Tíminn - 28.05.1986, Page 7

Tíminn - 28.05.1986, Page 7
Miövikudagur 28. maí 1986 Tíminn 7 'llllllillll VETTVANGUR Ingvar Guðjónsson, Dölum: Landsbyggðarstefna - landauðn Á sínum tíma setti Halldór Guðjónsson Laxness fram þá kenningu, að þjóðhagslega væri hagkvæmara að „mata bændur á sjúkrahúsum" en láta þá vera að framleiða landbúnaðarvörur. - Gylfi Þ. Gíslason flutti um árabil fyrirlestra á vegum Verslunarráðs íslands um landbúnaðarmál, sem áttu að sanna að landbúnaðurinn væri óþolandi dragbítur á hagvöxt þjóðarinnar. Á þá strengi hefur Alþýðuflokkurinn síðan slegið í samstilltum kór með ritjóra Vísis og Dagblaðsins, Jónasi Kristjáns- syni. Opinberlega hafa fáir tekið undir þessar kenningar, en ótrú- lega margir þagað við þeim, og fáir tekið þær fyrir til mótmæla, enda þótt svigurmælin væru oft slík að telja verður hreinan atvinnuróg og nálgast landráð. Á kosningafundum í lands- byggðarkjördæmum hafa fram- bjóðendur þó oft haldið há- stemmdar ræður um nauðsyn þess að allt landið haldist í byggð, svo gæði þess nýtist þjóðinni í heild til öryggis og hagsbóta, en einmitt það byggist á tilvist landbúnaðar- framleiðslu í hinum dreifðu byggð- um landsins. Jafnvel á þeini vett- vangi hafa frambjóðendur Alþýðu- flokksins dregið mjög inn klærnar. En þegar litið er um öxl - útfrá þessum sjónarhól - yfir meðferð og gang landbúnaðarmálanna um langt skeið, vekur það furðu hvern- ig á þeim hefur verið haldið af hálfu stjórnvalda -æðri sem lægri. Skal nú vikið að því nánar. l>að mun hafa verið árið 1943, sem samkomulag varð með Búnað- arfélagi íslands og Alþýðusam- bandi íslands um svokallað „Vísi- tölubú“ - sem næst landsmeðaltali að stærð - og hafa skyldi sem mælistiku á verðlagingu landbún- aðarvara, þ.e. framleiðslueiningar þess skyldu verðleggjast á þann veg, að heildartekjurþesssamsvör- uðu meðaltekjum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Þetta samkomulag skyldi endurskoðað, og breytast samkvæmt kaupgjalds- vístitölu. Við endurskoðun þessa 1944, kom í Ijós, að verðlag land- búnaðarvaranna skyldi hækka um 9,4%. Af því tilefni kvaddi stjórn Bf. fsl. fulltrúa til aukaþings, og var á því samþykkt - gegn tveim mótat- kvæðum - að falla frá þessari hækkun. I tíð nýsköpunarstjórnar- innar - 1945 og 1946 - voru land- búnaðarvörur verðlagðar af 25 manna stjórnskipaðri nefnd - Bún- aðarráði. Verðið var hækkað samkvæmt hækkun vísitölunnar, en áður eftir- gefnum 9,4% enn sleppt. Þessar eftirgjafir vöktu almenna reiði meðal bænda og urðu kveikjan að stofnun Stéttarsambands bænda 1945. Grunnforsenda Framleiðslu- ráðslaganna, - sem samþykkt voru á Alþingi 1947 - varðandi verð- lagningu til framleiðenda - var í meginatriðum sú sama og í sant- komulaginu á mill Bf. fsl. og ASÍ, þ.e. samkomulag milli fulltrúa Stéttarsamt. bænda og fulltrúa neytenda - þremur frá hvorum aðila í svonefndri sexmannanefnd um „Vísitölubú“ og afurðir þess. Yrði ágreiningur í sexmanna- nefndinni, svo ekki náðist sam- komulag, gat hvor aðilinn sem var skotið honum til yfirnefndar, sem skipuð var þrem