Tíminn - 23.08.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Laugardagur 23. ágúst 1986
lllllilllilllM BRIDGE lllllllilllllllllllllllllllllllll
Jón og Sigurður unnu
Kleppjárnsreykjamótið
Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson unnu örugglega opið mót í
Borgarfirði um síðustu helgi.
Jón Baldursson og Sigurður Sverr-
isson eru í stuði þessar vikurnar.
Þeir báru öruggan sigur úr býtum í
Opna Stórmótinu sem haldið var að
Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði um
síðustu helgi. Aðeins 22 pör mættu
til leiks, þar af 15 frá höfuðborgar-
svæðinu. Að sögn Þorvalds Pálma-
sonar á Kleppjárnsreykjum eru að-
standendur mótsins ákaflega óhress-
ir með þátttöku eða þátttökuleysi
heimamanna af svæðinu. Loksins
þegar ráðist .er í það stórvirki að fá
marga af bestu spilurum landsins til
þátttöku í keppni utan höfuðborgar-
svæðisins, þá mæti heimamenn ekki
til leiks.
Að öðru leyti urðu úrslit efstu
para þessi:
Jón Baldursson-Sigurður Sverrisson. 1179
Bjöm Theodórsson-Jakob R. Möller... 1127
Sigurður Vilhjálmsson-Sturla Geirsson .... 1122
Anton R. Gunnarsson-Friðjón Þórhallsson . 1084
Baldur Ásgeitsson-Magnús Halldórsson . . . IIJS3
Kristinn Sölvason-Stefan Gunnarsson .... 1058
Hjálmar S. Pálsson-Jörundur Þórðarson . . . 1053
Böðvar Magnússon-Þorfinnur Karlsson . . . 1042
Mótið fór ákaflega vel fram. Vig-
fús Pálsson sá um útreikning og
leiðsögn í mótinu, sem spilað var
eftir Mitchell-fyrirkomulagi og
tölvureiknað.
Sumarbridge 1986
Enn er vel mætt í Sumarbridge
1986 að Skipholti 50a. Sl. þriðjudag
var spilað í tveimur 14 para riðlum
og urðu úrslit þessi:
A)
Kristján Blöndal-Sigfús Þórðarson .........177
Stefán Bjömsson-Valdimar Elfsson...........173
Jacqui McGreal-Þorlákur Jónsson............170
Baldur Árnason-Sveinn Sigurgeirsson .......169
Hjálmtýr Baldursson-Ragnar Hermannsson . 163
B)
Friðvin Guðmundsson-Magnús Þorkelsson . . 188
Bernódus Kristinsson-Þórður Björnsson .... 179
Guðmundur Baldursson-Jóhann Stefánsson . 169
Sybil Kristinsdóttir-Matthías Þorvaldsson ... 165
Jakob Kristinsson-Jón Ingi Bjömsson .......164
Og í þriðudagsspilamennskunni
hefur Sigfús tekið forystuna frá Jacq-
ui. Staðan er þessi: Sigfús Þórðarson
123. Jacqui McGreal 110. Kristinn
Sölvason 92, Lárus Hermannsson
91, Anton Haraldsson og Úlfar Krist-
insson 74 og Þórður Björnsson 73.
Alls hafa 108 spilarar hlotið meist-
arastig fyrir þriðjudagskeppni, þar
af 9 konur.
Á fimmtudeginum mættu svo 58
pör til leiks og var að venju spilað í
fjórum riðlum. Úrslit urðu þessi
(efstu pör):
A)
Vilhjálmur Sigurðsson-Þráinn Sigurðsson ... 291
Birgir Sigurðsson-Hjörtur Bjarnason.......245
Baldur Árnason-Haukur Sigurjónsson........244
Halldór Magnússon-Kári Sigurjónsson.......238
Ásthildur Sigurgísladóttir-Láms Arnórsson . . 228
Magnús Ólafsson-Páll Valdimarsson .........195
Hrannar Erlingsson-Ólafur Týr Guðjónsson . 180
Lárus Hcrmannsson-Óskar Karlsson..........172
Hulda Hjálmarsdóttir-Þórarinn Andrewsson . 162
Róbcrt Geirsson-Óskar Sigurðsson...........162
C)
Guðjón Jónsson-Friðrik Jónsson.............188
Albert Þorsteinsson-Sigurður Emilsson .... 177
Bjöm Eystcinsson-Eysteinn Gíslason........175
Bragi Bjömsson-Magnús Sigurjónsson........169
Guðmundur A. Grétarsson-Stefán Jónsson . . 166
Baldur Ásgeirsson-Magnús Halldórsson .... 166
D)
Arnar Ingólfsson-Magnús Eymundsson .... 185
Ásgeir P. Ásbjörnsson-Friðþjófur Einarsson . 178
MagnúsAspelund-SteingrímurJónasson ... 176
Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsd. .. 175
Jón Viðar Jónmundsson-Sigurður Karlsson . . 166
Og staða efstu spilara í fimmtu-
dagsspilamennskunni er þá þessi:
Lárus Hermannsson 196. Sigfús
Þórðarson 180. Asthildur Sigur-
gísladóttir og Lárus Arnórsson 154.
