Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 24. október 1986 Norðdekk-rall ræst í fyrramálið: Lokaslagurinn um meistaratitilinn - aðeins þrjú stig skilja að efstu menn Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á fullu í rallí fyrr í sumar. Þórhallur Kristjánsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson. Ná þeir fyrsta sætinu? Myndir: BÍKR Síðasta rallið, í keppninni um íslandsmeistaratitilinn hefst á morgun. Keppnin verður mjög spennandi því fyrir aksturinn eru tveir keppendur svo að segja hníf- jafnir. Þetta eru þeir Jón R. Ragnars- son á Ford Escort, með 55 stig og Þórhallur Kristjánsson á Peugot Tal- bot með 52 stig og Þórhallur Kristj- ánsson á Peugot Talbot með 52 stig. Hjörleifur Hilmarsson á Toyotu Corolla á einnig fræðilega möguleika á að hreppa titilinn. Hann er með 45 stig. I keppni aðstoðarökumanna hefur Rúnar Jónsson sannfærandi forystu, hefur 55 stig. Næstur kemur Sigurð- ur Jensson með 44 stig. Rallið sem verður ræst klukkan sjö í fyrramálið ber yfirskriftina Norðdekk-rall ’86. Keppnisbílarnir 22 verða ræstir frá Gúmmívinnu- stofunni á Réttarhálsi. Alls er rallið um 530 kílómetra langt og þar af eru 160 kílómetrar á sérleiðum. Fyrri daginn verður endað við Gúmmí- Sérleiðir Laugard. 25. okt. Fyrsti keppnisbíll Sérleið Ræsing 07:00 1 LH2 Stöng 08:53 15km 2LH4 Næfurholt 09:53 11 km 3LH6 Heklubraut 10:21 16km 4 LH 8 Geitasandur 10:48 4km Matarhlé 11:07 -12:30 5LH12 Geitasandur 12:50 4km 6LH14 Heklubraut 13:07 16km 7LH16 Næfurholt 13:39 11 km 8LH18 Stöng 14:37 15km 9LH 20 Lyngdalsheiði 16:27 15km 10LH22 Esjuleið 17:35 4km Endamark 18:00 Samtals 111 km Sunnudagur 26. okt. Ræsing 10:00 11 LH 26 Kapelluhraun 10:30 1,5 km 12 LH 28 Isólfsskáli 11:05 19km 13LH30 Stapafell 12:17 7km 14LH32 Isólfsskáli 12:55 19 km 15LH34 Kapelluhraun 13:45 1,5 km Scmtals 48 km Endamark við Gúmmivinnustofuna kl. 16 Tímatafla yllr sérleiðir þær sem eknar verða í Norðdekk-rallinu á morgun og sunnudag. Lokað verður fyrir almenna umferð þegar keppnin fer fram. vinnustofuna að Réttarhálsi klukkan 18 og ræst verður aftur klukkan frá sama stað klukkan 10 á sunnudags- morgun. Lýkur keppni klukkan 16 á sunnudag og fljótlega ættu að liggja fyrir endanleg úrslit í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. f frétt sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hefur sent frá sér, er sagt að viðbúið sé að nokkur afföll geti orðið í keppninni þar sem hún verður mjög hörð og snjór og hálka á sumum keppnisleiðum. Þá vekja þeir BÍKR menn áthygli á því að meðalaldur keppenda sé mjög hár, eða 29 ár. -ES Kjarnorkuvá: Verjum ísland og stöðvum Dounreay Eitt af stefnumálum ungra framsóknarmanna Ef slys verður í kjarnorkuhreinsi- stöðinni á Dounreay, sem fyrirhugað er að reisa á norðurströnd Skotlands, þá mun geislavirkt úrfelli ná til íslands á fáeinum klukkustund- um. Þetta kom m.a. fram á leiðtoga- fundi NCF, samtaka norræna ung- liðahreyfinga miðjuflokka, sem Samband ungra framsóknarmanna á aðild að. Á fundinum var að frum- kvæði SUF-ara og annarra Norskra ungliða samþykkt ályktun gegn byggingu úrvinnslustöðvar kjarn- orkuúrgangs á Dounreay. Ályktunin hljóðar svo: „NCF mótmælir byggingu úr- vinnslustöðvar kjarnorkuúrgangs á norðurströnd Skotiands. Dounreay úrvinnslustöðin á að endurvinna plútóníum, sem er eitt hættulegasta efni heims, mjög geisla- virkt og með u.