Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 18. nóvember 1986
ALDARMINNING 'llllllllllBfllllllillllllllllllllllillililllll _______________________________________________________ ::!i|| '||||!|||!||||||||||ll|||||!||ll!l!||||||!||lllil!i MINNING
skoðanir sínar. á Alþingi eða heima
í kjördæmi. Og hann fékkst ekki
ætíð um. hvort mönnum líkaði betur
eða verr. Páll hafði sterka tilfinn-
ingu. sem hann dró ckki fjööur yfir,
fyrir því sem hann taldi rétt í hverju
máli. og hann taldi sig stundum fá
hugboð um hvernig ætti að snúast
við erfiðum og tvísýnum pólitískum
vandamálum. Stundum ullu „sér-
sjónarmið" Páls nokkru fjaðrafoki
innan hans flokks, bæði heima í
kjördæmi og á þingi. en slíkt kom
ckki að sök og allur slíkur ágreining-
ur hjaðnaði cins fljótt og hann reis,
því allir þekktu grandvarleika hans
og viðleitni til að finna það sanna og
rétt í hverju máli. Páll var góður
ræðumaður, sanngjarn, rökfastur og
alvarlegur í málflutningi, en enginn
„humoristi" og óáleitinn var hann í
garð andstæðinganna."
Halldór Ásgrímsson segir enn
frcmur, að ef Páli hafi runnið í skap
vegna ósanngirni andstæöinganna,
hafi enginn verið öfundsverður af
því, og þá hafi notið.sín vel hið mikla
minni hans á tölur og forsögu mála.
í eðli sínu hafi hann verið óvenjulega
sanngjarn maður í dómum sínum
um menn og málefni og í raun og
veru mjög „landsföðurlcgur", og
vegna þess stundúm orðið fyrir
ámæli í kjördæmi sínu fyrir lágar
fjárveitingar.
Páll var mikill afkastamaður, eins
og m.a má sjá af því, að til viðbótar
öllum skýrslum varðandi starf hans
hjá Búnaðarfélagi íslands, reit hann
fjölda blaðagreina eins og sjá má í
Tímanum frá þessum tíma. Maður
undraðist oft hvernig hann fengi tíma
til allrar þessarar vinnu. því að flest
kvöld var gestkvæmt á heimili hans,
scm stóð opið mönnum úr öllum
landshornum, en víða áttu þau hjón-
in vini. sem töldu sig ekki geta
komið til Reykjavíkur án þess aö
heimsækja þau.
Á framboðsferðum gisti Páll jafn-
an hjá Vigfúsi tengdaföður mínum í
Geitagerði í Fljótsdal og tókst með
Páli og honum og konu hans, Hclgu
Þorvaldsdóttur, góð vinátta, Ásamt
Páli gistu cinnig Páll Hermannsson
eða Halldór Ásgrtmsson og fram-
bjóðcndur Sjálfstæðisflokksins. Oft
urðu þá fjörugar framhaldsumræður
eftir fundinn á Valþjófsstað og ekki
minnst skemmtilegar mcðan Árni
frá Múla var einn frambjóðendanna.
Páll skrifaði síðar um þau Vigfús og
Helgu hlýlegar afmælisgreinar.
En Páll átti ekki gáfum sínum og
atgervi allt að þakka. Ég vitna cnn
til frásagnar Halldórs Ásgrímssonar:
„Þaö er gamalt orðtak að hver
maður vcrði mikill af sjálfum sér.
Slíkt er aö nokkru rétt, þvt hæfileik-
ar manna. skapgerð og mannkostir
eiga sinn mikla þátt í hversu menn
verða farsælir fyrir sjálfa sig og sína
samtíð. Hitt er svo. að mínum dómi.
jafn mikið sannmæli, að stundum er
„maöurinn ei ncma hálfur". því í lífi
ogstörfum, baráttunni fyrir hugsjón-
um og hugðarefnum, veldur oft
gæfumun að hafa eignast góðan og
skilningsríkan lífsförunaut -og í því
efni var Páll mikill gæfumaður. Frú
Guðrún Hannesdóttir, kona Páls,
var á flesta lund óvenjuleg kona.
