Tíminn - 23.08.1986, Síða 11
Tíminn 11
Laugardagur 23. ágúst 1986
llllllllllllllllllllllllll IÞROTTIR .................. ................... ................. ...........Illlllllli. .;i!|l|lllllllllli!i:.. .... ............... ..........Illlllllllllllll.. ........Illllllllllll... ..................................
- Sigurjón Kristjánsson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik
Valsmenn héldu efsta sætinu í 1.
deild nteð sigri á Víði frá Garði í
Garðinum í gærkvöldi. Það var Sig-
urjón Kristjánsson sem skoraði
sigurmarkið í leik þar sem aðkontu-
liðið var heldur sterkara. Víðismenn
fengu þó algert dauðafæri rétt fyrir
lok leiksins er Grétar F.inarsson var
einn fyrir framan Guðmund í mark-
Af kærumálum
Tvö af kærumálunum miklu sem
nú hafa gengið í knattspyrnunni í
sumar fengu meðferð í dómskerfi
KSÍ í fyrradag. Dómstóll KSÍ stað-
festi leikbann það sem héraðsdóm-
stóll Suðurnesja hafði lagt á Sigurð
Björgvinsson leikmann Keflavíkur.
Þar með telst Víðir Garði hafa unnið
leik þann sem þeir töpuðu fyrir ÍBK
3-0 og breytist staðan í 1. deild
nokkuð við þetta.
Þá dæmdi héraðsdómstóll íþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar í kæru FH-
inga á hendur Skagamönnum fyrir
notkun á Pétri Péturssyni í leik
félaganna. Komst dómurinn að
þeirri niðurstöðu að Pétur hefði
verið löglegur í leiknum og úrslit
hans standi. FH-ingar íhuga að áfrýja
dómnum. Valsmenn og Pórsarar frá
Akureyri hafa kært Skagamenn á
sömu forsendum og FH-ingar, svo
rnálaþrefi því sem enn einu sinni
setur ljótan blett á knattspyrnuna cr
ekki lokið.
Öldungameistaramót FRÍ
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum öldunga (konur 30 ára og
eldri, karlar 35 ára og eldri) vcrður
haldið á frjálsíþróttavellinum í
Laugardal hclgina 30.-31. ágúst og
hefst kl. 14:00 báða dagana. Kcppt
verður í öllum vcnjulegum meistara-
mótsgreinum sem næg þátttaka fæst
í (minnst 3 skráðir fyrirfram) og
höfð hliðsjón af tímaseðli Meistara-
móts íslands. Þátttaka tilkynnist í
síðasta lagi miðvikudagskvöldið 27.8.
til öldungaráðsmanna (Höskuldur s.
667141/25088, Kjartan s. 52848/
52046, Ólafur s. 75292/66133) eða til
skrifstofu FRÍ (s. 83386/83686)
inu en Guðmundur varðivel skot
hans. Parna sluppu Valsmenn með
skrekkinn en í heild var sigur þeirra
sanngjarn.
í fyrri hálfleik byrjuðu Valsmenn
betur og Ámundi og Sigurjón áttu
þokkaleg færi en Jón Örvar sá við
þeim í hvert sinn. Víðismenn vörð-
ust vel og fengu ágæt færi undir lok
fyrri hálfleiks er Daníel Einarsson
Iét verja frá sér.
Um miðjan síðari hálfleik fær
Sigurjón boltann inn í teig og nær
skoti sem hafnar í stönginni. Hann
var hinsvegar heppinn og fékk bolt-
ann aftur og nú skoraði hann örugg-
lega og tryggði Valsmönnum dýrmæt
stig og áframhaldandi setu í efsta
sæti deildarinnar.
■ Einar Vilhjálmsson náði sín-
um besta árangri með nýja spjót-
inu á móti í Svíþjóð í fyrradag.
