Tíminn - 03.03.1987, Side 14

Tíminn - 03.03.1987, Side 14
14 Tíminn lUllilllllllllllllilllllll minning UUUUIIIIIIIIllllllllllllllllUUUUUUUUUUUUUUUIIIllllllUUUUUUUUUUUUUIIIIIIIIIIllllIllllUUUUUUUUUIUIIIllll Tómas Sigurgeirsson Fæddur 18. apríl 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Það er blandið þungum trega, að sjá hópinn gisna og strjálast með hverju árinu, sem líður. Sjá fram á að innan fárra ára stendur enginn uppi, okkar sem byrjuðum að búa í Reyk- hóiasveit fyrir 1940. En þannig er og verður gangur lífsins. Tómas á Reykhólum var elstur karla og næst- elstur bænda í Reykhólasveit þegar hann féll frá eftir tveggja mánaða legu á Sjúkrahúsi Akraness. Það er efni í þykka bók, ef rekja ætti þá þróun, þær breytingar allar sem við höfum lifað og hann tók meiri og minni virkan þátt í um 60 ára skeið, frá því hann fluttist í sveitina 1926. Sumar og margar hverjar í framfara- átt, en aðrar til auðnar og hnignunar, sem ekki sést enn hvort tekst að sporna gegn. Ætti ég að lýsa Tómasi með einni setningu, gefa honum ævieinkunn, yrði hún á þá leið, að hann vék aldrei af verðinum, ekki frekar en Sveinn Dúfa. Stóð ávallt bjargfastur í stöðu sinni. Tómas var fyrr á árum virkur í Ungmennafélaginu Aftureldingu, var í stjórn, lék á leiksýningum þar og seinna oft í leikfélaginu Úlfi skjálga. Var í stjórn Ræktunarsam- bandsins, lengi í stjórn búnaðarfé- lags Reykhólahrepps og virkur og virtur félagi alla tíð. Var á þriðja kjörtímabil í hreppsnefnd, eða til 1942 að hún var öll endurnýjuð. Var í nokkrum nefndum öðrum og langa- lengi í kjörstjórnum í sveitinni. Öðrum ævistörfum gegndi hann hverju einu uns hann þraut krafta. á Reykhólum Var kjöthöggsmaour og saltari hjá Kaupfélagi Króksfjarðar svo af bar og víða var til vitnað. Einnig ullar- mats- og ullarmóttökumaður kaup- félagsins. Forstöðumaður útibús K.K. á Reykhólum frá öndverðu. Forðagæslumaður í Reykhólahreppi í marga áratugi, uns sjóndepran hindraði. Sama gegndi um kirkju- kórinn. Og eigin búi bjó hann lengur en skikkanleg geta leyfði. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti. Þar voru hjónin samtaka til hins ýtrasta, eins og við hvaðeina annað. Premur stöðum stóð Tómas í uns yfir lauk. Hann var meðhjálpari við Reykhólakirkju seinustu 20 árin, póstafgreiðslumaður og formaður stjórnar Sparisjóðs Reykhóla- hrepps. Fyrir nokkrum árum var sjónin næstum þorrin. Ekkert nema ódrepandi seiglan og skylduræknin hélt honum við efnið. Þá var ráðist í endurtekna augna aðgerð og hann fékk verulega sjón aftur og fögnuðu því allir sem þekktu til. Tómas ar orðinn lúinn og gigtveik- ur eftir þrotlaust erfiði langrar ævi. t>ar við bættist sú hjartaveiklun, sem reyndist honum þyngst í skauti að lokum. Næstum beygður í vinkil þegar fastast svarf að, áður líka næstum blindum. Samt stóð hann óhikað í stöðu sinni í sérhvert sinn sem hringt var til kirkju á Reykhól- um, í sérhvert sinn sem bæn var lesin við kórdyr. Tómas var sonur bændahjóna í Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyj- arsýslu, Sigurgeirs Tómassonar og Kristínar Ingibjargar Pétursdóttur, einn af stóum hópi manntaksmikilla bræðra. Hann nam við Bændaskól- ann á Hólum. 24 ára fluttist hann vinnumaður að Miðhúsum í Reyk- hólasveit. Fjórum árum seinna kvæntist hann ekkju Þórarins bónda á Miðhúsum Árnasonar, 5 barna móður, Steinunni Hjálmarsdóttur, skagfirskri atgerviskonu, sem upp- runnin er á Þorgautsstöðum, afdala- býlinu forna sem Kristján Eldjárn gerði frægt í einni af sínum ágætu bókum. Þau bjuggu á Miðhúsum til 1939, að þeim var byggt út og þau fluttu að næsta bæ, Reykhólum. Þar fengu þau hálfa jörðina í fyrstu. Ábúðin var ótrygg. Ríkið átti jörðina, lagði langt til helming heimalandsins til Tilraunastöðvar. Hitt til Landnáms ríkisins. Fljótlega byggði Tómas íbúðarhús og óumflýjanleg peninga- hús og hélt búi sínu. Einnig hafði hann eyjagagn og hlunnindi Reyk- hóla á leigu sum árin, beit, selveiði og æðarvarp, en þeim gæðum öllum var hann vanur frá Miðhúsum og kunni vel með að fara. Snillingur að verka selskinn. í fyllingu tímans átti hann kost á nýbýli (Mávavatni) frá Landnámi ríkisins. Afsalaði því til sonar síns, en fékk sjálfur túnskák á erfðafestu og hélt nokkru túni