Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. október 1986
Tíminn 7
Illlllllllllllllllllll ÚTLÓND llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Miö-Afríkulýðveldið:
Handtekinn við heimkomu
- Bokassa fyrrum keisari flaug til síns heima í gær
- Verður dauðadómi fullnægt?
Bangui-Reuter
Jean-Bedel Bokassa fyrrum sjálf-
skipaður keisari í Mið- Afríkulýð-
veldinu snéri aftur til síns heima frá
útlegð í Frakklandi og var handtek-
inn strax við komuna. Bokassa kom
til höfuðborgarinnar Bangui ásamt
konu sinni og fimm af fimmtán
börnum sem hann á.
Það voru öryggissveitirsem hand-
tóku þennan 65 ára gamla fyrrum
hermann í franska hernum sent
steypt var af stóli í byltingu árið
Bann við
sölu kjarn-
orkukjöts
Osló-Reuler
Lambakjöt og hreindýrakjöt. metið
á sem samsvarar unt 520 milljónum
íslenskra króna, hefur verið tekið af
markaði í Noregi vegna geislameng-
unar sem dýr þessi urðu fyrir í
kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernób-
íl.
Landbúnaðarráðuneytið norska gaf
út tilkynningu í vikunni þar sem lagt
var bann við að skrokkar af hundrað
þúsund lömbum og tuttugu þúsund
hreindýrum, sem geyntdir eru í vöru-
húsum, yrðu seldir til manneldis
vegna hins háa sesíummagns í þeint.
Geislavirk efni bárust frá Tsjernóbíl
kjarnorkuverinu yfir Skandinavíu
fyrstu dagana eftir brunann í verinu
fyrr á þessu ári.
1979. Samkvæmt heimildum flaug
hann með vél flugfélagsins Air Afr-
ique frá Róm.
Farið var með Bokassa til höfuð-
stöðva ríkisstjórnarinnar í borginni
en sfðan til Ngaragba fangelsisins.
Þar ntun keisarinn fyrrverandi hafa
látið pynda marga af andstæðingum
sínum þau umtöluðu þrettán ár sem
hann stjórnaði Mið- Afríkulýðveld-
inu.
Bokassa lét krýna sig til keisara
árið 1977 en tveimur árum síðar
hrökklaðist hann frá völdum og flúði
til Fílabeinsstrandarinnar. Þaðan
var hann rekinn árið 1983 og tóku þá
frönsk stjórnvöld við honum þrátt
fyrir mótmæli margra.
Bokassa hefur hvað eftir annað
lýst yfir óánægju með að þurfa að
vera fjarvistum frá landi sínu og sagt
að þrjár milljónir sveltandi þegna
biðu þess að hann tæki við völdum
að nýju.
Bylting gegn harðstjórn Bokassa
fylgdi í kjölfar ásakana þess efnis að
hann hefði látið myrða hundrað
skólabörn fyrir það eitt að mótmæla
notkun opinberra skólabúninga.
Ekki var fullljóst í gær hvort
ríkisstjórn Andre Kolingba hers-
höfðingja myndi setja á réttarhöld
yfir keisaranum fyrrverandi. Hins-
vegar var gefin út yfirlýsing þar sem
minnt var á að hann hefði áður verið
dæmdur til dauða þá fjarverandi.
Bokassa var dæmdur til dauða í
desember árið 1980 fyrir glæpi á
borð við aftökur, árásir á börn og
fyrir að láta fela lík. í tilkynningunni
sem kom frá forsetaskrifstofunni var
sterklega gefið í skyn að dauða-
dómnum yrði fullnægt.
Snéri Bokassa fyrrverandi keisari Mið-Afríkulýðveldisins heim í dauðann í
gær?
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:. 91-31815/686915
AKUREYRI:.... 96-21715/23515
BORGARNES:......... 93-7618
BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568
SAUÐÁRKROKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489
HÚSAVÍK:..... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121
FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303
irrterRerrt
Leysir Ijósmynd
gátuna um morðið
á Benigno Aquino?
Munila-Rcutcr
Ljósmyndari er starfaði fyrir
Ferdinand Marcos fyrrum forseta
Filippseyja á myndir sem gætu hjálp-
að til að leysa málið sem kom upp
eftir morðið á Benigno Aquino,
manni Corazonar Aquino núverandi
forseta. Það voru lögfræðingar
ljósmyndarans sem héldu þessu fram
í gær.
Jesús Santos lögfræðingur sagði í
samtali við ríkisfréttastofuna á Fil-
ippseyjum að Jolly Riofir, sem nú
býr í Bandaríkjunum, hefði sam-
þykkt að láta ríkisstjórninni í hendur
filmur„á réttum tíma og heppilegum
stað”.
„Ég hef í fórum mínum myndir
sem ég trúi að leyst geti mál Aquin-
os,“ hafði Santos eftir skjólstæðingi
sínum. Hann sagðist hafa rætt við
Riofir í síma.
Morðið á Aquino er enn óleyst en
hefur verið tekið að nýju fyrir í
hæstarétti. Áður höfðu tuttugu og
fimm hermenn og borgarar verið
dæmdir saklausir af morðinu árið
1983 í réttarhöldum sem nú eru sögð
hafa verið skrípaleikur.
Lögfræðingar verjenda í málinu
segja Benigno Aquino hafa verið
myrtan af kommúnista að nafni
Rolando Galman sem skotinn var til
bana á staðnum og hefur því aldrei
verið til frásagnar af atburðinum á
flugvellinum í Manila árið 1983.
Lögfræðingar ákæruvaldsins segja
hinsvegar að Galman hafi aðeins
verið notaður til að fela nöfn hinna
réttu morðingja.
Lausar stöður
Svæfingarhjúkrunarfræðingur:
Lausar stööur fyrir svæfingarhjúkrunarfræðing um áramót.
Góöur starfsandi - fastir fræöslufundir. Hlutavinna kemur til
greina.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra milli kl.
11:00-12:00 alla virka daga.
Fóstra eða starfsmaður
óskast á barnaheimiliö Litlakot. Menntun eöa reynsla áskilin.
Upplýsingar í síma 19600/297 milli kl. 09:00-14:00 alla virka
daga.
Óskum eftir fólki til ræstinga.
Upplýsingar í síma 19600/259 milli kl. 10:00-14:00 alla virka
daga.
Reykjavík 24/10 1986
Tíminn
SIÐUMULA 15
S686300
UMBOÐSMAÐUR GARÐABÆ
S: 651141
Rauðagerði
Borgargerði
Sogavegur
Einimelur
Hofsvaliagata
Melhagi
Neshagi
Fornhagi
Kvisthagi
Ægissíða
Hjarðarhagi
Haföu samband.
ERTU AÐ SAFNA ?
Þá er blaðburður
fyrir þig
Við leitum að
blaðberum til
starfa víðsvegar
um borgina.