Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
john Hillerman sem leikur Higgins í Magnum-þattunum.
inn“ í sjónvarpsþáttimum
Magnum P.I.
Nýlega sást á Stöö 2 fyrsti þátturinn af hinum frægu
bandarísku sjónvarpsþáttum Magnum P.l. Þar er
aðalstjarnan hinn stórmyndarlegi leikari Tom Selleck, (190
sentimetrar á hæð og um 200 pund) og allar konu eru
sagðar bálskotnar í honum.
En svo er það leikari á sextugsaldri, John Hillerman, sem
leikur líka í Magnum-þáttunum, og er slikur „senuþjófur"
að stórstjarnan Selleck má fara að vara sig, eftir því sem
trúir áhorfendur í Bandaríkjunum segja.
John Hillerman (Higgins í Magnum) er fæddur í Texas
fyrir 54 árum. Hann var í Texas-háskóla og hafði
blaðamennsku sem aðalfag. Síðargekk hann í bandaríska
flugherinn og var í herþjónustu í nokkur ár. Sjálfur segir
hann þannig frá, þegar hann langaði allt í einu til að breyta
til:
„Mér leiddist í hernum, bæði félagarnir og herbúðal ífið,
ég sá að einhver breyting varð að verða á lífi mínu. Þá
kynntistég litlu leikfélagi í Fort Worth,-og út úrleiðindum
fór ég að starfa með því.
Þegar ég komst loks á sviðið þá fann ég - að mér hafði
leiðst allt mitt líf í samanburði við leikhúslífið.
Hillerman lék í leikhúsverkum í 15árogkunni vel viðsig
á sviðinu, en þá tók hann þá ákvörðun að leita frægðar og
frama í Hollywood.
„Ég átti aðeins 700 dollara þegar ég pakkaði saman
eigum mínum og kom þeim fyrir í gamla Fordbílnum, sem
ég átti og lagði síðan af stað til Kaliforníu. Það er einn af
kostunum við það að vera einhleypur, að getatekið slíkar
ákvarðanir og framkvæmt þær um leið,“ segir John
Hillerman.
Kvikmyndaframleiðandinn og stjórnandinn Peter
Bogdonavich, sem hafði hitt John þegar hann lék í New
York, lét hann strax fá hlutverk í fjórum kvikmyndum, og
Hillerman fékk strax orð fyrir að vera dugandi leikari.
John Hillerman hefur nú í 6 ár skemmt áhorfendum
Magnum-þáttanna í hlutverki hins rólynda Jonathan
Quayle Higgins. Þegar hlé er á upptökum býr hann einn í
þakíbúð sinni á 38. hæð í stórhýsi við Waikiki-ströndina.
„Ég lifi góðu lífi, vinn skemmtilega vinnu, ágóða vini og bý
á dásamlegum stað. Hvað meira er hægt að heimta af
lífinu?"
Þeim kemur báðum saman um það, Tom Selleck og
John Hillerman, að Magnum-þættirnir séu vel gerðir og
gaman að leika í þeim, - en þeir eigi þó báðir leynda ósk
um að fá að leika í skemmtilegum og kómískum
hlutverkum. Selleck langar til að leika í léttri rómantískri
kvikmynd, en John segist hafa áhuga á að leika næst í
reglulegri kómedíu og gríni, jafnvel framhalds-grínþáttum.
- en eins og er eru báðar hetjurnar í Magnum ánægðar
með hlutskipti sitt.
Tom Selleck segist „trúa á hjónabandið“ jafnvel
þó hans eigin tilraun hafi mistekist, og hann sé ekki
frá því að rcyna í annað sinn. Hér er hann með
Jillie Mack, dansara, og sumir spá að þau séu ■
hjónabandshugleiðingum.
„Senuþjófur-
Þarna eru þeir báðir saman Tom Selleck stórstjarnan í Magnum og
John Hillerman, sem þykir stundum jafnvel skyggja á hetjuna sjálfa.
Föstudagur 24. október 1986
i i , BB I | £
AF ÞINGI
Heldur virðist þingmálaflóðið í
rénun á Alþingi. Bíða þingmenn nú
þeirra 96 frumvarpa, sem ríkisstjórin
hefur áformað að flytja það sem eftir
er þings. I tilefni þess kvaddi Svavar
Gestsson (Abl.Rvk.), sér hljóðs um
þingsköp og rukkaði ríkisstjórnina
um frumvörpin. Þótti honum mikil
ósvinna að stjórnarandstaðan héldi
uppi störfum þingsins með sínum
málum.
Páll Pétursson (F.NV.) og Frið-
rik Sóphusson (S.Rvk.), hugguðu
Svavar með því að hann þyrfti ekki
lengi að bíða þessara frumvarpa,
auk þess sem það væri afar eðlilegt
að framlagning frumvarpa tæki
nokkurn tíma og þing væri rétt
nýhafið.
Þingsálykt-
unartillögur
Stuðningur við yfirlýsingu Al-
kirkjuráðsins um málefni Nicaragúa
er efni þingsályktunartillögu Hjör-
leifs Guttormssonar (Abl.Au.),
Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttir
(Kvl.Rvk.) og Haraldar Olafssonar
(F.Rvk.). Yfirlýsing þessi, sem sam-
þykkt var á fundi Alkirkjuráðsins í
Reykjavík í september sl., felur í sér
áskorun til ríkisstjórna að beita sér
gegn efnahagslegum og hernaðar-
legum afskiptum Bandríkjanna af
málefnum Nicaragúa. Flutnings-
menn tillögunnar vilja að Alþingi
álykti að styðja yfirlýsingu Alkirkju-
ráðsins og feli ríkisstjórninni að
beita áhrifum sínum þannig að koma
megi í veg fyrir efnahagslega og
hernaðarlega íhlutun gegn Nicara-
gúa.
Hjörleifur Guttormsson
(Abl.Au.) og Kristín Halldórsdóttir
(Kvl. Rn.) hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar um bann við geim-
vopnum. Vilja þingmennirnir að
ríkisstjórninni verði falið að beita sér
fyrir og styðja á alþjóðavettvangi
bann við geimvopnum þar sem mið-
að verði við: 1) Að allar rannsóknir
og tilraunir, er tengjast hernaði í
himingeimnum verði tafarlaust
stöðvaðar. 2) Að hvers konar hern-
aðarumsvif og vopnakerfi til að nota
í himingeimnum verði bönnuð. 3)
Að óheimil sé smíði vopna sem
grandað geta gervihnöttum og öðr-
um tækjum sem tengjast friðsam-
legri nýtingu himinhvolfsins.
Frumvarp
Kristín S. Kvaran (S.Rn.) hefur
lagt fram á ný frumvarp til stjórnskip-
unarlaga. Frumvarpið felur í sér þá
breytingu á stjórnarskránni, nánar
tiltekið fimmtugustu og fyrstu grein
hennar, „að ráðherrar eiga sam-
kvæmt embættisstöðu sinni sæti á
Alþingi en eiga þar ekki atkvæðis-
rétt“. í greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. fram að ráðherrar geti á
engan hátt gegnt þingmennsku
þannig að fullnægjandi sé, enda sé
hér um að ræða tvö full störf. Telur
flutningsmaður breytingu þessa
verða til þess að styrkja löggjafar-
starfsemi þingsins sem og virðingu
þess. Þá minnir flutningsmaður á
skipan mála í norska þinginu þar
sem varaþingmaður tekur sæti þess
þingmanns sem gerist ráðherra.