Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 1
P* ■■ ^ ^ STOFNAÐUR1917 11 imnn SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staó \ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. í STUTTU MÁU... GUÐMUNDUR J. guö mundsson hefur lýst því yfir aö hann hyggist ekki gefa kost á sér í Alþingis- kosningum. Guömundur J.‘ hefur verið þingmaöur Alþýöubandalags í Fteykja- vík síöan 1979. ÞRJAR einkaflugvélar lentu í erf- ? iðleikum í gær í grennd við Akranes. Tvær vélanna lentu viö Ferstiklu í Hvalfirði og biöu þar til éljagangur var hættur. Þriöja vélin haföi verið í sela- talningu á Vesturlandi og var orðin eldsneytislítil og tók flugmaðurinn þann kostinn aö lenda á túni viö Akranesbæ. Enginn var hætt kominn þegar vélarnar lentu. STEINUNN Siguröardóttir í bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akranesi hefur tekið þá endanlegu ákvöröun aö gefa ekki kost á sér í prófkjör Framsóknarflokksins á Vest- I urlandi. Sterkur orðrómúr hefur verið uppi um að Steinunn yröi kandidat Akurnesinga í efstu sætin í prófkjörinu, sem á að fara fram helgina 29.-30. nóvember. VÍMULAUS ÆSKA heldur '• námskeið í Hagaskóla í Reykjavík um helgina. Námsstefnan hefst kl. hálf tíu bæði laugardag og sunnudag. Meðal I efnis á laugardag veröur erindi for- stööumanns neyðarathvarfsins í § Tjarnargötu, landlæknis, rannsóknar- lögreglumanns, geölækna og fleiri. | Um kl. þrjú hefjast pallborösumræöur. Meöal efnis á sunnudag eru erindi deildarfulltr. unglingadeildar, þjóðfé- lagsfræðings, fjölskylduráðgjafa, . læknis og fleiri og um hálf þrjú byrja almennar umræöur. LEIÐTOGI kommúnistaflokksins í Moldavíu, einu lýövelda Sovétríkj- anna, var gagnrýndur í Prövdu i gær fyrir aö hafa ekki tekist að koma í veg rir svindl á framleiðslutölum. Semyon rossu hefur leitt flokkinn í Moldavíu síöan í desember árið 1980 en sú | leiötogastaða gæti nú verið í tvísýnu eftir ályktun miðnefndar flokksins sem birt var í Prövdu. Síðan Mikhail Gor- batsjov komst til valda hafa opinberir ; fjölmiölar verið duglegir við að gagn- 1 rýna svindl í framleiðslutölum (oft i kennt við svokallaða prósentumaníu) | og bent á svæði þar sem slíkt er iðkað af krafti. MARKAÐSMÁL verða á j dagskrá ársfundar Norrænu Markaðs- f samtakanna á Hótel Sögu kl. 9.00. Fund þennan sækja fulltrúar frá mark- I aðssamtökum á Norðurlöndunum ásamt félögum nýstofnaðra íslenskra markaðssamtaka sem ber nafnið ÍMARK. Það er raunar fyrsta stóra verkefni ÍMARK að halda ársfund Norrænu Markaðssamtakanna hér á landi. Auk aðalfundarstarfa verða flutt erindi, m.a. um söguleg, menningar- leg og efnahagsleg tengsl milli Norður- landanna og íslands. Erindið flytur sendiherra Finnlands á íslandi. Guð- jón Guðmundsson rekstrarhag- fræðingur mun flytja erindi um auglýs- ingar í útvarpi og sjónvarpi á íslandi. KRUMMI „Næsta skrefið er flytja inn síld Rússlandi." Ólögmætt athæfi: Silungur fluttur inn frá Færeyjum rokseldist í verslunum „Við seldum þennan silung núna á föstudag og laugardag og þetta flaug út, enda er hann betri og ódýrari en annar sambærilegur eldisfiskur sem hér fæst,“ sagði Júlíus Þór Jónsson verslunarstjóri í Nóatúni, en hann er einn þeirra aðila sem fékk silung innfluttan frá Færeyjum nú fyrir skömmu. „Við fengum þennan silung frá Pólarlax, ég held þeir hafi verið að gera þetta til að prófa eitthvað nýtt. Þetta er fullkomlega löglegt, þar sem fiskurinn er ræktaður í sjó og ég gæti vel hugsað mér að flytja þetta inn sjálfur. Annars vildi ég helst kaupa þetta innanlands en sá silungur sem hér fæst er bara af öðrum stærðarflokki. Færeyski sil- ungurinn var fimm til sex pund en hér hafa aðallega verið á boðstól- um eins punds fiskar,“ sagði Jú- líus. Finnbogi Kjeld, sem er einn aðaleigandi að Pólarlaxi, sagði í viðtali við Tímann að hann hefði persónulega