Tíminn - 23.08.1986, Síða 14
14 Tíminn
MINNING
Laugardagur 23. ágúst 1986
llllllllllllllllll
III
Hallgrímur Sveinn
Sveinsson
frá Hálsi Eyrarsveit
Nýlega er látinn hér í Reykjavík
Hallgrímur Sveiini Sveinsson frá
Hálsi í Eyrarsveit, aldinn að árum,
hefði orðið 85 ára 2. desember
næstkomandi ef hann hefði lifað
þann dag. En nú er hann allur,
hniginn að foldu með lækkandi sól
liins mjúkláta síðsumars. Forcldrar
hans voru Guðný Eggertsdóttir, sem
var ættuð „sunnan úr hrcppum" eins
og sagt er á Snæfellsnesi og þá talað
um hinar fögru og búsælu sveitir
sunnan Kerlingarskarðs og Fróðár-
heiðar. Sveinn faðir hans, sem einnig
var Sveinsson, mun liafa verið ætt-
aöur innan úr Dölum. Þau bjuggu
lengst af að Hálsi í Eyrarsvcit, þar
sem Hallgrímur fæddist, ólst upp og
bjó búi sínu, á meðan heilsan leyfði.
Sveinn var mikill bóndi, einn fárra
bænda í Eyrarsveit, sem cinungis haföi
framfærslu sína og sinna af búskap. Ég
minnist þess að sem barn heyrði ég
um þau hjón í Hálsi talað sem
sérstakt atorkufólk, sem ynnu
markvíst að því að rækta og bæta fé
sitt og bæta og stækka jörð sína.
Mun þar ckki hafa hallast á með
þeim hjónum. Þau áttu 7 börn, 5
syni og 2 dætur og hafa öll rcynst hið
mesta atgervisfólk í lífinum.
Hallgrímur tók við búi að föður
sínum látnum. Bjó hann lyrsl með
móðursinni en kvæntist í scptcmber
1931 Guöríöi Sigurðardóttur frá
Suður-Bár í Eyrarsveit.
Enginn vafi er á því að Hallgrímur
var sáttur við sitt hlutskipti scm
bóndi. Hann var, cins og foreldrar
hans, mikill ræktunarmaður. Hann
hafði mikinn metnað, bæði pcrsónu-
lcga fyrir sjálfs síns hönd og einnig
fyrir sína stétl. Hann stóð um þetta
leyti í blóma lífs síns, gæddur mikilli
athafnaþrá og athafnagetu, því auk
almenns dugnaðar hafði hann til að
bera mikinn hagleik til smíða, og
það scm mestu máli skipti, hann var
gæddur mikilli verkhyggni. Og þá
barði ógæfan dyra á þessu unga og
starfsama heimili.
Það var í nóvember 1935 að
Hallgrímur var, ásamt ungum pilti,
scm hjá honum var, að huga að fé
sínu, sem ekki var komið á gjöf. Við
smalamennsku í Hálsi þurfti jafnan
að lcita langt upp í Kirkjufellið, er
bærinn Háls stendur undir. Smalaði
Hallgrímur fellið cn pilturinn lág-
lendið. Ofarlega í fellinu skrikaði
Hallgrími fótur, cnda mun færð hafa
veriö orðin vond. Rann hann niður
snarbratta og grýtta hlíðina, niður
undir sjó. Hann mátti sig ekki hræra
cn missti þó ekki mcðvitund og
notaði krafta sína til að hrópa á
hjálp - sem þó bar engan árangur.
Þegiir pilturinn kom svo hcim og
Hallgrímur var ekki kominn, var
lóst að ekki var allt með felldu. Var
gerð út lcit og þegar hann loks
fannst, var Ijóst að hann var alvar-
lega slasaður og leið niiklar þrautir.
Þá var þó cftir að koma honum
slösuðum heim, á cinhvcrskonar
kviktrjám. Síðan þurfti að ná í
lækni. Og þegar Ijóst var að önnur
mjöðmin var brotin, þurfti að flytja
hann á opnum vélbáti inn í Stykkis-
hólm, mun það tæplcga hafa verið
minna en 3ja klukkustunda ferö.
