Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn
llllilllllllllllllllllllll ALDARMINNING lll|||llllllll|[llllli[lllllillillllll^
Þriöjudagur 18. nóvember 1986
Páll Zóphóníasson
Páll Zóphóníasson fæddist í Við-
vík í Skagafirði 18. nóv. 1886. Faðir
hans var séra Zóphónías prófastur
Halldórsson í Viðvík Rögnvaldsson-
ar bónda að Brekku í Svarfaðardal.
Kona Halldórs Rögnvaldssonar og
móðir séra Zóphóníasar var Guðrún
Björnsdóttir bónda að Ytra-Garðs-
horni Arngrímssonar.
Kona séra Zóphóníasar og móðir
Páls var Jóhanna Soffía Jónsdóttir
háyfirdómara Péturssonar prests á‘
Víðivöllum Péturssonar. Kona Jóns
háyfirdómara og móðir Jóhönnu var
Jóhanna dóttir hins fjölvitra manns
Boga Benediktssonar á Staðarfelli.
Páll ólst upp með foreldrum sínum
í Viðvík á rismiklu höfuðbóli, þar
sem búskapur var mikill að þeirrar
tíðar hætti, enda þótti faðir hans
vera traustur bóndi og bú hans
gagnsamt. Sagt er að Páll hafi á
barnsaldri þótt bæði áhugasamur og
duglegur. Hann hafði snemma yndi
af öllum bústörfum, ekki síst
skepnuhirðingu. Hann unni náttúr-
unni og öllu lífi. Á bernskuárum
sóttist hann eftir að blanda geði við
vinnufólkið og starfa með því, taka
þátt í gleði þess og finna til með
þeim sem minna máttu sín.
Páll var námsmaður mikill, hafði
frábært minni og skarpan skilning.
Hann stundaði nám í Bændaskólan-
um að Hólum og útskrifaðist bú-
fræðingur þaðan árið 1905. „Heim að
Hólum" sótti Páll drjúgt vegarnesti,
sem lengi entist honum. Þeir Jósef J.
Björnsson og Sigurður Sigurðsson
skólastjóri voru þá báðir kennarar
að Hólum. Jósef var fjölgáfaður
fræðari og Sigurður gæddur eldleg-
um áhuga og dugnaði, sem hreif
hugi ncmendanna og gaf þeim trú á
mátt gróðurmoldarinnar, trú á ís-
lenskan landbúnað. Páll mun hafa
heillast af trú, fróðleik og áhuga
kennara sinna og strax þá ákvcðið
að helga landbúnaðinum starfskrafta
sína.
Vorið sem Páll lauk búfræðinámi
að Hólum fór liann á námskeið hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands, þar
sem Sigurður Sigurðsson skólastjóri
var aðalkennarinn. Síðar um sumar-
ið fór Sigurður í ferðalag til Suður-
lands og tók þá Pál með sér. Alla ævi
minntist Páll Sigurðar skólastjóra
með hlýhug og þakkaði honum far-
sæla forystu og brennandi áhuga og
trú á auðlindum íslands. í ræðu sem
Páll flutti á 75 ára afmæli Hólaskóla
kom það skýrt fram, hversu mikils
hann mat kynni sín á æskuárunum af
Sigurði skólastjóra.
f ársbyrjun 1906 leggur Páll leið
sína til Danmerkur. Þar stundaði
hann nám fyrst við Lýðháskólann í
Stövring. Haustið 1907 hóf hann
nám við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn og lauk þaðan
búfræðikandidatsprófi vorið 1909.
Að námi loknu fékk Páll vinnu sem
aðstoðarmaður við nautgripasýning-
ar í Danmörku og vakti skarp-
skyggni hans þá svo mikla athygli að
honum bauðst góð framtíðarvinna í
Danmörku. Því svaraði Páll á þann
veg „að hann vildi fyrst skreppa
heim til íslands og vita hvort það
hefði nokkuð handa sér að gera. Ef
það er ekki þá kem ég aftur". Þegar
heim til íslands kom fann Páll það
að hans biðu mikil og merk störf í
þágu ættjarðarinnar.
Um leið og Páll fór frá Danmörku
tók hann sér ferð á hendur til
Noregs og kynnti hann sér norskan
landbúnað og norsk búnaðarskóla-
mál. Um þetta leyti birtist eftir hann
í Frey grein er nefndist Búreikninga-
félög og var fyrirmyndin frá Noregi.
Seinna ritaði Páll ritlinginn „Bú-
reikningar". Á þessum árum þóttu
mál þessi ekki tímabær og raunar
hefur svo lengi verið hér á landi. Páll
fann strax hversu þýðingarmikið atr-
iði það er í búskapnum að hafa
glöggt reikningsyfirlit yfir það hvern-
ig búreksturinn gengur.
