Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. nóvember 1986 10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Arsenal á toppinn - Sigurður Jónsson stóð sig vel gegn Liverpool Frá (>u()iiiundi Fr. Jónussyni fréttaritara l'ímans í Limdúnuin: Leikur Liverpool og SheiTield We- dnesday á sunnudag var hraður og stórskemmtilegur. Honum lauk með sanngjörnu jafntefli. Sigurður Jónsson spilaði allan leikinn og stóð sig mjög vel. Strax á 2. mín. átti hann þrumuskot rétt utan vítateigs en hátt yfir rnarkið. Steve McMahon Liverpool var óheppinn að skora ekki stuttu seinna, boltinn strauk stöngina. Bri- an Marwood Sheffield Wed. komst síðan einn innlyrir vörn Liverpool eftir stungusendingu en Grobbclaar bjargaði vel með góðu úthlaupi. Á 41. mín. komst Garry Gillespie í dauðafæri en skaut boltanum yfir tómt mark Sheffield Wed. Mínútu síðar vann Siguröur boltann af McMahon út við endalínu og gaf fyrir en Grobbelaar náði að verja meistaralega skalla frá Paul Hart. Staðan í leikhlci var 0-0. Á 55. mín. komst lan Rush einn innfyrir vörn Sheffield Wed. en á klaufalegan hátt missti hann boltann frá sér. Þremur mínútum síðar vann Sigurður tækl- ingu á móti McMahon á miðjum vellinum, sendi boltann upp hægri. kantinn á Brian Marwood sem gaf fyrir. Þar var Lee Chapman á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Hálfri mínútu síðar komst Livcrpool í sókn, Jim Beglin gaf fyrir, lan Rush fékk boltann af varnarmanni og skoraði auðveldlega. Stuttu síðar átti Sigurður skot rétt yfir en síðustu mínútunum sótti Liverpool mun mcira, m.a. fékk Alan Hansen dauðafæri sem ekki nýttist. Arsenal komst á toppinn í fyrsta skipti í 2 ár með góðum útisigri á Urslit 1. deild: Aston Villa-Chelsea............... 0-0 Leicester-Everton ................ 0-2 Luton-Notth. Forest............... 4-2 Man. City-Charlton................ 2-1 Newcastle-Watford ................. 2-2 Norwich-Man. United............... 0-0 Queen's Park-Oxford............... 1-1 Southamton-Arsenal................. 0-4 Tottenham-Coventry................. 1-0 Wimbleton-West Ham................ 0-1 Liverpool-Sheffield Wed........... 1-1 2. deUd: Bansley-Derby..................... 0-1 Blackburn.-Hull ................... 0-2 Bradford-Huddersfield ............. 4-3 Crystal Palace-Ipswich............. 3-3 Grimsby-Sunderland................ 1-1 Leeds-Oldham ...................... 0-2 MiUwall-Birmingham................. 0-2 Plymouth-West Bromwich............ 1-0 Reading-Brighton ................. 2-1 Sheffield Utd.-Stoko ............. 3-1 Shrewsbury-Porstmouth............. 1-0 Skoska úrvalsdeildin: Celtic-Dundee Utd................. 1-0 Clydebank-Rangers................. 1-4 Dundee-Motherwell................. 1-1 Hamilton-Falkirk.................. 1-2 Hearts-Aberdeen................... 2-1 St. Mirren-Hibernian.............. 3-1 Bikarkeppnin (FA Cup): 1. umferð: Aldreshot-Torquay................. 1-0 Bath-Aylesbury ................... 3-2 Bishop's Stortford-Colchester .... 1-1 Bournemouth-Fareham............... 7-2 Brystol City-Rugby................ 3-1 Bromsgrove-Newport ............... 0-1 Caemafron-Stockport............... 1-0 Chester-Rotherham................. 1-1 Chorley-Wolverhampton ............ 1-1 Darlington-Mansfield.............. 2-1 Dartford-Enfield.................. 1-1 Exeter-Cambridge Unitet........... 