sem hafði til að bera gáfur, mann-
kosti, húsmóöurlcga glæsimcnnsku
og annað það sem góða konu rná
prýða. Hefi ég fáum eða engum
konum kynnst, sem mér hefir fundist
meira til um en frú Guðrúnu. og ég
fullyrði, að fáar íslenskar konur
hafa, að mínum dómi. vcrið betur
færar um að koma vel og virðulega
fram í hvaða stöðu þjóðfélagsins
sem vcrða vildi. Hvort sem hún
hefði verið húsmóðir í höll eöa
hrcysi, þá hefði hún komið fram
með þeirri reisn og höfðingsbrag,
sem við átti og glatt gat gest og
gangandi. Heimili Páls og Guðrúnar
var „opið hús". Allir gátu leitað þar
skjóls og fyrirgrciðslu. og þar var
enginn mannamunur gerður.
Hjartahlýja og góðvild hjónanna
beggja var sú sama í garð vina og
vandamanna sem og nauðlcitar--
manna. hvaðan af landinu sent þeir
voru. Slíkir menn áttu oft erindi við
Pál og þeim var frú Guörún ekki
síður innan handar en rnaður
hennai. Páll var því mikill gæfumað-
ur í einkalífi sínu, ckki cingöngu í
sambúð við ágæta konu, hcldur
einnig vegna barna þeirra, sem öll
eru þckkt að góðum hæfileikum,
hvcrt á sínu sviði, samfara mann-
kostum, scm þau crfðu frá forcldrum
sínum og ræktuðust í uppcldi þcirra
á þcirra ágæta æskuheimili."
Páll Zópóníasson Iést !. desember
, 1964, þá nýlega orðinn 78 ára. Með
honum féll frá einn minnisstæðasti
Islendingurinn á þessari öld.
Þórarínn Þórarinsson
HOFUM FENGIÐ TAKMARKAÐ MAGN
AF 300 OG 400 LTR. PRESSUM Á AFAR
HAGSTÆÐU VERÐI.
GERÐ 300 KR. 24.680
GERÐ 400 KR. 36.315
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
Guðjóns Bjarnasonar
frá Uxahrygg
Sérstaklega þökkum við læknum.og hjúkrunarfólki á Borgarspítalan-
um frábæra umönnun.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Sveinsdóttir.
Jón Eiríksson
hreppstjóri í Skeiðháholti
Fæddur 11. mars 1893.
Dáinn 16. október 1986
Jón Eiríksson bóndi og hrepp-
stjóri í Skeiðháholti var fæddur á
Votamýri á Skeiðum 11. mars 1893.
Foreldrar hans voru Eiríkur Magn-
ússon bóndi þar og kona hans Hall-
bera Vilhelmsdóttir. Þegar Jón var
þriggja ára fór hann í fóstur að
Skeiðháholti til hjónanna, Bjarna
Jónssonar hreppstjóra og Guðlaugar
Lýðsdóttur, frá Fllíð í Gnúpverja-
hreppi.
Árið 1869 fluttist að Skeiðháholti
Jón Jónsson sem þá hafði búið um
25 ára skeið í Kilhrauni á Skeiðum
og var hreppstjóri frá árinu 1864.
Jón Jónsson var þekktur í héraðinu
og var þingmaður Árnesinga eitt
kjörtímabil. Hannes Þorsteinsson
alþingismaður og þjóðskjalavörður,
segir í minningargrein um hann.
„Var hann framsýnn og úrræðagóð-
ur, og lét lítt á sinn hlut ganga, er
hann var í fullu fjöri. Var hann betur
menntaður en bændur almennt ger-
ast og fylgdi af áhuga landsmálum
öllum. Var og mjög frjálslyndur í
skoðunum og hafði gleggri skilning
á framfarahreyfingum nútímans en
margir hinna yngri manna.“
Jón Jónsson var lærður silfursmið-
ur kona hans var Þórdís Bjarnadóttir
frá Laugardælum af hinni þekktu
Laugardælaætt. Bjarni fóstri Jóns
yngra tók við hreppstjóraembættinu
af föður sínum, og er sonur hans,
Bjarni, hreppstjóri Skeiðahrepps,
hinn fjórði í röðinni.
Þau Bjarni og Guðlaug nutu
mikillar mannhylli, og það var
algengt, að nágrannar og vinir leit-
uðu til þeirra með vandamál sín og
reyndust þau mjög ráðholl. Heimilið
var fjölmennt og ríkti þar menning-
arblær. Skeiðháholt var í þjóðbraut
áður en bifreiðar komu til sögunnar
og þar af leiðandi var þar mikil
gestanauð. Þau Bjarni og Guðlaug
ólu upp mörg börn auk Jóns að
meira eða minna leyti. Þar áttu og
gamalmenni skjól og ýmsir sem
höfðu átt í erfiðleikum í lífsbarátt-
unni.
