Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn lllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllll Norður-Kórea: Að vera eða að vera ekki dáinn - Fréttir um dauða Kim ll-Sung leiðtoga Norður-Kóreu voru þrálátar í gær - Allt með kyrrum kjörum í Pyongyang Er Kim Il-Sung farinn á vit feðra sinna eður ei? Því var reynt að svara í gærdag en án árangurs því ckkert svar barst frá höfuðborg landsins, Pyongyang, í gær. Á niyndinni má sjá „hinn virta og elskaða leiðtoga" annars vegar og Menningarhöll alþvðu í Pyongyang hinsvegar. FRÉTTAYFÍRLIT SEOUL — Afdrif Kim ll-Sung leiðtoga Norður-Kóreu voru mönnum ráðgáta í gær eftir fréttir frá Seoul oa Tokyo um að kommúnistaleiðtoginn hefði verið myrtur eða steypt af stóli. Lee Ki-Baek varnarmálaráð- herra Suður-Kóreu sagði á þingi: „Ef dæma má af röð ábendinga frá norðri er Kim annaðhvort dauður eða að þar fer fram alvarleg valdabar- átta“. Engin staðfesting á þessum fréttum hafði borist frá Pyongyang, höfuðborg N- Kór- eu í gær, né heldurfrá Pekíng eða Moskvu. MOSKVA — Stjórnvöld I Sovétríkjunum tilkynntu um ný efnahagstakmörk á næsta ári og eru þau í samræmi við hvatningu Mikhail Gorbatsjovs Sovétleiðtoga um meiri og betri framleiðni til að gera landið samkeppnishæfara við Vestur- lönd. Þá var einnig tilkynnt að útgjöld til varnarmála yrðu ekki skorin niður til að mæta hern- aðarundirbúningi Bandaríkj- anna. BANGALORE — Tveggja daga ráðstefnu leiðtoga Suð- ur-Asfuríkja lauk í gær og voru, miklar vonir bundnar við að lausn væri í sjónmáli á þriggja ára blóðugu stríði á Sri Lanka. Hinsvegar er búist við að sam- skipti Indlands 09 Pakistans muni enn versna a næstunni. / MOSKVA — Mikhail Gorbat- sjov fer í sína fyrstu ferð sem Sovétleiðtogi til Asíuríkis í næstu viku. Ferðinni er heitið til Indlands þar sem búist er við að Gorbatsjov og stjórn Rajiv Gandhis muni enn styrkja vin- áttusambönd sín. BELFAST — Bensín- sprengju var hent inn á heimili lögreglumanns í lok ofbeldis- fullrar helgi þar sem tvær manneskjur létu lífið, 76 slösuðust og 110 voru hand- teknir. MANILA —Allsherjarverkfall á Filippseyjum náði ekki þeirri útbreioslu sem haldið var og kom það ríkisstjórn Corazonar Aquino forseta til góða. Hin- svegar mætti stjórninni enn eitt vandamálið eftir að japönskum viðskiptamanni var rænt í land- inu. Ekki var vitað um afdrif Kim Il-Sung lciðtoga Norður-Kórcu í gær eftir frcttir frá Seoul og Tokyo þess eínis að hann hefði veriö myrtur eða að honum hefði verið steypt af stóli. Lee Ki-Back varnarmálaráðherra Suður-Kóreu sagði á þingi í gær: „Af röð ábendinga frá norðri má ætla að Kim sé annaðhvort dauður eða að alvarleg valdabarátta eigi sér stað.“ Fréttir um dauða Kims komu fyrst frá ráðuneyti Lees sem sagði að tilkynnt hefði verið um dauða lcið- toga Norður-Kóreu í hátölurum Norður- Kóreuhers við landamæri Suöur-Kóreu en-þar hafa bæði ríkin mikinn vígbúnað. Japanska lréttastofan Kyodo skýrði í frétt frá Hanoi aö Kim væri látinn og voru „árciðanlegar heim- ildir" innan víetnömsku stjórnarinn- ar hafðar fyrir fréttinni. Hinsvegar hélt fréttamaður þessarar sömu fréttastofu, búsettur í Pekíng, hinu gagnstæða fram. Engar vísbendingar komu fram í fréttum frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, sem staðfcstu fréttir um dauða Kims og í erlendu yfirliti ríkisútvarpsins þar í landi var ckkert minnst á að fjölmiðlar heims væru uppteknir af þcssum orðrómi. Ekki var heldur viðurkennt að Kim væri látinn í Moskvu né Pekíng. Þótt stjórnvöldum í Suður-Köreu líki ckki við Kim ll-Sung óttast þau þó að dauði hins 74 ára gamla leiðtoga nágrannaríkisins muni stofna jafnvæginu í samskiptum ríkj- anna í hættu og hafa þau aukið herstyrk sinn við landamærin mjög að undanförnu cftir að hafa ítrckað varað viö innrás frá norðri. í fréttum frá Tokyo var Kim sagöur hafa verið drepinn í byltingu sem leidd var af O Kuk-Ryol yfir- manni hersins scm talinn er hliðholl- ur stjórninni í Kína. Áttu morð- ingjarnir að hafa flúið til Pekíng í öruggt skjól. Kínversk stjórnvöld neituðu hinsvegar þessum fréttum í gær og sögðu