Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. nóvember 1986
Tíminn 9
VETTVANGUR III
Haraldur Ólafsson, alþingismaður:
TRÚIN Á KERFID
Umræðurnar um skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar sem kannaði
viðskipti Útvegsbankans og Haf-
skips settu svip á störf Alþingis í
síðustu viku. Það var augljóst mál,
að þessi viðskipti yrði að kanna, þó
S ekki væri til annars en að lciða í
Ijós einfaldar staðreyndir. Haf-
skipsmálið allt bar að með þeim
hætti, aðerfitt var að nááttum í þvf
moldviðri, sem upp var þyrlað.
Skýrsla Jóns Þorsteinssonar-
nefndarinnar hefir þann kost að
vera rituð á venjulegu ntáli. Nefnd-
armenn hafa forðast þann ný-
kanselístíl, sem hefir þau áhrif á
fólk, að það tapar þræðinum eftir
fimm mínútur. Skýrslan er einföld
í sniðum, tölur og töflur skýrar og
athygli manna helst vakandi til síð-v
ustu blaðsíðu. Ugglaust má sitt-
hvað að þessu verki finna eins og
öðrum. En eftir stendur saga um
vanhugsaðar áætlanir, ófullkomn-
ar skýrslugerðir og glæfralegar að-
ferðir til að halda sökkvandi skipi
á floti. En það var ekki starfsfólk
Útvegsbankans sem stóð fyrir öllu
þessu glæfraspili.
Allir ættu að lesa þessa skýrslu
rannsóknarnefndarinnar. Þar er
margt forvitnilegt sagt og sann-
reynt um fjármálasnilli einkafram-
taksins í landinu.
Hvernig birtist hinn
pólitíski þrýstingur?
En oft er það svo, að skýrslur
sem þessar eru ekki fróðlegastar
fyrir það hvað þær segja, heldur
hitt hvernig þeim er tekið. Morg-
unblaðið var fljótt að átta sig á
hlutunum. Niðurstaða þess var, að
pólitískur þrýstingur hafi ráðið
mciru en viðskiptasjónarmið þegar
fjallað var um lánveitingar til Haf-
skips í Útvegsbankanum. Þetta er
talin veigamesta ástæðan fyrir því
hvernig fór.
Það væri vissulega fróðlegt að fá
nánari útlistun á því í hvaða formi
þessi pólitíski þrýstingur var. Voru
það bankastjórar Útvegsbankans,
sem létu stjórnmálamenn segja sér
fyrir verkum? Voru bankaráðin
handbendi pólitískra hagsmuna,
og þá hverra? Auðvitað bera þessir
aðilar ábyrgð á gerðum sínunt og
bankaráð ríkisbankanna eru ábyrg
gagnvart Alþingr, sem kýs þau.
Um það er ekki deilt. Hitt er vert
að íhuga, hvort öðru vísi hefði
verið brugðist við af hálfu bankans
þótt á annan hátt hefði verið skipað
í bankaráð eða aðrir menn setið í
stólum bankastjóranna.
Sjálfstæðismenn eru eins og al-
þjóð er kunnugt öðrum mönnum
trúaðri á áhrif „kerfisins" á allt sem
gerist í þjóðfélaginu. Hin allt að
því marxtska trú þeirra á áhrif
„kerfisins" á líf manna og viðhorf,
er barnsleg í einlægni sinni. Gjald-
þrot Hafskips verður ekki í augum
Morgunblaðsins áfellisdómur yfir
mistökum einkaframtaksins eða
línudansi hinna æfðu fjármála-
manna. Nei, þvert á móti. Það er
ríkisbankakerfið, sem ber alla sök-
ina. 1 heilagri vandlætingu er
hrópað: ríkisbankarnir undir póli-
tískri stjórn og undir pólitískum
þrýstingi hafa leitt þessi ósköp yfir
þjóðina! Og lausnin er: við breyt-
um kerfinu.
