Tíminn - 03.03.1987, Page 2
2 Tíminn
Þriöjudagur 3. mars 1987
Magnús G. Friðgeirsson framkvæmdastjóri
búvörudeildar Sambandsins:
„Okkur vantar
innflytjanda"
„Kelly er með ansi myndarlegt
umboðsfyrirtæki en hann vill á engu
stigi mála kaupa kjöt af okkur
sjálfur. Hann hins vegar býðst til að
selja kjöt í umboðssölu fyrir okkur
ef við finnum innflytjanda. Það er
það sem okkur hefur ekki enn
tekist‘% sagði Magnús G. Friðgeirs-
son framkvæmdastjóri búvörudeild-
ar Sambandsins er hann var spurður
hvort eitthvað nýtt væri að gerast í
kjötsölumálum Islendinga á Banda-
ríkjamarkaði, en Magnús fór til
Bandaríkjanna fyrir fáeinum dögum
og hitti m.a. J.J. Kelly sem sýnt
hefur áhuga á íslensku kjöti og telur
að hægt sé að selja það í Bandaríkj-
unum.
Er búvörudeildin þá að leita að
innflytjanda?
„Já ég er núna með samband við
þrjá aðila. Hjá þeim er ég að þreifa
fyrir mér hvort þeir séu tilbúnir til
að sinna þessu en það er ekki komið
á neitt svarstig hjá þeim enn. Ég geri
mér vonir um að fá einhver svör frá
þeim í næstu viku“.
Ertu bjartsýnn á að innflytjandi
finnist?
„Ég get ekkert sagt um það. Ég er
búinn að verða fyrir svo mörgum
vonbrigðum. Maður fór í þetta til að
byrja með fullur af djörfung og hug.
Ég er núna búinn að fara fjórum
sinnum vestur og hafa samband við
marga kaupendur, en eftir því sem
maður fær fleiri neitanir, þá verður
maður heldur varkárari".
Nú hafið þið hjá búvörudeild
fengið gagnrýni fyrir að hafa ckki
staðið ykkur sem skyldi með að
koma kjötsýnum til skila til réttra
aðila og er þar meðal annars átt við
kjötsýni sem Kelly hafi pantað.
Hvernig stendur á þessu?
„Ég er búinn að spyrja Kelly á
hvern ég eigi að stíla þetta, og hann
hefur ekki komið með svar við því
ennþá. Það eru til aðilar sem halda
því fram að við í búvörudeild værum
bara á móti því að varan kæmist á
markað. Ég hef aldrei skilið þá
hugsun almennilega. Auðvitað erum
við tilbúnir að selja Kelly og meira
að segja á því verði sem honum
dcttur í hug að kjötið seljist á, cn
hann og hans fyrirtæki sér einungis
um að viðskipti komist á milli inn-
flytjanda og þess sem kaupir af
innflytjandanum. Kelly gæti verið sá
aðili sem tæki við vörunni eftir að
hún er komin til Bandaríkjanna og
sæi til þess að hún fengi sölu og
dreifingu í landinu. Það vantar sem
sagt einhvern til að sjá um innflutn-
inginn".
En því standa ekki íslendingar að
því sjálfir?
„Það þarf að vera amerískt fyrir-
tæki sem flytur inn“.
En geta íslendingar ekki samt sem
áður staðið að því?
„Jú það er hugsanlegt að gera það
en þá þarf að vera einhver flötur
fyrir slíku fyrirtæki. Að stofna fyrir-
tæki í kringum svona sýni, er nú
meira en að segja það.
Menn kannast kannski við söguna
um Pride of Iceland. Ég stuðlaði að
stofnun Pride of Iceland. Þá talaði
ég svona eins og allir aðrir gera í
upphafi og ég talaði svo mikið fyrir
íslenska kjötinu að McGoorty ákvað
að stofna Pride of Iceland með það
eina að augnamiði að kaupa íslenskt
kjöt og koma því á markað í Banda-
ríkjunum. Síðan var allt sett í fullan
gang að undirbúa vöruna og senda
hana út, en þegar á átti að herða þá
uppgötvaði McGoorty það að hann
er sennilega búinn að hlusta of mikið
á mig og hann sér ekki forsendur
fyrir starfseminni. Hann skorti
margar viðskiptalegar forsendur til
að geta byrjað og átti m.a. í erfið-
leikum með innflutningsmálin. Það
er venja í milliríkjaviðskiptum að
kaupandi leggur fram fulla banka-
tryggingu fyrir andvirði vörunnar.
Þess vegna brast á milli okkar.“
Er ekki hægt að gera undantekn-
ingar frá því þegar verið er að reyna
að koma viðskiptum á?
„Yfirleitt er krafist meiri trygginga
í byrjun heldur en þegar fullt sam-
starf er komið á. Þá er frekar hægt
að gefa eitthvað eftir.