Eftir að Páll kom heim frá námi
árið 1909 gerðist hann kennari við
Bændaskólann á Hvanneyri og var
hann þar til 1920. Páll þótti afburða
góður kennari og leyfi ég mér að
birta lýsingu Steingríms Steinþórs-
sonar forsætisráðherra á Páli er hann
byrjaði kennslu á Hvanneyri, en þá
var Steingrímur nemandi hans þar.
„Páll hóf kennslu 23 ára að aldri.
Hann var þá vel búinn, glæsilegur,
þrunginn starfsorku og vinnugleði,
með framavonir hins unga manns í
ríkum mæli. Þegar ég nú á gamals
aldri renni huga til hans um það bil,
sem hann kom að Hvanneyri, og
minnist áhrifa hans á mig, ungan og
hrifnæman, kemur margt í hugann.
Ég minnist vel fyrstu kennslustund-
anna hjá honum. Hann kom inn í
kennslustofu okkar hress og léttur í
fasi og framgöngu. hóf morgunsöng,
því sá háttur tíðkaðist alltaf á
Hvanneyri að byrja kennslustundir
með söng. Ver þar fylgt hinni dönsku
lýðháskólareglu. Tíðkaðist sá siður
víða um Norðurlönd. Ekki var söng-
ur Páls alltaf hrífandi, því oft flutu
falskir tónar með. En þess urðum
við hinir ungu fljótt varir, að þar var
á ferðinni margþættur og sérstæður
persónuleiki. Kennararnir á Hvann-
eyri voru hver öðrum betri. Það er
ekki ofmælt, að Páll náði slíkum
tökum á okkur, að fágætt var. Veit
ég engan Hvanneyring frá þeim
árum, sem ekki dáir Pál í heilshugar
þökk fyrir handleiðsluna."
Páll var áhugasamur í öllum fé-
lagsmálum. Hann beitti sér fyrir
stofnun Ungmennafélagsins Islend-
ings í Andakílshreppi 1911. Síðar
beitti hann sér fyrir stofnun Ung-
mennasambands Borgarfjarðar og
tók það til starfa 1912. Páll var
formaður þeirra beggja á meðan
hann var kennari á Hvanneyri.
Jafnframt kennarastarfinu rak
Páll bú að Kletti í Reykholtsdal árin
1914-1920, að hann tók við skóla-
stjórn Bændaskólans á Hólum, en
þar var hann skólastjóri til 1928 og
jafnlengi var hann bóndi á Hólum.
Auk þessa tók hann mikinn þátt í
félagsmálum. Hann var m.a. oddviti
Hólahrepps, formaður Búnaðarfé-
lags hreppsins, safnaðarfulltrúi og í
stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og
Framfarafélagi Skagfirðinga. Auk
þessa kom hann talsvert við sögu hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands og gaf
um tíma út blaðið Skagfirðing ásamt
Kristjáni Linnet. Páll var önnum
kafinn öll árin á Hólum og störfin
margþætt og því lítill tími til að semja
fræðigreinar í blöð og tímarit eins og
Páll gerði annars alla tíð mikið af.
Árið 1928 verða þáttaskil í starfi
Páls. Starfssvið hans stækkar, er
hann ræðst til Búnaðarfélags íslands
að ósk stjórnar félagsins sem naut-
griparæktar- og sauðfjárræktarráðu-
nautur. Eftir þetta eru nemendur
hans ekki fyrst og fremst hópur
æskumanna á skólabekk heldur allir
bændur landsins.
Páll var ráðunautur í sauðfjárrækt
í nær 10 ár að dr. Halldór Pálsson
tók við því starfi árið 1937. Þegar
Páll ferðaðist um landið og hélt
hrútasýningar, þá byrjaði hann á því
að vigta hrútana og taka af þeim
ýmis mál. Auk þess spurðist hann
fyrir um ættir þeirra og skráði hann
allt þetta hjá sér svo hann gæti með
tímanum borið saman ættir og arf-
gengi hrúta víðs vegar að af landinu.
Kynbætur og ræktun sauðfjár varð
með þessum hætti mun auðveldari
en áður þar sem kominn var grunnur
til að byggja framtíðarstarfið á. Á
öllum sýningum flutti Páll yfirlits-
ræðu um féð, afurðir þess, fóðrun,
hirðingu, fjárhús og meðferð alla og
síðast en ekki síst ræddi hann um
heyskap og ásetning. Hann var
ómyrkur í máli ef þess þurfti með og
menn tóku eftir því sem hann sagði
og lærðu margt af honum.
