Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Málefni Utvegsbankans Miklar umræður hafa spunnist um skýrslu Seðlabank- ans varðandi málefni Útvegsbankans. Skýrslan er nú hjá þingflokkunum og má vænta þess að innan skamms verði ákveðið hvað gert verður. Allt frá því að Hafskip h/f var tekið til gjaldþrota- skipta hefur verið ljóst að tap Útvegsbankans yrði slíkt að starfsgrundvöllur hans í núverandi mynd væri brostinn. Það hefur einnig komið fram að innan stjórnarflokk- anna er ágreiningur um hvernig skuli tekið á vanda hans. Framsóknarflokkurinn hefur m.a. bent á þá leið að ríkisbönkunum yrði fækkað úr þremur í tvo. Við það yrði bankakerfið einfaldara og ódýrara fyrir almenning. Það væri hægt að gera með sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans og vel er hugsanlegt að Landsbank- inn tæki að sér eitthvað af því hlutverki sem Útvegs- bankinn hefur með höndum. Innan Sjálfstæðisflokksins er mikið haldið fram þeirri hugmynd að stofna beri nýjan einkabanka, þar sem ríkið myndi leggja fram verulegt fjármagn en hefði síðan engin afskipti af. Á flokksráðsfundi þeirra nú fyrir skömmu ítrekaði formaður þeirra Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins og óskaði eftir því við flokksráðið að það hvikaði hvergi frá henni. Þessi skoðun sjálfstæðismanna er afar einkennileg í ljósi þess að sjálfstæðismenn segjast vera á móti ríkisafskiptum og að ekki eru nema fáeinir mánuðir síðan þeir fengu því framgengt að ríkið seldi hlutabréf sín í Iðnaðarbankanum. Því vekur það óneitanlega furðu að þeir vilji nú að ríkið leggi fram verulegt fjármagn að nýju í hlutafélags- banka, og skiptir í því tilviki litlu hvort það er Seðlabankinn eða ríkið sem það gerir. í framhaldi af því má einnig spyrja hvort það yfirleitt samrýmist stöðu Seðlabankans að vera þátttakandi í reksti viðskipt- abanka. Þegar rætt er um erfiðleika Útvegsbankans og lausnir þar á hlýtur að vera nauðsynlegt að skoða vilja viðskiptavina hans. Þeir verða ekki fluttir eins konar hreppaflutningum milli bankakerfisins að vilja ein- hverra embættismanna. Stór hluti viðskiptavinanna kemur frá sjávarútvegin- um enda hefur Útvegsbankinn lánað mikið til hans. Staða þess málaflokks hefur verið erfið og það hefur komið í hlut ríkisbankanna að leysa þeirra vanda, enda einkabankarnir lítið spenntir fyrir að lána til sjávarút- vegsins. Með stofnun hlutafélagsbanka þar sem eigendurnir væru einkum verslunarmenn og iðnaðarmenn er engin 'trygging fyrir því að hagsmunir sjávarútvegsins væru tryggðir, sem þó er afar nauðsynlegt. I ræðu sinni á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins lagði Þorsteinn Pálsson áherslu á „að ábyrgðarlaust væri að láta þessi mál velkjast áfram án ákvörðunar.“ Undir það skal tekið en jafnframt minnt á að þau eru fyrst og fremst í höndum bankamálaráðherra Matthías- ar Bjarnasonar og ættu því að vera hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka á eftir tillögum og ákvörðunum. Þriðjudagur 18. nóvember 1986 GARRI Af stjórnarmyndunum Stjórnarmyndunartilraunir Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins, núna undanfarið eru farnar að nálgast það að vera hlægilegar. Menn verða þess líka varir úti í ba: að þar er fólk farið að skopast með þetta allt saman. Þetta byrjaði þannig að Jón Baldvin belgdi sig út í fjölmiðlum og fór að biðla til einhvers sem hét víst viss öfl í Alþýðubandalaginu. Þar virtist hann raunar vera að meina Ásmund Stefánsson forseta ASÍ. Einn helsti leiðtogi Alþýð- ubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði sér síðan lítið fyrir og myndaði nýja ríkisstjórn á papp- írnum í blnðaviðtali fyrir