1-1 Farnborough-Swindon ............... 0-4 Frickley-Altrincham................ 0-0 Halifax-Bolton ................... 1-1 Hereford-Fulham.................... 3-3 Kettering-Gillingham.............. 0-3 Middlesborough-Blackpool........... 3-0 Notts County-Carlisle............. 1-1 Northampton-Peterborough........... 3-0 Nuneaton-Rochdale................. 0-3 Port Vale-Stafford................ 1-0 Preston-Bury . . ................. 5-1 Runcorn-Boston.................... 1-1 Scunthorpe-Southport.............. 2-0 Slough-Bognor..................... 1-1 Southend-Halesowen ............... 4-1 Spennymoor-Tranmere............... 2-3 Teleford-Burnley.................. 3-0 Ton Pentre-Cardiff ............... 1-4 Walsall-Chesterfield.............. 2-0 Wealdstone-Swansea ............... 1-1 Welling-Maidstone ................ 1-1 Whitby-Doncaster................... 2-2 Wigan-Lincoln..................... 3-1 Woking-Chelmsford ................ 0-0 Woodford-Orient .................. 0-1 Wrexham-Hartlepool................ 2-1 . York-Crewe........................ 3-1 Southampton. John Lukic þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum í marki Arsenal í fyrri hálfleik og varði m.a. víti í seinni hálfleik. Leikmenn Southampton björguðu einu sinni á línu. Á 50. mín skellti Tim Flowers markmaður Southampton Perry Groves og víti dæmt. Flowers meiddist, í markið fór Colin Clarke og úr vítinu skoraði Martin Hayes. Viv Anderson skoraði mcð skalla á 62. mín.. Niall Ouinn bætti við öðru skallamarki stuttu scinna og4. mark- ið gerði Perry Groves. Neville Southall markvörður skora en é}> er ánægður með baráttuviljann, |>etta er allt að konia hjá okkur‘*. I.eikmenn Oxford sundurspiluðu oft á tíðum Queens I*ark hefðu átt að vinna stóran sigur. I*eir náðu forystunni á 33. mín með marki Ray lloughtons en á síðustu mínútu leiksins jafnaði Jolin Kryne fyrir QI*R. Tottenham sijjraði Coventry 1-0. Chris llu)>hton varð að yfírgcfa völlinn eftir aðeins 2 mín., gömul mciösl tóku sig upp. Clivc Allen tryggöi Tottenham sigurinn á 22. mín. með fallcgu inarki eftir sendingu frá I*aul Allen. Ray Clemens markvörður Tottenliani ncflirotnaði og fékk heilahristing í leiknuni. West Ham hefur staðið sig mjög vel á útivelli, ckki tapaö leik. Peir hafa lcikiö K útilciki, nú síðast gcgn VVimhlcdon. Tony Cottee skoraði sigurmark West Ham á 48. mín. eftir horn- spyrnu. Sigurður Jónsson lék vel í liði Sheffield Wednesday á s.unnudaginn Everlon hafði nóg að gera í byrjun lciksins gcgn Lciccstcr en á 25. mín gaf Kevin Sheedic góðan bolta fyrir markið og þar kom Adrian Heath á flcygiferð og skallaði hann í netið. Eftir það jafnaðist leikurinn og Kev- in Shecdy skoraöi síðan annað mark á 67. mín. með góðu skoti í bláhorn- ið. Eftir aðeins 16 mín. í leik Luton og Nottingham Forest var staðan orðin 3-0 Luton í hag. Mörkin gerðu Mark Stein 2 og Stevc Fostcr 1. Allt gckk upp hjá Luton. Ian Bowyer náði að minnka muninn en Brian Stein skoraði fallegasta mark leiks- ins stuttu síðar eftir sendingu frá Mark bróður sínum, snúningsbolti beint í skeytin. Gary Birtles náði síðan að minnka muninn á 80. mín. Paul Moulden kom Man. City yfir gegn Charlton á 65. mín., hans 5. mark í 3 lcikjum en Mark Stuart náði að jafna af stuttu færi á 75. mín. Slæm mistök markmanns Charlton kostuðu þá sigurinn cr hann missti boltann