Eftir þctta slys bjó Hallgrímur
alltaf viö örkuml, annar fóturinn
styttist vcrulega. Og þó slíkt væri
þungt að bera og erfitt viö að eiga cr
þó vafalaust að sú innvortis sköddun
scm hann varð fyrir og sem smátt og
smátt ágerðist, varð hið stóra böl í
lífi þeirra hjóna. Þau hjón, Hall-
grímur og Guöríöur héldu áfram
búskap í Hálsi, enda ekki mörg
atvinnutækifærin á þeim tímum. En
lífið varö þeim erfitt - lífsbaráttan
þung og fjölskyldan stækkaði með
árunum.
Um og eftir 1940, er umsvif styrj-
aldaráranna jukust, gerði Hallgrím-
ur æ meira og meira af því að stunda
srníðar og húsbyggingar, enda var
þá að byggjast upp það þorp. sem nú
er í Grundaríirði. Raunar var það
svo að einyrkjabúskap var honum á
engan hátt unnt að stunda. Kom þar
ckki cinungis til bæklun hans, heldur
cnnfrckar veikindi hans, sem menn
vissu ekki af hverju stöfuðu. en
birtust sem kveljandi órói og hug-
sýki.
Á árinu 1944 gáfust þau hjón upp
viö búskapinn á Hálsi. Hallgrímur
fékk veitingu fyrir stöðvarstjórn
landssímastjóra, sem um þetta leyti
fluttist í þorpið. Hann byggði sér þar
hús og fjölskyldan fluttist inncftir.
En veikindi Hallgríms bötnuðu ekki
aö heldur, enda þess vart að vænta
meðan hann fékk ekki rétta meðferð
og greiningu á þeim.
Þessi ár voru þcim hjónum erfið,
svo full af ótta og úrræðaleysi, að því
veröur vart með orðum lýst. Til
geðlækna var leitað cn þar fór engin
rannsókn fram, aðeins lausleg
skoðun. Það var ekki sjúkrarými til
fyrir þá sem citthvað heimili - eitt-
hvað athvarf - áttu. En þar kom að
eiginkona Hallgríms gafst upp, hún
gat ekki lcngur verið honurn það
athvarf, sem hann var í svo ríkri þörf
fyrir. Hún gekk þá með sjöunda
barn þeirra, það elsta var 14 ára. Og
þá þegar í öll skjól var fokið, þá tók
geðsjúkrahúsið á Kleppi við honum.
Hér er ekki verið að ásaka neinn,
en ég hef leyft mér að bregða upp
mynd úr heilsugæslu landsins fyrir
réttum 40 árum. Það mætti vera
okkur áminning um að vernda og
bæta stöðugt heilsugæsluna, jafnvel
þó að það kosti verulegt fjármagn.
Eftir að Hallgrímur komst til dval-
ar á sjúkrahúsi og heilsufar hans var
rannsakað af þeim bestu sérfræðing-
um og við bestu aðstæður, sem þá
var hcr völ á, varð fljótt ljóst að
rætur meinsins voru ekki fyrst og
fremst huglægar - heldur var um
líkamlega mcinsemd að ræða. Hann
var skorinn upp og annað nýra lians
fjarlægt, cn það hafði skemmst í því
slysi, sem hann varð fyrir í Kirkju-
fellinu og áður er frá sagt. Það
skemmda nýra dældi eitri út í blóð
hans og truflaði heilbrigða líkams-
starfsemi. Eftir að hið skemmda
líffæri hafði verið fjarlægt lór Hall-
grími að batna og að liðnum nokkr-
um tíma var hann brautskráður af
sjúkrahúsinu.
Síðan eru liðin mörg ár. Hallgrím-
ur hefur stundað ýmis störf. Nokkur
síðustu árin á starfsferli sínum vann
hann sem baðvörður við barnaskóla
hér í bæ og undi því mjög vel. Hann
bjó jafnan í eigin íbúð.
Þó að ekki yrði af að þau hjón
tækju upp sambúð að nýju, þar sem
líf þeirra hafði borið til ólíkra átta,
af grimmum örlögum, ríkti gagn-
kvæm vinátta milli þeirra og sameig-
inlegar stundir með börnum sínum
ogbarnabörnum var þeim gleðigjafi.