Páll Valdimarsson 151. Magnús
Ólafsson 137. Gunnar Þórðarson
118. Magnús Aspelund og Stein-
grímur Jónasson 116.
Alls hafa 197 spilarar hlotið meist-
arastig fyrir fimmtudagskeppnina,
þar af 30 konur.
Samtals hafa 1045 pör tekið þátt í
Sumarbridge það sem af er, en
spilamennsku lýkur fimmtudaginn
11. september nk.
Að venju verður spilað alla þriðju-
daga og fimmtudaga fram að lokun
Sumarbridge að Skipholti 50a
(Sóknarhúsið vestan Stýrimanna-
skólans). Allt spilaáhugafólk vel-
komið meðan húsrúm leyfir.
Bikarkeppnin
Sveit Pólaris úr Reykjavík varð
fyrsta sveitin til að tryggja sér sæti í
undanrásum Bikarkeppni 1986, með
sigri yfir sveit Ásgríms Sigurbjörns-
sonar frá Siglufirði. Aðeins skildi að
eitt stig sunnanmönnum í vil, er upp
var staðið. í sveit Pólaris eru: Karl
Sigurhjartarson, Ásmundur
Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur
B. Jóhannsson og Örn Arnþórsson.
í 3. umferð sigraði svosveit Sig-
tryggs Sigurðssonar Reykjavík sveit
Guðjóns Einarssonar frá Selfossi,
nokkuð örugglega. Þeir glímukóngs-
menn mæta Jóni Hjaltasyni í 4.
umferð.
Sl. fimmtudag áttust svo við sveitir
Jóns Haukssonar frá Vestmannaeyj-
um (þó aðallega af fastalandinu) og
Inga Steinars Gunnlaugssonar frá
Akranesi, í 3. umferð. Sveit Jóns
sigraði, eftir jafnan leik.
Fyrirliðar eru alvarlega áminntir
að gera full skil á keppnisgjaldi, til
Bridgesambandsins, kr. 4.000,- pr.
sveit. Aðeins 35 sveitir af 61 hafa séð
ástæðu til að greiða þetta gjald til
þessa. Er það vægast sagt slæleg
frammistaða. Itrekað er, að enginn
ferðakostnaður verður greiddur,
nema full skil verði á keppnisgjöld-
um, og að auki mega þeir spilarar
sem ekki greiða þetta gjald búast við
að verða settir í keppnisbann í
mótum á vegum BSÍ næsta keppnis-
tímabil.
Bridgedeild Skagfirðinga
Spilað var þriðjudaginn 19. ágúst
í tveimur riðlum, 14 og 10 para.
Hæstu skor hlutu:
A-riðill:
Dröfn Guðmundsdóttir-Einar Sigurðsson ... 188
Róbert Geirsson-Óskar Sigurðsson.178
Steingrímur Jónasson-Þorfinnur Karlsson ... 178
Hulda Hjálmarsdóttir-Þórarinn Andrewsson . 177
Meðalskor:.......................156
B-riðill:
Arnar Ingólfsson-Magnús Eymundsson .... 135
Anton Gunnarsson-Sigfús Árnason..126
KristinnSölvason-SteingrímurStcingrímsson . 116
Friðg. Bencdiktsd.-Friðg. Friðgeirsd.112
Meðalskor....................108
Efst að stigum eru þá:
Hulda Hjálmarsdóttir............... 14,5
Þórarinn Andrewsson................ 14,5
Cyrus Hjartarson......................11
Sigmar Jónsson........................11
Amar Ingólfsson.......................11
Magnús Eymundsson.....................11
Spilað er á þriðjudögum í Drangey Síðumúla 35.