klaufalega frá sér á 77. mín. og Paul Simpson renndi honum í tómt markið. Kenny Jackett kom Watford yfir á 71. mín. gegn Newcastle með marki úr víti. John Anderson náöi að jafna á 28. mín cn 2 mín seinna kom Luther Blissett Watford aftur yfir með skoti af 20 m færi. Tvcimur mínútum fyrir leikslok fiskaði Peter Beardsley vítaspyrnu og úr henni skoraði Neil McDonald örugglega. Sanngjarnt jafntefli. Brian Gunn hjar^aði Nurwich frá tapi fyrir Manchester United með {•læsilegri markvörslu allan lcikinn. Tveir leikmenn Norwich þurftu að yfírgefa völlinn í fyrri hálflcik vcj>na meiðsla, lan Culverhouse og Dave Iludson. Finum fíeiri mest allan leikinn tókst Manchcstcr United ekki að skora en stuttu fyrir lcikslok munaði litlu að Norwich naði forystunni, Wayne Biggins átti skalla í slá. Fftir leikinn sagði Alex Ferguson framkvæmdastjóri Manchester United: „Fg er vissulega svckktur aö. við skyldum ekki ná að Staðan 1. deild: Liverpool .... 15 8 3 4 34-20 27 Notth. Forest .. .. .... 15 8 2 5 32-20 26 Luton .... 15 7 5 3 18-11 26 West Ham .... 15 7 5 3 25-22 26 Norwich .... 15 7 5 3 23-21 26 Everton .... 15 7 4 4 24-17 25 Coventry . ... 15 6 5 4 14-11 23 Sheffield Wed. . . . .... 15 5 7 3 29-23 22 Tottenham .... 15 6 4 5 15-14 22 Oxford . ... 15 5 6 4 15-22 21 Watford . ... 15 5 4 6 25-21 19 Wimbledon . ... 15 6 1 8 16-19 19 Queen's Park .. .. . ... 15 5 3 7 15-19 18 Southampton . . . . . ... 15 5 2 8 27-34 17 Charlton .... 15 5 2 8 17-25 17 Aston Villa .... 15 5 2 8 20-31 17 Leicester .... 15 4 4 7 17-22 16 Man. City 6 15-17 15 Chelsea .... 15 3 6 6 16-25 15 Man. United . ... 15 3 5 7 16-18 14 Newcastle .... 15 2 5 8 12-25 11 2. deild: Oldham . ... 15 9 4 2 25-13 31 Portsmouth ... 15 8 5 2 18- 9 29 Plymouth . ... 15 7 6 2 24-17 27 Derby . ... 15 8 3 4 19-15 27 Sheffield Utd .... 15 6 6 3 21-16 24 Leeds .... 15 7 3 5 19-14 24 West Bromwich .. . ... 15 7 3 5 20-16 24 Ipswich . ... 15 6 5 4 25-21 23 Grimsby . ... 14 5 6 3 15-13 21 Sunderland . ... 15 5 6 4 20-21 21 Hull . ... 15 6 2 7 15-22 20 Reading .... 15 5 4 6 25-22 19 Crystal Palace . . . .... 15 6 1 8 20-29 19 Bradford . ... 14 5 3 6 21-22 18 Millwall . ... 15 5 2 8 17-18 17 Birmingham .... 15 4 5 6 21-23 17 Brighton . ... 15 4 5 6 15-17 17 Shrowsbury . ... 15 5 2 8 14-19 17 Huddersfield .... 15 4 3 8 17-25 15 Stoke 9 13-19 14 Barnsley . ... 15 2 6 7 11-17 12 Blackburn . ... 13 3 2 8 13-20 11 Skoska urvalsdeildin: Celtic 1 39- 9 29 Dundee Utd . 18 10 5 3 30-15 25 Hearts . . 18 9 6 3 24-13 24 Rangers . 17 10 3 4 30-12 23 Dundee . . 18 9 3 6 23-16 21 Aberdeen . . 17 7 6 4 26-16 20 St. Mirren . . 18 6 6 6 16-16 18 Motherwell . . 18 3 8 7 17-28 14 Falkirk . . 18 4 5 9 15-25 13 Hibernian . . 18 4 5 9 18-37 13 Clydebank .18 4 2 12 12-35 10 Hamilton . . 17 0 2 lb 10-38 2 Bikarkeppnin í sundi: ÍAogUMFN i l.deild Skagámenn sigruðu í 2. deild- inni í sundi sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar uin helg- ina. Skagamenn hlutu 181 stig. UMFN varð í 2. sæti með 180 stig. Þessi félög keppa í 1. deild að ári. í 3. sæti varð Óðinn Akureyri með 94 stig, Sunddeild Ármanns í 4. meðS2 stig, UMSB, Borgfirðingar í 5. með 44 stig og UBK, Breiðablik í6. með20stig. Tvö neðstu liðin falla niður í 3. dcild. Eitt íslandsmct var sett á mót- inu, Ragnheiður Runólfsdóttir synti 200 m baksund á 2:26,50 mín. en gamla