Það er hins vegar til önnur leið í
þessu og Kelly er nú að gá að því í
millitíðinni, hvort hann geti fundið
kaupanda að kjötinu sem er tilbúinn
að sjá um innflutninginn á því líka“.
ABS ,
Hér má sjá sigurverann í flokki
nema í hárgreiðslu, Birnu Her-
mannsdóttur ásamt módeli sínu
Guðrúnu.
Það getur tekið drjúga stund að
grciða fólki þannig að vel sé og hér
má sjá módelin í hárþurrkunum
fyrir hárgreiðslukeppni meistara
Og sveina. Tímamynd Pjetur
Viku hársins lokið:
íslandsmeist-
arakeppnin í
hárgreiðslu
og hárskurði
- Sólveig Leifsdóttir varð
íslandsmeistari í
hárgreiðslu
Á sunnudag var í Broadway
haldin íslandsmeistarakeppnin í
hárgreiðslu og hárskurði. Sigur-
vegarar í hárgreiðslukeppni meist-
ara og sveina var Sólveig Leifsdótt-
ir en hún greiddi módelinu Maríu
Auði Steingrímsdóttur. í öðru sæti
varð Dóróthea Magnúsdóttir sem
greiddi Járnheiði Steindórsdóttur.
Keppnin milli þessara tveggja
meistara var mjög tvísýn og úrslit
fengust ekki fyrr en á síðustu
stundu.
I hárskurði meistara og sveina
varð Gísli Viðar Þórisson hlut-
skarpastur en næstur kom Eiríkur
Þorsteinsson.
í nemakeppninni í hárgreiðslu
varð Birna Hermannsdóttir sem
greiddi módelinu Guðrúnu hlut-
skörpust. í öðru sæti varð Hafdís
Ægisdóttir sem greiddi Þóru Guðn-
ýju Ægisdóttur. í hárskurði nema
varð Guðlaugur Aðalsteinsson
hlutskarpastur en í öðru sæti varð
Ásta Þóra Valdimarsdóttir.
3.000 sérhæfðir fiskvinnslumenn
Nálægt þrjú þúsund manns frá um
70 fiskvinnslustöðvum hafa nú sótt
starfsfræðslunámskeið þau sem
Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar
stendur fyrir. Að námskeiðum og
starfsþjálfun loknum hlýtur starfs-
maður starfsheitið: Sérhæfður fisk-
vinnslumaður og hækkar í launum
um tvo launaflokka.
Námskeiðin hófust í september sl.
Samkvæmt fréttabréfi Ríkismats
sjávarafurða er námskeiðahaldinu
víða að Ijúka og er þegar lokið á
þrem stöðum þ.e. Fáskrúðsfirði,
Höfn í Hornafirði og hjá Granda
h.f. í Reykjavík oghefur fiskvinnslu-
fólk þar verið útskrifað.
Námskeiðahaldið samanstendur
af tíu fjögurra klukkustunda nám-
skeiðum og auk þess tveggja vikna
starfsþjálfun. Á námskeiðunum er
kennt um meðferð og gæði hráefnis-
ins, hreinlæti og gerlagróður, vinnu-
vistfræði, öryggi á vinnustöðum,
skipulagða verkþjálfun, kjara-
samninga og lög, launakerfi,
vinnslurásir, aturðir og markaði og
samstarf og samvinnu á vinnustöð-
um. Starfsþjálfunarvikurnar skipt-
ast í sérhæfingu og önnur störf. I
sérhæfingarvikunni er farið ná-
kvæmlega í gegn um sérsvið viðkom-
andi. í hinni vikunni er markmiðið
að gera fólki kleyft að vinna öll
helstu framleiðslustörf í fyrirtækinu
ekki skemur en hálfan dag í hverju
starfi. Markmiðið er að þannig fái
starfsmaðurinn yfirsýn yfir alla
vinnslu fyrirtækisins frá móttöku
hráefnis til afgreiðslu fullunninnar
vöru.
Starfsfræðslunefndin telur að með
því að veita reyndu fiskvinnslufólki
þá menntun sem í námskeiðunum
felast og verkþjálfun nýliða muni
hin neikvæða ímynd sem fiskvinnslu-
störfin hafa á sér breytast. Jafnframt
telur hún nauðsynlegt að taka svona
námskeið upp hjá öllum sem við
veiðar og vinnslu starfa svo það
markmið náist sem að er stefnt. Að
þeim málum er nú unnið.
Rikismat sjávarafuroa:
Slæm meðferð á fiski
bæði á sjó og í landi
- Landað óslægðum, óísuðum, allt að 9 gráða heitum og látinn bíða aðgerðar
óísaður í vinnslustöðvunum
Þrátt fyrir dræma veiði er ekkert
gert til að fara betur með aflann.
