Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Miövikudagur 28. maí 1986 Tekjur: 168.ÍMK) frankar á ári (um 80.500 kr. á mán.), fyrir fullt starf og yfir\'innu Alain, sem er rennismiður í Renault bílaverksmiðju rétt utan við París og fullt starf Odile, sem vinnur við vélritun í fasteignasölu. Þau fá auk þess 3.500 kr. í barnabætur. á mánuði Heimili: Fjögurra herbergja hús í litlu þorpi um 70 km frá París, sem þau keyptu fyrir 285 þús. franka (um 1.640 þús. kr.) Afborgun og vextir eru um 5 þús. frankar, eða tæp 29 þús. kr. á mánuði sem er um 36% af heildar fjölskyldutekjunum. Þau hafa sjónvarp, hljómflutningstæki og heimilistölvu. Bíll: Hann er á gömlum Renault 4, sem vinur hans gaf honum, en hún á Renault 14. Matur: Matarreikningurinn er rúm 16 þús. kr. á mánuði. Pau sögðust hafa góðan mat og kaupa 3-4 vín- flöskur á viku. Frístundir: Alain hefur gaman af fiskveiðum og eyðir í þær um 6.500 krónum á ári. Odile hefur gaman af sjónvarpinu, sonurinn stundar fót- bolta en dóttirin er í danstímum í skólanum. Veitingahúsa- og leikhús- ferðir lögðust af þegar þau keyptu húsið. Sumarfrí: Prátt fyrir 5 vikna sumarfrí hafði fjölskyldan á síðasta ári ckki efni á meira en hálfs mánðar tjald- ferðalagi, sent greitt var niöur af bílaverksmiðjunni. Ýmislegt: Að búa úti á landi kostar þau m.a. um 5 þús. krónur í bensín á mánuði og tæp 3 þús. kr. í ferðakostnað fyrir krakkana í skólann. Odiel lætur sig komast af með um 1.200 í fatapeninga á mán- uði, en krakkarnir fá töluvert af notuðum fötum af frændum og frænkum. Alain segir: „Eftir ferð til Bretlands hcld ég að það sé ekki mikill mismunur á afkomu fólks, nema Itvað kaupgeta Breta er minni. Við höfðum það betra áður en við keyptum húsið og raunar er ég heldur svartsýnn á framtíðina." Breska fjölskyldan: Paul Pierpoint (36), Patricia (34), Claire (8) og Samantha (7 ára). Tekjur: 8.640 pund á ári (44.900 kr. á mán.) fyrir vinnu Pauls við færi- band í Auslin-Rover bílaverksmiðj- unni og 40% vinnu Patriciu sem ritari í tryggingafyrirtæki. Auk þess fá þau um 3.660 kr. í barnabætur á mánuði. Heimili: Fjögurra herbergja hús skammt frá bílaverksmiðjunni sem kostaði 30.000 pund (1,9 millj. kr.) Afborgun og vextir cru um 6.900 kr. á mánuði. Pau hafa’ þvóttável, sjónvarp, video og hljómflutnings- tæki og börnin heimilistölvu. Engar mánaðargreiðslur vegna atborgun- arkaupa. Bfll: 10 ára gamall Austin-mini, sem kostaði 75 þús. kr. Matur: Til matarkaupa fara 170-195 pund á mánuði (c.a. 11-12 þús. kr.). Þau fara saman út að borða 3-4 sinnum á ári og bjóða skyldfólki stundum heim í mat. Frístundir: Dæturnar fara í ballett- tíma tvisvar í viku og fara stundum í sund. Paul fer á bar og fær sér í glas með mági sínum hvert föstudags- kvöld, en einnig hefur hann gaman af veiðum. Hvorugt hjónanna reykir. Sumarfrí: Fjölskyldan skreppur í 2ja vikna ferð til Devon og Cornwall á eigin vegum, sem allt f allt kostar um 400 pund (25 þús. kr.). Þau hafa aldrei farið til útlanda. Ýmislegt: Dæturnar fá um 125 kr. vasapeninga á viku. Hjónin sögðu: „Okkur líður vel og njótum góðrar afkomu. Það er mannlegt eðli að langa alltaf í eitthvað meira en maður hefur, en við erum ánægð með að njóta suntarleyfisins í hcima- landinu. Auðvitað væri gott að hafa stærri bíl, en við höfum nýlega keypt húsið. Kannski við séum bara í eðli okkar fremur ánægt fólk.“. ítalska fjölskyldan: Assunta (37) og Giulio Posella (40), María (17), Antonio (15) og Caterina (18 ára). Laun: Alls 19.535.040 lírurá ári (um 43.400 kr. á mán.) fyrir fulla vinnu og yfirvinnu Guilio, sem er verk- stjóri á færibandi í Fiatbílaverk- smiðju í Turin og hálft starf Assunta sem eftirlitsmaður í skóla. Heimili: Fjögurra herbergja leigu- íbúð í 9 hæða blokk í Turin. Leigan er rúmlega 3 þús. kr. á mánuði. Sjónvarpið er 10 ára gamalt svart hvítt. Þau eru ekki með neinar mánaðarlegar afborganir. Bfll: Fiat 127 sem „hefur séð betri daga“, um 37 þús. króna virði. Matur: Matarútgjöldin 725 þús. lírur (um 19.400 kr.) á mánuði. Hann hefur niðurgreitt fæði á