Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. nóvember 1986 iTíminn 13 MINNING lílií'lillil llllllllllll Feðgaminning Sigmar Jónsson Fæddur 18. janúar 1943 Dáinn 18. september 1986 Jón Sumarliðason Fæddur 21. september 1915 Dáinn 27. október 1986 „Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt“ (H.P.) Pað hefur orðið skjótt högga á milli hjá Sigurlaugu systur minni. Réttum mánuði eftir að sonur henn- ar Sigmar var borinn til grafar, varð maður hennar Jón Sumarliðason bráðkvaddur á heimili þeirra. Einn dagur hafði liðið á milli frá því þau héldu upp á 45 ára hjúskaparafmæli sitt. En þá brá ský fyrir sólu. Sigmar hafði barist stuttri en harðri baráttu við hinn ógnvænlega sjúkdóm uns yfir lauk. Fram til síðustu stundar var hin ástkæra eiginkona hans Sigr- ún Kristófersdóttir hjá honum og veitti af kærleika sínum og ástúð, svo sem í hennar valdi stóð, þó hann væri á sjúkrahúsi í Reykjavík, en heimili þeirra var á Blönduósi. Það sagði mér maður er heimsótti Sigmar og hafði bæn við sjúkrabeð hans, að mikill friður og ró hefði hvílt yfir honum, svo auðséð var að hann átti - frið Guðs í sálu sinni, og var hann þakklátur fyrir þessa heimsókn. Það eru aðrir búnir að skrifa um báða þessa menn, svo ég mun skrifa meir til þeirra, sem sárast sakna horfinna vina. Biblían orð Guðs (2 Tím 3:16) kemur inn á öll svið mannlegs lífs m.a. sorg og gleði, og veitir huggun og frið. Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt 11:28). Þegar Job var lengst niðri í sorg og neyð sagði hann: „Drottinn gaf, og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins" (Job 1:21). Davíð konungur sagði: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta... Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast égekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig“ (Sálm 23). „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum" (Sálm 46:2). Þannig mætti lengi halda áfram með huggunarorð frá Guði til þeirra sem vilja tileinka sér fyrirheiti hans, sem aldrei munu urjdir lok líða (Matt 24:35). I hvert skipti, sem ég horfi á eftir kærum vini í hinsta sinni, kemur sú hugsun til mín, hver verður næst. Kannski ég. Þá minnist ég hinna sígildu orða Hallgríms Péturssonar. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Pó heilsa og lífmér hafni, hræðist ég daudann ei. Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt. í Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll þegar þú vilt. Það er þessi trú, sem veitir kraft og huggun út yfir gröf og dauða. Jesús sagði líka við lærisveina sína, þá sem trúðu á hann. „Ég lifi og þér munuð lifa“ og í skilnaðarræðu sinni talar hann mikið um þetta (Jóh. 17 kap). Élskuðu vinir, Sigurlaug og Sigrún, börn og systkini. Við hjónin vottum ykkur innilcgustu samúð okkar, og biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja. Ó. þá náð að eiga Jesú, einkavin í hverrí þraut. Ó, þá heill að halla mega, höfði sínu í Drottins skaut. (M.J.) Sigfús B. Valdimarsson. Sigmar Jónsson Jón Sumarliðason llllllllllllllllllllllllllll PLÖTUR SöngvarSelmu Kaldalóns Selma Kaldalóns, dóttir Sigvalda, fæddist 1919 vestur við ísafjarðar- djúp og ólst upp á heimili þar sem tómstundir, og raunar lífið sjálft, snerust um söng og tónlist. Ekki ætluðu forlögin henni samt að helga sig tónlistinni, því árið 1944 giftist hún Jóni Gunnlaugssyni læknanema er varð héraðslæknir á Reykhólum og síðar læknir á Selfossi og í Reykjavík; þau eignuðust 9 börn og ólu upp 10. Þrátt fyrir annasama ævi var tónlistin ævinlega fylginautur Selmu og náðargjöf. Hún spilaði á píanó og samdi sjálf lög þótt ekki færi hátt utan fjölskyldu- og vina- hóps, þar til árið 1980 er Fálkinn gaf út hljómplötu með tólf sönglögum