Páll var ráðunautur í nautgripa-
rækt til ársins 1951 að Ólafur E.
Stefánsson tók við því starfi. í upp-
hafi lagði Páll höfuðáherslu á að
fjölga nautgriparæktarfélögum og
efla þau sem fyrir voru, svo bændur
ættu léttara með að færa afurða-
skýrslur kúnna og þar með byggja
ræktunarstarfið á raunhæfum grund-
velli. Kúastofninn tók miklum fram-
förum, nythæðin óx og smjörfitan
einnig. Arfgengisfræðin var sú sér-
grein búfræðinnar sem Páll hafði
mestan áhuga fyrir. Var honum Ijóst
á undan öðrum hérlendum mönnum
mikilvægi þess að nota til undaneldis
reynd naut. Var hér við ramman
reip að draga í nautgriparæktinni
áður en tæknifrjóvgun kom til sög-
unnar, en Páli tókst að fá bændur í
sumum nautgriparæktarfélögum til
þess að eiga nautin svo lengi að
reynsla fékkst á kynbótagildi þeirra.
Það er enginn efi að á þeim
aldarfjórðungi sem Páll var ráðu-
nautur í nautgriparækt náði hann
miklum árangri í kynbótum naut-
gripa. Það sýna skýrslur félaganna,
enda var hann líka snemma lands-
kunnur fyrir dóma sína á kúm og
glöggskyggni í sambandi við ætt-
færslu þeirra og erfðaeiginleika.
Grunnurinn sem nútímatæknin,
sæðingarnar, byggjast á er því gam-
all og gróinn.
Árið 1950 þegar Steingrímur
Steinþórsson varð forsætisráðherra
og síðar landbúnaðarráðherra, þá
réði stjórn Búnaðarfélags fslands
Pál Zóphóníasson í starf búnaðar-
málastjóra, þá rúmlega 64 ára
gamlan. Því starfi gegndi Páll í rúm
6 ár. Þetta þótti vel valið, enda fáir
kúnnugri starfsháttum Búnaðarfé-
lagsins eða landbúnaðinum og land-
búnaðarlöggjöf og bændum landsins
en Páll var.
Þessi ár voru framfaraár hjá
íslensku þjóðinni og þess gætti ekki
síður í landbúnaði en annars staðar.
Ný sókn hófst í ræktun landsins og
uppbyggingu allri. Rannsóknar-
starfsemin fór vaxandi, leiðbeining-
arþjónustan var aukin og fleiri nutu
hennar en áður. Framleiðsla bús-
afurða jókst, enda var niðurskurður
sauðfjár þá að mestu búinn, svo
sauðfé fór fjölgandi.
Þetta voru uppgangsár hjá
bændum. í landbúnaðarráðherratíð
Steingríms Steinþórssonar vannst
mikið gagnlegt fyrir landbúnaðinn
og það er mér líka vel kunnugt um
að Páll sem þá var bæði þingmaður
og búnaðarmálastjóri, var bæði
hvetjandi og ráðgefandi í þeim frani-
förum. Þegar Páll lét af starfi búnað-
armálastjóra segir hann m.a. í Bún-
aðarriti 1956:
„Ég hef nú um 47 ára skeið reynt
að leiðbeina bændaefnum og bænd-
um í búnaði. Við það starf hef ég
kynnst meira eða minna meginþorra
bænda landsins og þurft að vinna
með þeim að margvíslegum búnað-
armálum. Sú samvinna hefur gengið
misjafnt. Mér hefur oft virst nauð-
synlegar umbætur ganga seint, en
veit að tré fellur ekki við fyrsta högg.
Á öllum mínum átta ferðum kring-
um landið hef ég ævinlega mætt
velvild og bestu fyrirgreiðslu, sem ég
þakka hjartanlega. Og þar ber mér
ekki síður að þakka húsmæðrunum
en húsbændunum. Þær hafa oft haft
mesta fyrirhöfn við að þurrka blaut
föt, er ég holdvotur kom á hestunum
mínum á náttstað, og búa mér hvílu,
svo að ég gæti haldið áfram eftir
áætlun næsta dag.
Og nú þegar ég legg árar í bát, þá
þakka ég allan greiða, alla sam-
vinnu, og óska þess að búandi stétt
landsins megi fá vinnumann í minn
stað, er megi vekja meiri áhuga til
framfara og veita betri upplýsingar
en mér auðnaðist og að leiðbeiningar
þeirra komi að fyllri og betri
notum.“
Þótt Páll léti af búnaðarmála-
stjórastarfinu, þá hafði hann önnur
störf á hendi fyrir Búnaðarfélagið.
