Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 20
í GÆRKVÖLDI var einn leik- ur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, Keflvíkingar sigr- uöu Njarðvíkinga í Keflavík meö 71 stigi gegn 64. Mest í liði Njarðvíkinga skoraði Val- ur Ingimundarson, 24 stig en Hreinn Þorkelsson skoraði mest í liði Keflvíkinga, 20 stig. Sjá íþróttir bls. 10. Imimii Föstudagur 24. október 1986 Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag: Fjörutíu ár síðan Island fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum - Ráðstefna og hátíðarsamkoma á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, 24. október, og þann 19. nóv- ember nk. eru 40 ár síðan ísland gekk í samtökin ásamt Svíþjóð og Afganistan. Af þessu tilefni, og af því að nú er friðarár Samcinuðu þjóðanna, mun Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi standa fyrir kynn- ingu á samtökunum næstu vikur með ýmsum hætti. Það fyrsta á dagskránni er ráð- stefna sem haldin verður á Hótel Sögu næsta sunnudag, 26. október klukkan 13.30-15.30 um efnið „Ófriðar- og hættusvæði í^þeimin- um“. Þar munu sérfræðingar í mál- efnum heimssvæða flytja framsögu- erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður. Reynt var að fá þekkta erlenda stjórnmálamenn til að flytja fyrirlestra á ráðstefnunni, þar á meðal Desmond Tutu biskup í Suður Afríku, Willy Brandt, Helmut Schmidt, Paul Hartling, og fleiri en án árangurs þó sumir þeirra hefðu lýst áhuga fyrir að koma seinna. Hátíðarsamkoma verður síðan haldin í Þjóðleikhúsinu 22. nóvem- ber. Þar mun halda ræðu Jan Mar- tensson sem er einn af varafram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóð- anna og jafnframt forstöðumaður Afvopnunarstofnunar SÞ í New York. Fluttur verður þáttur úr leikritinu Friðurinn eftir Aristofan- es, og barna og unglingakór mun syngja Söng Sameinuðu þjóðanna eftir Pablo Casals. Bæklingur um Sameinuðu þjóð- irnar og friðarmálin mun koma út á vegum félagsins um næstu helgi og verður honum dreift í skólum og til almennings. í þennan bækling hafa skrifað stjórnmálamenn, t.d. Stein- grímur Hermannnsson og Matthías Á. Mathiesen, og stjórnmála- fræðingar t.d. Ólafur Egilsson og Valdemar Unnar Valdemarsson. Einnig hafa íslendingar sem setið hafa Allsherjarþing S.þ. verið beðn- ir um að heimsækja framhaldsskóla og kynna samtökin með sérstöku tilliti til friðarársins. Félag Samein- uðu þjóðanna á íslandi var stofnað 1948 og hefur unnið að kynningu á samtökunum. Fyrsti formaður fé- lagsins var Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti íslands en núverandi formað- ur er Knútur Hallsson ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu. Félagar eru um 100 talsins. Knútur Hallsson formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi og Ragnar Ólafsson framkvæmdastjóri félagsins kynna hvað gert verður til að minnast 40 ára aðildarafmælis fslands að Sameinuðu þjóðunum. (Tímamynd-Sverrir) Bændur í Noröur-og Suöur- Þingeyjarsýsl- um: Vilja átak í markaðsmálum - áður en dregið verður stórlega úr framleiðslu sauðfjárafurða Almennur fundur sem haldinn var á Húsavík um landbúnaðarntál á miðvikudaginn á vegum Framleiðni- sjóðs hefur sent Framleiðnisjóði ályktun sem gerð var í lok fundarins. „Fundurinn álítur að svo margt sé óunnið í markaðsleit og markaðs- uppbyggingu fyrir búvörur hinna hefðbundnu búgreina sauðfjár-, afurða að ekki sé forsvaranlegt að stofna til margháttaðra ráðstafana til að draga verulega úr framleiðsl- unni áður en verulegt átak verði gert í markaðsmálum innanlands og utan. Slíkt kostar bæði fé og fyrir- höfn. Því ályktar fundurinn að veru- legum hluta, jafnvel allt að helmingi þess fjár sem Framleiðnisjóður, hyggst verja til samdráttar á búvöru- framleiðslu, meðal annars með því að kaupa upp framleiðslu bænda verði varið til markaðsleitar og mark- aðsuppbyggingar innán lands og ekki síður erlendis. Ályktunin var samþykkt mótat- kvæðalaust en þar sem fundurinn dróst á langinn var margt manna gengið af fundi. Þegar flest var á fundinum voru um 80 til 90 manns. Fundinn sóttu bændur úr S-og