því að afurðalán urðu mun dýrari heldur en verið hefði ef þau hefðu verið reiknuð í sömu mynt og afurðirnar eru seldar í, þ.e. í Bandaríkjadollar. Þessi hækkun olli þvf að greiða þurfti 12% fleiri fslenskar krónur fyrir hverja SDR einingu í októberlok heldur en í ársbyrjun. Þá hafði það einnig sín áhrif á rekstur fiskvinnslunnar að allmiklar almennar verðhækkanir urðu innan- lands í kjölfar um 30% verðbólgu. Þar á meðal urðu hækkanir á fisk- verði og vinnulaunum, og athygli vekur að á sama tíma og framleiðslu- verðmæti afurðanna hækkaði um 50% hækkaði andvirði hráefnisins um 66%. Hermann gat þess sérstak- lega til skýringar á þessu að framlegð fiskvinnslunnar hefði aðeins orðið 25,1% á móti 31,6% árið 1984. Þar að auki valda skreiðarbirgðir félags- ins verulegum vanda, en telja má að beinn og óbeinn kostnaður vegna þeirra á síðasta ári hafi ekki numið minnu en 5 milljónum króna. Hermann vék einnig að afkomu annarra fyrirtækja með svipaðan rekstur og sagði m.a.: „Af þeim upplýsingum, sem ég hef fengið um rekstraruppgjör ým- issa annarra fyrirtækja, er ekki um neitt einsdæmi að ræða hjá okkur að taprekstur skuli hafa verið á síðasta ári. Það virðist vera mjög víða hjá fyrirtækjum með svipaða starfsemi, bæði kaupfélögum og fiskvinnslufyr- irtækjum. Hins vegar er Ijóst að taprekstur annarra fyrirtækja gerir okkur ekkert léttara fyrir, heldur sannar okkur einungis að hér er að einhverju leyti um almennan vanda að ræða.“ -esig Frá aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa: 930 MILUÓN KRÓNA VELTA en 14 milljóna peningalegt tap Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöð- um hélt aðalfund sinn 3. maí. Á fundinum kom m.a. fram að heildar- velta félagsins á síðasta ári var 930 milljónir króna. Tap varð á rekstri félagsins, og var beint peningalegt tap 14 milljónir, en bókhaldslegt tap 28 milljónir. Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri sagði í samtali við blaðið að ein helsta ástæða þessa taps væri minnkandi velta, sem ekki hefði náð verðbólgustiginu. Þetta taldi Þor- steinn að stafaði ekki síst af minni ferðamannastraumi austur á síðasta ári en oft áður, sem aftur hefði orðið vegna þess hve veðurlag þar hefði verið óhagstætt í fyrra. Líka hefði þarna átt hlut að máli feiknalega mikið aukinn fjármagnskostnaður. Einnig hefði söluskattur hækkað tvívegis á árinu, og félagið hefði ekki hækkað vörubirgðir sínar upp sem því svaraði en hins vegar þurft að borga skattinn. Þá sagði hann að við þetta hefði bæst það að tap hefði orðið á báðum frystihúsum félagsins. Þau eru á Reyðarfirði og Borgarfirði eystri, en tap félagsins á þeim báðum var um 7 milljónir króna. Tveir stjórnarmenn í félaginu hættu á þessunt fundi, þeir Steinþór Magnússon, sem verið hefur for- maður þess undanfarin 17 ár, og Ingimar Sveinsson sem fluttur er af félagssvæðinu. í stað þeirra voru kosin Jón Kristjánsson alþm. og Þórdís Bergsdóttir frá Seyðisfirði. Er hún fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Kf. Héraðsbúa. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að vinna að hafnargerð á Borgarfirði eystri. Félagsmenn í Kaupfélagi Héraðsbúa eru 1031. -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.