Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 20
GUÐMUNDUR guö
mundsson fór á kostum og
skoraöi 10 mörk þegar Vikíng-
ur vann fimm marka sigur á
svissneska liðinu St. Ottmar í
Evrópukeppninni í handknatt-
leik á sunnudagskvöldiö.
Þetta var fyrri leikur liöanna
en sá síðari fer fram í Sviss.
Sjá íþróttir bls. 10-11.
T
Timinn
Þriðjudagur 18. nóvember 1986
Örfáir flugvellir á ís\andi uppfylla lágmarks öryggiskröfur Alþjóöa
flugmálastofnunarinnar:
“Flugvélar eru ekki
torfærutæki á jörðu“
- segir Kristján Egilsson flugstjóri.
“Naustið“
til sölu
- margir áhugasamir,
enda selt án leigu-
samnings.
„Ég er ekki að selja Naust hf..
það er í gjaldþrotaskiptum. Ég er
að selja húseignirnar, scm eru
eign fjölskyldunnar," sagði Geir
Zoéga, einn eigenda húsanna að
Vcsturgötu 6, 8. 10 og lOa, sem
áður hýstu veitingahúsið Naustið.
“Flugvélar cru ekki torfærutæki á
jörðunni, en maður gæti haldið það
þegar maður sér sumar brautir sem
ætlast er til að flogið sé inn á,“ sagði
Kristján Egilsson flugstjöri í samtali
við Tímann.
Seinni áætlunarferð Flugleiða til
Egilsstaða var felld niður á föstudag
í kjölfar mjög lélcgra brautarskil-
yrða fyrr um daginn. Frost var í
jörðu cn efsta lag brautarinnar hafði
þiðnað og skrikaði því Fokker vélin
sem fór í fyrri áætlunarfcröina til á
brautinni. Kristján Egilsson varflug-
stjóri í þeirri ferö. Hann sagði að svo
virtist vera sem bróðurparturinn af
íslenskum flugvöllum væri að verða
meira og minna ónothæfur vegna
þess að það hefur vcrið slegið slöku
við að veita því fjármagni til þeirra
sem þarf. „Þessir vellir vcrða alltaf
að drullusvaöi ef frost og þíöa skipt-
ist á.“ sagði Kristján.
„Það er nánast hægt að telja á
fingrum annarrar handar þá flugvelli
á íslandi scm uppfylla lágmarks
öryggiskröfur hvað varðar staðla
Alþjóða flugmálastofnunarinnar um
flugbrautir og öryggissvæði og ég
held að það væri hægt að skrifa ansi
svarta skýrslu um flugöryggismál á
íslandi alveg frá A til Z. Það má
kannski líka kcnna nugmöimum um
að þeir hafa sýnt of mikla þolinmæði
að fljúga inn á flugvellina í von um
endurbætur á næsta ári. Kristján
benti hins vegar á að framkvæmdafé
til flugmála á íslandi utan Keflavík-
urHugvallar væri búið að vera það
sama síðustu þrjú ár og næmi þaö
alls um 60 milljónum króna hvcrt ár.
Öryggisnefnd lélags íslcnskra at-
vinnuflugmanna hefur verulegar
áhyggjur af ástandi flugvalla al-
mennt og hversu litlum fjármunum
er veitt til flugmála. Má þar ncfna að
hluti flugvallarins á ísafirði hefur
vcrið vandamál af sömu ástæðu og
Egilsstaðaflugvöllur og fellt hcfur
verið niður flug til ísafjarðar vegna
Halldór Asgrímsson.sjávarútvegsráðherra:
Djúprækjuaflinn 1987
verði sá sami og í ár
- hugsanlegt að rækjuveiði sóknarmarks-
skipa verði talin til sóknardaga
„Síðastliðinn föstudag gerði Haf-
rannsóknarstofnun í fyrsta sinn til-
Suðurey VE:
Eldsupptök
í vélarrúmi
- sjópróf fara fram í
Vestmannaeyjum
Eldur kom upp um borð í
Suðurey VE þar sem hún var
stödd utan við Vattarnestanga,
um það bil eina mílu frá landi. Á
skipinu var tólf manna áhöfn, en
engan af henni sakaði.
Talið er að olíurör hafi farið í
sundur með þeim afleiðingum að
olía skvettist á heita pústgreinina
og þannig hafi kviknað í vélar-
rúmi skipsins. Vélstjóri var ný-
lega kominn upp úr vélarrúmi
skipsins þegar eldsins varð vart.
