Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 24. október 1986 Meðalfallþungi lægri en 1985 hjá Kaupfélagi Skagfirðinga: Um 12% lambakjöts ins í fituflokkinn Bílaborg hf. og Mazda verksmiðjurnar: Gáfu Iðnskólanum fjórar bílvélar Frá frcttarilara Tímans á Sauðárkróki, G.Ó.: Nær 13. hver dilkur sem slátrað var hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í haust fór í hinn sérstaka fituflokk, og af þeim komu um 11,6% af öllu dilkakjöti sem lagðist til í húsinu í haust. Þetta er rúmlega sexföldun frá síðasta hausti þrátt fyrir heldur lægri meðalfallþunga dilka nú. En kjötmat ríkisins tók í ár upp strang- ari flokkun hvað varðar fitu á dilka- kjöti. Aftur á móti fækkaði nú mjög þeim skrokkum sem fóru í svokall- aðan stjörnuflokk, úr 647 í fyrra niður í aðeins 22 skrokka í haust. Aðalslátrun sauðfjár hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga lauk þann 21. október og hafði þá staðið frá 17. september. Alls var slátrað 50.430 dilkum, sem var 560 dilka fækkun frá síðasta ári, og 5.541 fullorðinni kind, sem var aftur á móti 1.880 kinda fjölgun frá haustinu 1985. Fjölgunin stafar að lang mestu leyti af því að nú var skorið niður fé af allnokkrum bæjum að tilhlutan Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Meðalþungi dilka var nú 14,24 kg , sem er 0,33 kílóum lægra en í Frá afhendingu gjafarinnar. fyrra. Samtals lögðust nú til um 587 tonn af dilkakjöti og 122 tonn af kjöti af fullorðnu fé. í fituflokkinn fóru nú alls 3.752 skrokkar, samtals rúm 68 tonn af | kjöti, sem gerir rúmlega 18 kg meðalfallþunga. í fyrra voru það aðeins 557 skrokkar sem vógu rúm 11 tonn. Strax að sauðfja'rslátrun lokinni hófst slátrun svína og stórgripa sem mun standa eitthvað fram í næsta mánuð. - ásamt sérverkfærum viö búnaðinn Bílaborg hf. og Mazda verk- smiðjurnar hafa gefið Iðnskólanum tæki og búnað til kennslu í bifvéla- virkjadeild. Þetta eru 4 vélar, ein lítil vél og 3 bensínvélar með rafstýrðri inngjöf og forþjöppu. Þessu fylgja margskonar aðrir hlutir úr aflrás og stjórnbúnaði bifreiða. Einnig öll sérverkfæri sem þörf er á við viðgerðir og kennslu á þennan búnað. Fylgja ítarlegar viðgerðarbækur og veggspjöld. Allur þessi búnaður er af nýjustu og fullkomnustu gerð. Með tilkomu þessara tækja verð- ur kennsla í bifvélavirkjun mun markvissari. Þetta er þriðja stórgjöfin sem skólanum hefur borist frá atvinnu- fyrirtækjum á þessu ári. Norræn menningarkynning í Þýskalandi: Viðamikil sér íslensk kynning Undirbúningur hefur staöið í tæp 3 ár sýning kemur þangað eftir að hafa verið sýnd bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, og frá Diisseldorf fer sýningin til Parísar. Þeir íslendingar sem taka þátt í menningarhátíðinni eru Helgi Gísla- son sem sýnir bronsmyndir og teikn- ingar, Vilhjálmur Bergsson sem sýn- ir málverk, Eiður Gunnarsson held- ur ljóðatónleika, Atli Heimir Sveins- son heldur tónlistarnámskeið og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur les úr verkum sínum. Hörður Áskelsson hefur þegar haldið orgel- tónleika. Auk þessa verða haldnir nokkrir fyrirlestrar um ísland og íslenska menningu, og íslandshefti bók- menntatímaritsins Die Hören verð- ur kynnt. Gefin hefur verið út ítarleg dagskrá í tilefni menningarkynning- arinnar auk veglegs veggspjalds. Undirbúningur