metið sem hún átti sjálf var 2:27,93 mín., sett í apríl. Þriðjudagur 18. nóvember 1986 Tíminn 11 NM í badminton: Kjeldsen vann Frost - Kristín Magnúsdóttir komst í undanúrsiit ■ Einar Ólafsson skorar eina af körfum Valsmanna í leiknum gegn Frant, Guðbrandur Lárusson til varnar l ímamynd Sverrir Léttur sigur Þórsara - Breiðablik vann Tindastól fyrir norðan „Þetta var ekki átakamikill leikur, mótspyrna Breiðabliks var lítil og því ekki mikið að marka þetta hjá okkur en samt áttum við ágæta kafla í þessum leik,“ sagði Eiríkur Sig- urðsson Þórsari eftir að Þór hafði unnið Breiðablik 90-55 í 1. deildinni í körfubolta á Akureyri um helgina. Eins og gefur að skilja á lokatölun- um var ekki mikil spenna í þessum leik, spurningin aðallega hvort Þór næði að skora 100 stig. Það tókst liðinu ekki vegna lélegs kafla í lokin. Það var aðeins rétt framanaf sem Breiðablik hélt í við Þór en eftir að Þór skoraði 18 stig í röð í fyrri hálfleik voru úrslitin ráðin og staðan í leikhléi var 54-25. Þórsliðið var jafnt í þessum leik, ívar Webster var stigahæstur með 19 stig en Konráð Óskarsson og Jóhann Sigurðsson voru með 17 stig hvor. Hjá Breiðablik var Kristján Rafns- son langbestur og hann var einnig stigahæstur, skoraði 19 stig. Breiðablik vann óvæntan sigur á Tindastóli á Sauðárkróki á föstu- dagskvöldið, 81-76. Þeir höfðu yfir í hálfleik 40-36 og þrátt fyrir að leikur- inn væri í jafnvægi lengi vel í síðari hálfleik unnu þeir nokkuð örugglega á lokakaflanum. Óvænt úrslit eftir sigur Tindastóls á Grindvíkingum í síðasta leik liðsins. Kristján Rafns- son var langbestur Blikanna í leikn- um og skoraði 32 stig en stigahæstir hjá Tindastóli voru Eyjólfur Sverris- son með 34 stig og Kári Marísson með 16 stig. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Yfirburðasigur Vals Valsmenn höfðu yfírburði á öllum sviðum körfuknattleiksins er þeir sigruðu Framara í íþróttahúsi Selja- skóla á sunnudagskvöldið. Leikar fóru 82-54, miklir yfirburðir sem gefa rétta mynd af gangi leiksins. Valsmenn undir stjórn Banda- ríkjamannsins Jon West spila afar skemmtilegan körfubolta. Hraði er í aðalhlutverki, jafnt í vörn sem sókn, ogþessi hraði setti Framara gjörsam- lega út af laginu í umræddum leik. Leikmenn Vals stálu boltanum hvað eftir annað úr höndum Framara og skoruðu grimmt. Staðan í hálfleik var 41-26. Samvinna Valsmanna var til fyrir- myndar. Þeir breyttu um varnar- kerfi, keyrðu upp í sóknir og höguðu sér á allan máta sem gott körfuknatt- leikslið. Þetta verður ekki sagt um Fram- ara. Þeirra styrkasta stoð, Þorvaldur Geirsson var í strangri gæslu og nokkuð lengi að komast í gang og ráðleysi þeirra gegn fljótum Völsur- um var á stundum pínlegt á að horfa. Ómar Þráinsson hélt stigaskoruninni uppi í fyrri hálfleik, skoraði m.a. þrjár þriggja stiga körfur en aðrir hafa oftast ef ekki ávalit leikið betur. Allir leikmenn Vals léku með í þessum leik og varalið þeirra lék reyndar nær allar síðustu tíu mínút- urnar og jók þá heldur muninn en hitt. Einar Ólafsson, Sturla Örlyg- son, Torfi Magnússon og Páll Arnar stóðu sig allir með prýði og hinir fylgdu skammt á eftir. Kristbjörn Albertsson og Sigurður Valgeirsson dæmdu leikinn ágæt- lega, túlkun þeirra á reglunum nokk- uð frjálsleg sem gaf áhorfendum hraðan og lítt truflaðan körfuknatt- leik. ■ Guðmundur Guðmundsson var í banastuði í