Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Meingallað lyfsölukerfi Fyrir nokkrum dögum var ítarleg grein í Tíman- um um íslenska lyfsölukerfið og bent á ýmsa þætti þess sem vert væri fyrir alþingismenn sem aðra sem hlut eiga að máli að taka til endurskoðunar, með það að markmiði að gera það bæði einfaldara og ódýrara. Núverandi fyrirkomulag sem íslendingar búa við er í senn meingallað, allt of dýrt og löngu orðið úrelt, sem sést best á því að ríkissjóður þarf að. borga hundruð milljóna í umframálagningu til að halda því uppi. Smásöluálagning á lyf hér á landi nemur nú um 68% og er u.þ.b. helmingi hærri en á hinum Norðurlöndunum. Til viðbótar þessu fá síðan lyfsölurnar að leggja á fast afhendingargjald, sem nú er 32 kr. á hvern lyfseðil og 22 kr. á hver lausasölulyf og getur því orðið hátt hlutfall af verði ódýrarri lyfja. Miðað við fjölda útgefinna lyfseðla getur þarna verið um 35-40 milljóna króna umframálagningu að ræða í ár sem þýðir að raunveruleg smá- söluálagning nemur allt að 80%. Þá vekur það athygli hversu margar lyfjaverslanir eru staðsettar í Reykjavík sem þýðir að ekki eru fleiri íbúar á bak við hverja þeirra en gerist og gengur á smærri stöðum, eða um 6000 manns að jafnaði. Á þetta er bent vegna þess að ein aðalástæðan fyrir hinu háa lyfjaverði er fyrst og fremst sú hve mörg lyfjasölufyrirtæki eru starfandi hér á landi og að álagningin er miðuð við að hin smæstu þeirra geti borið sig. Lyfjaverðlagsnefnd er síðan ætlað samkvæmt lögum að tryggja þeim öllum sem og öðrum lyfjaverslunum bærilegan rekstrargrundvöll. Þetta er þó ekki fullnægjandi skýring, því að í Lyfjalögum sem samþykkt voru 1978 er gert ráð fyrir að sérstakur sjóður hafi það hlutverk „að stuðla með fjárframlögum að stofnun og rekstri lyfjabúða á þeim stöðum er heilbrigðisyfirvöld telja nauðsyn en vafasamt er hvort reksturinn geti borið sig með eðlilegum hætti.“ Þessi sjóður hefur aldrei verið notaður enda ekki til í reynd. í stað þess að styrkja því einstaka lyfjaverslanir sem ekki geta staðið undir sér sjálfar hefur álagningin hjá öllum lyfjaverslunum verið hækkuð upp úr öllu valdi og það réttlætt með því að annars gætu hin smæstu þeirra ekki borið sig. Á síðasta ári greiddu sjúkarsamlögin eða ríkið um 800 milljónir króna vegna lyfjakaupa fólks í lyfjaverslunum og er ólíklegt að sú tala verði ekki yfir 1.100 milljónir króna á þessu ári og auk þess greiða sjúklingarnir verulega upphæðir sjálfir. Það eru því ekki smáar upphæðir sem hér er um að ræða og virðist full ástæða til að taka þessi mál til umræðu og endurskoðunar með það fyrir augum að leita sparnaðar bæði fyrir hið opinbera svo og neytendur. Föstudagur 24. október 1986 GARRI Klipparinn á Þjóðviljanum Garra brá dálítið í gær þegar hann varð þcss var, að sá, sem sér um þáttinn Klippt ug skorið í Þjóðviljanum, hafði gcrt sér lítið fyrir og tekið upp megnið af pistli hans frá í fyrradag - og lýst sig í þokkabót sammála öllu saman. I'essi pistill var um áfengisútsölur í Kríngíunni og Mjóddinni, og um afskipti sjálfstæðismanna af þeim málum, Hagkaupi í hag en KRON í óhag. Um þetta segir klipparínn: „Áminning Garra um valdhroka íhaldsins