Tíminn - 28.05.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 28.05.1986, Qupperneq 20
ALFREÐ ÞORSTEINSSON skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar 31. maí 1986. ÞJONUSTUKJARNAí SUÐUR-MJÓDD. Hver Islendingur skuldar 281 þús. í útlöndum: Erlendu skuldirnar aldrei verið hærri - komust í rúmlega 56% af landsframleiðslu í fyrra Nettóskuldir íslendinga við útlönd námu orðið 62.253 milljónum f árs- lok 1985 ef reiknað var á meðalgengi ársins (um 67.920 millj. á gengi um áramót), sem jafngilti um 56,1% af vergri landsframleiðslu. „Þetta er hæsta nettóskuldastöðuhlutfall sem verið hefur“, segir m.a. í nýjustu Hagtíðindum Seðlabankans um stöðu þjóðarbúsins út á við. Með nettóskuldum er átt við allar skuldir íslands við önnur lönd að frádregn- um erlendum eignum og öðrum kröfum á útlönd. Skuldahlutfallið hafði hækkað úr 53,3% af VLF árið áður. Hækkun langra erlendra lána á árinu nam um 5.465 milljónum miðað við meðalgengi ársins 1985. Nærri fimmti hluti (19,2%) út- flutningstekna þjóðarinnar fór til greiðslu vaxta og afborgana (þar af 10,4% í vextina eina) af þessari skuldasúpu í fyrra. Það hlutfall lækk- aði þó frá árinu áður vegna lækkandi vaxta erlendis. Ef spár um viðskiptajöfnuð ársins 1986 ganga eftir telur Scðlabankinn Arnarflug: Hlutafjár- loforð staðfest Arnarflug hefur nú náð samning- um við alla helstu lánardrottna sína og uppfyllt þau skilyrði sem þeir einstaklingar og fyrirtæki settu á sínum tíma fyrir þátttöku í hlutafjár- aukningu og fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins. Helgi Jóhannsson framkvæmda- stjóri Samvinnuferða og talsmaður þeirra sem hyggjast leggja fé í fyrir- tækið sagði í samtali við Tímann í gær, að verið væri að ganga endan- lega frá hlutafjáraukningu, þar sem þeir sem gefið hafa hlutafjárloforð staðfesta þau. Fyrirhugaður var í | gærkvöld fundur með hinum nýja hluthöfum, þar sem hlutafjáraukn- ingin yrði formlega staðfest. horfur á minni erlendri skuldasöfnun en undanfarin ár og áætlar að skulda- hlutfallið geti þá komist niður í 50% af VLF í árslok 1986. Þar sé um að ræða .samverkandi áhrif af lækkun á gengi Bandaríkjadollars og aukinni framleiðslu. Þrátt fyrir að reiknað er með lægri vöxtum á alþjóðamarkaði er gert ráð fyrir að greiðslubyrði af lánum haldist óbreytt, þar sem af- borganir af lánunum þyngist á móti. Til að átta sig betur á hvað 67.920 milljón króna skuld um áramót þýðir má geta þess að væri henni skipt jafnt niður á alla íslendinga kæmi um 281 þús. kr. á herðar hvers og eins eða rúmlega 1,1 milljón á hverja meðalfjölskyldu. Fyrrnefnd 5.465 milljóna króna skuldaaukning á ár- inu samsvarar um 22.600 kr. á hvern íslending að meðaltali eða um 90 þús. króna skuldaaukningu á hverja meðalfjölskyldu. Rás Akl. 14:00 í dag: B-vítamín Kynning á frambjóð- endum B-listans á nokkrum stöðum und- ir stjórn Jóns Ólafs- sonar B-vitamín verður á dagskrá rásar A í dag kl. 14:00. í þættin- um mun Jón Ólafsson spretta úr spori með efstu mönnum B-list- ans í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Mosfellssveit og Akra- nesi. Spiluð verður hressileg tón- list þess á milli. Rás A er eins og flestir vita á FM 103 og þátturinn stendur í einn og hálfan tíma. ABS Stálfélagið hjá skiptaráðanda: Stjórnin reynir að bjarga fyrirtækinu Á í viðræðum við erlenda aðila Stjórn Stálfélagsins á nú í samn- ingaviðræðum við erlenda aðila sem telja raunhæfan rekstrargrundvöll fyrir rekstri stálverksmiðju hérlend- is, en eins og fram hefur komið er félagið nú til gjaldþrotaskipta hjá skiptaráðanda f Hafnarfirði. Að sögn Sigtryggs Hallgrímssonar, starfsmanns Stálfélagsins, á fyrirtæk- ið fyrir skuldum samkvæmt ársreikn- ingi síðasta árs. Ástæðan fyrir því að það er nú til gjaldþrotaskipta er úrskurður Hæstaréttar 2. maí um greiðslustöðvun að kröfu eins kröfu- hafa. En