Tíminn - 28.05.1986, Qupperneq 16

Tíminn - 28.05.1986, Qupperneq 16
Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi Framsóknarfólk sem vill taka þátt í kosningastarfi, hafiö samband viö viökomandi kosningaskrifstofur. Kópavogur Hamraborg 5, opin daglega frá kl. 10-12 og 14-22. Sími 41590. Garðabær - Goðatúni Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-19.00 um helgar kl. 14.00-16.00 og öll kvöld. Sími 46000. Frambjóðendur eru til viðtals á opnunartíma. Hafnarfjörður Hverfisgötu 25, verður opin virka daga J<l. 14.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00, sími 51819 og 651958. Grindavík Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Keflavík Austurgötu 26. Opin mánudaga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Miðnes Hjallagötu 7, sími 7420. Skrifstofan er opin öll kvöld frá kl. 20.00 og á kjördag frá kl. 8.00. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfulltrúi B-listans eru til viðtals á skrifstofunni. Kosningastjórar: Óskar Guðjónsson og Jón Frímannsson. Seltjarnarnes Eiðistorgi 17 2. hæð símar 615214, 615441 og 616380. Skrifstofan er fyrst um sinn opin kl. 71.00 til 19.00 virka daga og 15.00 til 19.00 laugardaga og sunnudaga. Njarðvík Holtsgötu 49, alla virka daga frá kl. 18.00 til 22.00 og 14.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Sími 4634 og 4435. Stuðningsmenn eru beðnir að athuga hvort þeir séu á kjörskrá. Heitt á könnunni. - Lítið inn. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Akranesi Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna á Akranesi opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Heitt á könnunni. Komið og fylgist með kosningastarfinu. Símar 2050 og 3248. Kosningaskrifstofa B-listans á Seyðisfirði Öldugötu 11 efri hæð opið öll kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 og 16.00 til 19.00 um helgar sími 2107. Kosningastjóri Gunnar Sigurðsson - heimasími 2478. Framsóknarflokkurinn á Seyðisfirði. Kosningaskrifstofa B-listans ísafirði Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og á kvöldin, sími 4316 og 3690. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinn ísafirði. Kosningastofa Framsóknaflokksins Suðurlandi Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmið verður opin að Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuð frá kl. 15.00-19.00 virka daga sími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir. Kosningaskrifstofa Framsóknar- flokksins Hornafirði Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa í húsi Slysavarnafélagsins. Hún er opin öll kvöld og um helgar sími 97-8135. Kosningastjórar Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sverrir Aðalsteinsson og Sverrir Guðna- son. Framsóknarfélag Hornafjarðar Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss 16 Tíminn DAGBÓK Miðvikudagur 28. maí 1986 Hljómsveitin Hálft í hvoru eins og hún er nú skipuð. „Hálft í hvoru“ - tónleikar á Borginni Hljómsveitin „Hálft í hvoru" heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld, miðvikud. 28. maí kl. 21.30. Tilefnið er útkoma nýrrar hljómplötu og heitir hún Götu- mynd (Aðg. 350 kr.) Á tónleikunum flytur hljómsveitin einnig nokkur lög af Kaffisala á kosningadaginn í Safnaðarheimili Neskirkju Það er orðin hefð af áratuga iðkan að selja gestum og gangandi kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu á kjördegi. Og geta þar allir átt góð erindislok, hvað sem stjórnmálaskoðunum líður. Eins og jafnan áður er það kvenfélagið, sem hefur veg og vanda af veitingum, jafnframt því sem basarhornið verður á sínum stað með eigulegum munum á góðu verði. Þeir þekkja það velunnarar Neskirkju hvað konurnar í kvenfélaginu hafa lagt ríkulega af mörkum um árin til kirkju sinnar og má eiginlega segja að þær hafi lagt hönd að flestu á einhvern veg, sem varð til eflingar safnaðarstarfi og er Útivistarferðir Kvöldganga í Esjuhlíðar verður farin í kvöld, miðvikud.kvöldið 28. maí kl. 20.00. Leitað „gulls“ og gengið um Þver- fellið. Myndakvöld á nmmtudagskvöldið 29. maí kl. 20.30. í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Sumarleyfisferðir kynntar, m.a. Homstrandir, einnig myndir úr frábærum jöklaferðum Útivist- ar frá hvítasunnunni. Sumarleyfisferðir 13.-17. júní - 5 dagar. 1. Látrabjarg - Ketildalir o.fl. Gist í Breiðavík og víðar. Landskoðun, fugla- skoðun. 2. Bakpokaferð - frá Þingvöllum um Hlöðuvelli og Brúarárskörð. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. Þorsmörk og Helda-Hraunteigur (2 dagar) næstu helgi. Útivist gullplötu Gísla Helgasonar „Ástarjátn- ingu.