Þegar í stað var kallað á hjálp til
nærliggjandi báta og kom Hafn-
arvík ÁR 113 Suðureynni til
hjálpar og tók hana í tog til
Eskifjarðar. Er þangað kom
hafði áhöfn ráðið niðurlögum
eldsins en skemmdir eru mjög
miklar á vél. Aðrar skemmdir
eru ekki teljandi.
Meiningin er skipið sigli á eigin
vélarafli til Vestmannaeyja þar
sem sjópróf munu fara fram.
ABS
lögu um hámarksafla af djúprækju.
Leggur stofnunin til að afli á árinu
1987 verði ekki meiri en í ár á
úthafsveiðisvæðum. Rök stofnunar-
innar fyrir þessari tillögu eru að afli
á sóknareiningu gefi til kynna að
hefðbundin rækjuveiðisvæði
norðanlands séu nánast fullnýtt sem
og Kolluáll og jafnvel Héraðsdjúp."
Þetta sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á
Fiskiþingi í gær. Halldór hafði gert
að umtalsefni þá auknu sókn í rækju
sem hlotist hefur af kvótakerfinu en
úthafsrækja hefur hingaö til verið'.
utan kvóta, og benti hann m.a. á að
rækjuaflinn hefur aukist úr rúmlega
9.000 tonnum árið 1982 í rúm 30.000
tonn í ár og að verðmæti aflans hafí
þrefaldast frá 1982 og muni nema
um 3 miljörðum í ár. í ræðu sinni
sagði Halldór ennfremur: „Stofnun-
in telur því að ástand rækjustofn-
anna kunni að vera lakara en tölur
um afla á sóknareiningu benda einar
sér til. Með hliðsjón af þessu virðist
óhjákvæmilegt að takmarka sókn í
rækjustofninn við setningu reglu-
gerðar um stjórn fiskveiða 1987.
Ekki er tímabært að koma upp
kvótakerfi í djúprækjuveiðum. Hins
vegar styðja þessar niðurstöður það
sem ég hef áður sagt um að til greina
kæmi að telja rækjuveiðidaga sókn-
armarksskipa til sóknardaga. Fleiri
leiðir koma einnig til greina og
verður að ákveða stjórn rækjuveið-
anna á grundvelli þessara upplýsinga
á næstunni.“
lélegra lcndingarskilyrða í síðustu
viku svo dæmi sé tekið. Þá nefndi
Kristján flugvöllinn á Höfn. Þar
voru gcrðar endurbætur á brautinni
sem tókust ckki betur til en svo að
bindicfnið í brautinni hefur sigið
niöur og eftir væri perlumöl sent
líkja mætti við Iausamöl á vcgum.
Varðandi ástand flugvallarins á
Egilsstöðum, þá hefur endurbótum
verið slegið á frcst vcgna þess að á
dölinni hefur verið að gera þar
framtíðarflugvöll. Aðsögn Kristjáns
er Egilsstaðaflugvöllur „þess eðlis
að jafn kostnaðarsamt cr að endur-
nýja gömlu brautina og að leggja
nýja."
- ABS
„Við seljum þetta án leigu-
samnings svo hér er hægt að
ganga beint inn í rekstur. Það eru
þó nokkuð margir sem hafa sýnt
málinu áhuga, enda er þetta fýsi-
legra án leigusamnings. Við rift-
um leigusamningnum áður en
Naustið var tekið til gjaldþrota-
skipta," sagði Geir. - phh
Skemmdir á bryggjunni eru miklar eins og þessi mynd ber með sér. Myndin sýnir greinilega hvernig stálþilið lét
undan skipinu þegar það sigldi á bryggjuna. Tímamynd inga
Vestmannaeyjar:
Laxfoss stórskemmdi
Naustshamarsbryggju
Miklar skemmdir urðu á Nausts-
hamarsbryggju í Vestmannaeyjum
þegar Laxfoss sigldi á hana um
fimmlcytið í gærmorgun. Einnig
urðu skemmdir á Ijósamasturshúsi
og skúr á bryggjunni. Ekki urðu
skemmdir á skipinu sjálfu og fór
það frá Vestmannaeyjum að lok-
inni uppskipun um kl. átta í gær-
morgun. Laxfoss var að koma með
tóma fiskigáma til Eyja.
Um borð í Laxfossi var hafn-
sögumaður er óhappið varð og
ekki var talið að lendingarskilyrðl
væru óvenju slæm. Þó var töluvert
brim fyrir utan hafnargarðinn og
sog inn höfnina. Ekki er vitað hvað
olli óhappinu en sjópróf munu að
öllum líkindum fara frarn í dag.
ABS
-BG