Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 18. nóvember 1986 Nlikið skal til mikils Hér sýnir Alison hina fullkomnu bolbeygju! Til að auka þrek og teygja á kroppnum fer Alison í brú eins og ekkert sé Aliir ættu að reyna að halda við mittinu, og þa elcki síst fegurðar-drottningar En jafnvel fegurðardrottningar verða þreyttar og blása mæðinni Þarna er Alison Slack í fullum skrúða og brosir sínu blíðasta. Hún segist aldrei hafa þurft að láta gera við tönn í sínum munni. „Kannski er það af því að ég er ein af’flúor-kynslóðinni‘ sagði hún. Þegar vel er að gáð sjáum við hvar „Svali“ er auglýstur á borða „Miss United Kingdom“. N. vinna ú á tímum er ekki nóg til þess að sigra í fegurðar- keppni að vera lagleg stúlka og vel vaxin, heldur kemur ým- islegt annað til. Fegurðardrottning verður líka að hafa til að bera persónuleika, vera vel gefin og klár í kollinum og í hinu besta líkamsástandi. Þess vegna er það orðinn fastur liður hjá þeim stúlkum sem fara í fegurðarkeppni að þjálfa sig og æfa í líkamsræktarstöðvum eins og þær væru að fara í íþróttakeppni! Alison Slack heitir breska fegurðardrottningin sem tók þátt í keppninni „Ungfrú Heimur“ sem við fylgdumst með í sjónvarpinu s.l. fimmtudagskvöld. Hún hefur að undan- förnu æft reglulega í heilsuræktarstöð nálægt Heathrow flugvelli og voru meðfylgjandi myndir teknar af Alison rétt fyrir keppnina. Hún sagðist líka hafa verið s.l. mánuð á sérstöku heilsufæði með fáum hitaeiningum. Alison er geysihá, um 180 sm á hæð og hin fallegasta stúlka. Hún komst í undanúrslitin í „Miss World“-keppn- SVEITARSTJÓRNARMÁL UMHVERFIS- MÁLARÁD KÓPAVOGS Þann 1 .nóvember sl. tók í gildi í Kópavogi reglugerö fyrir sérstakt umhverfismálaráö bæjarins. Stofnun ráösins hefur verið í undir- búningi hjá bæjarstjórn Kópavogs undanfarna mánuði. VERKSVIÐ RÁÐSINS Gert er ráð fyrir aö umhverfis- málaráö Kópavogs veröi jafnframt náttúruverndarnefnd og gróður- verndarnefnd bæjarins samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um gróöurvernd. Umhverfismálaráð- inu er ætlað að vera bæjaryfirvöld- um og öörum stjórnvöldum til ráðu- neytis um allt þaö er lýtur aö náttúruvernd og umhverfisvernd innan umráöasvæöis Kópavog- skaupstaðar. Verksviö umverfismálaráös er því nokkuð víötækt. Því er ætlaö að hafa eftirlit meö aö náttúru- verndarlögum sé framfylgt, þ.e. hafa eftirlit meö meðferð úrgangs, hafa gát á því aö vatni og gróöri sé ekki spillt, lítaeftir því aö snyrtilega sé gengiö frá jarðraski eftir mann- virkjagerö, o.fl. í þeim dúr. ÚTIVIST OG MENGUNARMÁL Umhverfismálaráðinu er ætlaö aö hafa í samráöi við heilbrigðis- nefnd, eftirlit meö mengunarvörn- um aö því er umhverfismál snertir, s.s. frárennsli, verndun vatnsbóla o.fl. Þá er hlutverk ráösins að stuðla aö auknum möguleikum almenn- ings til útivistar og að eiga frum- kvæöi aö friðlýsingu náttúruminja, stofnun útivistarsvæöa og fylgjast meö framkvæmd friðlýsingar. Umhverfismálaráð skal einnig hafa eftirlit meö skipulagi opinna svæöa í bæjarlandinu, umhirðu þeirra og framkvæmdum á þeim. Á afréttarlöndum er ráöinu ætlaö aö fylgjast meö gróðurvernd, akstri utan vegar og annarri umgengni þar. FEGRUN BÆJARINS Þá er umhverfismálaráði ætlaö að leita samstarfs viö félagasam- tök, einstaklinga og fyrirtæki viö stuðlun aö almennri fegrun bæjar- ins. Ráðinu er heimilt aö veita sérstök fegrunarverðlaun til þeirra sem aö mati ráösina hafa skarað fram úr í umgengni og frágangi mannvirkja og opinna svæða. Ráöiö er einnig umsagnaraðili um staðsetningu myndverka á al- mannafæri. Hvað varðar skipulag og fram- kvæmdir, þá ber umhverfismála-1 ráöinu aö fylgjast meö gerð skipu- lagsáætlana og fá til umsagnar framkvæmdir sem stofnaö geta í hættu umhverfi og svipmóti bæjar- ins. Einnig mál sem varðar húsa- friöun og sögulegar minjar. ÖRNEFNASÖFNUN OG MINJAVARSLA Aö lokum skal nefna að á vegum umhverfismálaráðs skal unnið að söfnun örnefna á landi Kópavogs og útgáfu örnefnaskrár. í tengslum viö þaö skal ráöiö í samvinnu viö Náttúruverndarráö og þjóðminja- vörö vinna að merkingu náttúru- og söguminja. UMHVERFIS- MÁLARÁÐUNEYTI Þetta framtak bæjarstjórnar Kópavogs er mjög lofsvert og íhug- unarefni fyir stæri bæjarfélög aö koma á fót svipuðu umhverfis- málaráöi. í framhaldi af því er ekki úr vegi aö stofnað verði sérstakt umhverfismálaráðuneyti sem heföi lögsögu yfir umhverfismál í víðum skilningi. Slíkt yröi án efa til góðs fyrir landið og landsmenn alla. HM Dálkur um sveitarstjórnarniál mun birtast hér á síöunni af og til í vetur. Efni frá sveitarfélögunum er vel þegið. Scndist til ritstjórnar Tímans, Síðumúla 15, 108 Reykja- vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.