Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 18. nóvember 1986 Laxeldisfyrirtækið Hafrún hf. á Sauðárkróki: Tæpfimmtonnaflaxi eyðilögdust í ofvidri Laxinn var í sjávarkvíum meðan leitað var kaupenda Frcllarilari Tímans í F'ljótum Örn Þórarinsson: Mikið tjón varð hjá laxeldisfyrir- tækinu Hafr-únu hf. á Sauðárkróki fyrir stuttu, þegar fimm tonn af eldislaxi drápust eða löskuðust svo mikið að honunt varð aö slátra. Aðeins reyndust fjögur til fimm hundruð kíló af laxinum nýtileg. Lauslega áætlað verömæti þess sem varðónýtt erumeina milljón króna. Þetta gerðist í óveðrinu sem gekk yfir landið fyrir viku síðan. Laxinn hafði skömmu áður verið settur í sjókví skamrnt frá landi og beið þar slátrunar meðan leitaö var kaup- enda. Veöurhæð varð mjög mikil á Króknum þcgar óhappið varð, vind- ur komst í ellefu vindstig mcð hauga- sjó og áttu menn jafnvel fullt í fangi meö aö verja skip, scm lágu í höfninni, fyrir skemmdum. Laxinn í sjókvínni þoldi ekki þetta veður og varð fyrir vcrulcgum hreist- urskemmdum og kramdist mikið í hafrótinu. Laxinn hefur, allt þar til fyrir nokkrum dögum, veriö alinn í landkerjum. Hann mun hafa veriö um tvö kíló að þyngd að jafnaði. Fyrirhugað var aö ala hluta af honum áfram. Með því ætluðu eigendur rða seiðastofnar kæmu best út í eldi. Hafrún hl. hóf starfsemi sína vorið 1985 en þá keypti félagið nokkurt magn af gönguseiðum, sem síðan hafa verið alin í landkcrjum sent staðsett eru á sjávarkambinum sunn- an Gönguskarðsár viö Sauðárkrók. Félagið er einnig með nokkurt magn gönguseiða frá því í vor í eldi. Ljóst er að Hafrún hefur orðið fyrir veru- legu tjóni þrátt fyrir að laxinn hafi verið tryggður. Sjálfsáhætta á slíkum tryggingum er ntjög há. . - ES Dýrt að svala þorstanum á Raufarhöfn og ísafirði Gosdrykkjaþamb virðist geta ver- ið nokkuð dýr ávani víða úti á landsbyggðinni - ekki síst á Vest- fjörðum, norðaustur horni landsins, Reyðarfirði og á Höfn. Á þessum stöðum er algengt að verð á gos- drykkjum sé 50% og allt upp í 71% hærra en í Reykjavík. Útgjöld vísi- tölufjölskyldunnar í framfærsluvísi- tölunni eru yfir 10 þús. krónurá ári. Ársútgjöld dæmigerðrar vísitölufjöl- skyldu á landsbyggðinni til öl- og gosdrykkjakaupa gætu því verið um 6-7 þús. krónum hærri en samsvar- andi fjölskyldna í Reykjavík og vitanlega enn meiri hjá stærri fjöl- skyldum sem neyta mikils af þessum drykkjum. Að sögn Verðlagsstofnunar skýrir hár flutningskostnaður - sem oft er borið við varðandi hátt verð á gosi úti á landi - ekki nema hluta af verðmuninum. Ástæðuna sé ekki síður að finna í milliliðakostnaði og mishárri smásöluálagningu. Mestur verðmunur kom fram á litlum flöskum af coca cola, allt að 71% og unt 67% á öðru gosi í glerflöskum. Mesti verðmunur á malti