“ Hljómsveitina skipa nú: Gísli Helga- son, Herdís Hallvarðsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hannes Jón Hannesson, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveitinni. Hljómsveitin „Hálft í hvoru“ áformar síðan að fara tónleikaferðir um Iandið nú í sumar. að þessu sinni nærtækt að minna á sívaxandi starfsemi fyrir aldraða, sem nú orðið fer fram fjóra daga vikunnar yfir vetrartímann í safnaðarheimilinu. Slík verk og önnur ámóta, sem kvenfélagskon- ur bera hitann og þungann af, verða seint fullþökkuð sem skyldi. Ég heiti á vestur- bæinga og aðra þá sem eiga taugar til Neskirkju að láta konurnar finna hlýleika og þakklæti fyrir störfin á laugardaginn kemur, með því að fjölmenna að hlað- borðinu þeirra og njóta þess, sem fram verður borið og styrkja um leið vaxandi og dýrmæt störf fyrir söfnuðinn. Kaffisal- an hefst klukkan tvö á laugardaginn, en tekið verður við munum á basarinn fimmtudag og föstudag frá kl. 17-19. Guðmundur Óskar Ólafsson Frímþing ’86 19. landsþing Landssambands íslenskra frímerkjasafnara var haldið á, Húsavík laugardaginn 26. apríl sl. Þingið var haldið á Húsavík til að heiðra Frí- merkjaklúbbinn Öskju, sem varð 10 ára um þessar mundir. Af því tilefni hélt klúbburinn frímerkjasýningu, FRÍM- ÞING '86, sem er nú stærsta frímerkja- sýning, sem haldin hefur verið utan Reykjavíkur og nágrennis. Félag frímerkjasafnara á Akureyri hef- ur nýlega sagt sig úr Landssambandi ísl. frímerkjasafnara, og gat formaður þess í skýrslu sinni og sagðist vonast til að FFA gengi fljótlega aftur í sambandið. Fyrir þinginu lá inntökubeiðni Frímerkja- klúbbs Selfoss og var hún samþykkt einum rómi. Formaður LlF er Jón Aðal- steinn Jónsson. Útbreiðslufulltrúi var kjörinn Finnur Kolbeinsson, Fljótaseli 3, 109 Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á upplýsingum um stjirfsemi LlF, og eins á myndun félaga eða klúbba í heimabyggð sinni snúi sér til hans. Sýning á M0KKA Kristján Fr. Guðmundsson sýnir vatns- litamyndir á Mokka við Skólavörðustíg, en sýningin var opnuð 22. maí. Þetta er þriðja einkasýning Kristjáns. Hann var listaverkasali í Reykjavík, lengst af á Týsgötu 3 frá árunum 1960-1975. Kristján er fæddur 1909. Vatnslitamyndirnar eru 20, en tvær myndir eru málaðar með olíulitum: Frá Þingvöllum, súlur (olía á striga) og Úr Herjólfsdal í Vestmannaeyjum (olía á pappa). Áéfók 1988 ^uvtí’ilsnt* íK')ð.m íjall.t ÁrbókF.Í. 1986: Snæfellsnes norðan fjalla Árbók 1986 fjallar um - Snæfellsnes norðan fjalla - og hefur Einar Haukur Kristjánsson, skrifstofustjóri, tekið sam- an efni um þetta svæði. Einar Haukur skrifaði einnig Árbók 1982, en hún fjallar um Snæfellsnes sunnanvert, frá Löngu- fjöru að Olafsvíkurenni. Árbókin 1932 fjallar einnig um Snæfells- nes og eru höfundar þeirrar bókar: Helgi Hjörvar, Ólafur Lárusson, Jón Eyþórs- son og Guðmundur G. Bárðarson. í Árbók 1982 var sérstakur kafli um jarðfræði Snæfellsness alls eftir Hauk Jóhannesson jarðfræðing, en í Árbók 1986 er ritgerð um gróðurfar á Snæ- fellsnesi, og hefur Eyþór Einarsson grasa- fræðingur tekið saman þann kafla. Með ritun þessara tveggja árbóka er lokið lýsingu á Snæfellsnessýslu allri. 1 Árbók 1986 er skrifað um: Olafsvíkurkaupstað að fornu og nýju, Fróðárhrepp, Eyrar- sveit, Helgafellssveit, Stykkishólmshrepp og Skógarstrandarhrepp. Vönduð heim- ildarskrá er birt strax á eftir meginmáli og til mikils gagns fyrir þá sem vilja leita frekari upplýsinga um einstök svæði. Næst eru staðanöfn skráð í stafrófsröð og að lokum er kaflinn Félagsmál. Ritstjóri Árbókar Ferðafélagsins er Þorleifur Jóns- son bókavörður. Frjáls verslun Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál Tímaritið Frjáls verslun, 3. tbl. þessa árs er nýkomið út. 1 þessu tölublaði Frjálsrar verslunar er fjallað um misræm- ið í tollskránni og fyrirsögn í ritstjórnar- greininni er: Völundarhús tollskrárinnar. Þá kemur fréttaþáttur, þar sem víða er komið við. Næst er grein um efnahags- mál: Verðbólguspá almennings - 60% þátttakenda spá verðbólgu undir 20%. Þá eru það tollar. Ófremdarástand í tolla- málum: Háir verðtollar og hrópandi mis- ræmi. Þar er sagt frá misræmi í toll- skránni, og t.d. eru hreinlætistæki þar talin til lúxusvara. Margar greinar um tollamál fylgja á eftir, þar sem tekin eru fyrir sérstök mál í hverri grein. Stjórnun- arfélag íslands er 25 ára, og af því tilefni er rætt við Þórð Friðjónsson, nýkjörinn formann. Borgarmálin voru góður skóli - segir Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri í viðtali. Forsíðumynd blaðsins er einnig af Markúsi Erni. Ýmsar fleiri greinar eru í blaðinu, sem kom fyrst út 1939. Ritstjóri er Kjartan Stefánsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.