Tíminn - 23.08.1986, Síða 8
8 Tíminn
Laugardagur 23. ágúst 1986
FJÖL6RAUTASKÓLEKN
BREIÐHOUI
Frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
Innritun í Öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breið-
holti fer fram dagana 27. 28. og 29. ágúst í húsakynn-
um stofnunarinnar við Austurberg kl. 18.00-21.00.
Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja
námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráð-
gjöf er veitt innritunardagana. Þar sem tölvuvinnsla fer
fram á námsferlum allra nemenda Öldungardeildar eru
þeir hvattir til að hafa fæðingarnúmer sín tiltæk við
innritun. Sími skólans er 75600.
Dagskóli F.B. verður settur í Bústaðakirkju miðviku
daginn 3. september kl. 10.00 árdegis. Allir nýnemar
eiga að koma á skólasetninguna.
Allir nemendur dagskólans fá afhentar stundaskrár
fimmtudaginn 4. september kl. 9.00-14.00 og eiga þá
að standa skil á gjöldum.
Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennarafund
mánudaginn 1. september og hefst fundurinn kl. 9.00
árdegis.
Skólameistari.
S Frá grunnskólum Akraness
Kennarar
Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við grunn-
skóla Akraness.
Við Grundaskóla:
Almenna kennara, sérkennara, líffræði-, eðlis- og
efnafræðikennara, smíðakennara. Upplýsingar
veita skrifstofa skólans síma 93-2811, skólastjóri,
heimasími 93-2723 og yfirkennari, heimasími
93-1408.
Við Brekkubæjarskóla:
Raungreinakennarar, dönskukennara, 1-2
almenna kennara í 1-6 bekk, íþróttakennara,
sérkennara, kennara eða þroskaþjálfa við deild
fjölfatlaðra. Upplýsingar veita skrifstofa skólans
síma 93-1938, skólastjóri heimasími 93-2820 og
yfirkennari heimasími 93-3090.
Skólanefnd.
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir að ráða í starf Upplýsingafulltrúa í
tómstundastofnun. Upplýsingafulltrúi hefur það
hlutverk með höndum að upplýsa varnarliðsmenn
og fjölskyldur þeirra um ferðalög, íþróttir og
tómstundastarfsemi, sem stofnunin býður upp á.
Krafist er starfsreynslu við almenna fjölmiðlun eða
menntunar í fjölmiðlafræði. Mjög góð enskukunn-
átta skilyrði, þar sem viðkomandi þarf að skrifa
greinar á ensku og koma fram í fjölmiðlum.
Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, ráðningardeild, Keflavíkurflugvelli
eigi síðar en 2. september 1986.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973.
Dagana 15.-16. ágúst voru haldnar
kappreiðar á vegum hestamannafé-
lagsins Blæs á Kirkjubólseyrum í
Norðfirði. Gott veður var báða
mótsdagana og gekk dagskráin mjög
vel fyrir sig. Mikil þátttaka var í
yngri flokki unglinga og fóru þau öll
ánægð heim, því þau sem ekki voru
í verðlaunasætum fengu verðlauna-
pening fyrir þátttökuna.
Eggjaboðhlaupið og parareiðin
vöktu mikla athygli áhorfenda og
munu Norðfirðingar geyma farand-
bikarinn, sem að sjálfsögðu er eggja-
bikar.
Úrslit frá kapp-
reiðum Blæs, Norðfirði
Urslit:
A-flokkur gæðinga
1. Hrímnir grár 8 vetra frá Svínhól-
um. Eig. Guðbjörg Friðjónsdóttir.
Knapi: Jón Finnur Hansson. Eink.
7.64.
2. Blossi jarpur 9 vetra frá Jaðri.
Eig. LeifurM. Jónsson. Eink. 7.45.
3. Glófaxi rauðglófextur frá Jaðri.
Eig. Svala Guðmundsdóttir. Knapi:
SigurðurSveinbjörnsson. Eink. 7.55.
B-flokkur gæðinga
1. Freyr jarpur 8 vetra frá Skorra-
stað. Eig. Jón Þorláksson. Knapi:
Sigurður Sveinbjörnsson. Eink.
7.89.
2. Styrmir jarpur 10 vetra frá Vík.
Eig. Ragnheiður Samúelsdóttir.
Knapi: Anna Berg Samúelsdóttir.
Eink. 7.80.
3. Pukri jarpur 7 vetra frá Vindási.
Eig: Hans Sigfússon. Knapi: Jón
Finnur Hansson. Eink. 7.78.
Eldri flokkur unglinga
1. Anna Berg Samúelsdóttir á
Styrmi. Jarpur 10 vetra. Eink. 8.10.
2. Svala Guðmundsdóttir á Kára.
UUMFEBOAR
R4Ð
Góð orð '*
duga skammt.
Gott lordæmi
skiptir mestu
máli
IHF
Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Á tímabilinu 1. mai til 30. sept.
Á timabilinu 1. júni til 31. ágúst
Mánudaga: Fra Stykkisholm kl 09.00
Frá Brjánslækkl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00
lyrir brottlör rúlu til Rvk.