Vel rekin fyrirtæki
Á íslandi eru fjölmörg vel rekin
fyrirtæki, bæði í einkaeign og hins
opinbera. Stór og smá fyrirtæki
einstaklinga eru mörg traust og
örugg. Eigendur þeirra kunna að
sníöa sér stakk eftir vexti, lifa góðu
lífi af öruggum arði eigin vinnu,
gcra vel við starfsfólk sitt og eru
prýði hvers samfélags. En á liinn
bóginn eru líka til alls konar brask-
arar, sem einskis svífast í fjármál-
um, taka ótæpileg lán og gera
nánast út á bankakerfiö.
Sjálfstæðismenn
eru eins og alþjóð er
kunnugt öðrum mönn-
um trúaðri á áhrif „kerf-
isins“ á allt sem gerist
í þjóðfélaginu. Hin allt
að því marxíska trú
þeirra á áhrif „kerfis-
ins“ á líf manna og
viðhorf, er barnsleg í
einlægni sinni.
Höggi komið á
bankastjórnina
Umfjöllunin um skýrslu Jóns
Þorsteinssonar-ncfndarinnar í
Morgunblaðinu miðar að tvennu:
að koma höggi á bankastjórn Út-
vegsbankans, og að koma því inn
hjá þjóðinni, að nú skuli Útvegs-
bankinn gerður upp og lagður inn
í einkabanka með ríkulcgu fram-
lagi ríkisins. Voldugur einkabanki
á að „keppa" við ríkisbankana
tvo. Þá muni það sýna sig, að ný
Hafskips-ævintýri gerist ekki á ís-
landi og hlutlausir og snjallir fjár-
málasérfræöingar hreinsi til í fjár-
málaheiminum. Þessi fagra nýja
veröld, sem Morgunblaðið sér á
næstu grösum er vonandi ekki
tálsýn ein og hillingar. Eitt á hún
þó sameiginlegt með öðrum fram-
tíðarsýnum frjálshyggjunnar: hún
á sér djúpar rætur í jarðvegi íhalds-
ins á íslandi. í hvert sinn, scm
einkaframtakið ætlar virkilega að
taka á hinum stóra sínum þá verður
ríkið að koma undir það fótunum.
Ríkið, hið marfyrirlitna ríki, verð-
ur að vera guðfaðir allra meirihátt-
ar „afreka" framtaksmannanna og
fjármálasnillinganna. Og ríkissjóð-
ur á að sjálfsögðu að taka á sig
tapiö af fjárglæfrum athafnamann-
anna! Trúa menn því í raun og
veru, að „öflugur" einkabanki
verði ekki undir þrýstingi frá
mönnum, sem eru t'ramarlega í
pólitískum flokkum? Er það virki-
lega skoðun manna, að ríkisbank-
arnir séu misnotaðir af stjörnmála-
mönnum? Eru bankaráð ríkis-
bankanna ver til þess fallin cn
samkunda einka-aðila að fylgjast
mcð og meta stöðu lánþega?
Var brugðist rétt við?
Þegar áfallið reið yfir á sl. vetri
átti strax að sjá til þess, að staða
Útvegsbankans versnaði ekki frá
því, sem þá var. Endurreisn bank-
ans var þá framkvæmanleg og hægt
hefði verið að koma í veg fyrir
síversnandi stöðu bankans allt yfir-
standandi ár. Það var ekki gert, og
um tólf mánaða skeið hefir bank-
inn verið rekinn á ábyrgð Seöla-
bankans. Þá þegar var nánast ekki
rætt um annað en leggja yrði
bankann niður, þótt engar ákvcðn-
ar tillögur um þaö kæmu fram fyrr
en nú fyrir fáum dögum. Það er
íhugunarvert hvort ekki hefði átt
að bregðast við á annan hátt og
styrkja bankann í stað þess að
veikja hann frá mánuði til mánað-
ar. Nú er það um scinan, og ekkert
liggur fyrir annað en ríkiö ráðstafi
þessari eign sinni á sem hagkvæm-
astan máta. Ég er þeirrar skoðun-
ar, að ekki komi annað til greina
en Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn taki við eignum Útvegs-
bankans. í fljótu bragði sé ég ckki
neina kosti við það að stofna
hlutafélagsbanka með þátttöku
ríkisins. Nýverið seldi ríkið hluta-
bréf sín í Iðnaðarbankanum, einn-
í hvert sinn, sem
einkaframtakiö ætlar
virkilega að taka á hin-
um stóra sínum þá
verður ríkið að koma
undir það fótunum.