Þau hjón áttu sjö börn, svo sem
áður er sagt. Þau eru þcssi, tekin í
aldursröð: Sigurður, fyrrv. skipstjóri
en nú hafnsögumaður í Hafnarfirði,
giftur Erlu Eiríksdóttur. Þau eiga
þrjú börn. Selma gift bandarískum
manni af frönskum ættum, Erastus
Ruga, endurskoðanda í Washing-
ton. Þaueiga tvö börn. Sveinn, licenc-
iat í landbúnaðarfræðum, skóla-
stjóri bændaskólans á Hvanneyri,
giftur Gerði Karitas Guðnadóttur
og eiga þau tvö börn. Ingibjörg, gift
Kristni Ólafssyni tóílgæslustjóra og
eiga þau fjögur börn. Halldóra,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
gift Peter Laszlo, af tékkneskum
ættum, verslunarstjóra hjá Marks &
Spencer, eiga þau tvö börn og búa í
Englandi. Guðni Eggert rafvirki í
Grundarfirði, giftur Bryndísi Theó-
dórsdóttur. Guðni á þrjú börn. Hall-
grímur, verkfræðingur, giftur Guð-
ríði Guðmundsdóttur hjúkrunar-
fræðingi, þau eiga fjögur börn.
Þeim hjónum auðnaðist það sem
flestum er mikils virði, að hafa
barnalán. Frá unglingsárum mínurn
við Grundarfjörðinn minn á ég hug-
ljúfar og kærar minningar um Hall-
grím mág minn. Hann var alltaf hlýr
og glaður við unga mágkonu sína og
á ég margar góðar minningar frá
dvöl á heimili þeirra hjóna. Þegar ég
lít yfir lífsferil Hallgríms rennur mér
til rifja hve grimm örlögin reyndust
honum, sérstaklega þegar tillit er til
þess tekið að svo mátti segja að hann
hafi haft alla burði til farsældar í
lífinu. Glæsilegur maður, góðum
gáfum gæddur, óvenju fjölhæfur og
starfshæfur, - hafði auk þess ríka
sjálfsvitund og metnað til að notfæra
sér þau tækifæri sem lífið bauð.
En þannig gerast örlög manna,
þau ráðast ekki einungis af sjálfs
manns vilja og hæfileikum. Utanað-
komandi atvik skipta þar oft
sköpum. Þannigvar um líf Hallgríms
Sveinssonar. En þrátt fyrir öll ytri
atvik. sem oft voru svo grimm, hélt
Hallgrímur sínum manndómi, dugn-
aði og stcrkum persónuleika. Það er
trúa mín að hann hafi horfið héðan
óbugaður - slíkur var styrkur hans.
Ég kveð hann með virðingu og þökk.
Margrét SigurAardóttir
Frá Holtaskóla Keflavík
Við Holtaskóla Keflavík er laus ein kennarastaða
í líffræði og eðlisfræði. Skólinn er einsetinn. Öll
vinnuaðstaða bæði fyrir kennara og nemendur er
mjög góð.
Upplýsingar gefa Sigurður E. Þorkelsson skóla-
stjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guðmundsson
yfirkennari í síma 92-1602.
Skólastjóri.
Sérkennslufulltrúi og
sálfræðingur óskast
Fræðsluskrifstofa vesturlandsumdæmis vill ráða
sérkennslufulltrúa og sálfræðing til starfa. Hluta-
störf koma til greina. Upplýsingar gefa fræðslu-
stjóri Pétur Bjarnason í síma 94-3855 og 94-4684
og forstöðumaður ráðgjafar og sálfræðideildar
Ingþór Bjarnason í síma 94-3855 og 94-4434.
Fræðslustjóri.
Plastpokar
fyrir rúllubindivélar
3 stæröir
Hagstætt verð
Auðbjörg Guðlaugsdóttir
Ártúnum á Rangárvöllum
Fædd 23. ágúst 1900
Dáin 23. júní 1986.
Hinn 1. júlí síðastliðinn fór fram
að Odda á Rangárvöllum útför frú
Auðbjargar Guðlaugsdóttur, fyrrum
húsfreyju að Ártúnum.
Auðbjörg fæddist að Gerði í Vest-
mannaeyjum 23. ágúst árið 1900, og
var hún því tæplega 86 ára þegar hún
lést. Foreldrar Auðbjargar voru
hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og
Guðlaugur Jónsson útvegsbóndi.
Þar ólst Auðbjörg upp og var hjá
foreldrum sínum, uns hún giftist
Magnúsi Gunnarssyni frá Hólmum í
Austur Landeyjum, 29. júní 1922.
