Tíminn - 23.08.1986, Síða 1

Tíminn - 23.08.1986, Síða 1
LÁNSKJARAVÍSITALAN hækkaöi um 0,95% frá ágúst til septem- ber og gildir vísitalan 1486 fyrir septem- ber. Samkvæmt þessu er veröbólgan 12% síðasta mánuð, 10,9% miöaö viö þrjá síðustu mánuöi, 8,3% miðað viö síöustu 6 mánuði og 19,9% miðað viö síöustu 12 mánuði. NORÐURLANDAMÓTg runn- skólanna í skák verður haldið í Gerðu- bergi í Breiðholti um næstu helgi, þ.e. 28.-31. ágúst. ísland mun senda tvær sveitir á mótið, sveit Seljaskóla og sveit Gagnfræðaskóla Akureyrar. (sland hefur fimm sinnum unnið þetta mót síðan 1977 og þrisvar orðið í öðru sæti. Þar af vann sveit Hvassaleitisskóla mótið þrjú ár í röð. KRON hefur ráðið nýjan kaupfélags- stjóra, Ólaf Stefán Sveinsson, en hann tekur við af Ingólfi Ólafssyni sem hefur verið kaupfélags- stjóri frá 1963. Ólafur er 28 ára, viðskiptafræðing- ur. Hann var kaup- félagsstjóri á Hrútafirði 1981-82 en hefur undanfar- ið gegnt starfi fjár- málastjóra hjá Ágæti. HERSTÖÐVA -andstæðingarhafa mótmælt harðlega þeirri afstöðu utanrík- isráðherra að leggjast gegn samþykkt tillögu um skipan embættisnefndar um kjarnorkulaus Norðurlönd, áfundi utanrík- isráðherra Norðurlandanna. Seair í álykt- un samtaka hernámsandstæðinga að ekkert í samþykkt Alþingis vorið 1985 um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evr- ópu, og utanríkisráðherra vísaði til, mæli gean kjarnorkuvopnalausu svæði sem miðist við Norðurlöndin ein. ÍSLANDSLAX hefur ráðið Sigurð Friðriksson viðskiptafræðing sem fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar á Stað í Grindavík, sem er í eigu Sambandsins, nokkurra samstarfsfyrirtækja þess og norskra aðila. Sigurður starfaði við Hag- deild Landsbankans í 10 ár, síðan sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sam- bandsins á Akur- eyri árið 1981 og síðan aðstoðar- framkvæmdastjóri Fjárhagsdeildar Sambandsins. Sig- urður er kvæntur Unni Færseth. ÓSKOÐAÐIR bílar á G-númeri ættu ekki að vera þar sem lögreglan sér þá, þvi mikil herferð er nú í gangi hjá lögreglunni í Hafnarfirði gegn óskoðuðum bílum. Skoðun lauk um mánaðamótin júlí-ágúst og því ættu allir að hafa haft tækifæri til að koma skoðunarmálum sínum á hreint fyrir löngu. Nú er klippt af óskoðuðum bílum fyrirvaralaust hvar sem þeir sjást. 9 ÁRA DRENGUR varð fyrirbíl Merkigerði á Akranesi í gær um þrjú leytið, en mun ekki hafa hlotið meiðsl af. Bíllinn var ekki á mikilli ferð og talið er að drengurinn hafi hlaupið fyrir bílinn. LÖGREGLAN í ÍRAN gerði upptækar gullstangir og mynt að verð- mæti 7,5 milljón dollara sem hún fann í trukk sem lagt hafði verið fyrir utan Teheran í gær. ÞrírTyrkir voru handteknir vegna þessa fundar, en gullinu hafði verið smyglað inn í landið. Tollþjónar handtóku einnig Tyrkja á leið yfir landamæri Tyrk- lans oa Iran þegar þeir fundu gullstangir að verðmæti 1,5 milljón dollara í bensín- tanki bílsins. KRUMMI .. ætli þeir hafi ruglast á Kópaskeri og Kapeverde... Ríkissjóður hættir sölu spariskírteina - Lífeyrissjóðirnir fá 6,5% vexti í stað 8% Fjármálaráðherra hefur fundið ráð sem hann ætlar að verði til þess að lækka vexti r' landinu og þar með að fá þá milljarða sem áætlað er að lífeyrissjóðirnir láti renna í húsnæðiskerfið á lægri vöxtum en þeim 8% sem rætt hefur verið um að undanförnu. Ráðið er að hætta sölu spariskírteina ríkissjóðs, en vextir af þeim ( um 8%) var sú viðmiðun sem gengið var út frá að lífeyrissjóðirnir fengju á sitt fé samkvæmt nýjum húsnæðislögum frá í vor. Að sögn fjármálaráðherra hefur sala spariskírteina gengið svo vel að ekki sé ástæða til að rfkissjóður keppi á næstunni um fjármagn við banka og atvinnulíf. Enda hafi þegar aflast ríflega sú fjárhæð sem ráð var fyrir gert í áætlunum þessa árs. Sala umfram innlausn sé um 600 millj. króna. Hefur því verið ákveðið að hætta sölu spariskír- teina um næstu mánaðamót og a.m.k. þaðsemeftirerársins. Hins vegar mun eigendum eldri skír- teina