flutt þennan silung inn, ekki Pólarlax og hefði verið flutt inn rúmt tonn frá Færeyjum. Sagði Finnbogi að viðtökurnar hefðu verið góðar en það þyrfti að sjá til með hvort framhald yrði á innflutningi. Silungurinn er ein- göngu sjóalinn, hefur verið í sjó í tvö ár og ég veit ekki betur en það sé löglegt að flytja hann inn,“ sagði Finnbogi. Árni Mathiesen dýralæknir fiski- sjúkdóma sagði í samtali við Tím- ann í gær að innflutningur á vatna- fiski væri ólöglegur. Silungur væri vatnafiskur. „Það er náttúrlcga ekki rétt að fiskurinn sé alla tíð í sjó. Hann er upprunninn í fersku vatni og alinn upp í því sem seiði." Árni sem jafnframt er ráðgjafi fisksjúkdómanefndarsagði að aug- lýsing frá fisksjúkdómanefnd hefði birst í Stjórnartíðindum 3. nóv- émber 1977 þar sem fisksjúkdóma- nefnd notfærði sér heimild í lax og silungsveiðilögunum frá 1970 til að banna innflutning á vatnafiski. Árni sagði að málið væri á misskiln- ingi byggt og myndi fisksjúkdóma- nefnd birta auglýsinguna aftur í Stjórnartíðindum fljótlega. Þess má geta að Laxalón er nú að undirbúa slátrun á fiski svipuð- um þeim er fluttur var inn frá Færeyjum. Sá fiskur er þó heldur minni. Verðlagsráö sjávarútvegsins: Rækja hækkuð „Færeyski silungurinn flaug út og er uppseldur.“ Júlíus Þór Jónsson, verslunarstjóri stendur hér fyrir frantan tómt fat sem áður var barmafullt af silungi frá frændum vorum. Vafl leikur hins vegar á um lögmæti þessa innflutnings svo nú er málið í biðstöðu. Timamynd fjciur Endurskoðun hf. kannar bakreikninga Byggung „Endurskoðun er eina endur- skoðunarskrifstofan sem leitað var til um þetta mál,“ segir orðrétt í frétt frá Byggung þar sem greint er frá því að samkomulag hafi verið gert milli fulltrúa 5. byggingará- fanga hjá fyrirtækinu annars vegar og Endurskoðunar hf. hins vegar um að „athugun fari fram á tiltekn- um atriðum er varða uppgjör við félagsmenn í 5. byggingarflokki hjá félaginu." Að sögn Árna Þ. Árnasonar stjórnarformanns Byggung er tekið svona til orða í fréttinni vegna þess að á undanförnum dögum hafa birst fréttir um að ekkert endur- skoðunarfyrirtæki hafi viljað taka að sér athugun af þessu tagi og fyrirtækið hafi viljað leiðrétta þennan misskilning. Spurningin hafi einfaldlega staðið um það að Endurskoðun hafi viljað að beiðn- in um athugun kæmi með formleg- um hætti og því hafi tekið nokkra daga að ganga frá þessum málum. Aðspurður sagðist Árni eiga von á að tvennt kæmi út úr þessari athugun. í fyrsta lagi að ekki væri verið að láta félagsmenn 5. bygg- ingarflok'ks borga bakreikninga sem aðrir ættu að borga og í öðru lagi að kostnaðarskiptingin milli hinna 129 aðila þessa áfanga væri réttmæt. Hann sagði jafnframt að 40 millj- ónir vantaði upp á að hægt væri að gera upp þennan áfanga, en það stangast á við aðrar tölur sem sumir félagsmenn hafa nefnt og eru mun hærri. -BG um 22% Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið nýtt lág- marksverð á rækju, sem gildir frá 1. október sl. til 31. janúar 1987. Uni er að ræða 22% meðalhækk- um, en jafnframt var verðlags- flokkum fækkað úr sjö niður í þrjá, en auk þeirra er fjórði flokkurinn, sem er undirmálsrækja. Heildar- verð og skiptaverð er nú svona: 200 stk. og færri í kg kosta 62 kr. þar af fara 44,02 til skipta. 201- 350 stk.í hverju kg kosta 45 kr. og þar af koma 31,95 kr. til skipta. 291- 350 stk. í kg kosta 35 kr. en skiptaverð er 24,85 kr. Loks er heildarverðið á undirmálsrækju, þ.e. 351 eða fleiri stk í kg, 15 kr. og skiptaverð undirmálsrækju 10,65 kr. Þetta verð var samþykkt með atkvæði oddamanns, Bolla Þórs Bollasonar, og atkvæðum fulltrúa kaupenda, Árna Benediktssonar og Jóns Guðlaugs Magnússonar, en gegn atkvæðum fulltrúa selj- enda þeirra Helga Laxdal og Sveins Hjartar Hjartarsonar. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.