Selmu á annarri hlið og tíu eftir Sigvalda á hinni. Þremur árum síðar gaf hún út nótnahefti með 27 söng- lögum. Nýlega kom svo út hljómplata með 24 sönglögum hennar, sem fimm þjóðkunnir einsöngvarar flytja við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar og Ólafs Vignis Albertssonar. Útgefendur eru Jón Gunnlaugsson og afkomendur þeirra hjóna. Platan er helguð minningu Selmu, en hún lést af slysförum fyrir tveimur árum. Bókaútgáfan Örn og Örlygur annast dreifingu plötunnar. Sönglög Sigvalda Kaldalóns og annarra tónskálda hans kynslóðar voru hluti af þeirri þjóðfélagsbylt- ingu sem þá var að eiga sér stað - hluti af nýju íslandi. Síðan breyttist allt: glymskrattinn og útvarpið komu til sögunnar, og seinna kom liernám- ið og ennþá nýtt ísland, sem engan hafði getað órað fyrir. Selma Kalda- löns er af eins konar millibils- kynslóð: sönglög hennar liggja að vissu leyti milli Sigvalda Kaldalóns og Sigfúsar Halldórssonar, ofurlítið dægurlagakennd með köflum en allt- af falleg og náttúrleg. Flest kvæðin á hinni nýju plötu eru eftir mann hennar, Jón Gunnlaugsson, þrjú eru eftir Stefán frá Hvítadal, tvö eftir Ingólf frá Prestbakka, tvö eftir Jón frá Ljárskógum og eitt eftir ýmsa - Jóhannes úr Kötlum, Sigurð Norland, Oddnýju Kristjánsdóttur, Hannes Pétursson, Guðmund Guðmundsson, Krístin Reyr, Kristj- án frá Djúpalæk - tónskáldin, allt frá Schubert til samtímamanna, hafa lagt mikið til að gera misgóðar afurðir skáldanna ódauðlegar. Hringhenda Sr. Sigurðar Norland er skemmtileg, en hann gerði talsvert af því að yrkja á ensku undir íslensk- um bragarháttum: She is fine as morn in May, mild, divine and clever. As a sliining summerday, she is mine forever. Eins og áður sagði syngja 5 þjóð- kunnir listamenn á plötunni, þau Kristinn Sigmundsson, Elísabet F. Eiríksdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Júlíus Vffill Ingvarsson og Guðrún Tómasdóttir. Vel er til plötunnar vandað tæknilega, hún er að öllu unnin hér heima með „stafrænni tækni“ (digital). Aðstandendur plötunnar hefðu ekki getað minnst Selmu Kaldalóns með betra hætti jafnframt því sem söngvinum bætast 24 lög til að hlusta á. Sig.St. OÍUls llllllllllllllllllllllllllll VIÐSKIPTALÍFIÐ Um form lána á evródollara-markaði A lánum á evrodollara-markaði cru margs konar forrn. Frá helstu formum þeirra er sagt í grein í Econoniist 23. ágúst 1986. og verður þeirra hér lauslega getið. Eurobonds. Útboö skuldabréfa ríkja. ríkisstofnana. auðhringa og stórra fyrirtækja, hefur frá 1963 a.m.k. vcrið einn stærsti liður við- skipta á markaðnum. Það ár var í Bandaríkjunum settur svonefndur vaxtajöfnunarskattur á útboð verðbréfa útlendinga. Til rúnis ruddi sér form, sem fyrst var liaft á útboði skuldabréfa fyrir Autostrade, (scm rekur þjóðvegina í Ítalíu). Verð- bréfin voru til fimm ára og voru (greidd mcð fimm jöfnum afborgun- um?), en báru öll árin jafn háa vexti. 5'/5% af nafnverði. Fyrsta kastið seldust evró-verðbréf hvað bcst á Niðurlöndum og í Sviss. en þeim urðu fljótlega flestir vegir færir. EuroCD. í stað þess að færa stórar innstæður til tiltckins tíma inn á tékka- eða sparireikning fóru bankar, við móttöku þeirra, að gefa út kvittanir, öllu heldur skírteini. scm viðtakandi gat geymt til gjald- daga eða selt öðrum. Á þessum innstæðuskírteinum er nllmikil um- setning. FRN, i.e. floating rate note. Með þessum verðbréfum og venjulegum evró-verðbréfum skilur, að FRN- bréf bcra brcytilega vexti, oft mið- aða við vexti á lánum banka á milli í London að viðbættu W'/u, (þ.c. LIBOR. London Interbank Offered Rate að viðlögðu '/:%). Bankar hafa ýmist keypt þessi bréf eða gefið þau út sjálfir. Syndicated loans. Um útboð lána, (þ.e. sölu á nýútgefnum skuldabréf- um