sem innleysanleg verða síðar á árinu - um 500-600 millj. króna - verða gefinn kostur á að skipta á þeim og nýjum skírteinum sem bera 6,5% vexti. Telur fjármálaráðherra ástæðu til að ætla að þetta verði til þess að lækka vexti annarra aðila sem keppa um sparifé landsmanna. í því sambandi megi hafa í huga aukið frelsi innlánsstofnana til vaxtaákvarðana, samkvæmt nýjum bankalögum sem koma til frani- kvæmda 1. nóvember n.k. Þorsteinn Pálsson segir það hafa Óvenjulegt llugfar sveif ylir Keykjavik í gærmorgun og var þar á ferðinni loftbelgur seni lúngað er koniinn i tengslum viðllugsýningiina á Keykjavík- urilngv elli. Kollirún Halldórs- dóttir. einn uinsjóiiarnianna Kásar2, tók sér far með belgn- iim og lýsti loftbelgstluginii í beinni útscndingu. Þessi niynd var tekin þegar belgiirinn var að helja sig á loft. rimamynd Gísli verið markmiðið að nota hvert tækifæri sem gæfist til vaxtalækk- unar. Með þessu gerði líka eins konar vopnahlé keppninni við bankana um spariféð í landinu jafnframt því sem þetta komi inn á ávöxtunina hjá lífeyris- sjóðunum. Þessir 6,5% vextir verða væntan- lega viðmiðanir í þeim viðræðum sem halda áfram milli ríkisvaldsins og lífeyrissjóðanna eftir helgina um húsnæðislánakerfið, þó strangt til tekið sé þarna ekki um boð ríkisins á almennum fjármagns- markaði að ræða, þar sem aðeins eigendum eldri skírteina mun standa hin nýju til boða. „Ég býst við að við munum reyna að vera sanngjarnir í samningunum - enda sameiginlegt hagsmunamál okkar og lífeyrissjóðanna að ná vöxtun- um niður. Með meiri vaxtamun mundi húsnæðiskerfið fljótt sligast," sagði Þorsteinn. BBC gerir íslandsmynd Á mánudag og þriðjudag eru vænt- anlegir til landsins leiðangursmenn á vegum ensku sjónvarpsstöðvar- innar BBC, sem munu staldra við í tíu daga við upptökur á stuttum fræðsluþáttum um ísland. Þættirnir, sem eru 5 mínútna langir, fjalla hver um visst minni, svo sem jarðskjálfta, gróðurfar, dýralíf og hafís. Myndaflokkurinn er nefndur Heimur morgundags- ins, Tomorrows World. Sjónvarpsmennirnir leitast við að gera þættina spennandi og á- hugaverða, en þeir eru gerðir í þeim tilgangi að gera ýmsan fróð- leik aðgengilegan almenningi, scm hallar sér í sófann fyrir framan sjónvarpið eftir amstur dagsins, fremur en að taka sér góða fræðslu- bók í hönd. Bretarnir munu ferðast um land- ið og meðal annars fljúga yfir hafíssvæðin meðan á veru þeirra stendur, en leiðangurinn hefur ver- ið í undirbúningi um nokkurt skeið. Þættir um ísland verða vænt- anlega fimm talsins. Þj Kópasker: Þróunarskipið Fengur á rækju - landar á Kópaskeri í 2 mánuöi Þróunarskipið Fengur mun hefja rækjuveiðar á mánudaginn og landa aflanum á Kópaskeri. Munu þessar veiðar skipsins standa yfir í 2 mánuði, en eftir það mun skipið halda af stað í næsta þróunarverkefni sitt, en ennþá er ekki að fullu ljóst hvaða verkefni það verður. Kópasker tekur skipið á leigu þennan tíma og mun áhöfnin verða að mestu skipuð heima- mönnum, en skipstjórinn er frá Húsavík. Sótt var um að taka skipið á leigu til Þróunarsam- vinnustofnúnar Islands sem á skipið og í gær var samið um leigu á skipinu til tveggja mánaða. Útgerðarstjóri skipsins verður Haraldur Sigurðsson frá Kópa- skeri. Fleiri skip hafa landað afla á Kópaskeri að undanförnu, t.d. Pagranesið frá Þórshöfn, Ver frá Bakkafirði og Rauðinúpur frá Raufarhöfn. Mikil breyting hefur orðið á atvinnulífi á Kópaskeri til batnaðar eftir að þessi skip fóru að landa rækju þar, en allt er óvíst með framhald fiskvinnslu þar. Kópaskersbúar hafa verið að leita eftir kaupum á skipi um langan tíma, en verð á fiskiskip- um er mjög hátt núna og því erfitt um kaup. Forráðamenn Fengs telja það vera sinn hag líka, að skipið fari á rækjuveiðar til Kópaskers, vegna þess að þá gefist tækifæri til þess að prófa tog- og spilbúnað skipsins sem nauðsynlegt er fyrir næsta verkefni skipsins. ABS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.