Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 24. október 1986 ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT TEL AVIV — Bandarísk herflugvél hvarf síöastliðinn þriðjudag er hún var á venju- legu eftirlitsflugi yfir Miðjarðar- hafi. Áhafnarmeðlimirvorufjór- ir og voru leitar- og björgunar- aðgerðir hafnar að því er kom fram í tilkynningu bandaríska sendiráðsins í Tel Aviv. LISSABON - Portúgölsk fréttastofa hafði eftir flugum- ferðarstjórn í Mósambik að slys þao er olli dauða Samora Machels Mósambikforseta hefði líklega átt sér stað vegna mistaka í leiðsögustjórn. Sovéska fréttastofan Tass sagöi hins- vegar að getgátur um að so- véski flugmaðurinn ætti sök á slysinu væri and-sovéskur ár- óður. MOSKVA — Starfsemi bandaríska sendiráðsins i Moskvu truflaðist mjög vegna þess að sovéskir starfsmenn mættu ekki til vinnu. Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi til- kynnti í fyrradag að innlendum starfsmönnum sendiráðsskrif- stofa Bandaríkjamanna í So- vétríkjunum yrði fækkað veru- lega. ISLAMABAD — Embættis- menn í Pakistan sögðu afgan- ska herþotu hafa lent á flugvelli í Pakistan og haft var eftir, heimildum að flugmaðurinn hefði beðið um pólitískt hæli. Þotan var sovésk af gerðinni MIG-21 og lenti í Kohat sem er í norð- vesturhluta landsins skammt frá landamærunum við Afganistan. TYRE, Líbanon - Bar- dagar jukust milli Palestínu- araba og múslima úr hópi sítha í flóttamannabúðum í Suður- Líbanon. Vitað var að níu manns létu lífið í bardögunum í fyrrinótt. LUNDÚNIR - Margrét Thatcher forsætisráðherra og íhaldsflokkur hennar hafa ekki notið eins mikils stuðnings síð- ustu tvö árin og þau njóta núna. Þetta kom fram í niour- stöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. JÓHANNESARBORG — Stjómvöld sögðu frá að lík af svörtum manni sem brenndur hafði verið til bana hefði fundist í Soweto í fyrradag. Þá bárust þær fréttir frá fangelsisyfirvöld- um landsins að tveir svartir fangar, annar þeirra pólitískur fangi, hefðu hengt sig í klefum sínum. Vopnaviðræður stórveldanna í Genf: Rætt um meðaldrægar kjarnorkuflaugar Genf-Reuter Samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Genf liéldu rúmlega þriggja klukkustunda langan fund í gær um meðaldræg kjarnorkuvopn þótt Moskvu- stjórnin hafði gefið í skyn að hún sé ekki reiðubúin til að semja um slík vopn eingöngu heldur verði þeir samningar að tengjast stjörnu- stríðsáætlunum Reagans Banda- ríkjaforseta. Terry Shroeder talsmaður bandarísku samninganefndarinnar sagði fundinn hafa farið fram í sovéska sendiráðinu í borginni. Hann neitaði hinsvegar að láta uppi hvað hefði verið rætt ú fundin- um og benti á að samkomulag hefði verið gert um slíkt milli nefndanna tveggja. Alexander Monakhov talsmaður sovésku nefndarinnar hafði heldur ekkert að segja um fundinn og gat ekki gefið upplýsingar um hvenær Viktor Karpov aðalsamningamað- ur Sovétstjórnarinnar, sem nú er í Moskvu, kæmi til Genfar á nýjan leik. Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi gaf í skyn í sjónvarpsávarpi í vikunni að ekki væri hægt að ná mikilvægu samkomulagi um kjarn- orkuvopnatakmarkanir nema Reagan Bandaríkjaforseti og stjórn hans létu af geimvarnaráætl- un sinni sem gengur undir nafninu „stjörnustríð“. Viðræðurnar í Genf milli risa- veldanna tveggja um vopnatak- mörkun hafa nú staðið yfir í nítján mánuði, með hléum að vísu. Þar hefur venjulega verið hafður sá háttur á að þrír fundir eru haldnir í viku þar sem þrjú mál hafa verið tekin fyrir sér; langdrægar kjarn- orkuflaugar, meðaldrægar kjarn- orkuflaugar og geimvopn. Vestur-Þýskaland: Rau kynnir markmiðin - breytingar á utanríkis- og orkumálastefnu komist sósíaldemókratar til valda Jóhannes Rau forsætisráðherra í Nordrhein-Wcstfalen og sá maður sem vestur-þýskir sósíaldemókratar hafa valið til að leiða kosningabar- áttu sína, segir að markmið flokks síns séu greinileg og að þeim megi koma í framkvæmd, fari svo að Sósíaldemókrataflokkurinn vinni hreinan mcirihluta í kosningununt í janúar