Jón var þegar á æskuárum áhuga-
samur við búskapinn, og reyndist
fósturforeldrum sínum framsækinn
og hollur.
Jón Eiríksson kvæntist 24. maí
1919 Jóhönnu Ólafsdóttur frá Sand-
prýði á Eyrarbakka. Lifir hún mann
sinn.
Börn þeirra eru: Bjarni bóndi og
hreppstjóri í Skeiðháholti, kona
hans er Kristín Skaftadóttir frá
Sauðárkróki eiga 4 börn. Ólafur
kennari við skólann í Brautarholti
og jafnframt bóndi í Skeiðháholti
kona hans er Jóhanna Jónsdóttir frá
Reykjavík eiga 6 börn. Gunnlaugur
skrifstofumaður hjá SÍS kona hans
Bergþóra Jensen frá Raufarhöfn
eiga 3 börn. Vilmundur bóndi í
Skeiðháholti, kona hans er Kristín
Hermannsdóttir frá Blesastöðum
eiga 4 börn. Sigríður er ekkja,
maður hennar var Örn Sigurðsson,
á 6 börn. Hjónaband þeirra Jóns og
Jóhönnu var með afbrigðum gott.
Jóhanna var falleg kona og mikil
húsmóðir. Hjónaband þeirra stóð í
67 ár og mun slíkt vera fágætt.
Vorið 1920 tók Jón við búi fósturfor-
eldra sinna og bjó í 50 ár seinustu
árin í félagi við Vilmund son sinn.
Jón í Skeiðháholti hafði mikil
afskipti af opinberum málum í
Skeiðahreppi. Var hann hreppstjóri
í 38 ár og í hreppsnefnd í 20 ár. Þá
starfaði hann í mörgum nefndum á
vegum sveitarinnar. Störf sín rækti
hann af skyldurækni og trúmennsku
hins grandvara manns og orð hans
þóttu eins góð og handsöl annarra
manna eins og sagt var eitt sinn.
Milli foreldra minna og heimilisins
í Skeiðháholti var alla tíð náið
samband og tíðar heimsóknir á milli.
Kynni mín af Jóni voru orðin
löng. Hann hverfur af sviðinu sein-
astur þeirra Skeiðabænda, sem ég
man fyrst eftir. Mest urðu kynni
okkar Jóns er við vorum saman í
skattanefnd hreppsins en þar störf-
uðum við saman í yfir tuttugu ár eða
þar til skattanefndir í sveitum voru
lagðar niður. Oftast hafði Jón skatta-
fundina á heimili sínu. Þetta var
alltaf ánægjulegur tími, en venjulega
stóðu fundirnir í nokkra daga. Það
hvíldi ró og virðuleiki yfir heimilinu.
Ef hægt er að segja urn nokkurn
mann að hann hafi lent á réttri hillu
í lífinu var það um Jón í Skeiðhá-
holti. Hann varð þeirrar hamingju
aðnjótandi að alast upp við mikið
ástríki á menningarheimili og hann
tók þar við jörð og búi í fyllingu
tímans og átti þar heima til dauða-
dags. En íslenski bóndinn hefur
löngum orðið að leggja sig»allan
fram til þess að ná árangri í búskap.
Jón var einn af þeim mönnum, sem
hlífði sér hvergi enda var hann
þrekmaður og vel verki farinn.
Heilsu hélt hann til hárrar elli.
Ég held að Jón hafi verið bundinn
jörðinni sinni ákaflega sterkum
böndum. Honum hefði aldrei dottið
annað í hug en að vera bóndi á
jörðinni sem hann unni.
Ég minnist þess að ég heimsótti
hann einn síðsumardag. Tíð hafði
verið góð þetta sumar og allir höfðu
heyjað vel. Viðgengum íblíðviðrinu
um túnið og virtum fyrir okkur
dásemdir náttúrunnar. Þessi dag-
stund verður mér ógleymanleg og sú
mynd sem ég geymi í huga mínum
af vini mínum frá þessum degi. Ég
held að ef bóndinn á að ná árangri í
búskapnum þá verði hann að vera
samgróinn jörðinni sinni og búpen-
ingnum. Vegna þess að Jón fór eftir
þessari reglu náði hann árangri í
búskapnum. Sveitungar og vinir
sýndu Jóni í Skeiðháholti mikinn
trúnað og hann brást heldur aldrei
þeim trúnaði sem honum var sýndur.