mönnum, einunt tilnefndum af hvorum aðila, en sá þriðji skyldi tilnefndur af Hæsta- rétti, og var úrskurður yfirnefnd- ar bindandi fyrir báða aðila. I þessurn samningunt var jafnan En framleiðslan fór vaxandi, enda hvöttu fræðingar og aðrir ráðamenn mjög til auk- innarframleiðslu. Eink- um var lögð áhersla á hámarksafurðastefn- una, og bændurgripu í það hálmstrá - margir í nauðvörn. %1j áberandi undanlátssemi fulltrúa bændasamtakanna, sem staðfestist þá sjaldan þeir vísuðu ágreiningi til yfirnefndar, að úrskurður hennar var ávallt bændum íhag. „Vísitölu- búið“ var stórgallað í uppsetningu. Afurðamagn ofreiknað, en tilkostn- naður vantalinn. Auk þessa var mikið ósamræmi á milli tekna af „ærgildi“ búgreinanna sauðfjár- bændum í óhag. -Samkvæmt fram- leiðsluráðslögunum áttu bændur óskoraðan rétt til þess að umsamið verð fyrir framleiðsluna fengist að fullu. Því skyldi það sem á kynni að vanta að umframframleiðslan, þ.e. útflutningurinn, skilaði því verði, leggjast aukalega á innan- landsverðið. Útaf því reis hat- rammur ágreiningur sem leystur var á þann hátt - 1959 - að ríkissjóður skyldi leggja fram fjármagn í þessu skyni, að hámarki 10% af ársverð- mæti landbúnaðarvara í hvert sinn er þörf krefði. Þessi útflutnings- uppbót var þó aðeins það sem ætla mátti að til þyrfti til að mæta misræmi varðandi búvöruframleiðsl- una, svo ávallt væri til nægilegt magn búvöru til innanlandsneyslu. En framleiðslan fór vaxandi, enda hvöttu fræðingar og aðrir ráðamenn mjög til aukinnar fram- leiðslu. Einkum var lögð áhersla á hámarksafurðastefnuna, og bænd- ur gripu í það hálmstrá - margir í nauðvörn. í ýrnsum tilvikum varð þó þessi tiltekt fjárhagslega óhag- stæð vegna stóraukins tilkostnaðar og áfalla af þeim toga. Til eru dæmi þess, að „ærnar átu undan sér“ og króknuðu síðan í vorhreti - vetrar- rúnar. Og kýrnar urðu í vaxandi mæli „spítalamatur" með tilheyr- andi kostnaðarauka. Þar kont þó, að afurðamagnið óx svo, að út- flutningsbæturnar nægðu ekki til að fullt verð fengist. Þar kom og einnig til hlutfallslega minnkandi neysla innanlands, tn.a. vegna kenninga sumra fræðinga um heils- uspillandi áhrif þessarar fæðu. Þar kom því, að grípa varð til.verð- skerðingar til bænda í formi svon- efnds innviktunargjalds.. Þessu næst var gripið til þess ráðs, að leggja sérstakan skatt á innflutt fóðurkorn - allt að 200% á tollverð. Þessi skattur átti að verka sem hemill á framleiðsluna, spara ríkinu gjaldeyri og kenna bændum að nýta innlend aðföng við fram- leiðsluna. E búpeningurinn - eink-> um þó kýrnar - þoldi ekki þessa mótsetningu vegna einhliða rækt- unar og meðferðar um langt skeið Árangurinn því að mestu dýrari framlciðsla. Heildarframleiðslan hélt enn áfranr að vaxa, einkum með stækk- un einstakra búa, allt upp í það að kalla má verksmiðjubú. Enn varð því að leita nýrra leiða. 