er ein af þeim vísum sem ekki eru of oft kveðnar. Sjálf- stædismenn eru nefnilega eins og illa sidaðir krakkar; a' þeim stund- um þegar einhverjir aðrir en þeir fara með mannaforráð, æpa þeir og góla eins og stungnir grísir vfír ofsóknum og hrekkjum við sig - eins þótt enginn hafi blakað fíngri við þessum dekurbörnum þjóðfé- lagsins. En þegar þeir sitja á valda- stóli, þá gildir það fyrst og síðast að VÉK vitum betur, við erum hrygglengjan og kjölfestan, stýri- maðurinn og áttavitinn - og þið hin megið snapa gams.“ Samlíkingin á sjálfstæðismönn- um og stungnum grísum er vissu- lega töluvert smellin, og sömuieiðis má telja það jákvætt að Þjóðviljinn skuli taka undir góð mál. En allt að einu er Garri nú ekki nema miðl- ungi hrifinn af þvi að vera skyndi- lcga orðinn dálkafyllir á Þjóðvilj- anum. í áranna rás liafa ncfnilega bæði Alþýöubandalagið og Þjóð- viljinn sýnt sig í að vera samvinnu- hreyfingunni oft á tíöuni skcinu- hættir „vinir“. Blendin vinátta Það hefur nefnilcga verið þannig að þar á bæ hafa menn gjarnan reynt að slá um sig cinhverjum samvinnuhreyfingarljóma á tylli- dögum og í þann niund er kosning- ar hafa veríð að nálgast. En þess á milli hafa þeir máski oftar en hitt sýnt sig í því að vera töluvert meiri vinir samvinnuhreyfingarinnar í orði en á borði. Og hér er líka að öðru að gíeta. í DV í gær er það haft eftir fjármálaráðhcrra að við byggingu vínbúðar í Mjóddinni hafi veríð hætt meðal annars vegna þess að Þjóðviljinn hafi „hundskammað“ hann fyrir að ætla að verja fé í þessa verslun, og satt best að segja hafi hann tekið nokkurt tillit til þess við ákvörðun sína. Nú er Garrí ekki svo vel lesin í Þjóðviljanum að hann geti fletl upp á þessu eftir minni, en hins vegar er Ijóst að þarna er mál sem Þjóðviljinn verður að svara fyrir. Hér er ncfnilega komin upp spurningin um það hvort liann ástundar tvenns konar siðfcrði. Tekur liann afstöðu eftir því hvort hann sér færi á að koma höggi á íhaldið, eða tekur liann afstöðu eftir því hvar hagsmunir alinenn- ings eru í hættu? Hagsmunir Breiðholtsbúa Hvort sem menn eru meðmæltir neyslu áfengra drykkja eða ekki þá cr hitt ljóst að það er íbúum Breiðholtshverfa mun hagkvæm- ara að geta keypt þá í Mjóddinni en að þurfa að sækja þá alla leið vestur í Kringlu. Eins og Garri lýsti, og þjóðviljinn hefur fallist á, er líka líklegt að það væri KRON hagkvæmt að hafa þessa verslun við hlið sér. Þjóðviljinn lætur hins vegar við það eitt sitja að nota þetta tækifærí til að skamma íhaldiö. Þegar skrif hans um máliö eru lesin niður í kjölinn sjá menn að þau eru ein- ungis pólitísk árás á sjálfstæðis- menn. Slíkt má svo scm vera góðra gjalda vcrt, en hinu má ekki gleynta að málið snýst um það að troðið hefur verið bæði á hagsmun- um Breiðholtsbúa og KRON. Garri hefði nú eiginlega átt von á því að málgagn verkalýðshreyfing- ar gleymdi þcssu ekki. Þótt íhaldiö sé slæmt er ekki ástæða til að gleyma sjálfum kjarna málsins af einni saman árásargleði. Garri. VITT OG BREITT Um útvarpsrekstur Hugmyndir fjármálaráðherra um að selja Rás 2 hafa sem von er farið fyrir brjóstið á mörgum. Hann mun hafa rökstutt þetta með því að ástæðulaust