skömmu. Þar var hann bersýnilega að svara þcssum þreiflngum Jóns Baldvins, scm svo er aö sjá að hann hafí látið glcpjast til að taka alvarlega. Síðan bar svo til að á aðalfundi miðstjóm- ar Alþýðubandalagsins fyrir rúmri viku var Jóni Baldvin svarað með þvi að gefa honum fast tilboð. Konan er hverflynd Eins og menn minnast fólst þetta tilboð í því uð mynduð yrði að loknum næstu kosningum sam- stjórn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista, svo gæfu- legt sem slíkt hefði nú orðið. En konan er hverflynd, stendur ein- hvers staðar, og þetta á greinilega, að breyttu breytanda, einnig við um Jón Baldvin. Þegar hér var komið sögu var hann búinn að skipta um skoðun. Hann snéri pent og laglega upp á Jón Baldvin - snýst eins og skopp- arakringla. sig og var bcinlínis fúll yfir þessu tilboði. Um þetta leyti var Jón Baldvin nefnilega farinn að hugsa allt annað, Hann var farinn að sjá nýja viðreisnarstjórn í rósrauðum hillingum. í Ijós kom að hann var þarna búinn að lcggja á hilluna allar fyrri hugmyndir sínar um að leiða sam- starf til vinstri að loknum næstu kosningum. Hann var þvert á móti farinn að gæla við þá hugmynd að sitja í forsæti í samstjóm Álþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks frá og með komandi sumri. Eins og menn vita hefur Jón Baldvin nú verið hryggbrotinn á þeim vígstöðvum. Það var Þor- steinn Pálsson, sem það gerði á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins nú á föstudaginn. Fær Framsókn næsta bónorð? Ástæðurnar, sem Þorsteinn til- greindi, voru fyrst og fremst þær að hann sagði Alþýðuflokk vilja þrefalda eignaskattinn. En á bak við þessi umraæli lá vitaskuld hitt að Þorsteinn er núna logandi hræddur við Alþýðuflokkinn eftir nýbirtar niðurstöður skoðanak- önnunar um fylgi flokkanna. Þar kom nefnilega í Ijós að Alþýöuflokkur virðist sem stendur vera að vinna fylgi frá Sjálfstæðis- flokki. Menn verða að gera sér Ijóst að fari svo að atkvæðasveiflan færist aftur frá Alþýðuflokki yfir til Sjálfstæðisflokks þá er alls ekki óhugsandi að Þorsteinn geti skipt um skoðun, svona rétt eins og Jón Baldvin. Aftur er það óljóst á þessari stundu hvað Jón Baldvin gerir næst. Hann hefur núna sjálfur hryggbrotið Alþýðubandalagið og verið hryggbrotinn af Sjálfstæðis- flokki. Þá er eiginlcga ekki annað eftir fyrir hann en að byrja að fara á fjörurnar við Framsóknarflokkinn. Og það væri raunar alveg rökrétt áframhald af fyrri hegðan hans, því að maðurinn hefur sýnt það að hann snýst eins og skopparakring- la. En það myndi skapa þá stöðu að Framsóknarmenn neyddust til þess að taka afstöðu til mögulegrar samstjórnar sinnar og Alþýðu- flokks eftir næstu kosningar. Og hvemig líst mönnum á það? Sér- staklega með hliðsjón af því að Jón Baldvin vill víst ekkert minna en að verða sjálfur forsætisráðherra? Garri. VÍTTOG BREITT Stjórnarmyndunar ■ og framboðsraunir Margs konar skemmtun hafa menn af prófkjörum og úrslitum þeirra og sömuleiðis af þvf að mynda ríkisstjórnir eftir kosning- ar, jafnvel áður en framboðslistar eru ákveðnir og eru skoðanakann- anir lagðar til grundvallar stjórn- armyndunum. Það eru ekki einhverjir ótýndir strákar úti í bæ, sem eru í þessum leik heldur grafalvarlegir stjórn- málaleiðtogar, sem eru að reyna að telja þjóðinni trú um að þeirséu marktækir. Bágborin útkoma Sjálfstæðis- flokksins í nýgerðri skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar hefur hleypt öllu í bál og brand hjá íhaldinu. Þorsteinn formaður les ekki annað út úr niðurstöðunum en blóðrauða vinstri stjórn og varar lið sitt eindregið að láta ekki glepj- ast og freistast til að kjósa Alþýðu- flokkinn í þeirri