1979 var „kvótakerfið" tekið til meðferðar og útfært 1980. Ekkcrt tillit tók það til sjálfgefinna tekjumöguleika hinan einstöku jarða, svo sem hlunninda, heldur aðeins þriggja ára meðaltal búvara lagt til grund- vallar, þó aðeins af kjöti og mjólk. Stærstu búin sluppu því hlutfalls- lega best og ríkisbúin alveg. Þorri bænda hlýddi þcssum ákvæðum, en aðrir miður - einkum stórbænd- urnir - og enn bættust nýir í þann hóp með ríflegan framleiðslukvóta frá Framleiðsluráði uppá vasann, sem í sumum tilvikum mun hafa verið byggður á hæpnum forsend- um. - Nú var svo komið að lausnin var aðeins sú, að skera framleiðsl- una það niður, að hún fullnægði aðeins innanlandsþörf. Sú lausn að leita að og finna viðunandi markað erlendis fyrir vöruna - og einkum þá dilkakjötið, sem eðli sínu samkvæmt er lúx- usvara á heimsmælikvarða - hefur jafnan verið afskrifuð hjá ráða- mönnum. Hið rétta er, að þær aðgerðir sem reyndar hafa verið í þá átt, eru og verður að telja einskis virði. Já, innanlandsneyslan. Lítum nokkuð nánar á aðgerðir stjórn- valda í því efni. Þegar við valda- töku núverandi ríkisstjórnar- 1983 - gaf hún út bráðabirgðalög sem afnámu vísitölutryggingu á laun, og kauptaxtar frystir. (Alþingis- menn fengu hinsvegar 37% launa- hækkun!) Þá voru niðurgrciðslur á landbúnaðarvörum lækkaðar um hclming og álagning á þeim gefin frjáls í smásölu. Það frelsi hefur þýtt það, að í vissunt tilvikum hafa reynst áhöld um hvor hefði drýgri hlut af endanlegu verði dilk- skrokksins. smásalinn eða fram- leiðandinn. Prýðilegt framlag til örvunar innanlandsneyslunnar!!! Eitt af þeim boðorðum sem núverandi ríkisstjórn tók inn í stjórnarsáttmála sinn var, að semja En búpeningurinn, einkum þó kýrnar, þoldi ekki þessa mót- setningu vegna ein- hliða ræktunar og meðferðar um langt skeið. Árangurinn varð því að mestu dýrari framleiðsla. skyldi ný framleiðsluráðslög og skipaöi nefnd til að vinna vcrkið. Nefndin tók röggsamlega til starfa og lauk frumvarpsgerð, án þess að telja sig í nokkru þurfa að hafa samráð við bændasamtökin. Frum- varpið síðan lagt fram á Alþingi og keyrt þar í gegn scm lög - 1985 - með því offorsi að til einsdæma má telja. - Samkvæmt þessum lögum skulu útflutningsbætur á landbún- aðarvörur þegar lækka um 30%, og síðar afnemast með öllu. - Bændasamtökin skulu semja við landbúnaðarráðherra um fram- leiðslumagn mjólkur og kindakjöts fyrir hvert ár, og skal ríkissjóður ábyrgjast fullt verð fyrir það magn sem um semst. á framleiðslukostn- aðarverði samkvæmt verðlags- grundvelli ár hvert. Þá skal land- búnaðarráðherra semja reglugerð um útfærslu laganna, þar á meðal framleiðslumagn hvers bónda eða kvótasvæðis, af því heildarmagni sem um er samið. Á þennan hátt er landbúnaðarráðherra gefið nær óskorað vald til að ráða heildar- framleiðslumagninu að eigin vild, og hvar á landinu það skal fram- leitt.. Samkvæmt forsendum laganna, hafa mjólkurframleiðendur fengið sinn framleiðslukvóta innan síns kvótasvæðis - þó ekki fyrr en u.