stjórn félagsins hyggst róa að því öllum árum að bjarga fyrir- tækinu frá gjaldþroti og voru stjórn- armenn bjartsýnir um það á fundi í gær. Stálfélagið var stofnað árið 1982 með það í huga að endurvinna íslenskt brotajárn. Stjórn þess hefur síðan þá átt í viðræðum við erlenda aðila og ríkissjóð um þátttöku í fyrirtækinu en þær viðræður hafa ekki borið árangur enn. Allar kann- anir á fyrirtækinu hafa bent til mikillar arðsemi. -gse -HEI Við uppsetningu sýningarinnar. Lögreglumenn fylgjast grannt með öllu sem fram fer. Picasso sýningin sett upp á Kjarvalsstöðum: DÝRGRIPIRNIR UNDIR EFTIRLITILÖGREGLU - 50-55 verk eftir meistarann verða á sýningunni Tímamynd: Pétur. f gær voru dýrgripir Pablo Picasso fluttir til Kjarvalsstaða. Þar var strax hafist handa við að taka málverkin upp úr kössum og fylgst var með spenningi með hverjum einasta hlut, er hann var dreginn fram í dagsljósið. Milli 50 og 55 verk verða á þessari einstæðu sýningu, og mörg þeirra meðal þekktari verka meist- arans. Meðal þeirra má nefna „portret af Jaqueline R. með rósir“, frá 1954. Á bakhlið hefur Picasso skrifað, - „til Jaqueline, 25.4. ’67“. Myndirnarspanna allan feril Picassos, en ekki var komið í ljós í gær hvort nokkrar myndir frá hinu fræga bláa tímabili væru með í farangrinum. f dag kemur siðan Jaquelin ekkja Picasso til landsins, en sýningin verður hengd upp á morgun. phh. Breytingar á Japanstogurunum: Slippstöðin býður - aðrir íhuga samstarf - 28 erlendir aðilar sýna áhuga Frestur til að skila inn tilboðum í togarana sex sem Félag japanskra skuttogaraeigenda (FJAS) Ityggst láta breyta hefur verið framlengdur til 16. júní, en átti fresturinn á því að renna út 5. júní. Að sögn Steinars Viggóssonar hjá Ráðgarði, sem sér um útboðin f.h. FJAS, er þetta gert vegna þess að menn tóku nokkuð seint við sér og fjölmargir erlcndir aðilar hafa viljað koma hingað til lands og skoða skipin. Alls hafa 28 erlendir og 4 innlendir aðilar óskað eftir útboðsgögnum. Hér er um að ræða umfangsmesta verkefni af þessu tagi sem boðið hefur verið út hér á landi og nemur það hundruð- um milljóna. Þegar útboðsgögn lágu fyrir á sínurm tíma kom til tals að einhverjar hinna íslensku skipa- smíðastöðva hefðu með sér samstarf um verkið ef það mætti verða til þess að það yrði unnið hér heima. Af þeim fjórum fyrirtækjum sem fengið hafa útboðsgögn hafa fyrirtæki á suð-vestur horninu verið að íhuga þessi mál þó ekki hafi komið fram neitt formlegt 'samkomulag milli þeirra. Þau fyrirtæki sem fengið hafa útboðsgögn sunnanlands eru Þorgeir og Ellert, Stálvík og Stálsmiðjan. Slippstöðin á Akureyri hyggst hins vegar bjóða í verkið upp á eigin spýtur. Matthías Sveinsson fram- kvæmdastjóri Stálvíkur sagði í sam- tali við Tímann í gær að það væri stefnt að því að nokkrar smiðjur og aðrir sem væru í þessum iðnaði stæðu saman að tilboðsgerðinni og ein og sér þeir hefðu þegar leitað til 17-18 aðila í því sambandi. Hugmyndin væri að Stálvík myndi bjóða í verkið og þessir aðilar yrðu þá undirverktakar. Hann sagði að hugmyndin gengi m.a. út á að ná saman smiðjunum á suðvestur horninu s.s. Stálsmiðjunni o.fl. Hvað varðar samstarf við stærri aðila eins og Þorgeir og Ellert á Akranesi og Slippstöðina á Akureyri sagði hann að sh'kt hafi ekki verið formlega tekið til urmæðu, en þó væri Ijóst að þeir ættu auðveldara með samstarf við aðila á eða nálægt höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður væru þeir mjög opnir fyrir samstarfi við hvern sem er hvar sem er á landinu, ef það gæti aukið líkurnar á því að verkið héldist í landinu. Sigurður Ringsted yfirverk- fræðingur hjá Slippstöðinni á Akur- eyri sagði við Tímann í gær að þeir hefðu ákveðið að bjóða í skipið og að þeir væru það sterkir að þeir gætu gert það upp á eigin spýtur. -BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.