Hann tók að sér forðagæslumálin,
þ.e. fóðureftirlit og forðagæslu. Því
starfi sinnti hann á meðan hann
hafði heilsu til. Þetta höfðu li'ka
verið hans hjartans mál alla tíð og
hann sparaði hvorki tíma né fyrir-
höfn til að vekja menn til dáða, ef
honurn fannst þeir ekki vera nógu
vakandi í þessurn málum. Hann lagði
ríka áherslu á að bændur hefðu alltaf
nóg hey fyrir allan búpening og að
láta stækkun túna og aukinn heyfeng
ganga á undan fjölgun búfjár.
Páll Zóphóníasson hafði mörg
önnur störf á hendi en þau er ég hef
hér rakið, og mun ég geta nokkurra
þeirra. Hann var þingmaður Norð-
mýlinga frá 1934-1959. í yfirfast-
eignamatsnefndum ríkisins 1931-
1945. í ríkisskattanefnd frá 1931 og
alla tíð á meðan heilsan leyfði.
Alllengi var hann í skipulagsnefnd
fólksflutninga. Hann var formaður
kjötverðlagsnefndar 1934-1942 og
mjólkurverðlagsnefndar 1934-1948.
Páll átti drjúgan þátt í að semja
afurðasölulögin og leiða þau fram til
sigurs.á Alþingi. Það féll í hans hlut
öðrum fremur að móta afurðasölu-
lögin í framkvæmd á meðan þau
voru í deiglunni. Þar kom að góðu
haldi hans skarpi skilningur og þekk-
ing á högtim fólks til sjávar og sveita.
Páll var með afbrigðum duglegur
maður. Hann skrifaði fjöldann allan
af blaðagreinum. einkum um fagleg
efni í innlend blöð og tímarit og
fræðigreinar í erlend tímarit. Þeir
munu ckki margir sem hafa skrifað
jafnmörg sendibréf og Páll. Hvort
tveggja var að hann þurfti að svara
mörgum bréfum og svo það að hann
þurfti að skrifa hvatningar- og leið-
beiningabréf til margra manna sem
höfðu opinber störf á hendi víðs
vegar um landið. Alit þetta tók sinn
tíma.
Kona Páls var Guðrún Hannes-
dóttir frá Deildartungu í Borgar-
firði. Hún var í báðar ættir komin áf
þekktum bændaættum í Borgar-
fjarðarhéraði. Guðrún var atgervis-
kona tiginborin í fasi og háttum og
mikil mannkostakona. Heimili
þeirra Páls og Guðrúnar var þjóðlegt
menningarheimili. Þar var gestrisni
og höfðingsskapur mikill. Heimilið
var líka gestkvæmt. Þau hjónin
þekktu marga og þeir voru líka
margir sem þurftu að hitta húsbónd-
ann og leita ráða hjá honum og
öllum var tekið með höfðingsbrag
og hjartahlýju. Ég átti því láni að
fagna að koma oft til Páls og Guð-
rúnar og alltaf var þar veisluborð og
alltaf gestir. Hjá þessum ágætu hjón-
um átti ég margar ánægjustundir.
Alllengi vorum við Páll samtímis
á Alþingi og saman fórum við á þing
Norðurlandaráðs. Kynni okkar voru
náin og mun ég jafnan minnast hans
með þakklæti og virðingu.
Um leið og ég lýk þessum fáu
minningarorðum um Pál Zóphónías-
son alþingismann, ráðunaut o.fl., þá
er mér efst í huga þakkir, - þakkir
fyrir það að íslenska þjóðin skyldi
eignast þennan sérstæða og eftir-
minnilega afburðamann. Þeir munu
fáir vera á þessari öld, sem skila
þjóðinni jafnmiklu og árangursríku
starfi, eins og Páll gerði. Hann tók
daginn snemma til allra verka, og
vakti jafnt yfir smáu sem stóru.
Hann sá líka árangur verka sinna.
Bændabýlin þekku gjörbreyttust í
hans tíð, ræktunin óx, fénaði fjölg-
aði og afurðir jukust. Þjóðfélagið
tók á sig blæ framfara, menningar og
velmegunar. Ávöxtur starfsins var
ríkulegur. Blessuð sé minning Páls
Zóphóníassonar.
Ættingjum Páls Zóphóníssonar,
mökum þeirra og öðrum vanda-
mönnum flyt ég þakkir, kveðjur og
heillaóskir á aldarafmælinu. Lifið
heil.
Ásgeir Bjarnason.