þ.b. 5 mánuðir voru liðnir af framleiðsluárinu. - í meginatriðum vekur sú úthlutun furðu. Svo langt cr seilst með skerðingarákvæðið, að nyt úr einni kú er skert! Þ.e. í sama hlutfalli og hjá þeint, sem lengst voru komnir framúr sínu búmarki. - Þá má benda á þau býsn, að setja skerðingu á cinangr- uð kvótasvæði, þar sem ncyslu- þörfinni er cngan veginn fullnægt. Það gefur nokkra vísbendingu um þá stcfnumörkun sem að baki málsins býr. - Enn er allt á huldu með kvóta sauðfjárbænda. Talað er um að hann sjái dagsins Ijós í júlí. Það er sama sagan og með mjólkina varðandi fyrirvarann. Sauðfjárbændur skulu renna blint í sjóinn varðandi áburðarkaup og annað varðandi fóðuröflun og fleira. - Öruggt má telja, að land- búnaðarráðherra - með aðstoð sinna hjálparkokka - muni óspart beita þar hnífnum, og að lítt verði hirt um byggðaröryggi hinna ein- stöku landshluta. Þá fer að skýrast nánar hvert markmiðið er - hvort fagurgalinn um nauðsyn þess að allt landið haldist í byggð, snúist uppí andhverfu sína og kyrjað verði í allsherjar „þjóðarkór": „Leggjum meginhluta landsins í auðn.“ Ingvar Guðjónssun, Dölum. Margeir Daníelsson: Gerum Reykjavík að betri borg „Það fylgir því ábyrgð að fara með völd, það fylgir því ábyrgð að lifa.“ Ljóðlínur þessar koma ósjálfrátt upp í huga mér þegar ræða skal viðhorf til flokka og manna. Annars vegar er það spurningin um hvernig borg- inni okkar hefur verið stjórnað og hins vegar hvernig tryggja megi sem bestan framgang borgarmálefna okkar í næstu framtíð. Öll getum við verið sammála um að þeir flokkar sem nú bjóða fram stefni að sama markmiðinu þ.e. að gera Reykjavík að betri borg. Hins vegar skilja brautir þegar velja skal leiðirnar að ofangreindu markmiði. Við framsóknarmenn viljum leysa öll mál á grundvelli lýðræðis og samvinnu. Því viljum við auka tengsl milli borgarfulltrúa og íbúasamtaka hinna ýmsu hverfa. Við höfnum öllum öfgum hvort sem er til hægri eða vinstri og byggjum stefnu okkar á þjóðlegum grunni. Við leggjum áherslu á nýia sókn í atvinnumálum til að tryggja unga fólkinu sem best atvinnutækifæri. Jarðvegurinn til þess er hvergi betri en í Reykjavík. Brýnt er að Reykja- víkurborg veiti auknu fjármagni til byggingar leiguíbúða fyrir aldraða, því hundruð þeirra búa við erfiðar aðstæður. Framsóknarflokkurinn vili fara inn á nýja braut í skipulags- málum og telur að brýnasta verkefn- ið framundan sé að Ijúka skipulagi úthverfa Reykjavíkur. Sérstaka áherslu leggjum við á að skipuleggja Viö höfnum öllum öfg- um hvort sem er til hægri eða vinstri og byggjum stefnu okkar á þjóðlegum grunni þjónustu- og verslunarhverfi í tengslum við hverfin austan Elliðaáa. Enda hefur skortur á ýmis- legri nauðsynlegri þjónustu dregið íbúðarverð á þessu svæði niður um 10-15% miðað við sambærilegar eignir annarsstaðar. Telur flokkur- inn, að víkja beri til hliðar gömlum og úreltum hugmyndum um nýtingu svonefndrar Suður-Mjóddar, en í þess stað reisa þar þjónustukjarna úthverfanna, Austur-miðbæ Reykja- víkur. Stefnuskrá framsóknarmanna í Reykjavík á brýnt erindi til þín kjósandi góður. Við eigum samleið í að gera Reykjavík að betri borg. Verum minnug orða skáldsins er sagði: „ Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ Margelr Danfelsson sklpar 5. sætl á lista Framsáknarflokkslns f Reykjavfk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.