Tíminn - 24.03.1987, Síða 5

Tíminn - 24.03.1987, Síða 5
Þriöjudagur 24. mars 1987. Tíminn 5 Albert Guðmundsson svarar í dag: Allt í steik hjá íhaldinu út af Albert - verður ráðherra flokksins vikið frá ? Verður Albert rekinn eða hefur Þorsteinn gleypt of stóran bita, sem hann ekki getur kyngt? Fellur annar eða báðir, eða tekst að halda þannig á málum að báðir komast af með óskertri reisn? Hvað liggur raun- vcrulega að baki? Spurningum eins og þessum velta menn nú fyrir sér og fylgjast spenntir með framvindu mála, eins og um góðan knattspyrnu- leik væri að ræða. Um hitt er hins vegar engum blöðum um að fletta að hér er um slæmt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ræða, svona rétt fyrir kosningar, og þótt aðalpersónur leiksins fái mikla umfjöllun í fjölmiðlum, sem að öðru jöfnu er þeim vart á móti skapi, er ekki víst að þeim líði jafn vel í fjölmiðlabaðinu þessa stundina. Sjálfstæðisflokkurinn, Hafskip og Albert Rætur þessa máls liggja í Haf- skipshneykslinu og tengslum Alberts Guðmundssonar við það fyrirtæki. Hvort sem Albert reynist sýkn eða sekur í því máli, þá má ekki gleyma að fleiri frammámenn Sjálfstæðis- flokksins tengdust fyrirtækinu og í heild hefur það reynst Sjálfstæðis- flokknum sem myllusteinn um háls. Albert Guðmundsson hefur hins vegar verið gerður að nokkurs konar persónugervingi þeirrar meintu spill- ingar sem þar blómgaðist og höfuð- tenging málsins við Sjálfstæðisflokk- inn. Að losa Sjálfstæðisflokkinn við Albert Guðmundsson er því um leið tilraun til að hvítþvo flokkinn af Hafskipsmálinu. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra fór fram á það við embætti skattrannsóknarstjóra að sér yrði gert viðvart um hvort einhverjir núverandi ráðherra hefðu gerst brot- legir við skattalög í tengslum við ransókn embættisins á Hafskipsmál- inu og má það teljast eðlilegt. Hins vegar var ljóst að sú rannsókn náði ekki nema til Alberts Guðmunds- sonar eins af ráðherrum ríkisstjórn- arinnar og að Albert Guðmundsson hefur lengi verið forystunni nokkur þyrnir í augum. Hann hefur viljað fara sínu fram, óháð vilja forystu- manna og hefur haft til þess styrk. Hafskipsmálið hefur síðan orðið til að ýta enn frekar undir óánægju ákveðinna afla innan flokksins. Blaðamannafundur Þorsteins. Hinn frægi blaðamannafundur Porsteins Pálssonar var haldinn að loknum þinglausnum sl. fimmtudag. Áður hafði Helgarpósturinn birt grein um að rannsókn skattrann- sóknarstjóra hefði leitt í Ijós að Albert Guðmundsson hefði svikið undan skatti og að Þorsteinn hefði kallað Albert til fundar við sig og krafist afsagnar hans sem ráðherra og að hann viki af lista. Eðlilega var ásókn fjölmiðla í þá Þorstein og Albert mikil til að fá fram hvort þessi frétt stæðist. Þorsteinn Pálsson stóð nú frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva. Annað hvort að neita ákveðnum hlutum í frétt HP, sem reyndar var gert, og láta þarvið sitja, eða aðgera rannsókn skattrannsóknarstjóra op- inbera og taka afstöðu til stöðu Alberts í ljósi hennar. Þorsteinn fór bil beggja, neitaði því að hafa krafist uppsagnar Alberts og lýsti jafnframt yfir að hann liti skattsvik fjármála- ráðherra alvarlegum augum. Hann kvað hins vegar ekki upp úr með pólitíska framtíð Alberts. „Á þeim fundi lagði ég ekki fram tillögu eða setti fram kröfu um að Albert Guðmundsson viki úr ráðherra- starfi. Úrskurður skattarannsóknar- stjóra í málinu liggur ekki enn fyrir,“ sagði Þorsteinn á fundinum. Sá úrskurður skattarannsóknar- stjóra liggur ekki enn fyrir og virðist því sem Þorsteini hafi snúist hugur með að gera hann að forsendu ákvörðunar sinnar í málinu. Góð tímasetning? Margir hafa einnig orðið til að velta fyrir sér tímasetningunni hjá Þorsteini til að fara með málið fyrir alþjóð. Skattrannsóknarstjóri gerði Þorsteini stöðuna Ijósa þann 5. mars en blaðamannafundurinn var hald- inn þann 19. mars. Eftir hverju var Þorsteinn að bíða?, spyrja menn. Ætlaði hann að bíða þar til svo skammur tími var til að frestur til breytinga á framboðslistum rynni út að Albert hefði ekki getað brugðist við með sérframboði ? Þótti honum hentúgt að fara fram með málið meðan Albert var erlendis, eða þrýsti greinin í HP honum til að- gerða ? Hefur þessi tímasetning orðið mörgum tilefni til .að halda að Þor- steini gangi ekki aðeins það eitt til að viðhalda „siðferðinu" í Sjálf- stæðisflokknum, heldur hafi verið ákveðið að losa Sjálfstæðisflokkinn við Albert vegna gamalla synda. Hvers vegna nýtur Albert samúðar? Þetta er eitt þeirra atriða sem afla Albert samúðar almennings. Auð- vitað