kynningarinnar, sem staðið hefur á þriðja ár, hefur verið í höndum ræðismanns Islands í Dtisseldorf, Ernst O. Hesse, og Hauks Ólafssonar sendiráðsritara í Bonn. íslendingar taka nú þátt í menn- ingarkynningu í Dússeldorf í Þýska- landi sem norrænu sendiráðin í Bonn og borgaryfirvöldin í Dússeldorf standa fyrir. Auk nokkurra samnorrænna sýn- inga mun hvert Norðurlandanna fyr- ir sig standa að ýmsum sérsýningum og öðrum menningarlegum viðburð- um. Stærsta samsýningin verður myndlistarsýningin „Im Lichte des Nordens" sem verður opnuð við hátíðlega athöfn 26. október í Kunstmuseum í Dússeldorf. Þessi Útför Benedikts Sigurjónssonar fyrrverandi hæstaréttardómara fór frani í gær frá Dóinkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Benedikt starfaði lengst af við lögfræðistörf og ritaði nokkuð uin lögfræðilcg efni auk þess sem hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem samningu lagafrumvarpa og um skeið var hann formaður Tölvu- nefndar. Tímaraynd: Sverrir Offramleiösla á mjólk liðin tíð? Gosmjólk á markaðinn I Bandaríkjunum gera menn sér vonir um að auka megi sölu á mjólk til muna, með því að klæða náttúru- afurðina dularklæðum og setja hana í gervi gosdrykks. Hefur fyrirtækið United Dairy Industries Assosiation lagt í miklar rannsóknir á því hvernig megi kols- ýra mjólk og gera þeir sér vonir um að gosmjólkin, eða freyðimjólkin eftir því hvaða nafni menn vilja nefna vöruna, verði komin í búðir út um allan heim seinni hluta næsta árs. Hafa framleiðendur og söluaðilar mjólkur í Japan, Bandaríkjunum, Kanada og fjórum löndum Evrópu sýnt málinu áhuga. íhuga menn jafnvel tilbrigði gos- mjólkurinnar sem verði áfeng. Sjá framleiðendur ekki nema gott eitt við þessa nýjung. Næringargildi mjólkurinnar á að haldast óbreytt, auk þess sem loftbólurnar í gos- mjólkinni munu firra neytendur mjólkurskeggi á efri vör og slím- kenndri himnu í munni. Þá er því haldið fram að mörgum ,bæði ung- um sem öldnum þyki óbragð af mjólk , svona eins og hún kemur fyrir úr skepnunni, en aftur kemur kolsýran til hjálpar og eyðir mjólkur- bragðinu að mestu. Síðan verður bragðefnum af öllum gerðum bland- að út til þess að gera blessaða mjólkina enn meira aðlaðandi. Þar sem neytendur kaupa gos- drykki eftir öðru munstri en þeir kaupa mjólkurvörur, er talið nauð- synlegt að lengja endingartíma gosmjólkurinnar í búðum og því mun gosmjólkin verða G-mjólk. Vandi bænda á íslandi mun því hugsanlega leysast ef Mjólkursam- salan fer að selja kolsýrða G-mjólk með kókosbragði og ekki mun spilla fyrir ef hún verður svona 5-6% að áfengismagni. Því varla fer landinn að fúlsa við slíkum trakteringum! Þýtt úr Newsweek -phh Framsóknarkonur: Afneita Lífsstíl „Að gefnu tilefni vill stjórn Landssambands framsóknar- kvenna taka fram að annað tölu- blað fyrsti árgangur af blaðinu Nýr Lífsstíll er ekki gefið út af Landssambandi framsóknar- kvenna, þó samtakanna sé getið í blaðhaus, sem vafalítið á sér einhverjar eðlilegar skýringar. Stjórnin óskar öllum kvenfram- bjóðendum á Suðurlandi góðs gengis í skoðanakönnuninni á morgun.“ Undir þessa ályktun rita þær: Guðrún Jóhannsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Drífa Sigfúsdótt- ir, Ragnheiður Sveinbjörnsdottir og Þrúður Helgadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.