Tíminn - 03.03.1987, Page 6

Tíminn - 03.03.1987, Page 6
FRÉTTAYFIRLÍT WASHINGTON - Rónald Reagan Bandaríkjaforseti og hinn nýji starfsmannastjóri hans Howard Baker reyndu aö koma málum í lag í Hvíta húsinu eftir útkomu Tower- skýrslunnar þar sem Reagan og ráðgjafar hans voru gagn- rýndir mjög vegna hneykslis- málsins í sambandi við vopna- söluna til írans. WASHINGTON - Banda- ríska stórblaðið The Washing- ton Post sagði aö Robert Gat- es myndi ekki taka formlega við starfi yfirmanns leyniþjón- ustunnar CIA. Ástæðan var sögð vera sú að hann tengdist æ meira hneykslismálinu í sambandi við vopnasöluna til írans. BE|RÚT - Amin Gemayel, hinn kristni forseti Líbanons, hefur fallist á þrjú lykilatriði í drögum að friðarsamkomulagi sem Sýrlandsstjórn hefur lagt fram. Tillögur Sýrlendinga miða að því áð binda enda á tólf ára borgarastríð í Líbanon með því áð veita múslimum aukin völd í stjórnun landsins. ISLAMABAD - Stjórnir Indlands og Pakistan sögðust hafa komist aö samkomulagi um aö kalla um 250 þúsund hermenn frá stöðvum sínum ' við landamærin. Ný deila braust hinsvegar út í gær vegna viðtals sem indverskt blað átti við þekktan kjarn- orkuvísindamann frá Pakistan. í viðtalinu var haft eftir vísinda- manninum að Pakistanar myndu nota kjarnorkusprengju ef ekkert annað úrræði væri eftir í hugsanlegu stríði ríkj- anna. Stjórnvöld í Pakistan hafa neitað að þetta sé stefna þeirra. TOKYO - Stjórnmála- skýrendur telja líklegt að mikil og víðtæk mótstaða gegn skattaáformum japönsku stjórnarinnar muni leiða til þess ao Yasuhiro Nakasone for- sætisráðherra neyðist til að láta af starfi sínu næsta sumar. PEKÍNG - George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna átti viðræður við háttsetta kínverska embættismenn en hann var staddur í opinberri heimsókn í fjölmennasta ríki heims. 6 Tíminn Þriðjudagur 3. mars 1987 Shevardnadze og Shultz, Gorbatsjov og Reagan: Taka þeir til við að semja um fækkun meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu? Afvopnunarmál: VÍÐAST VEL TEKIÐ í NÝTT TILBOÐ SOVÉTSTJÓRNARINNAR Reuter* Bandarísk stjórnvöld tóku í gær vel í nýjar tillögur Sovétmanna um að fjarlægja allar meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá Evrópu en sögðu að þau biðu enn eftir nánari útlistunum á tilboðinu frá Sovét- mönnum. „Við teljum þetta vera jákvæða þróun,“ sagði Marlin Fitzwater tals- maður Bandaríkjastjórnar og bætti við að stjórn sín hefði alltaf haldið því fram að framfarir á einu sviði afvopnunarmála ættu ekki endilega að vera bundnar öðrum þáttum. Viðbrögð við tilboði Sovétstjórn- arinnar voru góð víðast hvar. Bresk stjórnvöld lýstu t.d. yfir ánægju sinni með það og sögðu að Margrét Thatcher forsætisráðherra myndi leika hlutvcrk í væntalegum samn- ingaviðræðum um þetta tilboð er hún heimsækir Sovétríkin í lok þessa mánaðar. „Ég fagna tilboöi Sovétmanna," sagði Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra Bretlands í tilkynningu þar sem einnig var tekið fram að tilboðið gæti komið verulcgum skrið á af- vopnunarviðræður og bætt samskipti austurs og vesturs. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði á laugardaginn að stjórn sín setti ekki lengur sem skilyrði að fækkun með- aldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu yrði að tengjast geimvarnaráætlun Bandaríkjastjórnar. í gær setti svo Yuly Vorontsov, aðalsamningamað- ur Sovétstjórnarinnar í afvopnunar- viðræðunum í Genf, fram tillögur um framkvæmd þessa tilboðs. Tilboð Sovétmanna byggir raunar á tillögum sem Bandaríkjastjórn lagði fram á Reykjavíkurfundinum fræga í október á síðasta ári. Þar var gert ráð fyrir að stórveldin fækkuðu kjarnorkuflaugum sínum sem miðað er á Evrópu niður í hundrað á hvorn aðila á fimm árum. Thatcher, sem líklega heimsækir Sovétríkin þann 29. mars til 2. apríl, leit á tilboð Gorbatsjovs með „hóf- legri bjartsýni", að því er heimildir hermdu. Flest Vestur-Evrópuríki tóku reyndar vel í tillögur Sovétmanna um fækkun meðaldrægra kjarnorku- flauga í Evrópu. Þó lýstu frönsk stjórnvöld yfir áhyggjum vegna þessa tilboðs sem oft er kennt við ,núll-kostinn“. Frakkar eru ekki hlynntir hugmyndinni um