Ríkið, hið marfyrirlitna
ríki, verður að vera
guðfaðir allra meiri-
háttar „afreka“ fram-
taksmannanna og
fjármálasnillinganna.
Og ríkissjóður á að
sjálfsögðu að taka á
sig tapið af fjárgiæfrum
athafnamannanna!
ig í Flugleiðum, og sú stefna hefir
vcrið ríkjandi að það væri sem
minnst í samvinnu við einka-aðila.
Það er ekkert scm hindrað cinka-
bankana og þá sparisjóði, sem þaö
vilja, að sameinast. Hinn öflugi
einkabanki á að geta risið án þess
að ríkið sé beinn aðili að honum.
Þessi bankamál eru ef til vill ekki
svo merkileg í sjálfu sér. Þau
tengast hins vega öðrum atriðum,
sem huga verður að.
Einkaframtakið
er af hinu góða
Ég vil taka þaö skýrt og greini-
lega fram, að ég er mikill vinur
einkaframtaks. Það er að mínu
mati undirstaða heilbrigðra þjóð-
Hugmyndin um
ríkissjóð sem Ijósmóð-
ur hins „öfluga“ einka-
banka er röng frá því
sjónarmiði, að það er
engin knýjandi nauð-
syn fyrir ríkið að slíkur
banki rísi. Ekkert er
eðlilegra en þeir aðilar,
sem óska eftir slíkum
banka stofni hann. Ef
atvinnurekendur, sam-
vinnumenn, launþega-
samtök, stórfyrirtæki
eða einstakir fjársterkir
einstaklingar telja sér
hag í slíkum banka, þá
stofna þeir hann án
þess að ríkið komi þar
nálægt.
fclagshátta, að cinstaklingar og
samtök þeirra fái notið sín. Hugvit
og framtak er grundvöllur framfara
og bættra þjóöfélagshátta. Saga
okkar sýnir að þá farnast þjóðinni
best þegar einstaklingar fá að njóta
sín í frjálsu starfi og þegar samtök
og samvinna er um mikilsverð mál.
En ég er andvígur því, aö einstök-
um aðilum sé falið of mikiö vald án
þcss að þeir þurfi í raun að hafa
neitt fyrir því. Ég er andvígur því,
að óheft starfscmi fái þrifist í skjóli
ríkisvaldsins, til skaða og skamm-
ar fyrir þjóðina alla. Það cr rangt
að gcra það að venju, að ríkissjóö-
ur sc notaður til þcss að beinlínis
styðja að aögcrðum, sem frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði eru ekki nauð-
synlegar, og jafnvcl gerðar til þcss
eins að þjóna hagsmunum fárra.
Ríkisvaldið á að styðja alla heil-
brigða og cðlilega starfsemi með
löggjöf, en hann á ekki að veita
fáum mikið vald með beinum fjár-
framlögum. Hugmyndin um ríkis-
sjóð sem Ijósmóður hins „öfluga"
cinkabanka cr röng frá því sjónar-
miði, að það er engin knýjandi
nauðsyn fyrir ríkið að slíkur banki
rísi. Ékkert er eðlilegra en þcir
aðilar, sem óska eftirslíkum banka
stofni hann. Ef atvinnurckendur,
samvinnumenn, launþegasamtök,
stórfyrirtæki eða einstakir fjár-
stcrkir einstaklingar telja sér hag í
slíkum banka, þá stofna þeir hann
án þess að ríkið komi þar nálægt.
Eins og ntálum er nú háttað gegna
ríkisbankarnir miklu hlutverki.