næstkomandi. Kanslaraefnið sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Bonn þar sem hann kynnti stefnuskrá flokksins fyr- ir komandi kosningar. Rau sér baráttuna standa á milli sín og Helmuts Kohl kanslara og nefndi ekki flokk Græningja á fund- .inum en getgátur hafa verið uppi um að hann gangi til stjórnarsamstarfs við sósíaldemókrata eftir kosning- arnar. Það markverðasta á stefnuskrá Sósíaldemókrataflokksins eru breyt- ingar á utanríkismálum og orkumál- um þjóðarinnar. Kæmust sósíal- demókratar til valda myndu þeir meina Bandaríkjastjórn að koma fyrir fleiri meðaldrægum kjarnorku- eldflaugum á vestur-þýsku landi og fara fram á við Sovétstjórnina að hún drægi stuttdrægar kjarnorku- eldflaugar frá Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi. Sósíaldemó- kratar myndu einnig vilja að Sovét- menn drægu úr fjölda SS-20 eld- flauga í þessum löndum og yrði fjöldinn þar árið 1979 hafður til I viðmiðunar. I í orkumálum vilja sósíaldemó- kratar nú leggja niður kjarnorkuver í áföngum en ekki gat Rau gefið I nánari skýringar á þeirri áætlun. Að auki vill þessi helsti stjórnarand- stöðuflokkur Vestur-Þýskalands berjast gegn atvinnuleysi, lækka skatta þeirra sem minna mega sín og berjast almennt fyrir því sem all flestir ef ekki allir flokkar Vestur- Þýskalands hafa á stefnuskrá sinni. ÚTLÖND Verður Jóhannes Rau kanslari Vest- ur-Þjóðverja að aflnknum kosning- unum þann 25.janúar næstkomandi ? Nokkuð hefur verið gagnrýnt hversu mörg atriði eru óákveðin í stefnuskrá sósíaldemókrata. Hvað sem því líður nýtur flokkurinn mikils fylgis og ekki þykir ólíklegt að Jóhannes Rau verði kanslari Vestur- Þjóðverja strax á næsta ári. (Byggt á Gcrman Features) BLAÐAMAÐUR Lech Walesa fær lítið að hreyfa sig, í gær var honum neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Pólland: Walesa neitað um vegabréfsáritun Varsjá-Reutcr Pólsk yfirvöld neituðu leiðtoga Samstöðu Lech Walesa um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna í gær en þar ætlaði Walesa að taka við góðgerðarverðlaunum. Það var kona hans Danuta sem frá þessu skýrði. Frú Walesa sagði yfirvöld ekki hafa gefið neina ástæðu fyrir því hvers vegna manni hennar hafði verið neitað um áritunina. Walesa fór á vegabréfsskrifstofuna í heima- borg sinni Gdansk, hafnarborg við Eystrasaltið. Hann hringdi heim til konu sinnar með þessar fréttir en hélt síðan til vinnu við Lenínskipasmíðastöðina. Ferðin sem Walesa ætlaði að tak- ast á hendur hafði verið skipulögð í flýti á síðustu dögum og hefði það verið hans fyrsta ferð til útlanda síðan herlög takmörkuðu starfsemi hinna frjálsu verkalýðsfélaga árið 1981. Walesa var boðið til Los Angeles þar sem hann átti að taka við tíu þúsund dollurum í verðlaun frá hin- um svokallaða John-Roger sjóði sem er í einkaeign. Stofnun þessi hefur áður verðlaunað Desmond Tutu biskup í Suður-Afríku og Móður Teresu. Þessi þrjú hafa öll hlotið Friða- verðlaun Nóbels. Michael Feder, fulltrúi sjóðsins sem sendur var til Varsjá til að skipuleggja ferð Walesa, sagði að sínir menn hefðu verið tilbúnir að fljúga með Walesa í einkaþotu til Los Angeles. Irak: Fundurá vængjuðu nauti Baghdad-Reuter Gríðarstór stytta af vængjuðu nauti“, hálf mennsku, hefurfund- ist í Norður-írak. Það var dag- blað í Baghdad sem skýrði frá þessu í gær. Blaðið sagði styttuna hafa komið í ljós er tvær jarðýtur voru að hreinsa til svæði þar sem stækka átti bænahof, nálægt stað þeim sem hin forna borg Assýriu- manna; Nineveh stóð. Þetta mun vera fyrsti fundurinn á slíkri styttu í meira en hundrað ár. Abdul-Sattar Azzawi fram- kvæmdastjóri fornleifasafns Norður-íraks sagði í samtali við blaðið að hið vængjaða naut hefði „gætt hliða Esarhaddonhallarinn- ar sem reist var á fyrri hluta 7.aldar fyrir Krist, um hundrað árum fyrir fall Ninevehborgar árið 612 fyrir Krist.“ Hann var beðinn um að nefna fjárupphæð sem styttan gæti verið seld á en sagði að slík upphæð skipti hundruð milljónum Banda- ríkjadala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.