Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. október 1986 Tíminn 9 VETTVANGUR illllllllllllllllllllllll Ræöa Halldórs Ásgrímssonar á þingi Sjómannasambandsins: „Sjómannadagurinn allsherjar frídagur sjómanna“ Hér birtist ræða Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra nokkuð stytt sem hann hélt á 15. þingi Sjómanna- sambands íslands sem sett var í gær. Mér er það ljóst að það er sjómannastéttinni mjög þýðing- armikið að eiga sér öflug samtök og það er þjóðfélaginu mikilvægt að rödd sjómannanna heyrist sem víðast í þeirri umræðu sem á sér stað um hin ýmsu mál, svo sem tekjuskiptinguna og þjóðfélags- gerðina almennt. Sjávarútvegsráð- herra á hverjum tíma, hlýtur því að gera það sem í hans valdi stendur tií að samtök sjómanna- stéttarinnar séu sem sterkust. Það er ekki þar með sagt að hann eigi eða geti verið þeim sammála um öll mál, enda hefur hann víðtækum skyldum að gegna og verður að vega og meta margvísleg sjónarmið og hagsmuni í hverju máli. Hags- munasamtök í sjávarútveginum hljóta ávallt að veita honum aðhald og gera sitt til að stuðla að sem réttmætustum ákvörðunum. Ég vil í þessu sambandi þakka Sjómanna- sambandi íslands fyrir ánægjuleg samskipti og met mikils þann heið- arleika sem mér hefur fundist gæta í minn garð af hálfu samtakanna og sjómanna almennt. Það kemur vissulega ekki á óvart, því sjómenn eru almennt þeirrar gerðar og því mikilvægt að þeir láti til sín taka á félagsmálasviðinu. Það er hins veg- ar erfitt fyrir sjómenn að halda uppi öflugu félagsstarfi vegna fjar- veru þeirra og hins óreglulega vinnutíma. Slík aðstaða hlýtur að hamla félagsstarfi, en ánægjulegt er til þess að vita að þrátt fyrir það hafa sjómannasamtökin verið að styrkjast á síðustu árum. Sjóðakerfið Síðastliðið vor voru hinar marg- slungnu og flóknu reglur er giltu um sjóði sjávarútvegsins og skipta- kjör þeim tengd lagðar niður. Þess í stað voru í lög leiddar einfaldar reglur um skiptaverðmæti sjávar- afla og greiðslumiðlun innan sjá- varútvegsins. Svo róttækar breyt- ingar voru því aðeins mögulegar að um þær næðist breið og almenn samstaða hagsmunaaðila í sjávar- útvegi. Ber það vott um víðsýni forystumanna þessara aðila, ekki síst forystumanna sjómanna, að láta mat á langtímahagsmunum ráða, enda þótt ákveðin röskun yrði á stöðu einstakra hópa. Með þessari breytingu voru af- numdar tilgangslitlar millifærslur mikilla fjármuna innan sjávarút- vegsins og fjárhagsleg skipti innan hans gerð einföld og ljós. Telja verður að þessi róttæka breyting hafi gengið vonum framar. Engin meiriháttar vandamál hafa komið upp, en eftir er að Ijúka nokkrum framkvæmdaþáttum, svo sem upp- gjöri þeirra sjóða sem niður voru lagðir. Þessi atriði verða til lykta leidd á næstu vikum. Enda þótt lögin feli í sér róttækar skipulagsbreytingar á fjármálum sjávarútvegs, breyta þau ekki í neinum meginatriðum starfskjör- um þeirra er að sjávarútvegi vinna. Tekjuskipting milli sjómanna ann- ars vegar og útvegsmanna hins vegar og á milli veiða og vinnslu verur að mestu leyti óbreytt. Að sjálfsögðu fer ekki hjá því að þessi endurskipulagning breyti eitthvað kjörum einstakra aðila innbyrðis. Vettvangur ákvarðana um þessa meginþætti verður að sjálfsögðu eftir sem áður kjarasamningar milli útvegsmanna og sjómanna og ákvarðanir Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um