og pilsncr var hins vegar 38%. Athyglivert er að meiri munur, eða allt að 61%, kom fram á verði gosdrykkja í 1,-5 lítra plastflöskum, sem bæði eru þó miklu léttari í flutningi og flöskurnar ekki fluttar tómar til baka. Undantekning frá þessu er Akur- eyri. Þar er gosið í plastflöskunum selt á svipuðu verði og í Reykjavík og sömuleiðis öl og gos frá Sanítas. En annað öl og gos í gleri frá 20-43% dýrara en í Reykjavík. Tilefni þessarar verðkönnunar segir Verðlagsstofnun það, að í um- fangsmikilli verðkönnun í matvöru- verslunum landsins í september s.l. (sem áður hefur verið frá skýrt) hafi komið fram nokkur munur á verð- lagi milli einstakra byggðarlaga sem m.a. stafaði af misháu verði á öli og gosdrykkjum. Ölkönnunin var gerð í 21 kaupstað og kauptúni á land- inusíðastí október, en síðan hefur verð á Egils-gosdrykkjum í 25 cl. flöskum hækkað um 6-7%. -HEI VERKSMIÐJAN VÍFILFELL OLG.EGILL SKALLAGRÍMSSON Naln verslunar Coca cola 19 cl Coca cola 30 cl Coca cola t’/il Pilsner maltol 33 cl Appelsin Appelsin sykurlaust 25 cl 25 cl Pilsner maltöl 33 cl Appelsin 25 cl Diet Pepsi cola 1V4I Leiðbeinandi smasöluverð i Reykjavik 14 00 19 00 79-85 00 29 00 15 00 16.00 29.00 15.00 87-93.00 Jón og Stefán Borgarnesi 15 00 21.00 88 00 31 00 16.00 16.00 29.00 16.00 89.00 Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi 15 50 20.50 8500 30 50 16.50 17.50 30.50 16.50 99.00 HvammurÓlafsvik 1600 21 00 83 00 31 00 17.00 18.00 31.00 17.00 87.00 Kaupfélag Ólafsvikur 17.00 22.00 85 00 32.00 18.00 20.00 36 00 18.00 95.00 Kaupfélag V.-Barðstrendinga Patreksfiröi - 16.00 22 00 97.00 33 00 18.00 19.00 Kjöt og fiskur Patreksfirði 20.00 25.00 102.00 33.00 (250$, 25.00 Björn Guðmundsson isafirði 20.00 27 00 99.00 37.00 22.00 23.00 Jonas Magnusson isafirði 20.00 26 50 98 00 37 00 21.50 22.50 Kaupfélag isfirðinga Austurvegi. isafirði 20.00 27.00 98.00 37.00 22.00 23.00 38.00 23.00 104.00 Kaupfélag isfirðinga Hliðarvegi, isafirði 21.00 27.00 98.00 37.00 22.00 23.00 104.00 Kaupfélag isfirðinga Hnifsdal 20.00 27.00 98.00 37.00 22.00 23.00 37J0 2100 104.00 Vöruvat ísafirði 21.00 28.00 99.00 (38X)ð) 23.00 23 00 (4000) (25Á>Ö) 103 00 Bjarni Eiriksson Bolungarvik 20.00 27.00 98.00 (^ITöð) 22.00 23.00 Einar Guðfinsson Bolungarvik 20.00 27.00 98.00 37.00 22.00 23.00 Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavik 18.00 24.00 91.00 34.00 18.00 20.00 Ðlafell Sauðárkróki 20.00 25.00 94.00 35.00 20.00 20.00 30.00 79.00 Haraldur Juliusson Sauðárkróki 1800 24.00 81.00 32.00 18.00 18.00 Kaupfelag Skagfirðinga kjörbúð Sauðárkróki 18.00 23 65 87.00 32.55 18.40 19.30 29.95 16.30 91.25 Matvörubuðin Sauðárkróki 19.10 25.10 94.20 34 70 19.50 32.00 17.40 Skagfirðingabuð Sauðárkróki 18.00 24.00 87.00 33.00 19.00 