væri fyrir ríkið að reka þessa þjónustu eftir að einkaaðilar væru farnir að starfa á sama sviði. Þar er eins og menn vita átt við þann rekstur sem nú er kominn af stað hér á suðvestur- horninu með Bylgjunni og Stöð-2. Nú má svo sem segja að ekki sé þörf á að hið opinbera sé að halda uppi þjónustu sem enginn skortur sé á í landinu. En hér er að því að gæta, sem bent hefur verið á, að Bylgjan og Stöð-2 eru enn langt frá því að þjóna landsmönnum öllum. Þessar nýju stöðvar nást enn sem komið er aðeins á suðvesturhorn- inu, þar sem Rás-2 nær aftur á móti út um allt land. Þessar tvær nýju stöðvar hafa að ýmsu leyti farið vel af stað. Það á sérstaklega við um Bylgjuna, þó að fréttamenn hennar eigi enn tölu- vert margt eftir ólært í íslensku. Stöð-2 er enn meira óskrifað blað, en þó er ljóst að menn þar þurfa að taka sig á ef sjónvarp þeirra á að verða annað og meira en framleng- ing á því efni sem fáanlegt er á hverri myndbandaleigu. Á suðvesturhorni býr aðeins um helmingur þjóðarinnar, og það er tómt mál að tala um að selja eða leggja niður Rás-2 á meðan einka- stöðvarnar sinna ekkert um hinn helminginn. Ástæðan fyrir því að við rekum hér ríkisútvarp er sú að menn hafa viljað tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að útvarpi bæði hljóðvarpi og sjón- varpi. Á því sviði er ekki réttlætanlegt að hreyfa neinum niðurskurði fyrr en í fyrsta lagi þegar einkastöðvun- um hefur vaxið sá fiskur um hrygg að þær séu farnar að ná til landsins alls. Það er að segja ef þeim tekst það, því að enn hafa þær engan veginn náð þeirri fótfestu að tryggt megi telja að þær lifi áfram um ókomna framtíð. Útvarp er nú á dögunt miklu meira en tæki til dægrastyttingar. Það er hluti af daglegu lífi fólks sem það á ekki að þurfa að fara á mis við, og þess utan er það eitt mikilvægasta öryggistæki þjóðar- innar ef alvarlegri atburðir eiga sér stað. Með slíkt er ekki hægt að leika sér. Ríkisútvarpið er stofnun sem hefur gert marga góða hluti á liðnum árum og á satt best að segja flest annað skilið en að sitja undir árásum eða skerðingu á rekstrar- grundvelli. En hitt er þó annað mál að útvarpsmál þjóðarinnar gætu öll átt eftir að taka verulegum breytingum á næstunni. Staðbundin kapalkerfi hafa eins og menn vita komið til sögunnar víða á landinu, og uppúr þeim gætu þróast staðbundnar sjón- varpsstöðvar. Það virðist ekkert því til fyrirstöðu að slík fyrirtæki gætu farið út í það að kaupa efni frá öðrum sjónvarpsstöðvum, til dæmis syðra, og senda það út í gegnum endurvarpsstöðvar. Það er ekki langt síðan töluvert var rætt innan samvinnuhreyfing- arinnar um mögulegan þátt hennar í fjölmiðlun framtíðarinnar. Kaup- félögin úti um iand hafa í áranna rás verið notuð til að útvega nánast allar hugsanlegar tegundir af þjón- ustu sem byggðarlögin hafa þurft á að halda. Það gæti sem best komið upp sú staða að einhverjar þeirra yrðu á næstu árum þátttakendur eða rekstraraðilar fyrir slíka þjón- ustu af einni eða annarri tegund. Þessi mál eru nú sem stendur í örri þróun hér hjá okkur. Þá gildir það að menn þurfa að vera vel vakandi og fylgjast með. —eslg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.