Tíminn - 03.03.1987, Qupperneq 1

Tíminn - 03.03.1987, Qupperneq 1
ISTUTTU MALI ■ aa TIU ARA gamall drengur liggur nú lífshættuleaa slasaður á Borgar- spítala eftir að hann varð fyrir bíl á móts við Kaplakrika á Hafnarfjarðar- vegi. Slysið átti sér stað síðastliðinn þriðjudag um miðjan dag. Drengurinn kom hjólandi á gangbraut og í veg fyrir bíl sem ók suður Hafnarfjarðarveg. Drengurinn slasaðist alvarlega og er enn í lífshættu. Drengurinn hefurverið meðvitundarlaus frá því að slysið varð. UMSÓKN UM NÝJA út- varpsstöð er nú á borðinu hjá útvarps- réttarnefnd. Hluthafar í stöðinni eru m.a. Ólafur Laufdal, veitingamaður, Gunnlauaur Helgason, auglýsinga- stofan Ljosir punktar, ÞorgeirÁstvalds- son og fleiri. Útvarpsstöðin verður til húsa að Sigtúni 3. Ekki er fulimótað hver dagskrá útvarpsstöðvarinnar verður en Ijóst er að fyrirhugað er að hún sendi út allan sólarhringinn. ÚTRÁS útvarpsstöð framhalds- skólanna hefur nú tekið í notkun nýtt hljóðver og hefur þá yfir tveimur hljóð- verum að ráða. Hið nýja hljóðver var formlega tekið í notkun í gær en það er staðsett í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hitt hljóðver útvarpsstöðv- arinnar er staðsett í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Á HÁTÍÐARSAMKOMU sem haldin var í Háskólabíói síðastlið- iinn laugardag voru brautskráðir 70 kandídatar frá Háskóla islands. 3 í guðfræði, 3 í hjúkrunarfræði, 2 með embættispróf í lögfræði, 2 með kandí- datspróf í íslenskri málfræði, 1 með kandídatspróf í íslenskum bókmennt- um, 3 með kandídatspróf í sagnfræði, 17 með B.A próf í heimspekideild, 9 með kandídatspróf í viðskiptafræðum, 1 með lokapróf í byggingarverkfræði, 23 með B.S. próf úr raunvísindadeild, 1 með kandídatspróf í tannlækningum og 14 með B.A. próf úr félagsvísinda- deild. Háskólakórinn söng á samkomunni og einnig söng Gunnar Guðbjörnsson einsöng við undirleik Guðbjargar Sig- urjónsdóttur. Auk brautskráningar kandídata fór fram veiting heiðursdoktorsnafnbóta í heimspekideild. Dr. Páll Skúlason for- seti heimspekideildar lýsti kjörinu og afhenti doktorsbréfin. Heiðursdoktors- nafnbótina hlutu fjórir fræðimenn á sviðum íslenskra fræða. Þessir fræði- menn eru Hermann Pálsson, prófess- or við háskólann í Edinborg, Oskar Bandle, prófessor við háskólann i Zurich, Peter Foote, prófessor emerit- us frá University College í London, og Theodore Anderson, prófessor við Stanford-háskóla I Kaliforníu. HINN 23. febrúar 1987 afhenti Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra, hr. Pierre Aubert, forseta Sambands- ráðs Sviss, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Sviss. KRUMMI „Þetta er víst það sem þeir kalla fram- sókn í afvopnunar- málum!“ hh Steingrímur Hermannsson ræðir við Gorbatsjov í Moskvu: Gorbatsjov kynnir nýjar hugmyndir - um meðal- og skammdrægar flaugar fyrir íslenska forsætisráð- herranum, fyrstum vestrænna leiðtoga Mikhail Gorbatsjov sagði í gær í viðræðum sínum við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að hann vildi fjarlæga jafnt meðald- rægar sem skammdrægar kjarn- orkuflaugar frá Evrópu. Sovétleiðtoginn, sem varð reyndar 56 ára gamall í gær, lýsti yfir þessum áhuga sínum á tveggja tíma fundi sem hann átti með Steingrími í Moskvu. Steingrímur var fyrsti leiðtogi NATO-ríkis til að ræða við Gor- batsjov síðan hann tilkynnti á laug- ardag að hugsanlegt samkomulag um að fjarlægja meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá Evrópu væri ekki lengur bundið skilyrði um takmörkun á geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar. Hugmyndin um að stórveldin fækkuðu meðaldrægum kjarn- orkuflaugum í Evrópu