Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. október 1986 Tíminn 5 Tæknimat: Mat á áhrifum nútímatækni í atvinnu- og þjóðlífi nauðsyn - segir í þingsályktunartillögu Davíös Aöalsteinssonar o.fl. Davíð Aðalstcinsson (F.Ve.) er fyrsti flutningsmaður að þingsálykt- unartiljögu um tæknimat. Meðflutn- ingsmenn eru þeir Jón Kristjánsson (F.Au.) og Guðmundur Einarsson (A.Rn.). Tillagan kveður á um „að ríkis- stjórnin láti kanna með hvaða hætti áhrif nútímatækni í atvinnu- og þjóðlífi verði metin á skipulegan hátt samkvæmt þeirri fyrirmynd sem felst í því sem erlendis liefur veriö nefnt tæknimat (Technology Assess- ment). Hagnýta skal erlenda þekk- ingu á þessu sviði eftir því sem kostur er. Séríslenskar aðstæður verði þar að auki kannaðar og metn- ar á svipaðan hátt eftir því sem efni standa til.“ í greinargerð er hlutverk tækni- matsins nánar útskýrt og þörf þess að það sé framkvæmt. Þar segir: „Tæknin er forsenda framfara og velmegunar að áliti flestra. Tæknin getur hins vegar haft margvísleg áhrif sem „hreyfilögmál“ hennar og þeir, sem knýja fram þróun tækninn- ar, taka ekki mið af“. Og áfram: „Stundum hefur því farið svo að miklu hcfur verið kostað til stórátaka á tæknisviði, fé sem síðar kom í ljós að nýttist ekki nógu vel vegna yfirsjóna þeirra sem fjöll- uðu um tæknina eða tilreiddu upp- lýsingar um hana. Stundum er slík- um aðstæðum lýst þannig að tæknin hafi í sér fólgið „innra hreyfiafl" sem knýi áfram stjórnlausan vöxt hennar án tillits til gagnsemi og áhrifa. Slíkar lýsingar eru að vísu nokkuð loftkenndar". „Hreyfiafl nýrrar tækni er þekking, áhugi og hagsmunir ein- staklinga, samtaka og fyrirtækja. Þetta afl er jákvætt í eðli sínu en það er iðulega slegið blindu og brenglað vegna stundarhagsmuna. Framrás tækninnar þarf því að veita aðhald með tímanlegu og víðsýnu mati í senn, ekki síst á því sem eyða á Davíð Aðalsteinsson alþingismaður. verulegu fé til að þróa og kann að hafa víðtæk áhrif á hagsmuni þjóð- félagsþegnanna.“ Vísað er til jákvæðrar reynslu annarra þjóða af slíku tæknimati og að hérlendis hafi gætt aukins skiln- ings á nauðsyn ítarlegra undirbún- ingsathugana vegna stórfram- kvæmda og beitingar og þróunar nýrrar tækni. Þörf er að gera þessi vinnubrögð markvissari með því að færa þekkingu og aðferðafræði á þessu sviði inn í landið, þó vart sé ástæða til að koma upp sérstakri stofnun í því augnamiði, einfaldari leiðir séu til. Þá sé mat á séríslensk- unr aðstæðum og tækni seinunnara og dýrara, en beri að framkvæma þegar mikið er í húfi. Kvennalistakonur tregar til að gefa Sigríði Dúnu frí. Hallæri hjá Kvennalista Fimmti varamaður í Reykjavík á þing Athygli vakti á þingi í gær að inn kom sem varaþingmaður fyrir Kvennalista sjöundi maður á fram- boðslista stjórnmálasamtakanna í Reykjavík. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.Rvk.) hafði beðið um fjarvist- arleyfi vegna anna og inn kemur sem varamaður hennar María Jóhanna Lárusdóttir kennari, sem skipaði sjöunda sæti framboðslistans í síð- ustu kosningum. Kvennalistinn hef- ur tvo þingmenn í Reykjavík, Sigríði Dúnu og Guðrúnu Agnarsdóttur, sem er uppbótarþingmaður. Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhildur Þorleifs- dóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Ingibjörg Hafstað, sem skipa 3-6 sæti listans, sáu sér ekki fært að taka sæti þingmannsins vegna anna. Kom því í hlut Maríu Jóhönnu að setjast á þing. Þykja annir Kvennalista- kvenna með ólíkindum. Þá vakti athygli að þrjár atrennur þurfti til að samþykkja kjörbréf varaþingmannsins vegna „ónógrar" þátttöku. -ÞÆÓ Alþingi: Hægindi þingmanna aukin og endurbætt Stólar og borð endurnýjuö í þingsal Svissnesk húsgögn í Kringluna. Nú stendur fyrir dyrum endurnýj- un á öllum stólum og borðum í þingsal Alþingis auk þess sem skipt verður um öll húsgögn í hinni svo- kölluðu Kringlu, en það er íhugunar- athvarf þingmanna. Skv. heimildum Tímans var leitað tilboða í verkið, og er reiknað með að heildarkostnaður verði á bilinu 5-6 milljónir króna, en bæði borð og stóla fyrir þingsalinn þarf að sér- smíða. Talið er að kostnaður vegna endurnýjunarinnar í Kringlunni geti stappað nærri einni milljón króna. Enn á eftir að ganga formlega frá tilboðunum með undirskrift, en Gamla kompaníið mun sjá um smíði og uppsetningu á borðunum meðan fyrirtækið Kristján Siggeirsson tekur 0/1^ /T\ 00 <r> ,ix i i . ni' S S £ AF ÞINGI að sér stólana. Þá mun Kristján Siggeirsson vera umboðsaðili fyrir húsgögn þau sem setja á upp í Kringlunni, sófa, stóla og borð, en þau verða væntanlega keypt frá Sviss. Ástæða þess að ekki verða keypt fslensk húsgögn í Kringluna mun vera sú , að rétt „týpa“ fannst ekki á íslenskum markaði, en leitað mun hafa verið eftir„klassískum„ stíl sem þó mátti ekki vera gamal- dags. I tilboðinu var reiknað með að uppsetningu verði lokið þann 12. janúar, en vegna tafa sem munu hafa orðið hjá Húsameistara ríkisins sem sér um hönnun húsgagnanna í þingsalnum, kann að verða nokkur dráttur á því. Fari svo, getur komið til að uppsetningu verði frestað þangað til þing hefur lokið störfum í byrjun apríl næsta vor. Ástæða þess að farið var út í endur- nýjun á húsgögnum núna, mun ann- ars vegar vera sú að þingmönnum verður fjölgað um þrjá eftir næstu kosningar og því þarf að bæta við sætum í þingsal, og hins vegar er talið að leðurlíkisstólar þeir í Kringl- unni sem þingmenn tylla sér gjarnan í þegar færi gefst, munu farnir að láta mikið á sjá. phh : Miklar stólabreytingar eru framundan á Alþingi og eftir áramót mun enginn þeirra þingmanna sem þar sitja verma þau sömu sæti sem hér sjást á myndinni. Ekki verður það dómur þjóðarinnar sem mun valda þessarí róttæku breytingu, heldur verða bæði borð og stólar endurnýjuð, þar sem von er á þremur nýjum þingmönnum í hópinn. Tímamynd: Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.