Tíminn - 23.08.1986, Side 5

Tíminn - 23.08.1986, Side 5
Laugardagur 23. ágúst 1986 Tíminn 5 lllilllllllllllilllHlllll ÚTLÖND Noregur: lllllllllllllli Skattaívilnanir til olíufélaga Norska stjórnin tilkynnti í gær um ráðstafanir sem hafa í för með sér að skattar á olíuvinnslufyrirtæki, sem starfa innan norskrar lögsögu, lækka um 25%. í orðsendingu frá norska fjármála- ráðuneytinu segir að þessar skatta- ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að viðhalda áhuga erlendra olíufyrir- tækja á að taka þátt í olíuvinnslu Norðmanna þrátt fyrir hið lækkandi verð á olíu á heimsmarkaði. Áætlað er að þessi skattalækkun muni kosta norska ríkissjóðinn um 2,4 milljarða norskra króna eða sem nemur rúm- um 13 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu 1987-1990. Fyrr á þessu ári höfnuðu erlend olíufélög hugmyndum stjórnarinnar um skattaráðstafanir og töldu þær ekki nægar til þess að gera olíu- vinnslu í lögsögu Norðmanna arð- vænlega. í ráðstöfunum þeim sem til- kynntar voru í gær verður m.a. lagður niður sérstakur skattur á nýjar lindir og framleiðsluskattur hefur verið lækkaður úr 35% niður í 30%. Norska fjármálaráðuneytið segir að þetta þýði að skattabyrðin á hreinan hagnað yrði skorin niður úr 85% í 65%. UTLOND Birgir Guðmundsson Vangefinn þýskur drengur sleppir 4000 minkum Meira en 4000 ntinkar sluppu lausir úr minkabúi á Norður-Jótlandi í gær og að sögn bóndans á minka- búinu, Knud Olsen stafar villtu dýra- lífi í nágrenninu mikil hætta af þeim minkum sem enn eru lausir. Tekist hefur að handsama megnið af mink- unum aftur, en ennþá eru um 150 dýr laus. Hann sagðist í gær hafa látið alifuglabændur í héraðinu vita strax um yfirvofandi hættu. Að sögn Olsen var það vangefinn þýskur drengur sem var á ferðalagi í sveit- inni sem sleppti minkunum lausum. Alls eru um 4.600 minkabændur í Danmörku og framleiddu þeir 6,6 milljón skinn í fyrra. Vonir bundnar við hormóna í baráttunni gegn krabbameini Bandaríski nóbelsverðlaunahaf- inn og krabbameinssérfræðingur- inn dr. Andrew Schally, sem nú er staddur á ráðstefnu um krabba- mein í Búdapest sagði í gær að hann gerði sér „gríðarlegar" vonir um notkun hormóna í baráttunni gegn krabbameini. „Ég tel að gríðarlegir möguleik- ar séu fyrir hendi varðandi notkun hormóna í krabbameinsmeðferð í framtíðinni," sagði dr. Schally við fréttamann Reutersfréttastofunn- ar. „Þessa stundina höfum við mestan áhuga á meðferð krabba- meins í briskirtli með þessum hætti, en við stefnum jafnframt að því að hækka það hlutfall brjósta- krabbameins sem unnt er að með- höndla með hormónum úr !ó upp í sagði dr. Schally ennfremur. Dr. Schally fann upp lyf sem kallað hefur verið LH-RH, en það hægir mjög á vexti æxla í ákveðn- um tegundum krabbameins með því að draga úr örvandi áhrifum kynhormóna. Dr. Schally er eink- um þekktur fyrir að vera brautryðj- andi á sviði krabbameins í blöðru- hálskirtli, en hefur nú einnig beint athygli sinni að öðrum hlutum líkamans. LH-RH lyfiðernú notað í með- ferð þúsunda sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirlli, og hefur leyst af hólmi eldri meðferð sem oft og tíðum þýddi að frjósemi viðkomandi var eyðilögð. Nóbelsverðlaunahafinn sagði ennfremur að hann