þær lygar einar. Vitað er að öfl innan hins volduga hcrs Norður-Kóreu eru á móti því að Kim Jong-II, sonur leiðtogans mikla, taki viö af föður sínum og komið verði því á einskonar ættar- veldi í þessu kommúníska landi. Allt var með kyrrum kjörum í Jose Sarney forseti Brasilíu hélt fund með hclstu ráðherrum sínum um breytingar á efnahagsáætlun stjórnarinnar sem og önnur stefnum- ál eftir stórsigur ríkisstjórnarinnar í kosningunum síðastliðinn laugar- dag. Samkvæmt bráðabirgðatölum vann núverandi samsteypustjórn undir stjórn Sarneys öll fylkisstjór- aembættin í fylkjunum 23 í kosning- unum á laugardag og er þetta því að öllum líkindum mesti kosningasigur í brasilískri stjórnmálasögu. Stærsti stjórnarflokkurinn, Lýð- ræðishreyfingin, fékk einnig algjör- an meirihluta í kosningum til öld- höfuðborginni Pyongyang í gær að sögn vestrænna stjórnarerindreka og taka verður fram að cngar staðfestar fréttir bárust í gærdag um dauða ungadeildar og fulltrúadeildar. Embættismenn sögðu forsetann hafa rætt við Dilson Funaro fjármálaráðherra, Joao Sayad skipu- lagsmálaráðhcrra og fleiri háttsetta ráðamenn og hefðu þeir íhugað leiðir til breytinga á efnahagsáætlun stjórnarinnar scm miðar að því að lækka verðbólgu. Hin svoncfnda Cruzadoáætlun gekk í gildi í febrúar á þessu ári og hefur tekist að ná verðbólgu frá 200% niður á miklu lægra stig. Verðhækkarnir voru t.d. aðeins um 10% á tímabilinu milli mars og október. Áætlunin gaf Brasilíumönnum Kim Il-Sung, hins „virta og elskaða leiðtoga" sem ríkir í landi þar sem ein sérstæðasta persónudýrkun síð- ari tíma fer fram. nýjan gjaldmiðil, Cruzado, og opin- berlega hefur verðlag verið „fryst". Framkvæmd þessarar áætlunar var mikill pólitískur sigur fyrir Sarney og stjórn hans og koma því úrslitin í kosningunum ekki svo mjög á óvart. Hinsvegar hefur minnkandi verð- bólga kostað sitt, t.d. vöruskort, og það er því mikilvægt fyrir stjórn Sarney að aðlaga Cruzadoáætlunina að nýjum aðstæðum. Pótt ekki sé búið að telja nærri öll atkvæðin i kosningunum á laugardag virðist allt benda til að þjóðin hafi gefið Sarney forseta og stjórn hans fullt vald til slíkra breytinga og áframhaldandi stjórnar. Brasilía: Stórsigur Sarney og stjórnar hans - Forsetinn þegar sestur á rökstóla um breytingar á Cruzadoáætluninni Krasilía - Keuter Danmörk: Bensín- stöðva- skemmdir Kaupmannahöfn-Keuter Baráttusamtök gegn aðskiln- aðarstefnu Suður-Afríkustjórnar viðurkenndu í gær að hafa staðið á bak við skemmdarverkin sem unnin voru á 21 bensínstöð Shell fyrirtækisins í Danmörku í fyrri- nótt. Hópurinn sagðist vcra að mótmæla viðskiptum Shell fyrir- tækisins við Suður-Afríku. Talsmaður olíufyrirtækisins sagði glugga hafa verið brotna og eldsneytisslöngur eyðilagðar auk þess sem sykri hefði verið hellt í bensíntanka og sýru inn í bygg- ingarnar. Lögregla sagði fimm manns hafa verið handtekna. Danska fréttaþjónustan Rit- zaus sagði hóp er kallar sig „Sam- eining-Steve Biko“ hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Fréttastofan hafði eftir hópnum að Shell hefði mikil viðskiptaleg tengsl við Suður-Afríku. Steve Biko, einn af leiðtogum svartra baráttumanna gegn að- skilnaðarstefnu S-Afríkustjórn- ar, lést í varðhaldi í heimalandi sínu í september árið 1977. Talsmaður danska Shellfyrir- tækisins sagði það ekki hafa nein bein samskipti við Suður-Afríku. ÚTLÖND Líbanon: ísraelsk loftárás - Sú fimmtánda á þessu ári Tel Avlv-Reuter ísraelskar herþyrlur gerðu árás á skæruliðabúðir Palestínuaraba rétt utan við líbönsku hafnarborgina Sí- don í gær. Þetta var önnur loftárás ísraelsmanna á þetta svæði á tveimur dögum. 1 tilkynningu frá herráði fsraels voru liðsmenn Þjóðfylkingar fyrir frelsun Palestínu sagðir hafa bæki- stöðvar sínar á þessum stað, sem er í grennd við Ain Al-Hilweh flótta- mannabúðirnar. Loftárásirnar tvær fylgja í kjölfar dauða gyðingastúdents í Jerúsalem en hann var stunginn til bana á laugardaginn í gamla borgarhlutan- um. Árásin í gær var fimmtánda loft- árás ísraelsmanna í Líbanon á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.