Norð- ur- Þingeyjarsýslum. Hclgi Jónasson á Grænavatni sagði í samtali við Tímann að það hefði komið sér betur fyrir bændur ef tilboð Framleiðnisjóðs hefði kom- ið að vori til, því nú væru bændur búnir að heyja og gera áætlanir fyrir næsta ár. Helgi sagði að það hefði einnig verið álit margra bænda sem á fundinum töluðu að ef farið yrði út í að fækka sauðfé um allt að 50 þúsund án þess að tekið verði tillit til byggðasjónarmiða og landkosta, þá geti þetta skapað verulega hættu á byggðaröskun. Það væri ekki nægi- lega metið hvaða liéruð þyldu best fækkun sauðfjár, með tilliti til ofbeit- ar á afréttum og þeim sem stunda mjólkurframleiðslu í stærstum stíl og jafnframt hefðu betri tækifæri til annarrar atvinnu. Ekki séu metin nægilega mikið áhrif þessarar fækk- unar á þá þætti sem sauðfjárræktinni tengjast, svo sem rekstur afurða- stöðva og ýmsri þjónustu sem tengj- ast sveitunum. ABS borða minna? og Nýjum fréttatíma í sjónvarpi hef- ur verið tekið misjafnlega af fólki og það nýjasta í þeim efnum eru spurnir sem Tíminn hafði af því að fólk gæfi sér ekki lengur tíma til að borða úti á leið heim úr vinnu. Haft var samband við nokkur veitingahús og málið athugað. „Ég tel að það sé beint samband á milli breytts fréttatíma sjónvarpsins og nýju stöðvarinnar annars vegar og þess að fólk fer minna út að borða á virkum dögum núna. Núna er fólkið farið að koma aðeins fyrr að borða hjá okkur. Upp úr sjö byrjar eyða hjá okkur og síðan fer fólk að koma aftur um kl. átta. Ég tel að Úlfar og ljón geti verið samnefnari fyrir þá staði sem stilla meira inn á fjölskylduna, en ég skal ekki segja um þá staði sem hafa vínveitingar. Laugaás og Potturinn og Pannan eru dæmi um staði sem hafa fundið fyrir þessu líka,“ sagði Úlfar í Úlfum og Ijónum. Hann sagðist gera það að tillögu sinni að fréttirnar yrðu sendar út af myndbandi í dagskrárlok sjónvarps- ins til þess að fólk gæti haldið venjum sínum óbreyttum. Það væri of stuttur tími sem fólk hefði núna til þess að koma sér heim úr vinnu, kaupa inn, borða og gera allt sem það vill gera áður en fréttir byrja kl. hálf átta. Hjá Sjávarsíðunni sem hefur vín- veitingaleyfi fengust þau svör að þessi tími árs væri nú yfirleitt fremur daufur tími hjá veitingahúsunum og ekki beinlínis hægt að tengja það við breyttan fréttatíma. Hins vegar gæti það vel staðist að fólk sem kemur við á skyndibitastöðum fari síður á þeim tíma sem fréttir eru í sjónvarpi. Ef fólk hins vegar gæfi sér góðan tfma til að fara út að borða, þá skiptu fréttir ekki höfuðmáli. Svarta Pannan hefur ekki vínveit- ingaleyfi en að sögn rnanna þar hefur ekki orðið mikil breyting á matarvenjum gesta sem þangað koma. Það væri sami tírni nú og áður en fréttatími var fluttur sem minnst væri að gera, en það væri rétt fyrir klukkan átta á kvöldin. Hins vegar töldu þeir sem talað var við, að nýi tíminn á fréttum sjónvarps væri fáránlegur fyrir fjölda fólks því, fólk væri ekki búið að borða og koma börnum í svefn áður en fréttir byrj- uðu. Hins vegar væri ekki hægt að horfa á fréttir í friði án þess. ABS Þessi fríði hópur tók fram skautana í gær og renndi sér á Tjörninni. Senn fer tími vetraríþróttanna í hönd. Hvort tækifærí gefist mörg í vetur til þess að bregða undir sig betri fætinum er undir veðurguðunum komið. Mynd Sverrir Þjófur inn um glugga Farið var inn um glugga á íbúð við Löngubrekku í Kópavogi um hálf þrjú aðfaranótt fimmtu- dagsins. Kona sem var ein í íbúðinni vaknaði við þrusk sem heyrðist úr eldhúsi og fór fram. Mætti hún þá manni á ganginum og ákvað hann þá að flýja án þess að hafa nokkuð á brott með sér. Hafði hann hins vegar greinilega ætlað sér að taka myndbandstæki því búið var að aftengja það að hluta. íbúi í annarri íbúð í húsinu varð var við það þegar maðurinn hljóp á brott og elti hann. Lög- reglan kom svo til liðs við hann en innbrotsþjófurinn slapp samt sem áður. Hann var klæddur í rauðan æfingagalla og ef ein- hverjir geta gefið upplýsingar um ferðir mannsins eru þeir beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. -ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.