vinnustað Fjölskyldan borðar aldrei úti. Frístundir: Að mestu eytt fyrir fram- an sjónvarpið. Þau fara aðeins ein- staka sinnum í boð, en aldrei á bíó eða í leikhús. Hann hefur gaman af smíðum en hún af gönguferðum upp í fjöllin. Krakkarnir skreppa stöku sinnum á hamborgarastaði og María fór á sundnámskeið á síðasta ári. Giulio reykir pakka á dag. Sumarfrí: Fjölskyldan hefur aldrei komið til útlanda. í ágúst dvelja þau 3-4 vikur hjá skyldfólki sínu. Ýmislegt: Giulio fær aukamánaðar- laun í júlt' og desember, scm varið er til kaupa á gjöfunt og jólamat. Scm dæmi um verð netndu þau um 6 þús. krónur fyrir jakkaföt eða kápu og um 1.900 kr. fyrir par af skóm. Giulio sagði: „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta, en dreyntir um að eignast eigið hús með smá garði og nokkur ný húsgögn, en vitum að það er útilokað að láta hann rætast. Við vildum flytja sunnar þar sem veðrátt- an er betri, en þar er enga vinnu að fá. Við höfum alltaf verið leigjendur - bærinn á þessa íbúð. Þó Fiat gefi okkur afslátt af nýjum bíl höfum við ekki efni á að borga af honum. Allt sem við getum sparað fer til fata- kaupa og í sumarfríið. Spænska fjölskyldan: María (38) og Jose Luis Morillas (38), Roberto (14) og Selia (10 ára). Tekjur: Um 1.809.600 pesetar á ári (43.500) kr. á mán.) fyrir fullt starf og yfirvinnu Jose sem er vélvirki í Ford bílaverksmiðju nálægt Valens- ia. Maria hefur unnið sem hjúkrun- arkona en cr ckki í starfi núna. Heimili: Fjögurra herbergja blokk- aríbúð sent þau keyptu fyrir 9 árum. Mánaðarlegar afborganir og vextir eru nú um 9.000 pesetar (2.600 kr.). Þau hafa sjónvarp, hljómflutnings- tæki, þvottavél og frystikistu. Bfll: Ford Orion sem kostaði um 275 þús. fyrir hálfu öðru ári, sem þau borga af um 4.200 kr. á mánuði. Matur: Matarreikningurinn er um 12.900 kr. á mánuði. Þau borða úti með vinum 1-2 í mánuði, en bjóða þeim aldrei heim í mat. Þau fá sér vín með matnum þegar þau borða úti. Frístundir: Jose fer á akurhænu og héraskytterí og á silungsveiðar. Sonurinn fer í útilegur en dóttirin stundar skólasport. Þau fá ekki nema um 50 kr, í vasapeninga á viku. Sumarfrí: Helminginn af ntánað- arsumarfríi notar fjölskyldan til heimsókna á einhverja aðra staöi á Spáni. Hinum helmingnum verja þau hjá foreldrum hjónanna. Sumar- frísútgjöldin áætla þau um 37 þús. kr. á ári. Ýmislegt: Til fatakaupa ver fjöl- skyldan um 30 þús. krónum á ári, mest á börnin. Til gjafa fara um 4.400 kr. á ári. Jose sagði: „Eg held að við njótum betri afkomu en verka- mannafjölskyldur gera yfirleitt, en við höfum þó ekki efni á „pakka- ferð“ til útlanda eins og Englending- ar gera gjarnan. Ég býst einnig við að félagsleg þjónusta sé betri í Bretlandi en hér.“ María bætir við: „Öll höfum við okkar drauma - ntig langar t.d. í smá sumarbústað. Ég er heldur ckki hrifin af umhverfinu hér, en verðlagið hækkar stöðugt svo það yrði erfitt að flytja á betri stað.“ Sambyggðir hverfisteinar og smerglar 150 mm steinn Kr. 5.290,- m. sölusk. 200 mm steinn Kr. 7.428,- m. sölusk. Dönsk gæðavara Heildsölubirgðir — ■* ? « am mm t_1_11 _ ______Li_ .. _ ___ ■ \M ■ VELAVERSLUN Bíldshöföi 18, 112 Reykjavík. Sími 685840 Laus Embætti skattstjóra Noröurlandsumdæmis eystra, er laust til umsóknar og veitist frá 1. júlí 1986. Umsækjandi skal hafa lokiö prófi í lögfræöi, hagfræði eða viðskiptafræði eða vera löggiltur endurskoðandi eða hafa aflað sér sérmenntunar eða sérþekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist tekjudeild fjármálaráðuneytis, merktar „staða 260“ fyrir 10. júní 1986. r»n Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar að Dvalar- og skjúkradeild Horn- brekku Ólafsfirði. Umsóknarfrestur til 10. júní 1986. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480 eða á kvöldin í síma 96-62257. t Bróðir minn Sigfús Kristjánsson frá Innra Leiti Skógarströnd dvalarheimilinu Höfða Akranesi lést 16. þessa mánaðar, Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Kristjana Kristjánsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.