Evrópuleiknum gegn St. Ottmar á sunnudagskvöldið og skoraði 10 mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu cftir hraðaupphlaup, svissnesku varnarmennirnir víðsfjarri. Tímamynd Svenir Guðmundur skora Guðmundur Guðmundsson átti stórleik og Kristján Sigmundsson varði einnig mjög vel þegar Víkingar sigruðu svissneska liðið St. Ottmar með 5 marka mun, 22-17 í 2. umferð Evrópukeppninnar í handknattleik í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins og voru yfir allan tímann, Svisslendingarnir jöfnuðu aðeins 1-1, 2-2 og 3-3 en eftir það var tæplega vafi á hvort liðið sigraði. Munurinn fór þrisvar í 6 mörk og hefði 6-7 marka sigur verið alveg raunhæfur miðað við gang leiksins. Víkingar skoruðu talsvert úr hraðaupp- hlaupum og var Guðmundur Guðmundsson þar fremstur í flokki, ávallt skrefi á undan andstæðingunum. Vörn Víkinga var góð, Árni Indriðason þjálfari setti sjálfan sig inná þar og stóð sig vel auk þess sem Kristján Sigmundsson varði mjög vel eins og fyrr sagði. í sókninni var Guðmundur eins og fyrr sagði atkvæðamestur en Bjarki Sigurðsson var einnig góður í hinu horninu. Árni Friðieifsson stóð sig ágætlega en1 Siggeir Magnússon var ekki nógu ógnandi þó vel tækist til við það sem hann reyndi. Víkingar ættu að eiga möguleika á að komast áfram þó 5 mörk séu vissulega ekki trygging fyrir því. Svissneska liðið virðist ekki eins sterkt og búist var við en þess ber að geta að hornamaðurinn sterki Peter Jehle lék ekki með vegna meiðsla. Mörk Víkinga skoruðu: Guðmundur Guðmundsson 10, Bjarki Sigurðsson 4, Árni Friðleifsson 4(1), Siggeir Magnússon 2, Árni Indriðason 2(2). Bestur og jafnframt markahæstur St. Ottmarmanna var Enver Koso með 6 (2) mörk. Dómararnir voru danskir og voru þeir Víkingum ekki ýkja hjálpsamir. Michael Kjeldsen Danmörku vann landa sinn Morten Frost í úrslitaleik Norðurlandamótsins í badminton í Laugardalshöll um helgina. Þetta er fyrsti sigur Kjelds- ens á Frost en hann hafði unnið mótið 7 sinnum í röð að frátöldu síðasta ári þegar hann keppti ekki. Kjeldsen var að vonum glaður að leikslokum en hann átti sigurinn fyllilega skilinn, barðist mjög vel. Hann vann leikinn í tveimur lotum, 15-12 og 15-9. f þeirri fyrri var Frost kominn í 12-7 en Kjeldsen skoraði 8 stig í röð. Hann hafði hinsvegar forystuna alla seinni lotuna, komst í 9-1 og 11-3 og vannsíðan eins ogfyrr sagði 15-9. Kjeldsen er gífurlega sterkur í „smössunum“ og mjög’ skemmtilegur leikmaður. Frost virt- ist þreyttur og hefur án efa leikið betur. í einliðaleik kvenna vann Kirsten Larsen Danmörku Christine Magn- usson Svíþjóð 12-10, 5-11 og 11-4 í jöfnum leik. Frost fékk gull í tvíliðaleiknum, hljóp í skarðið fyrir Jesper Helledie sem venjulega spilar með Steen Fladberg og saman unnu þeir Svíana Jan Erik Antonson og Pár Gunnar Jönsson 15-10 og 15-12. í tvíliðaleik kvenna unnu Dorte Kjær og Nettie Nielsen Danmörku . Mariu Bengtsson og Christine Magnusson Svíþjóð 15-8 og 15-11. Svíar fengu sitt eina gull í tvennd- arleik, þar unnu Jan Erik Antonsson og Maria Bengtsson Steen Fladberg og Gitte Paulsen 17-16 og 15-3. Kristín Magnúsdóttir komst í undanúrslit í einliðaieik eftir að hún hafði sigrað Cristinu von Pfaler Finnlandi 12-9, 10-12 og 11-6 og síðan setið hjá í 8 manna úrslitum. í landameistaranum Kirsten Larsen undanúrslitunum mætti hún Norður- og tapaði 11-0, 