Tíminn - 23.08.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 23.08.1986, Qupperneq 3
Laugardagur 23. ágúst 1986 Tíminn 3 Sauðárkrókur: Vatnsskortur að gera vart við sig Menn áhyggjufullir vegna sláturtíðar, ef ekki rætist úr málum Vatnsskortur hcfur verið að gera vart við sig á Sauðárkróki nú síðustu daga og stafar hann einkum af snjóléttum vetri og þurru sumri nú í sumar. Ef ekki rætist úr vatnsmálum Sauðkrækinga fyrir sláturtíð er Ijóst að vandræðaástand skapast í bænum. Horfur eru þó á, að úr þessu rætist, jafnvel þó úrhellisrigningar verði ekki síðustu daga fyrir slátur- tíð, vegna þess að Steinullarverk- smiðjan er komin langt á veg með að virkjaeigið vatnsból. Steinullarverk- smiðjan á Sauðárkróki hefur þurft á gífurlega miklu vatni að halda, eða um 8-10 lítrum á hverri sekúndu allan sólarhringinn. Núna hefur vatnsveita Sauðárkróks um 32 lítra á sekúndu, svo það lætur nærri að verksmiðjan fái einn þriðja af öllu fáanlegu vatni bæjarins. Ef vatnsból Steinullarverksmiðj- unnar verður ekki tilbúið þegar sláturtíð hefst verður trúlega gripið til þess ráðs að loka fyrir vatn til bæjarbúa um tíma, því ekki er hægt að vinna við slátrun nema nægilegt vatn sé fyrir hendi. í sláturtíðinni s.l. haust björguðust vatnsmál bæjarins eingöngu á því að miklar rigningar komu í hálfan mánuð áður en slátrun hófst og bærinn naut góðs af þeim rigningum alveg fram í nóvember að sögn Páls Pálssonar vatnsveitustjóra á Sauðárkróki. Vatnsból Sauðárkróks er upp við Veðramót og í Molduxaskarði sem er 2 og 4 km frá bæum. Unnið er að stækkun vatnsbólsins í Veðramóti. Hingað til hefur verksmiðjan borgað 6,80 krónur fyrir hvert tonn af vatni sem hún hefur keypt af bænum, svo það lætur nærri að bærinn hafi fengið um 1 milljón í tekjur fyrir 1 blaðinu í gær, var viðtal við Sigurð Geirdal, nýráðinn fram- kvæmdastjóra Framsóknarflokks- ins. Vegna mistaka birtist röng mynd með því viðtali ogeru hlutaðeigend- ur beðnir velvirðingar á því. síðasta ár fyrir sölu á vatni til verksmiðjunnar. Pað er því hag- kvæmnissjónarmið sem ræður virkj- unarframkvæmdum verksmiðjunnar fyrst og fremst. ABS Meðfylgjandi mynd, sem átti að birtast sýnir þegar Guðmundur Bjarnason ritari Framsóknarflokks- ins býður Sigurð velkominn til starfa og afhendir honum lyklaaðskrifstof- unni. Myndabrengl Framsókn þingar á Sauðárkróki Þingflokkur framsóknarmanna mun halda þingflokksfund á Sauð- árkróki um helgina. Fundurinn hefst kl. 13.00 á sunnudegi og verður síðan fram haldið á mánudag. Á sunnudagskvöldið verður opið hús í Hótel Mælifelli og eru allir flokksmenn velkomnir að líta þar inn og tala við þingmennina. Á mánudeginum ereinnigætlun- in að heimsækja nokkur fyrirtæki á Sauðárkróki og Hólastað. Aðalumræðuefni fundarins verður fjárlagaundirbúningurinn, en einnig verða bankamál og stjórnmálaviðhorfið tekið til um- ræðu. Greifarnir: Einstakar vinsældir Við val vinsældalista rásar 2 þessa vikuna gerðist sá einstæði atburður að hljómsveit kom öllum lögum sínum á cinni plötu inn á sarna listann. Þctta voru Greifarnir, ung hljómsveit sem þegar hefur hlotið miklar vinsældir. Voru þau orð þul- arins, að ekkert laga þeirra kæmist í fyrsta sæti, þar cr aðdácndur hljóm- sveitarinnar hlutast niður á fjögur lög. Rikshaw er sú hljómsveit sem næst hefur komist Greifunum; náði öllum fjórum lögum sínum inn á listann, en aldrei nema þremur í einu. Engin erlend hljómsveit kemst með tærnar þar sem þessar hljóm- sveitir hafa hælana, hvað vinsælda - lista rásar 2 varðar. í 7. sæti að þessu sinni er „Útihát- íð“ Greifanna, „Ég vil fá liana strax (kortér í þrú)" er í 18. sæti, „Er þér sama" í því 21. og loks er „Sólskins- söngurinn" í 29. sæti. þj. Greifarnir cru að fjoruni fimmtu hlutum frá Húsavík, en söngvarann fundu þeir í Rcykjavík. Illlllllíílllllllljlill VEIÐIHORNIÐ ■ úl|l: m n 7:: Þorgeir Jónsson var allt í einu kominn á kríuveiðar. Kríunni leist vel á fluguna sem ætlaður var urriðanum og vildi verða fyrri til og það tókst, en sem betur fór varð henni ekki meint af lljótfærninni. Myndin er tckin á urriðasvæðinu í I.axá upp við Mývatn. Of gott veður sums staðar Sogið: Fyrir fáeinum dögum voru komnir 259 laxar úr Soginu, þar af voru komnir 99 laxar við Alviðru, 85 við Ásgarð, 61 í Bíldfellslandi og 14 í Syðri-Brú. Það hefur tekið mjög misjafnlega við Sogið í sumar og að undanförnu hefur verið „of gott veður" fyrir laxveiðimenn. Vitað var um einn fengsælan sem hafði 9 laxa úr veiðisvæðinu við Alviðru á fimmtudaginn og voru þeir frá 5 og upp í 16 pund. Laxá í Þingeyjarsýslu: Veiði í ánni hefur gengið alveg þokkalega að undanförnu að öðru leyti en því að nú er orðið það dimmt á kvöldin, að hætta verður veiði um kl. 9 á kvöldin. Nú fyrir helgi höfðu veiðst 1921 lax úr ánni í sumar, en veiðisvæði í henni eru 7 talsins. Lítið hefur veiðst á svæði fjögur í sumar þangað til nú fyrir stuttu, að veiði fór að glæðast. Á urriðaveiðisvæðinu í Laxá hef- ur veiðst stór og feitur urriði. mun stærri en í fyrra. ... Aftur í skólann Úlpur á börn 2ja til 12 ára kr. 1.680 Jogginggallar á börn og unglinga kr. 795 og 990 Unglingabuxur frá 24" yil 32" verð frá kr. 495 H-PÓSTVERSLUNIN H-HÚSINU Símar: 20114-44440 kl. 12 til 22 Made in Skotland

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.