teldi að miklum árangri væri náð við meðhöndlun krabbameins í blöðruhálskirtli, en engu að síður væri nú unnið að því að bæta þennan árangur enn frekar. Svíþjóð: Njósnari handtekinn Maður var handtekinn í Hels- ingjaborg í Svíþjóð l'yrir skömmu grunaður um njósnir fyrir erlent ríki. Maðurinn, sem er sænskur ríkisborgari en fæddur í Tékkó- slóvakíu, kom til Svíþjóðar á átt- unda áratugnum og hcfur stundað þar verslun og viðskipti. Hann hcfur nú verið í gæsluvarðhaldi í níu daga, og lögreglan hefur ckki viljað gefa upplýsingar um það hvers konar njósnir maðurinn hafi stundað, en segir þó að það séu ekki iðnaðar- njósnir. Sænska útvarpið sagðist hins vegar hafa það eftir áreiðanlcgum heimild- um að maðurinn hafi annaðhvort njósnað um flóttamenn frá Austur- Evrópu eða að hann hafi stundað njósnir í einhverju öðru landi en haft bækistöð í Svíþjóð. Bandaríkin: Lækka vext- ir aftur? Efnahagssérfræðingar í Banda- ríkjunum draga nú margir hverjir í efa að sú lækkun forvaxta 6% í 5,5% sem seðlabanki Bandaríkjanna til- kynnti um í vikunni muni duga til þess að rífa bandarískt efnahagslíf upp úr þeirri lægð sem það nú er í. Leiðtogi repúblíkana í öldungadeild þingsins, Robert Dole, sagði til dæmis á blaðamannafundi eftir að lækkunin var tilkynnt, að nauðsyn- legt væri að lækka forvexti enn meira fljótlega. Talið er að vaxtalækkunin muni ekki duga til að örva þær greinar atvinnulífs sem verst eru staddar, eins og landbúnað, orkuiðnað og iðnað. Þessi lækkun forvaxta, um 0.5%, er sú þriðja á þessu ári og hafa forvextir í Bandaríkjunum ekki ver- ið lægri í níu ár. Rök seðlabankans voru þau að lækkunin kæmi vegna lítils hagvaxtar og lítillar verðbólgu. En efnahagsástandið í Bandaríkj- unum verður ekki bætt nema tekist verði á við hinn gífurlega viðskipta- halla, sem gæti orðið um 170 mill- jarðar dollara á þessu ári. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa því verið að þrýsta á helstu viðskiptalönd sín, Þýskaland og Japan, um að þau reyni að auka eftirspurn hjá sér og taka þannig mestu pressuna af bandarísku efnahagslífi. Þetta gætu þau m.a. gert með því að lækka vexti hjá sér og fylgja fordæmi bandaríska seðlabankans. Enn hafa ekki komið fram ákveðnar yfirlýsingar um að þessi lönd niuni lækka vcxti, en við því er búist að Þjóðverjar geri það jafnvel í næstu viku eftir að þýski seðlabankinn heldur stefnumark- andi stjórnarfund. Bandaríkjamenn hafa tromp í bakhöndinni því þeir segjast tilbúnir til að láta dollarann falla mun meira en þegar er orðið til að draga úr viðskiptahallanum ef Þýskaland og Japan lækki ekki hjá sér vextina og örvi eftirspurn. Niðurstaða sérfræðinga er þó sú að líklegast lækki vextir í þessum löndum, sem ntyndi hafa í för með sér lægri vexti á alþjóðamarkaði. Slíkt verður að teljast æskileg þróun fyrir skuldum vafið íslenskt efna- hagslíf. NOTAÐAR BÚVÉLAR TIL SÖLU ZETOR-7011 dráttarvél árg. ’81 MF-128 heybindivél árg. ’81 DUKS baggafæriband 15 m. m/1 fasa rafmótor. IH-444 dráttarvél árg. ’77 SPRAGELSE sláttutætari v. br. 150 cm árg. ’84 TAARUP sláttutætari v. br. 130 cm árg. ’79 EGEBERG baggavagn (ónotaður) URSUS-7385 dráttarvél árg. ’79 Greiðslukjör Velaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.