Einar hafnaði í öðru sæti á mót-
inu með því að kasta 80,26 m en
sigurvegari varð Svíinn Dag
Wennlund sem þeytti spjótinu
80,66 m. Sigurður Einarsson
hafnaði í fjórða sæti á mótinu
mcð kast uppá rúma 78 metra.
■ Úlfar Jónsson, íslandsmeist-
ari í golfi, náði góðum árangri á
Doug Sanders-golfmótinu sem
lauk ■ Skotlandi í vikunni. Úlfar
varð í öðru sæti og lék holurnar
72 á 277 höggum sem er sjö
höggum undir pari vallarins. Það
var Skoti sem sigraði á mótinu á
273 höggum.
■ Eðvarð Þór Eðvarðsson
komst ekki í úrslit í 100 m bak-
sundi á HM í sundi í gær. Eðvarð
varð í ll.sæti í sundinu sem er
góður árangur en fyrir keppnina
var honum raðað í 14. sætiö.
Eðvarð synti í gær á 58,09 sek.en
íslandsmet hans er 57,92. Þá
synti Kagnheiður Runólfsdóttir í
sinni síðustu grein í gær. Það var
200 m fjórsund en henni tókst
ekki að komast í úrslitasundið.
Ragnheiður synti á 2:29,53 mín
en fslandsmet hennar er 2:26,40.
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
ValurvannVíði
Boltinn rúllar
- Enska knattspyrnan hefst í dag í skugga óláta,
fjárhagserfiðleika og brottfarar bestu leikmannanna
íslandsmótið í knattspyrnu - 3. deild:
Spennandi viðureign
- Fylkir lagði ÍR á gervigrasinu 2-1 og nú á ÍK alla möguleika á 2. deildarsæti
Fylkismenn reyndust ÍR-ingum
erfiður ljár í þúfu er liðin mæftust í
3. deild A-riðli í gærkvöldi á gervi-
mottunni í Laugardal. Fylkir sigraði
í leiknum 2-1 og þar með er það ÍK
sem á alla möguleika á að fara uppí
Watson til Everton
Everton keypti í fyrradag varn-
armanninn Dave Watson frá Norw-
ich fyrir eina milljón punda. Margir
af varnarmönnum Everton hafa átt
við meiðsli að stríða svo Howard
Kendall, framkvæmdastjóri, varð
að grípa til buddunnar. Watson hefur
leikið 6 landsleiki fyrir England.
Nú er ljóst að Bryan Robson,
fyrirliði Man. United mun ekki spila
með í leik United og Arsenal í dag.
Robson var skorinn upp á öxl eftir
HM og er ekki orðinn góður ennþá.
2. deild. ÍR er enn efst, hefur tvö stig
á ÍK en ÍK á leik í dag gegn
Ármenningum og geta skotist á
toppinn með sigri.
Fylkismenn skoruðu strax eftir
um 7 mínútna leik er Baldur Bjarna-
son skallaði knöttinn f netið eftir
fyrirgjöf. ÍR-ingar hresstust og ekki
leið á löngu þar til Halldór Halldórs-
son jafnaði leikinn með skalla eftir
hornspyrnu. Staðan í leikhléi var 1-1
og var það sanngjarnt. Rétt eftir
miðjan síðari hálfleik skoraði síðan
fyrrum ÍK-ingur Orri Hlöðversson
með skalla eftir horn og tryggði sigur
Fylkis.
Enska knattspyrnan:
Knattspyrnuvertíðin í Englandi
hefst í dag. Þá verður fyrsta umferð-
in í deildarkeppninni. Þetta keppn-
istímabil verður án efa nokkuð sér-
stakt hjá enskum. Nokkrir af topp-
leikmönnum deildarinnar hafa farið
erlendis og þeirra skörð verður erfitt
að fylla. Þá virðast þær miklu vonir
sem bundnar voru við góða fram-
komu enskra áhorfenda á HM í
Mexíkó hafa verið þurrkaðar út af
vandræðum þeim er urðu á ferju á
leið til Hollands svo og í Amsterdam
þar sem enskir áhorfendur gengu
berserksgang. Áhorfendum hefur
einnig fækkað jafnt og þétt á leikjum
og var síðasta keppnistímabil eitt-
hvað það versta í manna minnum.