Fimmtudaga Sama timatafla og
manudaga.
Föstudaga:
Frá Stykkishólml kl. 14 00.
eftir komu rutu.
Viökoma í inneyjum
Frá Brjánslæk kl. 19.30
Til Stykkishólms kl. 23.00
Friðjudaga Frá Stykkisholmi kl. 14 00
etlir komu rútu
Frá Brjánslæk kl. 18 00
Tll Stykkishólms kl 21:30
Laugardaga: Fra Stykkisholmi kl. 09.00
Sigling um suðureyiar
Frá Brjánslæk kl. 15.00
Til Stykkisholms kl 19.00
A timabilinu 1. júli til 31. áqúst
Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00
Fra Brjánslæk kl 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00.
fyrir brottför rúlu
Viðkoma er ávallt i Flatey á baðum leiðum
Bílallutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkisholmi:
Hjá afgreiðslu Baldurs
Stykkishólmi, s.: 93-8120
Fra Brjanslæk:
Hja Ragnarl Guðmundssyni
Brjanstæk. s.: 94-2020.
Vindblesóttur 16 vetra. Eink. 8.01.
Yngri flokkur unglinga
1. Snorri Pálsson á Fleyg. Rauðgló-
fextur 6 vetra. Eink. 7.94.
2. Páll Snorrason á Rauðhettu.
Rauðskjótt 10 vetra. Eink. 7.89.
3. Unnur Ása Wilson á Erli. Rauð-
blesóttur 6 vetra. Eink. 7.71.
150 metra skeið
1. Blossi jarpur 9 vetra frá Jaðri.
Eig. og knapi: Leifur M. Jónsson.
Tími 17.50
2. Garpur jarpur 8 vetra frá Enni.
Eig. Snorri Jónsson. Knapi: Auð-
björn Guðmundsson. Tími 18.09.
Aðrir lágu ekki.
250 metra unghrossahlaup
1. 6 vetra brúnstjörnóttur frá Skipa-
læk. Eig. Auðbjörn Guðmundsson.
Knapi: Ástvaldur Elíasson. Tími
19.90.
2. Tvífari 6 vetra rauðstjörnóttur frá
Svignaskarði. Eig. Sigurður Helga-
son. Knapi: Jón Finnur Hansson.
Tími 20.0.
300 metra stökk
1. Þristur jarpskjóttur 10 vetra frá
Tjarnarlandi. Eig. Kristinn Snorra-
son. Knapi: Anna Berg Samúels-
dóttir. Tími 26.7
2. Fló rauðskjótt 8 vetra frá Skorra-
stað. Eig. Jóna Þórðardóttir.
Knapi: Þórður Júlíusson. Tími26.8.
3. Elding jörp 8 vetra frá Eskifirði.
Eig. Snorri Ölversson. Knapi:
Ásvaldur Elíasson. Tími 26.9.
300 metra brokk
1. Glöð rauð 9 vetra frá Reykjarhóli.
Eig. og knapi: Ásvaldur Elíasson.
Tími 46.7.
2. Vindur vindóttur 10 vetra frá
Skálateigi. Eig. og knapi: Jón Þor-
geir Jónsson. Tími 47.6.
3. IVIósi mósóttur 11 vetra frá Eski-
firði. Eig. Erna Þorsteinsdóttir.
Knapi: Snorri Jónsson. Tími 47.8
Víðavangshlaup
1. Tvífari rauðstjörnóttur 6 vetra frá
Svignaskarði. Eig. Sigurður Helga-
son. Knapi: Jón Finnur Hansson.
2. Glöð rauð 9 vetra frá Reykjarhóli.
Eig. og knapi: Ásvaldur Elíasson.
3. Lady rauðskjótt 11 vetra frá
Skorrastað. Eig. og knapi: Þóra
Sólveig Jónsdóttir.
I parakeppni urðu sigurvegarar
Guðbjörg Friðjónsdóttir á Pukra,
jörpum 7 vetra og Jón Finnur Hans-
son á Blossa, jörpum 9 vetra.
Lið Norðfirðinga sigraði lið Esk-
firðinga í tvísýnu eggjaboðhlaupi.
Glæsilegasti hestur móstsins var
valinn Freyr, 8 vetra jarpur frá
Skorrastað og knapi mótsins var
valinn Páll Snorrason 9 ára frá
Eskifirði.
Lausar stöður skógarvarða
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður skógar-
varða:
1. Staða skógarvarðar á Norðurlandi vestra. Um
er að ræða hálft starf. Áskilin er háskólamennt-
un í skógrækt. Staðan veitist frá 1. október
1986.
2. Staða skógarvarðar á Suðurlandi. Staðan veit-
ist frá 1. október 1986.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist landbúnaðarráðuneytinu Arnarhvoli,
101 Reykjavík fyrir 15. september n.k.
Landbúnaðarráðuneytið, 22. ágúst 1986.
VEGAGERÐIN Utboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í smíði á 6
fjölplógum á veghefla til snjóruðnings, svo og 18
vökvastrokkum.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. ágúst n.k.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 15.
september 1986
Vegamálastjóri