Það er stundum talað með tak-
markaðri viðurkenningu um þá
þingmenn, sem taka að sér ýmsar
fyrirgreiðslur í þágu kjósenda í kjör-
dæntum sínum. Oft heyrist þá sagt,
að viðkomandi þingmaður sé næst-
um eins og Páll Zóphóníasson.
Þannig er Páls oft minnst, þótt
aldarfjórðungur sé liðinn síöan hann
sat á þingi.
Hitt vita menn ekki, að fyrir-
grciðslur sínar hóf Páll Zóphónías-
son áratugum áður en hann settist á
þingbekk. Hann hafði sem ráðu-
nautur Búnaðarfélags Islands ferð-
ast árlega um nær allar sveitir
landsins. Páll var allra manna fljót-
astur að kynnast fólki, manna sjón-
gleggstur og hafði minni á við bestu
tölvu. Til viðbótar var hann svo
flestum greiðviknari. Á fcrðalögum
sínum scnt ráðunautur tók hann að
sér að annast margvíslegar fyrir-
greiðslur fyrir bændur og húsmæður,
jafnvel útvegun á saumnálum. Fyrir
þetta og margt flcira var það sann-
mæli, sem Halldór Pálsson sagði um
Pál látinn, að hann hafi verið um
sína daga vinsælasti maðurinn í
sveitum landsins, jafnt hjá samherj-
um og andstæðingum cftir að hann
hóf afskipti af stjórnmálum.
Páll hélt áfram þcssum fyrir-
grciðslum um land allt eftir að liann
varð þingmaður í Norður-Múla-
sýslu, þótt þær hafi sennilega orðið
mestar þar sakir tíðri fcrðalaga um
sýsluna. En hún náði jafnt til allra.
Hann hlaut fyrir þetta vinsældir, en
var hins vegar oft gagnrýndur fyrir
að vera ekki nógu duglegur að
útvega sýslunni framlög úr ríkis-
sjóði. Halldór Ásgrímsson eldri seg-
ir frá þessu í eftirmælagrein um Pál.
En Páll hafði gildar ástæður. Hann
þekkti til um land allt. Hann vissi
manna best hvar þörfin var og hún
var vfða meiri en í kjördæmi hans.
Það lét Páll ráða. Páll var í hópi
sanngjörnustu manna. sem hafa átti
sæti á Alþingi, og hann var óragur
viö að fylgja því sent hann áleit rétt.
Þeir, scm höfðu aðstöðu til að
fylgjast með Páli á Alþingi eins og
undirritaður sem blaðamaður
Tímans, minnast hans sem eins liins
merkasta manns þar af mörgum
ástæðum.
Þótt Páll væri störfum hlaðinn
utan Alþingis, lét hann sig nær öll
mál skipta. sem komu til meöferðar
þar. Landbúnaðarmálin voru mcstu
áhugamál hans og hann átti mikinn
þátt í setningu afurðasölulaganna
1934 og tók síðan virkan þátt í
framkvæmd þeirra sem formaður
kjötverðlagsnefndar.
Málcfni þeirra, sem lakast voru
settir í þjóðfélaginu, voru honum
sérstök áhugamál, en Páll var sannur
jafnaðarmaður og félagshyggjumað-
ur í orði og verki. Hann var í röð
róttækustu þingmanna að þessu
leyti. En Páll átti líka til íhaldsscmi,
sem m.a. kom fram í því, að hann
var fastheldinn á þjóðleg verðmæti
og landsréttindi. Það átti þátt í því
að hann greiddi cinn flokksbræðra
sinna atkvæði gegn aðildinni að
Atlantshafsbandalaginu.
Páll Zóphóníasson var manna
sjálfstæðastur og vék ekki frá þeim
skoðunum, scm voru honum rétt-
lætismál. Stundum stóð hann því
einn í þingflokki sínum og á þingi.
Annars var Páll manna þægilegastur
í samstarfi og tillagnagóður, þegar
miðla þurfti málum.
Ég hygg að góð lýsing á Páli
Zóphóníassyni fclist í eftirfarandi
orðurn Halldórs Ásgrímssonar eldri
í eftirmælagrein um Pál:
„Páll var á marga lund óvenjuleg-
ur persónuleiki, gáfaður mannkosta-
maður með góða menntun á sínu
sviði og mikill áhugamaður um öll
þau mál, sem hann taldi til bóta og
framdráttar þjóðinni. Hann var
frjálslyndur umbótamaður og í ýmsu
talsvert róttækur í skoðunum, en þó
stundum íhaldssamur ef hann taldi
að um væri að ræða þjóðleg verð-
mæti. Hann lét sig flest mál nokkru
varða og var aldrei myrkur í máli um