Þetta getur breyst. Það getur farið
svo, að einkabankar í hlutafélaga-
formi eflist og taki við því verkefni
ríkisbankanna að halda gangandi
útflutningsatvinnuvegum okkar.
Þaö er íráleitt að nota strand
Hafskips og afleiöingar þess fyrir
Útvegsbankann til þess aö hrópa á
samruna hans við nýjan hlutafél-
agsbanka, og nota tækifærið til þess
að gera starfsemi ríkisbankanna
tortryggilega.
Nýtt bankaform breytir
engu sjálfkrafa
Pólitrskur þrýstingur hverfur
ekki þótt skipt sé um bankaform.
Pólitísk áhrif í fjármálalífinu birt-
ast mcð mörgum hætti og aldrci er
unnt að grcina meö öllu á milli
hvar er um pólitískan þrýsting að
ræöa eða greiðascmi viö kunn-
ingja. Við skulum ckki láta
blckkjast. Breytt bankaform skipt-
ir ekki öllu máli, nema að því leyti,
að það getur orðið bitamunur cn
ekki fjár hvcrnig aðilar nota sér fé
ríkisins.
Höfuöatriöið er aö lagt verði til
atlögu viö þá spillingu, scm þróast
hcfir og eitrar ýinsa þætti í efna-
hagslífinu. Um nokkurra mánaöa
skeiö liafa dómarar í landinu verið
að dænta menn fyrir að hafa tekið
of háa vcxti af lánum til meðbræðra
sinna. Þessi viðskipti annaðist uirg-
ur maður, sem ekki hafði áttað sig
á því, að nota aðfcrðir gróinna
fyrirtækja til að versla mcð
verðbréf. Það cr alltaf ógeðfellt að
notfæra sér neyö annarra til að
auögast, og ekki get ég fallist á, að
fjármálastarfscmi þessa unga
manns hafi í öllu tilliti verið til
fyrirmyndar. En á því máli er
önnur hlið. Margir þeirra, sem
tóku hin svonefndu okurlán voru
menn sem stóðu í einhvers konar
framkvæmdum af minna taginu,
innflytjendur og aðrir slíkir, sem
voru að leysa út vörur cöa þurftu
fé til skamms tíma. Þetta fólk átti
það sameiginlcgt að skammtíma-
lán í bönkum lágu ekki á lausu,
þótt ýrnsir aðilar fengju þar fé
nánast cftir þörfurn.
Bankakcrfið og fjármálakerfið
allt verður að endurskoða. Það á
ekki að gera með því aö ríkiö fari
að afhcnda fjármálajölrum Sjálf-
stæöisflokksins sjálfkrafa miklar
eignir, heldur með því að berjast
gcgn spillingu, óráðsíu og lélegum
rekstri. Siðfcrðisstyrkur er fólginn
í því að geta sagt nci, hingað og
ekki lengra. Því miður hefir ríkis-
valdið og löggjafinn ekki í öllum
málum hreinan skjöld. Ríkið hefir
orðið fyrir skakkaföllum vegna
ótímabærra framkvæmda. Alþingi
verður í framtíðinni að vera vel á
verði þegar unt er að ræða stofnun
nýrra fyrirtækja. Byrjum fyrst á
því að kanna hvað má betur fara
áður en lagt er út í ævintýri með
þeirri tegund einkaframtaks, sem
ekki sést fyrir. Það er margt óunnið
í íslensku santfélagi og þrek og
hugvit allra landsins barna þarf að
koma til svo hér megi áfram þróast
mannúðlegt velferðarþjóðfélag þar
sem t'jármálabrask á að heyra sög-
unni til. Þeir menn, sem stjórnuðu
Hafskipi ætluðu sér stóran hlut og
þeim ber heiður fyrir stórhug sinn.
En þeir kunnu ekki þá list að sníða
sér stakk eftir vexti. Þeir voru ekki
fórnarlömb neins sérstaks kerfis
heldur mistaka í sambandi við
áætlanir. Þeir biðu of lengi eftir
stóra vinningnum.