19.00 30.00 17.00 92.00 Brynja Akureyri " 20.00 26.00 85.00 35.50 20.00 21.50 29.00 15.00 93.00 Garðshorn Akureyri 20.00 26.00 85.00 34.00 19.00 20.00 30.00 17.00 90.00 Hólabúðin Akureyri 20.00 25.00 96.00 34.00 29.00 15.00 89.00 KEA Byggðavegi, Akureyri 20.00 26.00 8500 35.50 20.00 21.50 29 00 15.00 93.00 KEA Hrisalundi, Akureyri 20.00 26.00 85.00 35.50 20.00 21.50 29.00 15.00 93.00 KEA Ránargötu, Akureyri 20.00 26.00 85.00 35.50 29.00 15.00 87.00 KEA Sunnuhlið, Akureyri 20.00 26.00 85.00 35.50 20.00 21.50 29.00 15.00 91.00 Matvörumarkaðurinn Akureyri 20.00 26.00 85.00 35.50 20.00 21.50 29.00 15 00 87.00 in f > 20 00 26 00 85.00 35.00 20.00 22.00 29 00 15.00 90.00 Kaupfelag N.-Þingeyinga Raufarhofn (MXÍOI (29.0Ó) 98.00 (38.00) 24.00 31.00 17.00 Kaupfelag Langnesinga Þórshöfn 22.00 28 00 95 00 (58.00) 22.00 23.00 Kaupfélag Vopnfirðinga 20.00 26.00 105 00 37.00 23.00 23.00 37.00 Artún Egilsstöðum 19.00 23.00 96 00 33.00 19.00 20.00 19.00 Kaupfelag Heraðsbua Egilsstöðum 19 80 25.60 93.85 35.70 2070 21.90 35.30 20.70 106.55 Verslunarfélag Austurlands Egilsstöðum 19.80 25.70 99 60 35.80 20.90 22.10 1700 (liroo) Kaupfélagið Fram Neskaupsstað 16 50 21.50 85.00 31.50 1750 18.50 31 50 17.50 99.00 Melabuðin Neskaupsstað 18.00 23.00 91 00 34.00 20.00 21.00 32.00 21.00 91.00 Eskikjör Eskifirði 14.10 21.00 93 35 34.60 20.50 21.50 94.20 Pöntunarfélag Eskfirðinga 17.00 22.00 95 00 35 00 20.00 22.00 20.00 Gunnar Hjaltason Reyðarfirði 18 50 2400 <y7oo) 23.00 112.00 Kaupfelag Heraðsbua Reyðarfirði 20 00 25.00 99.00 31.00 20.00 20.00 Kaupfelag A.-Skaftfellinga Hofn 20 00 26 50 97.00 36.50 21.50 2250 37.00 2350 97.00 Kaupfelag Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri 15.00 20 00 90.00 30.00 16.00 19.00 30.00 16.00 100.00 Heimaver Veslmannaeyjum 26 00 94.00 34 00 20 00 21 00 Jonsborg Veslmannaeyjum 20 00 26.00 94 00 35.00 20 00 21.00 20.00 102 00 Höfn Selfossi 1500 20 00 80 00 30.00 16 00 17 00 30.00 16 00 90 00 Kaupfelag Arnesinga Seliossi 1500 20.00 79 00 30 00 17.00 18.00 30 00 15.00 89 00 BragakjörGrindavik 15.00 20.00 83 00 30 00 18 00 18.00 34.00 16 00 90 00 Kaupfelag Suðurnesja Grindavik 15.00 20 00 80.00 30.00 1600 17.00 30.00 16.00 89.00 LÆGSTA VERÐ 14.00 19.00 79.00 29.00 15.00 16.00 29.00 15.00 79.00 HÆSTAVERÐ 24.00 29.00 112.00 38.00 25.00 27.00 40.00 25.00 127.00 MISMUNUR í PRÓSENTUM 71.4% 52.6% 41.8% 31.0% 66.7% 68.8% 37.9% 66.7% 60.8% Akureyri: Hafnarfjörður: NÝJAR VERKA- MANNAÍBÚÐIR Fyrir skömmu voru afhentar nýj- ar íbúðir í verkamannabústöðum í Hafnarfirði. Alls voru það átta íbúðir sem Fjarðarmót hf. afhenti stjórn Verkamannabústaða, fjórar tveggja herbergja, tvær þriggja herbergja og 2 fjögurra herbergja íbúðir. Það var Magnús Jóhannsson sem afhenti