að banda- rísk stjórnvöld láti flytja stýriflaugar sínar og Pershing flaugar frá Evrópu því þeir telja að með því muni Bandaríkjamenn smám saman hætta við að taka þátt í vörnum evrópskra bandalagsríkja sinna. Howe utanríkisráðherra Breta sagði að stórveldin tvö yrðu að komast að samkomulagi um hvernig staðið yrði að því að fjarlægja með- aldrægar kjarnorkuflaugar frá Evr- ópu en víst væri að ríki Vestur-Evr- ópu yrðu að athuga vel öll smáatriði hins hugsanlega samkomulags. Viktor Karpov, einn af helstu afvopnunarsérífæðingum Sovétríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í gær að stórveldin tvö gætu hugsanlega komist að samkomulagi um þetta mál innan sex mánaða þ.e. ef vilji væri fyrir hendi hjá báðum aðilum. í gær bárust einnig fréttir um að hugsanlegt væri að George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna færi til Sovétríkjanna í kjölfar þessa tilboðs Kremlverja sem flestir stjórnmálaskýrendur voru sammála um að gæti komið afvopnunarvið- ræðum stórveldanna aftur af stað í jákvæða átt. Þá ber þess að geta að Gorbatsjov lýsti yfir vilja sínum til að fjarlægja skammdrægar jafnt sem meðaldræg- ar kjarnorkuflaugar frá Evrópu í viðræðum sínum við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra (sjá for- síðu). Sovétríkin: Pravda í afmælisskapi Moskva-Keuter Pravda, dagblað sovéska kommúnistaflokksins sem er þekkt um allan heim fyrir að túlka dyggilega málstað hans, kom í gær út. Ekki var það merkilegt utan þess að hér var um 25 þúsundasta tölublað blaðs- ins að ræða en það var stofnað af Lenín árið 1912 fyrir fall keisara- dæmisins. Aðalfyrirsögn blaðsins var rauðlituð mjög og í greininni sem fylgdi var Pravda sögð hafa styrkt sig í sessi sem blað fjöldans, nú þegar Mikhail Gorbatsjov og samstarfsmenn hans reyndu að koma fram með sögulegar ákvarðanir sem væru byltingar- kenndar í anda. í blaðinu var birt eftirprentun af fyrsta tölublaði þess scm kom út þann 4. apríl áið 1912ogeinnig var birt ljósmynd frá árinu 1917 er bolsevíkar undir stjórn Leni'ns komust til valda. Þar mátti sjá fólk þyrpast í kringum blaðasala er seldi fólki Prövdu. í síðustu viku birti blaðið for- síðufrétt þar sem einn yfirmanna leyniþjónustunnar KGB skýrði frá brottrekstri eins starfsmanna sinna vegna ólöglegrar handtöku á blaðamanni. Þessi yfirlýsing fylgdi í kjölfar „rannsóknar- blaðamennsku“ tveggja blaða- manna Prövdu sem sendir voru til Úkraínu til að afla nánari frétta af handtöku blaðamanns sem skýrt hafði frá spillingu em- bættismanna og lögreglu. Þótt slík frétt hafi ekki áður birst í Prövdu og blaðið haldi áfram að birta fordæmingar á utanríkisstefnu Bandaríkja- manna og aðrar slæmar fréttir frá Washington þykja greinar þess heldur sjálfstæðari síðan Mikhail Gorbatsjov tók við völdum í landinu í mars árið 1985 og boðaði “hreinskilni" áöllum svið- um þjóðfélagsins. Pravda þýðir sannleikur á rúss- nesku. Kína: Rottuhalar fyrir hjónavígsluvottorð Pekíng-Reuter Kínverskt dagblað skýrði frá því í gær að útrýmingarherferðin gegn rottum í landinu hefði gengið svo langt að í sumum tilfellum hefði pör sem ætlaðu að ganga í það heilaga orðið að borga fyrir hjónavígsluvott- orðið með rottuhölum. Blaðið Wen Hui Bao sagði em- bættismenn í sumurn héruðum landsins hafa gripið til þessa ráðs til að geta skilað kvóta þeim yfir dauðar rottur sem þeim var ætlaður. Blaðið gagnrýndi þetta „ótrúlega fyrirbæri“ og gaf í skyn að embættis- menn víða um landið hreinlega lygju til, í skýrslum til hærra settra yfir- valda, um fjölda þeirra rotta sem drepinn var á þeirra svæðum. Yfirvöld í Pekíng skýrðu nýlega frá því að 15 milljónir rotta hefðu verið drepnar í útrýmingarherferð gegn dýrunum á síðasta ári. íranskir herfangar í haldi Íraka: Persaflóastríðið heldur áfram að vera í fréttum, aðallega fyrir hrikalegt mannfall í herjum beggja aðila og framsóknir er deyja út. Ljóst er að stríðið kostar bæði íraka og írana geysilega fjármuni og nú hefur t.d. gengið svo á gjaldeyrissjóði íraka að þarlend stjórnvöld hafa fengið frestun hjá vestrænum bönkuin á endurgreiðslu á 500 milljóna dollara láni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.