fiskverð. Enda þótt lögin sem slík feli þannig ekki í sér beinar kjarabætur fyrir sjómenn, er ljóst að þau gera öll kjaramál þeirra einfaldari og ljósari. í hinu eldra kerfi var svo komið að það var aðeins á valdi fárra manna að gera sér grein fyrir öllum þeim þáttum sem taka þurfti tillit til þegar hlutur sjómanna var reiknaður. Öryggismál Öryggismál og bættur aðbúnað- ur eru og munu alla tíð verða eitt brýnasta hagsmunamál sjómanna. í þessum efnum hefur gífurlegt átak verið unnið á síðustu árum og mikið af fórnfúsu og óeigingjörnu starfi verið innt af hendi af hinum ýmsu félagasamtökum og einstakl- ingum. Þó verða menn ávallt að halda vöku sinni og stefna ótrauðir að sífelldum framförum á þessu sviði. Hér verða allir að leggjast á eitt. Sjómenn verða að sýna áhuga fyrir eigin öryggi og sýna verkárni og góða sjómennsku í starfi og stjórnvöld verða að sýna málefninu skilning og greiða götu þeirra sem vinna að þjálfun og kennslu í öryggismálum eða hafa nýjar lausnir fram að færa. Með lögum um afnám sjóða- kerfisins var ákveðið að verja skyldi 12 milljónum króna af þeim eignum, sem eftir stæðu við lok Tryggingasjóðs fiskiskipa, til ör- yggismála og björgunaræfinga sjómanna á fiskiskipum í samráði við Öryggismálanefnd sjómanna og samtök sjómanna og útvegs- manna. Að höfðu samráði við þessa aðila og Slysavarnafélag fs- lands hefur Sjávarútvegsráðuneyt- ið nú ákveðið hvernig þessu fé skuli varið. Hefur verið ákveðið að verja 8 milljónum kr. til starfsemi Slysavarnafélags íslands að örygg- ismálum sjómanna, enda verði þeim fyrst og fremst varið til nám- skeiðahalds í öryggismálum og björgunaræfinga um borð í fiskiskipum um land allt. Slysa- varnafélagið hefur um áratuga ske- ið verið frumkvöðull í öryggismál- um íslenskrasjómanna. Þessirfjár- munir eru þar í öruggum höndum. Þess er jafnframt farið á leit við Slysavarnarfélagið að hafa um ráð- stöfun fjársins náið samstarf og samráð við samtök sjómanna. Hinn 10. þ.m. skilaði Öryggis- málanefnd lokaskýrslu. Mikið fjár- magn þarf til að standa straum af framkvæmd tillagna nefndarinnar og hefur því verið ákveðið að verja 2 millj. kr. í því skyni. Ljóst er að enda þótt þetta framlag geti auð- veldað vissa þætti í framkvæmd nefndartillagnanna, þarf að veita verulegu fé á fjárlögum til þessa verkefnis. Samtök sjóman'na hafa bent á að þörf sé á fjármagni til að sinna ýmsum smærri verkefnum á sviði öryggismála. Því þykir rétt að halda eftir 2 milljónum kr. sem síðar verði ráðstafað í samráði við Sjómannasamband íslands og Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Kjaramál Kjaramál sjómanna verða ávallt mikilvægustu baráttumál sjómannasamtakanna. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar mun gera þess- um málum sérstök skil síðar á þinginu. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem þegarliggjafyrirvirðast tekjur sjómanna í hlutfalli við tekjur annarra stétta vera óvenju góðar um þessar mundir. f þeim efnum sýnast árin 1985 og 1986 vera sambærileg við árið 1980 en það ár voru tekjur sjómanna hlut- fallslega hæstar á síðustu 10 árum. Auðvitað eru sjómenn misjafnlega ánægðir með kjör sín en besti mælikvarði á tekjur stéttarinnar er eftirspurn eftir skipsrúmi. í því sambandi má m.a. nefna að á árinu 1983, þegar kjör sjómanna voru slæm, gekk illa að manna