Þorláki Oddssyni, for- manni stjórnar Verkamannabúst- aða í Hafnarfirði lyklana að íbúð- up.um fyrir hönd Fjarðarmóts hf. Borgarbíó stækkar I desemberbyrjun verður tekinn í notkun nýr salur í Borgarbíói á Akureyri. Jafnframt verður sætum í gamla salnum snúið við, þ.a. sami sýningarklefi nýtist fyrir báða sal- ina. Um 300 rnanns rúmast í sæti í gamla salnum, en 120 í þeim nýja. Að sögn Sigurðar Arnfinnssonar umsjónarmanns Borgarbíós, er verið að leggja síðustu hönd á uppsetningu véla- og tæknibúnaðar í sýningar- klefanunt. Á næstu dögum verða. síðan settir stólar og sýningartjöld í nýja salinn, og einnig er verið að ganga frá nýjum inngangi og and- dyri. Sigurður sagði að um leið og nýi salurinn yrði tekinn í notkun. yrði þeim gamla lokað í u.þ.b. einn mánuð. Sá tírni verður notaður til lagfæringar og nýir stólar verða settir niður. HIÁ Þetta skilti verður söguleg heimild frá 1. jan. n.k. Hrófbergs- hreppur sameinaður hreppi Frá Síefáni Gíslasyni, fréttarítara Tímans á Hólmavík. Þann 24. október sl. gaf Félags- málaráðuneytið út auglýsingu um sameiningu Hólmavíkur- og Hróf- bergshreppa í Strandasýslu. Þessi sameining kemur í kjölfar nýrra sveitarstjórnalaga, en þar er kveðið á um að 50 skuli vera lágmarksíbúa- tala í sveitarfélagi. Sameining hreppanna tekur gildi 1. janúar 1987, og frá þeim tíma nefnist hið nýja sveitarfélag Hólma- víkurhreppur. Engar hreppsnefnd- arkosningar verða vegna sameining- arinnar, þar sem núverandi hrepps- nefnd Hólmavíkurhrepps tekur við stjórn nýja sveitarfélagsins. Sameining Hólmavíkur- og Hróf- bergshreppa hefur verið til umræðu í ca 3 ár, en með tilkomu nýju sveitarstjórnarlaganna komst skrið- ur á málið. Það sem heimamenn hafa helst sett fyrir sig, eru samgöng- ur innan hins nýja sveitarfélags, einkum með tilliti til daglegs skóla- aksturs úr Hrófbergshreppi til Hólmavíkur. Á þessari leið liggur vegurinn yfir svonefnd Fellabök um snarbrattar og þröngar blindhæðir. Þar er snjóþungt á vetrum, og með vaxandi sumarumferð hefur skapast þarna mikil árekstrahætta. Sl. sumar verð þarna t.d. alvarlegt umferðar- slys. I umræðum um sameininguna hafa heimamenn lagt þunga áherslu á skjótar úrbætur í þessum málum. Samkvæmt manntali 1. des. 1985 voru 428 íbúar í Hólmavíkurhreppi, en 23 í Hrófbergshreppi. íbúatala hins nýja sveitarfélags verður sam- kvæmt þessu um 450, en að sögn sveitarstjórans á Hólmavík er útlit fyrir nokkra fjölgun þar á þessu ári. íbúar Hólmavíkurhrepps hins nýja gætu því orðið um 460 eftir samein- ingu. Stefán Gíslason. ÞAKKIR Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt báru fram heillaóskir til mín á áttræðisafmælinu, færi ég innilegar þakkir og árnaðaróskir. Eysteinn Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.