Varð þeim sex barna auðið, en
fyrsta barn þeirra dó fljótlega eftir
fæðingu. Þau sem upp komust eru
þessi: Guðlaug, gift Rögnvaldi
Rögnvaldssyni vélstjóra, Gunnar,
bóndi í Ártúnum, kvæntur Sigríði
Símonardóttur, Ragnheiður, gift
Árna Vigfússyni, byggingarmeist-
ara, Geir, vélstjóri, kvæntur Sigríði
Sigurbjörnsdóttur og Ólafur, raf-
virki, kvænturSigríði Hannesdóttur.
Árið 1932 keyptu Auðbjörg og
Magnús helminginn af jörðinni Ar-
túnum, þar sem faðir minn, Sighvat-
ur Andrésson bjó, en hann og Magn-
ús voru bræðrasynir. Frá Ártúnum á
ég margar skemmtilegar minningar,
þó að ég hafi einungis verið þar til
níu ára aldurs. Og margar þessar
minningar eru tengdar Auðbjörgu
og fjölskyldu hennar. Börn þeirra
voru á líkum aldri og við systkinin.
og það kom af sjálfu sér að við
lékum okkur mikið saman, enda var
vinskapur mikill á milli bæja. Man
ég sérstaklega vel þegar við litlu
telpurnar hlupum niður túnið að
Suðurbænum, eins og við kölluðum
bæ Auðbjargar og Magnúsar. Alltaf
var tekið vel á móti okkur og
Auðbjörg var alltaf brosandi og
hlýleg. Ekki gleymi ég fallegu
brúðunum sem sátu í stólunum inni
í stofu, en þær hafði Auðbjörg búið
til sjálf. Hún var kunn fyrir fallegu
handavinnuna sína, og fengu færri
en vildu að eiga muni eftir hana, en
eins og gefur að skilja hafði Auð-
björg margt annað að gera en að
sitja við hannyrðir. Hún var jafnvíg
á allt sem við kom búskapnum, hef
ég heyrt. Mér er líka minnisstætt, að
þegar fjölskyldurnar hittust á hátíð-
um, buðu hvor annarri í kaffi, var
glatt á hjalla og sungið og dansað.
Árið 1939 skildu leiðir fjölskyldn-
anna, því þá keypti pabbi jörð í
Flóanum, og flutti með fjölskyldu
sína, og urðu margir daprir þá. Sólin
hélt þó áfram að skína, og fjölskyld-
urnar gátu hist öðru hvoru, þó að í
þá daga fyndist manni vera lengra á
milli bæja en nú er.
13. apríl 1973 varð Magnús, mað-
ur Auðbjargar, bráðkvaddur, en
þau höfðu þá búið um tíma með
Gunnari, syni sínum, og tengdadótt-
ur. Eftir það fór Auðbjörg á veturna
til Guðlaugar, dóttur sinnar, en hún
býr í Reykjavík. Þar var Auðbjörg
oftast önnum kafin við hannyrðir
sínar, prjónaði til dæmis mikið af
peysum, og þóttu peysur hennar
afbragðsgóðar. Hef ég heyrt marga
segja að þeir hafi aldrei átt aðrar
eins peysur.
Þegar vora tók stefndi hugur Auð-
bjargar alltaf heim í sveitina sína,
þar sent hún hafði búið og notað
krafta sína á meðan þeir voru mestir.
Síðasta árið sem Auðbjörg lifði
bjó hún að Boðahlein 18 við Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Þar undi hún hag
sínum vel, enda var íbúðin yndisleg
og þægileg í alla stáði, og síðast en
ekki síst var starfsfólk Hrafnistu
sérstaklega elskulegt við hana, og
nágrannarnir ekki síðri. Hafði hún
oft orð á því við þá sem heimsóttu
hana, hvað allir sýndu henni mikla
hlýju og vinsemd.
Mér finnst mjög ánægjulegt að hafa
átt þess kost að kynnast Auðbjörgu
betur hin síðari ár. Það er eiginlega
skóli fyrir okkur, sem yngri erum, að
kynnast fólki frá þessum árum, því
þetta fólk hefur svo sannarlega lifað
tímana tvenna. Það er fullt af bjart-
sýni og trú á lífið og landið okkar,
vill berjast og gefast ekki upp.
Að endingu ætla ég að þakka
Auðbjörgu fyrir góð kynni. Ég á
eftir að sakna skemmtilegu sam-
ræðnanna okkar og hlátursins. En
nú er hún komin til síns hjartkæra
eiginmanns, í ríki hinna eilífu, þar
sem alltaf er birta og fegurð.
Blessuð sé minning Auðbjargar
Guðlaugsdóttur.
Margrét Sighvatsdóttir.