11-1. Evrópuknattspyrnan: Amór skoraði Amór Guðjohnsen skoraði eitt af fjórum mörkum Anderlecht í 4-1 sigri liðsins yfir Antwerpen í belgísku 1. deiidinni um helgina. Anderlecht er í efsta sæti deiidarinnar með 19 stig en Club Brugge sem vann Molenbeek 5-1 fylgir fast á eftir, einnig með 19 stig en lakara markahlutfall. Standard Liege, Lokeren og Beveren hafa 15 stig. Standard Liege tapaði 0-2 fyrir Charleroi en Lokeren vann Searing 2-1 og Beveren sigraði Waregem 1-0. Stuttgart á uppleið Stuttgart gengur vel í þýsku 1. deildinni þessa dagana og vann nú Bochum 1-0 á útivelli. Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki með, hann verður frá í um 6 vikur vegna meiðsla sem hann hlaut á öxl í Evrópuleik fyrir nokkru. Stuttgart er nú í 6. sæti með 17 stig, 3 stigum frá toppnum. Leverkusen og Baycrn Múnchcn eru efst með 20 stig. Lcverkusen gerði um heigina jafntefli við Mannheim 0-0 en Múnchen vann Homburg 3-0. Bayer Ucrdingen tapaði sínum leik um helgina 0-1 á útivelli gegn Eintracht Frankfurt. Atli Eðvaldsson og félagar hans cru í 10. sæti með 14 stig. Real Madrid tapaði leik á heimavelli! Þau óvæntu úrslit urðu í spænsku knattspyrnunni um helgina að Real Madrid tapaði leik á hcimavelli cn slíkt og þvílíkt hefur ekki gcrst þar á bæ undanfarin 2 ár. Leo Beenhakker þjálfari Real vill kenna of miklu álagi á leikmenn um hvernig fór, segir leikmenn sína vera menn en ekki vélar, allt að 10 af þcim séu landsliðsmenn og þeir hafi engan tíma til að ná sér eftir erfiða leiki. Ofan á landsleikina hafi svo bæst framleng- ing og vítaspyrnukeppni í mjög erfiðum Evrópuleik gegn Juventusádögunum. En úrslitin ídeildarleiknum gegn Athletico Bilbao urðu 4- 2 Bilbao í hag og þarmeð fór Barcelona á toppinn, þeir unnu Real Betis 1-0 á útivelli. Barcelona hefur 20 stig, Real Madrid 19 og Espanol er í 3. sæti með 18 stig. Blak: Þróttur enn með fullt hús Þróttarar sigruðu í 3. leik sín- um á íslandsmótinu í blaki um helgina, mótherjarnir voru HK- menn og úrslit 3-0 (15-7, 15-10, 15-10). Þá unnu Þróttarar frá Neskaup- stað HSK 3-2 (15-7, 0-15, 16-14, 11-15, 17-15) en töpuðu síðan fyrir Fram 3-2 (6-15, 11-15, 15-8, 15-7 og 15- 5). Staðan í deildinni er nú þannig: Þrottur Vikingur .... 4 3 1 9-2 6 9-4 6 Fram .... 431 11-5 6 ÍS .... 43 1 9-7 6 HK .... 422 6-7 4 Þróttur N .... 4 1 3 8-11 2 HSK .... 404 3-12 0 KA .... 303 2-9 0 Einn leikur var í 1. deild kvenna, ÍS sigraði Þrótt 3-1 (2-15, 10-15, 15-10, 6-15). Staðan er þannig: Vikingur................. 3 3 0 9-0 6 lS ...................... 3 3 0 9-3 6 Breiðablik............... 3 1 2 6-7 2 KA ...................... 3 1 2 3-6 2 Þróttur.................. 2 0 2 2-6 0 HK ...................... 2 0 2 0-6 0 ■ Michael Kjeldsen sigraði Morten Frost í einliðaleik og átti það skilið. Hér sést hann í einu af fjölmörgum „smössum“ sínum í leiknum. Timamynd Sverrír Stjarnan tapaði fyrir júgóslav- neska liðinu Dinov Ljubijana í fyrri leik liðanna í Evrópukeppn- inni í handknattleik í Júgósiavíu á laugardaginn. Lokatölur urðu 22- 15 eftir að staðan í leikhléi var 11 -3 Júgóslövunum í hag. Síðari leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll og er víst að róður Stjörnumanna verður þungur þar, sjö marka munur er nokkuð mikiil að vinna upp cn það er þó hægt með góðum stuðningi áhorfenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.