þ.b. 24.000 ára helmingunartíma. Úrvinnslustöðin mun auka meng- un í Norðursjónum og verða stöðug ógnun við lífríki Norðurianda. Eftir slys í stöðinni munu aðeins líða örfáar klukkustundir þar til geisla- virks úrfellis færi að gæta á Islandi og í Noregi. NCF gagnrýnir harðlega ríki Evr- ópubandalagsins sem hyggjast nýta sér úrvinnslustöðina, fyrir að stað- setja hana á ysta útjaðri eigin landa, og með því stofna lífríki landa utan bandalagsins í hættu. fbúar Orkneyja og Hjaltlandseyja verða að fá stuðning Norðurlanda í baráttunni gegn byggingu þessarar úrvinnslustöðvar. NCF skorar á ríkisstjórnir Norðurlanda að mótmæla byggingu úrvinnslustöðvar við bresk stjórnvöld. Hjá Sambandi ungra framsókn- armanna er nú í undirbúningi herferð gegn Dounreay og mun hún kynnt síðar. Þá mun ofangreind ályktun auk annarra gagna er snerta Dounr- eay afhent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra, er hann kemur til landsins eftir heimsókn sína til Kína. hm Tíminn 15 Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 26. okt. kl. 14.00 að verðlaun. Haraldur Ólafsson alþingismaður flytur ávarp í kaffihléi. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Akranes Fundur hjá Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 27. okt. kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa áflokksþing. 2. Bæjarfulltrúarnir ræða bæjarmálin 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. 70 ára afmælisfagnaður Framsoknarflokksins verður haldinn í Háskólabíói fimmtudaginn 26. nóvemberog hefst kl. 20.30. Dagskrá auglýst síðar. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið að Hótel Sögu dagana 7.-9. nóv. Dagskrá auglýst síðar. Konur Suðurlandi Skorum á allar framsóknarkonur í Suðurlandskjördæmi að taka þátt í skoðanakönnun Framsóknarflokksins á laugardaginn. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu Suðurlandskjördæmi Kynningarfundir frambjóðenda í skoðanakönnun Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi 25. október n.k. verða sem hér segir. 10. október Flúðum, Árn. kl. 21.00. 12. október Leirskálum, Vík kl. 21.00. 14. október Kirkjubæjarklaustri kl. 21.00. 15. október Hvoli, Hvolsvelli kl. 21.00. 19. október Félagsheimili Þorlákshafnar kl. 13.00. 21. október Skansinum, Vestmannaeyjum kl. 21.00. 23. október Inghól, Selfossi kl. 21.00. Framboðsnefndin. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi fyrir næstu þingkosningar, fer fram dagana 6.-7. desember 1986. Hér með er auglýst eftir framboöum í skoöanakönnunina. Skila skal framboðum til formanns kjördæmissambandsins Sigurðar Viggóssonar Sigtúni 5, 450 Patreksfiröi, ásamt meðmælum stjórnar framsóknarfélags eða 20 félagsbundinna framsóknarmanna á Vest- fjörðum fyrir 9. nóvember 1986. Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum, sem lýsa yfir því að þeir séu fæddir fyrir 1. janúar 1972 (þ.e. verða 16 ára á kosningaári), að þeir séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki og þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Viggósson í símum 1389 (heima) eða 1466 og 1477 Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Vegna skoöanakönnunar framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi fer fram dagana 11. til 24. október hjá eftirtöldum: Guðgeir Sumarliðason ÓlafurHelgason ReynirRagnarsson RagnhildurSveinbjörnsd., Ágústlngi Ólafsson Páll Lýðsson Karl Gunnlaugsson Kristján Einarsson HjördísLeósdóttir ÞórðurÓlafsson Andrés Sigmundsson Oddný Garðarsdóttir Skrifstofa Framsóknarflokksins Yfirkjörstjórn AusturHlíð, V-Skaft. Hraunkoti, V-Skaft. Vík í Mýrdal Lambey, Rang. Hvolsvelli LitluSandvík, Árn. Varmalæk, Árn Selfossi Selfossi Þorlákshöfn Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.