Opið Vestfjarðamót
í tvímenning
Árlegt Vestfjarðamót í tvímenn-
ing verður spilað á Þingeyri dagana
6.-7. september nk. Spilað verður
eftir Barometer-fyrirkomulagi, með
þremur spilum milli para allir v/alla
(miðað við 32 pör eða minna).
Spilamennska hefst kl. 13 á laugar-
deginum og lýkur tímanlega á
sunnudegi.Keppnisstjóri verður
Ólafur Lárusson.
Þátttökutilkynningum skal komið '
til Gunnars Jóhannessonar á Þing-
eyri í s: 8124 heima og 8220 í vinnu.
Hann gefur jafnframt allar nánari
upplýsingar. Vakin skal athygli á
því, að skráningu lýkur mánudaginn
1. september. Eftir þann tíma geta
spilarar ekki búist við að fá að vera
með.
Opið Þjóðviljamót í Bridge
Þjóðviljinn mun gangast fyrir
Opnu stórmóti í Bridge í tilefni 50
ára afmælis blaðsins, laugardaginn
20. september. Spilað verður í Gerð-
ubergi í Breiðholti og hefst spila-
mennska kl. 13. Keppnisstjóri verð-
ur Ólafur Lárusson en Vigfús Páls-
son mun annast tölvuútreikning.
Mótið verður opið öllu bridgeáhuga-
fólki meðan húsrúm leyfir, en að-
eins verður spilað í stóra salnum
þannig að þátttakan verður tak-
mörkuð við það pláss. Aðeins verður
spilað á laugardeginum, með matar-
hléi, tvær umferðir eftir Mitchell-
fyrirkomulagi. Vegleg verðlaun eru
í boði, auk silfurstiga. Keppnisgjaldi
er stillt í hóf, ca. 500-600 kr. pr.
spilara.
Skráningu annast Ólafur Lárusson
hjá Bridgesambandi íslands og í
Sumarbridge. Þetta verður fyrsta
Opna stórmótið í Reykjavík á nýju
starfsári. Spilarar eru hvattir til að
láta skrá sig tímanlega.
Útsala
Dæmi um okkar útsöluverð:
Herrabuxur 650.- kr
Dömubuxur 650.- kr,
Barnabuxur 550.- kr,
Barnabolir 295.- kr,
Barnapeysur 350.- kr,
JogginggaMar 750.- kr,
A
iS&l
Lóðaúthlutun
Byggingameistarar - Byggingafélög
Samkvæmt samþykkt bygginganefndar íbúða fyrir
aldraða í Kópavogi auglýsast byggingalóðir við
neðri hluta Vogatungu með eftirfarandi bygginga-
skilmálum.
1. Byggja skal sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða
samkvæmt skipulagi og teikningum sem fyrir
iiggja.
2. Við sölu á íbúðunum skulu Kópavogsbúar sem
náð hafa 60 ára aldri hafa forgang.
3. Við eigendaskipti skal Kópavogskaupstaður
jafnan eiga forkaupsrétt að íbúðunum.
4. Gatnagerðargjöld, útlagður kostnaður og önnur
gjöld til bæjarsjóðs skulu greidd samkvæmt
ákvæðum bæjarráðs.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu bæjarverk-
fræðings í félagsheimilinu að Fannborg 2, Kópa-
vogi virka daga kl. 9.30 til 16.30.
Bæjarverkfræðingur
Bæjarritari
Starf bæjarritara Vestmannaeyjabæjar er laust til
umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi há-
skólamenntun eða sambærilega menntun.
Bæjarritari er fulltrúi bæjarstjóra, fjármálastjóri og
skrifstofustjóri bæjarins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist undirrituðum. sem veitir nánari
upplýsingar um starfið, fyrir 1. september n.k.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Bifreiðastjórar
Viljum ráða til framtíðar vörubílstjóra með meira-
próf. Upplýsingar gefur Guðmundur Árnason í
síma 99-1000 og heima 99-1414.
Kaupfélag Árnesinga