lántakenda), liafa bankaroft haft með sér samlag (eða félag), einkum frá árum Víetnam-stríðsins. Lántak- endur eru þá oftast ríki, ríkisstofn- anir. auðhringar eða önnur stór fyrirtæki. Þessi samlög banka kaupa i fyrstu öll hin útgefnu verðbréf og baktryggja. Fé til kaupanna taka þeir oftast að láni á peningamörkuð- um og þá til skamms, jafnvel ör- skamms tíma. Síðar kunna samlags- bankarnir að selja þau öðrum. Bouglit deals. Frá myndun þcss- ara lauslegu samlaga cða félaga banka (syndicates) um útboð verðbréfa hvarf Credit Suisse First Boston (CSFB) 1980. í stað þess baktryggði hann cinn og keypti ný verðbréf upp á $ 150 milljónir af Export Development Corporation of Canada. Þótt CSBF tapaöi á þeim kaupum, fetuðu aðrir bankar fljót- lega í þessi fótspor hans. Fastir vextir eru á vcrðbréfum keyptum þannig í einu lagi. Hefur þcssi háttur útboðs skuldabréfa notið vinsælda á meðal stærstu banka og einnig á meðal stórra lántakcnda. Hafa lán- takendur stofnað til uppboöa, com- petitive bids, á nýjum vcrðbréfum sínum. Um helmingur útboða vcrð- bréfa á cvródollara-markaði mun nú vera að þessum hætti. Subparticipation. Stórir bankar selja stundum smærri bönkum að hluta lán sín til miðiungi langs tíma, oft aðeins eitt eða tvör ár. Hinir síðarefndu veita yfirlcitt ckki lán til langs tíma, en gcta með þessu rnóti tckið þau til sín um skamman tíma. Hins vegar fá hinir fyrrnefndu þann- ig tækifæri til að hagræða „jánaeign" sinni. Note Issuance Facility (NIF). Fyr- ir milligöngu banka og baktryggingu gcfa lántakcndur stundum út skuldaviðurkcnningar cða skírtcini, að jafnaði til 3 eða 6 mánaöa. Skírteinin eru seld á peningamark- aði, cn þau þeirra, sem ekki scljast, kaupir bankinn. sem baktryggði þau. Sakir þess að skulda-skírtcini þessi eru til skamms tíma, bera þau lága vexti. Ef sala þeirra gcngur vel, eru þau mcðöðrum orðum ódýr lán. Eurocoinmercial papcr. Sakir þess hvc ofannetndum skulda-skír- teinum var vcl tekiö. sáu mjög stór fyrirtæki sér þann leik á boröi að sneiða framhjá baktryggingu banka og milligöngu og setja skírteinin sjálf á markaö. Og spöruðu þau sér þannig banka-kostnaö. Meðal stórra fyrirtækja, sem á eigin spýtur hafa gefið út og gefa slík óbaktryggð skulda-skírteini eru Volvo, General Motors og BP. Fyrirmynd að skír- teinum þcssum var sótt til Banda- ríkjanna. Þarlcndis ijema slík úti- standandi skírtcini nú um $ 30(1 mill- jörðum. Swaps market. Bankar fóru 1982 að „býtta" á útistandandi lánum sínum. Þau höfðu þeir ol'l veitt til annarra landa. Viö verðmat þeirra þurfti bannig að taka tillit til verð- andi gcngisskráningar og væntan- legra breytinga á henni á næstu árum. Með þessu móti hagræða bankar „lánaeign" sinni. Hala þessi lánaskipti færst mjög í vöxt. Þá skipta bankar við fyrirtæki á verð- bréfum mcð föstum vöxtum, (jafn- vel út gcfnum bcinlínis í því skyni), og öðrunt nteö brcytilegum vöxtum. Skipti þessi nema nú á cvródollara- markaði um $ 100 milljörðum á ári. Euro-cquity market. í ár. 1986. hófust ciginlcg viðskipti með hluta- bréf á evródollara-markaði. Risastór fyrirtæki, svo sem KLM og Elcctro- lux, voru hvað fyrst til að bjóða hlutabréf sín á honum. Allmikið hefur þó verið um útboð hlutabréfa. að jafnaði á vegum samlága banka. Enn cr þó um að ræða „primary market", að miklu lcyti, því að hlutabréf ganga yfirleitt kaupum og sölum í cigin landi. þótt hlutabréf hinna alstærstu eigi þegar alþjóðleg- an markað. Öll þessi forn lán lúta að „globalis- ation" kauphallar-viðskipta cða með öðrurn orðum að útfærslu þeirra til allra hclstu viðskiptaborga heims í senn. Skráning verðbréfa er þannig orðin samþætt skráningu gcngis gjaldmiðla. Fáfnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.