var rædd á Reykjavíkurfundinum í október sl. en þá tengdist hún „stjörnu- stríði" Bandaríkjastjórnar eins og allar aðrar tillögur sem ræddar voru þá. Fréttaskýrendur í Moskvu hafa leitt að því getum að Gorbat- sjov hafi kosið að tilkynna um þessa tilslökun sína rétt áður en Steingrímur kom í heimsókn til þess að skapa táknræn tengsl við Reykjavíkurfundinn. Þær viðræð- ur sem Gorbatsjov og Steingrímur áttu síðan í gær renna frekari stoðum undirþessargetgátur. Eftir fund þeirra í gær sagði Steingrímur að Gorbatsjov hafi lýst þeirri ósk sinni við sig að þegar skamm- og meðaldrægar eldflaugar væru ræddar á Vesturlöndum kæmi hann sjónarmiðum Gorbatsjovs á fram- færi. Steingrímur lýsti fundi sínum með Gorbatsjov sem „fjörugum“ og „einlægum", en eftir fundinn gerði hann sendiherrum Norður- landa stuttlega grein fyrir honum. Steingrímur ræddi í gærmorgun við sovéska forsætisráðherrann Nikolai Ryzhkov. Á fundi forsæt- isráðherranna var ekki rætt um vt'gbúnaðarkapphlaupið eins og á fundinum með Gorbatsjov, heldur viðskiptatengsl íslands og Sovét- ríkjanna. Forsætisráðherrarnir ræddu saman í rúmar 3 klst. sem var mun lengur en ráðgert hafði verið. Meðal þess sem þar kom fram var að áhugi er á auknum viðskiptum milli þjóðanna á ýnts- unt sviðum. Til dæmis kom fram að á þessum fundi var ákveðið að hefja saltsíldarviðræður mun fyrr en verið hefur, eða strax í vor. Einnig sýndi sovéski forsætisráð- herrann auknum ullarviðskiptum áhuga ef íslendingar gætu aukið kaup sín á olíu frá Sovétríkjunum. Loks ræddu forsætisráðherrarnir aukin viðskipti með málningu og ærkjöt. Opinberri heimsókn Stcingríms Hermannssonar og föruneytis lýk- ur í dag, þriðjudag, og fer ráðherr- ann þá til Dannterkur í aðra opin- bera hcimsókn. Raisa Gorbatsjova bauð í gær Eddu Guðmundsdóttur forsæt- isráðherrafrú og Kristínu Klassen eiginkonu Guðmundar Benedikts- sonar ráðuneytisstjóra, til hádeg- isverðar og var hún að endurgjalda kvöldverðarboð forsætisráð- herrahjónanna frá því á Reykja- víkurfundinum í oktober sl. BG / HB / Reuter Atvinnufyrirtæki í 20. hverri íbúð í Kópavogi: Rörsteypa í kjallaranum? Atvinnufyrirtæki er skráð í um 20. hverri íbúð í Kópavogi. Sæl- gætisgerð, leikfangasmíði, smá- sala, heildverslun, nudd, fatagerð, prjónastofur, rörsteypa og pökkun eru dæmi um þá atvinnustarfsemi sem Kópavogsbúar reka í íbúðar- húsum sínum. Um 250 fyrirtæki voru skráð í íbúðarhúsum í Kópavogi í janúar s.l. samkvæmt skrá sem tekin hefur verið saman á vegum bæjarins og frá er sagt í Frjálsri verslun. f Kópavogi eru rösklega 5 þús. íbúð- ir, en íbúðarhús að sjálfsögðu miklu færri. Ekki er að vísu um atvinnustarf- semi á staðnum að ræða í öllum tilfellum, þarsem t.d. ökukennarar og iðnaðarmenn eru meðal þeirra sem skrá starfsemi sína heima hjá sér. En það þýðirþó væntanlega að a.m.k. símaþjónusta vegna fyrir- tækisins er á heimilinu. Af framansögðu má ráða að „aukabúgreinar" reknar á heimil- um fólks eru ekki einskorðaðar við sveitir landsins, heldur virðist mik- ið um slíkan „búskap“ í þéttbýli einnig - og ekki víst að hann sé allur formlega skrásettur. - HEI Víkingar íslandsmeistarar? Á sunnudagskvöld áttust við Stjarnan og Víkingur í 1. deildinni í handknattleik. Víkingar burstuðu Stjörnumenn 30-23 og eru þar með komnir með aðra hönd á bikarinn þar sem þeir eru 6 stigum á undan næsta liði sem er FH. Á þessari mynd sjást eigast við einu sinni sem oftar þeir Guðmundur Guðmundsson og Hafsteinn Bragason. Guðmundur lék Hafstein oft grátt í leiknum og skoraði hann sjö mörk og var markahæstur Víkinga. Sjá íþróttir á bls. 10 og 11. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.