skipin. Sjómenn leituðu margir til annarra starfa og var það mjög miður. Nú virðist auðvelt að fá sjómenn til starfa á vel rekin skip og áhugi ungra manna hefur aukist á sjó- mennsku og fer aðsókn að Stýri- mannaskólanum vaxandi. Einnig er rétt að minna á að lífeyrismál sjómanna hafa verið bætt mikið og sama má segja um skattafrádrátt. Vonandi tekst að koma kjaramál- um sjómanna þannig fyrir að starf- ið verði eftirsóknarvert. Kjörin verða hins vegar aðeins trýggð til langframa að rétt sé staðið að skipulagi í sjávarútvegsmálum. Ef grundvöllurinn er ekki í lagi gera kjarasamningar lítið gagn til að halda uppi góðum tekjum. Því miður er það allt of algengt í okkar þjóðfélagi að því er haldið fram, að hægt sé að tryggja afkomu fólks með lögum og reglugerðum. Slíkur málatilbúnaður er villandi og getur leitt til falskrar öryggiskenndar og öngþveitis í þjóðfélaginu. Sjómannadagurinn Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sjómannadagurinn eigi að vera allsherjar frídagur sjómanna með sem minnstum undanþágum. Bið hefur orðið á því að frumvarp um þetta efni yrði flutt á Alþingi, einkum vegna þess að ekki hefur náðst góð samstaða um málið. Það sem staðið hefur í vegi fyrir því að menn geti orðið sammála um að lögfesta frídag sjómanna eru aðallega þrjú atriði: í fyrsta lagi verður að líta til þess að sjómannadagurinn er dagur allra sjómanna, ekki eingöngu fiskimanna, heldur einnig þeirra sem vinna á farskipum, varðskip- um og hafrannsóknarskipum en erfitt er að stöðva þau í landi einn ákveðinn dag. I öðru lagi fylgir frídegi röskun á úthaldi skipa sem selja á erlend- um markaði. í þriðja lagi hafa ýmsir talið að sjómannadagurinn gæti orðið þess valáandi í sumum byggðarlögum, að allt of mikill afli bærist á land rétt fyrir frídaginn. í Sjávarútvegsráðuneytinu hefur í nokkurn tíma verið unnið að þessu máli og eru nú tilbúin drög að frumvarpi til laga um frídag sjómanna. í drögum þesum er gert ráð fyrir að allir fiskimenn verði í fríi þennan dag og undantekning- um frá því verði settar þröngar skorður. Þannig verði það að mestu leyti á valdi stéttarfélaga sjómanna, hvort undantekningar skuli gerðar. Þá er gert ráð fyrir að aðrar reglur verði látnar gilda um skipverja á farskipum, varðskip- um, hafrannsókna- og strandferða- skipum enda vandséð að hjá því verði komist. Ég mun leggja þessi drög hér fram og vænti þess að þið rnunið á þessu þingi gera athugasemdir við þau og benda á það sem betur megi fara. Ferskfiskeftirlit Megintilgangur laga um Ríkismat sjávarafurða frá árinu 1984 var að skilja að ferskfiskmat og afurðamat og færa ábyrgð á afurðamati sem mest til framleiðenda. Komið var á þeirri skyldu að sölusamtök önnuðust sjálf eftirlit með fram- leiðslu sinni, ella keyptu þau þá þjónustu af Ríkismatinu. Afurða- mat með þessu nýja sniði hefur gengið ágætlega enda Ijóst að betri árangur næst ef menn bera sjálfir ábyrgð á gæðum afurða sinna. Þann 2. október sl. var haldinn fundur með fulltrúum helstu hags- munasamtaka í sjávarútvegi um markmið og starfsemi Ríkismats sjávarafurða. Fulltrúar hags- munaaðila reifuðu þar hugmyndir sínar um gæðamál í sjávarútvegi og hver ætti að vera verkefnaskipt- ing milli hins opinbera annars veg- ar og atvinnugreinarinnar hins vegar. Á þessum fundi kom fram ákveðinn vilji til að leggja fersk- fiskmat Ríkismatsinsniður