Þetta gerir það að verkum að mörg
liðanna, sérstaklega þau smærri,
eiga við gífurlegan fjárhagsvanda að
stríða og ramba reyndar nokkur
þeirra á barmi gjaldþrots.
En eins og áður þá eru það „stóru
liðin" sem talin eru líklegust til að
keppa um meistaratitilinn. Á síðasta
keppnistímabili var það United sem
leiddi lengst af en varð síðan að sjá á
eftir titlinum í hendur Liverpool.
Liverpool gerði enn betur því liðið
var einnig bikarmeistari með sigri á
nágrönnum sínum Everton. Öll
þessi þrjú lið hafa orðið fyrir eða
verða fyrir blóðtöku. Liverpool er
búið að selja Ian Rush til ítalska
liðsins Juventus en Rush mun þó
spila með Liverpool þetta keppn-
istímabil sem lánsmaður. Bara það
að hann spilar með í vetur ætti að
tryggja Liverpool meistaratitilinn á
ný. Únited seldi Mark Hughes til
Barcelona og Everton seldi mesta
markarskorarann á síðsta keppnis-
tímabili og markahæsta mann HM,
Gary Lineker, einnig til Barcelona.
Auk þessara þriggja liða þá verða
væntanlega með í toppslagnum lið
eins og Tottenham sem nú nýverið
festi kaup á skoska landsliðsmannin-
um Richard Gough, Arsenal sem
verður undir stjórn fyrrum leik-
manns Barónanna George Graham
og Chelsea sem bætt hefur við sig
tveimur nýjum leikmönnum. Það
eru þeir Gordon Durie frá Hibernian
í Skotlandi og Steve Wicks frá QPR.
Að sjálfsögðu verða öll liðin með í
baráttunni frá upphafi en svona lítur
1. umferðin sem spiluð verður í dag
út:
Arsenal - Man. United
Aston Villa - Spurs
Charlton - Sheff. Wed.
Chelsea - Norwich
Everton - Nott. Forest
Leicester - Luton
Man. City - Wimbledon
Newcastle - Liverpool
Southampt - QPR
Watford - Oxford
West Ham - Coventry
í 2.deild veröa þessir leikir helstir:
Blackburn - Leeds
Brighton - Portsmouth
Hull - WBA
Ipswich - Grimsby
SVÆÐISliTVARP REYKJAVÍKUROG NÁGRENNIS
Stærsta flugsýning sem haldin hefur verið hérlendis hefst á Reykjavíkurfluavelli
laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Utvarpað verður frá sýningunni og hefst bein
utsending kl. 13.30 og stendur til kl. 18.30 á FM 90.1
Þeir sem hug hafa á að fylgjast með sýningunni geta komið sér
fyrir þar sem vel sér yfir flugvöllinn, haft með sér ferðatæki, horft
á sýningaratriðin, hlustað á lýsingar, létta tónlist, viðtöl við
framámenn í fluginu og við ofurhugana sem leika listir sínar í
loftinu, á FM 90.1.
l#
RÍKISÚTVARPIÐ
Meðal sýningaratriða verða hópflug, svif-
drekasýning, flug í loftbelg, fallhlífarstökk,
listflug, módelflug og flugsveitir ;herja 5
landa sýna. Það verður líf í loftinu yfir
Reykjavík á laugardaginn og þá er bara
að horfa til himins og hlusta á FM 90.1.
Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis
Efstaleiti 1 108 Reykjavík sími: 6-88-188
Auglýsingasímar: Lesnar auglýsingar - 2-22-74 Leiknar - 68-75-11.