trú að ný viðreisn sé í burðarliðnum. Lélegir framboðslistar Fylgistapið verður Morgunblað- inu tilefni hugleiðinga um nafla- skoðun sjálfstæðismanna. í leiðara á sunnudag er látið að því liggja að prófkjör og skoðanakönnun í Reykjavík og á Reykjanesi hafi farist flokksbundnum sjálfstæð- ismönnum svo illa úr hendi að háttvirtum kjósendum detti ekki í hug að kjósa svoleiðis niðurröðun yfir sig. En enn má betrumbæta listana segir Morgunblaðið og öll nótt er ekki úti enn. Moggaleiðari: „Þá er einnig á það að líta, að sjálfstæðismenn hafa ekki gengið endanlega frá framboðum sínum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Kjörnefndir í báðum kjördæmum eiga eftir að leggja tillögur sínar fyrir fulltrúa- ráð og kjördæmisráð. Sé það mat manna, að óánægja með röðun á framboðslista vegi þungt í svörum kjósenda í könnun Félagsvísinda- stofnunar, er enn tækifæri til breyt- inga“ Ástarjátningar sem ekki ganga upp. Ólafur Ragnar. Jón Baldvin. Þorsteinn. Endaskipti eða útskúfun Hér er ekkert skafið utan af því að höfuðmálgagn Sjálfstæðis- flokksins leggur til að endaskipti verði höfð á þeim framboðslistum flokksins sem almennir flokks- menn eru búnir að kjósa. Æskilegt væri að fá nánari upp- lýsingar um hvernig Moggi vill skipa listana. Á að stokka þá upp og færa menn upp og niður eftir þörfum blaðsins? Eða kannski að leggja allt það mannval til hliðar sem þegar er á listunum og láta flokksapparötin setja nýtt fólk inn? Það gæti orðið dálagleg endur- nýjun í þingliði íhaldsins ef sú leið verður farin. Lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum er orðið til hinna mestu vandræða. Haldin eru prófkjör til að raða á lista. Þegar því er lokið verður allt vitlaust því ekki hefur lánast að raða rétt. Staðfesting á því fæst í skoðanakönnun þegar í ljós kemur að fylgi flokksins er á hraðri niður- leið. Þá er því kennt um að próf- kjör almennra og félagsbundinna sjálfstæðismanna falli ekki í kram- ið hjá almennum kjósendum og þá verður annað hvort að hafa enda- skipti á framboðslistunum eða skipta alveg um frambjóðendur, eða hvað? Svo er náttúrlega sú leið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hætti við framboð í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi til að firra frekari vandræðum en tæpast verður Morgunblaðið ánægt með það svo að sú lausn kemur sennilega ekki til greina. Bónorðasyrpa Hvað sem framboðsraunum líð- ur eru viðræður um stjórnarsam- starf í fullum gangi. Ólafur Ragnar og Alþýðubandalagið ganga með grasið í skónum á eftir Jóni Baldvin, sem segir þvert nei, og Ólafur Ragnar kallar því gamal- dags pólitíkus og herðir því meir á bónorðinu sem honum er oftar afneitað. Jón Baldvin stefnir leynt og ljós að samvinnu við íhaldið en eftir fylgishrunið í skoðanakönnun hefur Þorsteinn Pálsson snúið við honum bakinu og vill ekkert hafa með stjórnarsamvinnu við krata að gera. Þá er Alþýðubandalagið að gera hosur sínar grænar fyrir kven- fólkinu, sem ekki er til viðtals um eitt eða annað stjórnarmynstur, enda segir Jón Baldvin þær óhæfar til stjórnmálastarfa. Málin standa sem sagt eins og í leikriti eftir Tsékov. Allar persón- urnar elska einhverja aðra persónu út af lífinu og bónorðin ganga á víxl, en það vill seint verkast svo að málin gangi upp, því ástin er aldrei gagnkvæm milli tveggja persóna heldur verða óæskilega mörg hjól undir hverjum vagni og öll snúast þau sitt í hverja áttina. Svo sýnist sem stjórnmálaflokk- arnir eigi í nógu basli með að koma saman nothæfum framboðslistum þótt þeir fari ekki að auka sér erfiði með ótímabærum stjórnarmynd- unum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.