í núver- andi mynd, þannig að það sé fært í verulegum mæli til atvinnugreinar- innar sjálfrar. Ekkert er því til fyrirstöðu að þetta verði gert. Aðalatriðið er að til staðar sé gæðaeftirlitskerfi, sem hvetur að það njóti trausts þeirra sem við það búa. Ferskfiskmatið er stærsti þáttur starfsemi Ríkismats sjávarafurða. Breytingar á því geta sparað ríkis- sjóði veruleg útgjöld eða 24 mill- jónir króna árið 1987. Frumvarp um þetta efni verður lagt fram á næstunni. Verður þar lagt til að ferskfiskmat á vegum ríkisins verði lagt niður í núverandi mynd og einungis gert ráð fyrir að Ríkismatið sinni ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. Síldin Á undanförnum árum hafa síld- veiðar verið mikilvægur þáttur í tekjum margra sjómanna og land- verkafólks víða um land. Vegna lækkandi verðs á síldarafurðum, hafa tekjur sjómanna af þessum veiðum dregist verulega saman á undanförnum árum. Sjávarútvegs- ráðuneytið ákvað því að gera sér- stakt átak til að fækka þeim fiskiskipum sem stunduðu veiðar, þannig að meira kæmi í hlut hvers skips. Auk þess var ástæða til þess að fara í slíkar aðgerðir vegna mikillar óvissu um sölu síldar- afurða á þessu hausti. Á sl. ári var 140 bátum úthlutað leyfi til veið- anna. Nú má gera ráð fyrir að um 90 bátar fái leyfi til að stunda síldveiðar eða 50 færri en á síðasta ári. Þetta muni leiða til meiri hagkvæmni í veiðunum Þótt frest- ur sé nú runninn út til að skila inn síldveiðileyfum, mun ráðuneytið taka þessi mál upp að nýju í ljósi þeirra aðstæðna sem kunna að skapast á næstu dögum. Viðskipti við Sovétríkin hafa verið okkur mikilvæg á undanförn- um áratugum. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur lagt á það áherslu að eiga vinsamleg samskipti við sov- ésk stjórnvöld á sviði sjávarútvegs- mála í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið milli land- anna. Það hefur valdið miklum vonbrigðum hversu illa hefurgeng- ið að Ijúka samningum um sölu á síld. Ekki skal fjölyrt hér um ástæður þess hvernig komið er. Vonandi munu Sovétmenn breyta um stefnu í þessum máluni og ganga til samningaviðræðna á svip- uðum grundvelli og tíðkast hefur á undanförnum árum. Fullkomin samstaða er um það hérlendis að mikla áherslu ber að leggja á slíka niðurstöðu. Ef hún næst ekki er hætt við að það geti haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar á viðskipti milli landanna sem báðir hafa haft hag af á undanförnum áratugum. Lokaorð Ég vil að lokunt þakka Sjó- mannasambandi íslands fyrir góða samvinnu á undanförnum árum. Sérstaklega vil ég þakka gott sam- starf við formann þess, Óskar Vig- fússon, sem hefur í starfi sínu verið mjög vakandi fyrir hagsmununt sjómanna í landinu. Hann hefur lagt sig fram um það að eiga gott samstarf við Sjávarútvegsráðu- neytið, sem ég tel mikilvægt fyrir ráðuneytið, en ekki síður fyrir sjómannastéttina. Sjómenn eru vissulega oft ákveðnir og tala stundum hátt og vonandi munu þeir gera það í framtíðinni. Það þarf hins vegar einnig að sýna sveigjanleika til að ná samkomu- lagi um erfið og þýðingarmikil úrlausnarefni og þá er mikilvægt að menn treysti hverjir öðrum. Ég vil óska sjómönnum og þing- inu velfarnaðar í starfi og veit að hér verða teknar ákvarðanir sem munu skipta sjómenn og þjóðfélag- ið miklu máli í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.