er ekki nógu gott ef fjármála- ráðherra verður uppvís að skattsvik- unt og finnst fólki eðlilegt að hann fái að gjalda fyrir það. Hins vegar þykist fólk sjá að hér sé fyrst og fremst um pólitískan hráskinnaleik að ræða innan Sjálfstæðisflokksins og þá metur almenningur stöðuna upp á nýtt með hliðsjón af því. Þorsteinn gegn Albert, hvort skorar næsta mark? Og Þorsteinn hefur þegar skorað nokkur sjálfsmörk í hugum margra með því að skýra ekki frá málinu um leið og honum voru málsatvik kunn, með því að halda blaðamannafund að Albert fjarstöddum og svo er sú hugsun áleiti n hj á mörgum að eflaust mætti finna einhver óhreinindi í pokahorninu hjá fleirum ef jafn- grannt væri leitað og gert var í poka Alberts. Og á þetta spila stuðnings- menn Alberts, enda þeim eðlilegt að líta þannig á málin. Staða skattrannsóknarstjóra. Ef marka má þau orð Þorsteins Pálssonar á blaðamannafundinum á fimmtudag, sem til var vitnað hér að framan, mætti ætla að endanlegur úrskurður skattrannsóknarstjóra skipti sköpum í þessu máli. Er ástæða til að afgreiða málið á þann hátt sem oftast er gert, með álagi á leiðrétta álagningu, eða fer það í sektarmeðferð hjá ríkisskattanefnd eða er málið það alvarlegt að það fer til skoðunar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins ? Skattarannsóknarstjóri hefur sjálfur lýst því yfir í viðtali við Tímann, að hann telji mjög erfitt að afgreiða skattamál Alberts sem hann hefur til meðferðar á eðlilegan hátt, þar sem athygli almennings hafi svo mjög verið beint að því og ekki síður að framtíð ráðherra í ríksstjórninni kunna að velta á afgreiðslu þess. Þorsteinn Pálsson virðist hins veg- ar hafa ákveðið að bíða ekki eftir endanlegum úrskurði skattarann- sóknarstjóra, hvort hann telji skýringar Alberts fullnægjandi eða hvort hann telji þörf á frekari rannsókn. Málið hefur þróast hratt og að því sem virðist að hluta til tekið sjálfstæða stefnu sem enginn sá fyrir og nú hefur Þorsteinn gert Albert tilboð. Tilboð Þorsteins Þorsteinn Pálsson kallaði Albert Guðmundsson til fundar við sig nú á sunnudaginn og gerði honum þar tilboð. Fékk Albert tvo daga til að svara því tilboði. Þeir Þorsteinn áttu síðan fund í gær og var þar ákveðið að Albert gæfi svar í dag. Ekki hefur fengist staðfest af aðilum málsins í hverju þetta tilboð fólst, en sam- kvæmt heimildum Tímans fer Þor- steinn fram á að Albert víki sem iðnaðarráðherra. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins gerir síðan kröfu til að hann víki af lista flokksins í Reykjavík. Til þess að Albert hljóti ekki þeim mun meiri álitshnekk er honum boðin sendiherrastaða í París. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við að flokkurinn skuli bjóða Albert að verða fulltrúi íslands erlendis þegar hann treystir honum ekki til trúnaðarstarfa innan- lands. En þá ber að hafa í huga að Albert hefur löngum gegnt mörgum og mikilvægum trúnaðarstörfum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og fall Alberts er því um leið skellur fyrir flokkinn. Því er það, að þegar Sjálfstæðis- flokkurinn reynir að draga úr högg- inu er hann ekki síður að hlífa sjálfum sér en Albert. Staða Sjálfstæðisf lokksins og Alberts Staða Sjálfstæðisflokksins í þessu máli er því slæm og engu betri er staða Alberts. Ásakanir á Albert hitta flokkinn fyrir, þrátt fyrir til- raunir formannsins að draga þarna skýr mörk á milli. Og verði Álbert vikið úr ráðherrasæti og af lista flokksins í Reykjavík blasir sér- framboð Alberts við. Stuðnings- menn hans efndu til styrkleikasýn- ingar í Þórskaffi um helgina og sýndu að þeir njóta mikils fylgis. Forysta Sjálfstæðisflokksins harðn- aði hins vegar í afstöðu sinni til Alberts fyrir vikið og virðist nú fátt geta orðið til sátta. Eru nú þær stofnanir flokksins sem taka ákvörð- un um brottvikningu Alberts úr ráðherrasæti og af lista, þ.e. þing- flokkurinn og fulltrúaráð flokksins, í startholunum. Stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar telja miklar líkur á að verði af sérframboði verði það víðar en í Reykjavík. Og þeir eru þess fullvissir að Albert „glansi inn“. Klofningur í Sjálfstæðisflokknum er þá orðinn staðreynd,einn helsti oddamaður hans er settur út í kuld- ann fyrir hneykslis sakir og stendur þar og gefur flokknum langt nef. Gefi Þorsteinn hins vegar eftir og ýtir Alberti ekki frá, eru dagar Þorsteins Pálssonar sem formanns í Sjálfstæðisflokknum væntanlega taldir. Eftir stendur Albert og eimur- inn af Hafskipshneykslinu, enn sterkari en fyrr. -phh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.