Allir landa óslægðu og enginn ísar,
hiti í fiskholdi frá 5 og allt upp í 9
gráður.
Á nokkrum bátum er fiskur
flokkaður í lifandi- og dauðblóðg-
að en dæmi um að öllu sé sfðan
blandað saman á bílpallana í
löndun. Fiskinum er sturtað af
bílpalli í löndun, um 90-120 senti-
metra fallhæð. í tveim móttökum
var ísað, en öðrum ekki, og beið
jafnvel tveggja nátta fiskur aðgerð-
ar til næsta dags. Allir bátar eru
þvegnir úr hafnarsjó.
Þetta eru tilvitnanir í fréttir
Ríkismats sjávarafurða af meðferð
vertíðaraflans á Suðurlandi og á
Suðurnesjum. Ríkismatinu þykir
ganga hægt að fá menn þar til að
fara betur með þann afla sem þeir
draga úr sjó. Á þessu svæði fann
Ríkismatið aðeins 4 bára þar sem
fiskurinn var ísaður um borð:
Höfrung III og Hafnarvík frá Þor-
lákshöfn og Hrungni og Skarf í
Grindavík. f þeim bátum var hitinn
í fiskinum við löndun 1-4 gráður.
í Vestmannaeyjum, þarsem sér-
stök veðurblíða hefur verið að
undanförnu, allgóður afli og gott
hráefni, hafa flestir tekið upp betri
vinnubrögð en félagarnir uppi á
fastalandinu. Á flestum Eyjabát-
um er fiskurinn ísaður en misjafn-
lega vel - greinilega betri meðferð
á þeim fiski sem fer í gáma.
Margir landa orðið í körum eða
kössum, allir bátar þvegnir úr
fersku vatni. f stöðvunum er yfir-
leitt gert að samdægurs, ísað yfir
og dauðblóðguðu ekki blandað
saman við lifandi blóðgað. Strák-
arnir á Katrínu VE fá sérstakt
hrós. Á Höfn virðist meðferðin á
fiski um borð yfirleitt slakari en í
Eyjum, en betri heldur en í Þor-
lákshöfn og Suðurnesjum. í landi
er meðferðin miklu betri.
Fyrirmyndarmeðferð
á Vestf jörðum
Fréttir af fyrirmyndarmeðferð á
fiski segir Ríkismatið m.a. frá
Vestfjörðum svo sem Patreksfirði
og Tálknafirði. Á þessum stöðum
er fiskurinn slægður um borð,
þveginn og ísaður í kör sem flutt
eru á lyftara í hús. Hitinn í fiskin-
um er aðeins 0-1 gráða og bátarnir
þvegnir úr fersku vatni.
Tólf Siglufjarðarbátar eru sagðir
hafa fiskað vel, umgengni um neta-
fisk sé góð og hráefni gott. Bátar'
frá Hólmavík og Drangsnesi eru á
línu og ísa bara það sem fer í gáma,
en aðgerð og ísun er góð í landi.
Öllum fiski landað
í körum
Á sumum bátum frá Norður-
landi eystra, Húsavík, Þórshöfn,
Raufarhöfn, Vopnafirði og Bakka-
firði, er ísað en öðrum ekki. Sá er
munur þar og syðra að lofthitinn er
undir frostmarki og sjávarhiti
aðeins 2 gráður yfir, þannig að hiti
í fiski er ekki nema 0-2 gráður þó
ekki sé ísað. Öllum fiski er landað
í körum, hann flokkaður í lifandi-
og dauðblóðgað, gert að og hann
ísaður strax eftir löndun.
í Neskaupstað landa um 30
trillur. Síldarvinnslan greiðir upp-
bót á fiskinn til þeirra sem ganga
frá honum í kör eða kassa, sem
Ríkismatið segir að ýtt hafi undir
að slík ílát séu notuð í smærri
bátum. Sem dæmi um aflabrögð er
nefnt að bátarnir lönduðu 140
tonnum seinni helming janúarmán-
aðar, eða álíka og skuttogari á
sama tíma. Yfirleitt er ekki ísað
um borð í Austfjarðabátum þannig
að hiti í fiski fylgir sjávarhita sem
verið hefur 2-4 gráður að undan-
förnu.
Hitinn í fiskinum hefur mest
áhrif á hve hann er lengi að fara í
gegnum dauðastirðnunina. Þannig
segir Ríkismatið að þorskur
geymdur við 0-1,5 stig sé helmingi
lengur að stirðna og slakna aftur en
fiskur sem geymdur er við 6-8
gráða hita. Sérstaklega skipti hver
klukkustund sem fiskur er óísaður
miklu máli þegar um óslægðan fisk
sé að ræða. Við hraða stirðnum -
of mikinn hita í fiskinum - getur
fiskholdið rifnað, sem kemur út
sem los í flökunum í vinnslu.
- HEI