Jón í Skeiðháholti var hamingju-
samur, hann bjó á kostajörð og var
framfara og framkvæmdamaður í
sínum búskap. Hann var giftur
mikilhæfri konu sem var honum
samhent.
Þegar árin færðust yfir drógu þau
saman seglin í búskapnum og lifðu
mörg góð ár þar sem þau eyddu elli
árunum og höfðu góða heilsu fram á
tíunda tuginn. Að síðustu varð Jón
að fara á sjúkrahús og þar andaðist
hann. Jóhanna dvelur nú á sjúkra-
húsi þrotin að kröftum.
Þau hlutu virðingu og vináttu
sinna samferðamanna. Ég mun
ávallt minnast Jóns þegar ég heyri
góðs manns getið.
Jón Guðmundsson
ljalli
Jón Eiríksson í Skeiðháholti fékk
margar góðar gjafir í vöggugjöf.
Hann var vel gerður til sálar og
líkama, léttur í lund og glaðsinna,
hár og beinvaxinn, ólst upp á miklu
menningarheimili og átti mikinn
vina- og frændgarð í sveitinni. Hann
giftist góðri konu og átti mannvæn-
leg börn.
Jörðin Skeiðháholt er eitt mesta
höfuðból sveitarinnar, en Jón bætti
urn betur, byggði og ræktaði og bjó
stórbúi, sérstaklega eftir að synir
hans komust á legg. Síðar skipti
hann jörðinni milli tveggja sona
sinna. Jón var í eðli sínu bóndi og
það góður búmaður. Um langan
tíma bjuggu þeir fjórir bændur frá
Votamýri í sveitinni, en það voru
auk Jóns þeir Guðni á Votamýri,
Guðbjörn í Arakoti, og Eiríkur,
síðast á Hlemmiskeiði. Állir þessir
bræður eru nú horfnir okkur en
minningin urn þá lifir scm mikla
búrncnn og hagleiksmcnn.
Jón í Skeiðháholti naut mikils
trausts og tiltrúar sveitunga sinna og
voru falin mörg trúnaðarstörf. Hann
var hreppstjóri frá 1936-1974, eða í
38 ár og í hreppsnefnd frá 1930-1950
eða í 20 ár. Sinnti hann störfum
þessum af alúð og trúmennsku en
jafnframt mannlegri hlýju í garð
samferðamanna sinna og kryddaði
þá oft tilveruna með spaugsyrðunt
og léttu en græskulausu gamni. Faðir
minn og hann áttu langt samstarf um
sveitarmálefni. Meðal annars áttu
þeir báðir sæti í skattanefnd, scnr
gegndi sömu störfum og skattstofur
nú, en þar að auki aðstoðuðu nefnd-
armenn marga bændur við framtöl.
Voru þeir þá til skiptis á heimilum
hver annars, meðan nefndin starf-
aði. Þetta var Vandasamt starf og
vanþakklátt, en ekki man ég eftir
því að hnjátað væri í Jón út af
framtölum. Er mér minnisstætt frá
þessum tíma, hvort sem var við
skattfranrtal eða útsvarsálagningu,
að alltaf vildi Jón hlífa þeim sem
voru minni máttar. Síðar áttum við
samstarf um málefni sveitarinnar og
var það fyrir mig lærdómsríkt.
í huga mínum er bjart yfir minn-
ingu Jóns í Skeiðháholti og ég kveð
þcnnan vin minn og alnafna með
þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning hans.
Jón Eiríksson
Vorsabæ
Alhliöa múrbrot og fleygun
Vanir menn - Leitiö tilboða
Opið allan sólahringinn
Símar 77638-82123
STEINSTEUPUSÖGUN
Kjarnaborun • Múrbrot
P.O.BOX 8432 • 128 REYKJAVÍK • S 82123 / 77638
Til sölu
Nýtt sófasett til sölu v/flutninga.
(Sófi og tveir stólar). Selst ódýrt.
Uppl. í síma 79371.