í lausri leigu. Þeta var hvorki heilt né hálft, en vandist og varð að duga. Þeir feðgar höfðu löngum samvinnu um margt við búskapinn. Tómas var natinn búmaður og búnaðist vel fyrr og síðar. Aðstaðan til ábúðar á Reykhólum fyrirmunaði honum að „búa um sig“ eins og hann hefði helst kosið. Hvergi mátti byggja neitt varanlegt. Tilfinnanleg- ast var hlöðuleysið og mest til ama. Þessi aðstaða öll varð þess valdandi, að drjúgur hluti af erfiði hans um dagana varð við störf í almanna- þágu. Steinunn var hans önnur hönd við búskapinn. Harðdugleg bú- hyggjukona, útsjónarsöm og framsýn. Þau voru greiðug og gest- risin og oft kom í þeirra hlut að halda uppi sóma staðarins, enda heimilið í þjóðbraut. Og sem meira var. Það var alla tíð heimili barnanna hvar sem bú þeirra stóð, barnabarn- anna og barnabarnabarnanna og Tómas elskaður afi alls skarans. Og það segir sína sögu, að mörg barna- börnin að sunnan hafa sest að í nýbyggðinni á Reykhólum. Tómas var maður hinn gjörvuleg- asti, í hærra meðallagi, ætíð fremur grannholda, liðlega vaxinn og bar sig vel. Þó fremur hæglátur í hreyfing- um og framkomu. Hárið skollitað jarpt og hélt sé tiltakanlega vel. Hafði ætíð yfirskegg. Andlitsfríður og svipgóður, enda glaðvær geð- spektarmaður. Ræðinn, söngvinn, kvæðamaður góður og kunni fjölda af vísum og hafði á hraðbergi við hverskonar tækifæri. Laginn í hönd- unum, vandvirkur, vel verki farinn og vannst vel. Börn Tómasar og Steinunnar eru: 1. Kristín Ingibjörg yfirljósmóðir á ... . ts- •<.*.> Þriðjudagur 3. mars 1987 Landsspítalanum, nú gift Mána Tón- listarmanni Sigurjónssyni. 2. Sig- urgeir bóndi á Mávavatni, kvæntur Dísu Ragnheiði ljósmóður Magnús- dóttur frá Hólum í Reykhólasveit. Hún er látin. Barnabörn Tómasar eru fjórir synir þeirra: Tómas, Magnús, Valgeir og Egill. Stjúpbörn Tómasar eru: 1. Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja á Grund, gift Ólafi bónda þar Sveinssyni. Þau eiga tvo syni, Guðmund og Únnstein Hjálmar. 2. Þorsteinn járnsmiður Þórarinsson í Reykjavík, kvæntur Hallfríði Guðmundsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Þórarin, Steinunni og Sigvalda. 3. Sigurlaug Hrefna Þórar- insdóttir húsfreyja í Kópavogi, gift Hendriki Rasmus tónlistarmanni. Þau eiga þrjú börn, Hugo, Steinunni og Tómas. 4. Anna Þórarinsdóttir húsfreyja og smiður í Kópavogi, gift Hauki smið Steingrímssyni. Þau eiga fímm syni, Tómas, Steingrím, Hjört, Sverri og Einar. 5. Hjörtur kennari og framkvæmdastjóri Þórarinsson á Selfossi, kvæntur Ólöfu skólastjóra Sigurðardóttur. Þau eiga kjördóttur, Sigrúnu. Bændurnir í Reykhólasveit, eldri og yngri samferðamenn, hafa áreið- anlega ekki gert það endasleppt, heldur fylgt félaga sínum síðasta spölinn að gröfinni í kirkjugarðinum á Reykhólum, þar sem hann átti svo mörg handtökin og sporin. Ég gat ekki fyllt flokkinn, en notaði jarðar- farardaginn 21. febrúar, þorraþræl- inn 1987, til að raða saman þessum kveðju- og minningarorðum. Það var vorið sem sjón Tómasar var döprust, tæpu ári fyrir lækn- inguna, að ég talaði við hann í síma þegar ég kom heim frá Reykjalundi. Þá sagðist hann hafa verið að horfa upp til fjallsins og séð að hlíðin var orðingræn. Égvarðhugsioghljóður yfir þessari frétt, þessari náðargáfu blinda bóndans, að sjá sólina skína á grænar hlíðar. Því hugsa ég að nú þurfi ekki aðhafaneinar áhyggjur, hvorki af sjón hans né hinu, hvað hann hefir að horfa á. Þar hlýtur að vera orðið bjart yfirgrænum hlíðum. Blessuð sé minning Tómasar á Reyk- hólum. Játvarður Jökull Júlíusson. Kynnum hér tvo nýja kassa fyrir fiskiðnaðinn, - annar fyrst og fremst fyrir „Rœkjuveiðarnar“, tómir ganga þeir hver niður í annan og spara pláss, rúmtak 50 Itr. Stœrri kassinn (sá grái) er œtlaður fyrir bolfiskinn, en einnig fyrir rœkjuna, - rúmtak 70 Itr. Auk þess útvegum við með stuttum fyrirvara (ef við eigum þá ekki á lager) 35 Itr. rœkjukassana m/járnunum. Hringið og fáið nánari upplýsingar. Nýbýlavegi 8 (Dalbrekkumegin) 200 Kópavogur. Sími 91-46216 lllIIIIIIIIIHr FISKELDI llllllllllllllllllllllllllllM Norskt fjármagn og þekking í fisk- eldi eftirsótt „Ef þið nýtið ekki norskt fjármagn og þekkingu í fiskeldi, mun jrað falla í hendur íslendinga, Kanadamanna, Bandaríkjamanna eða til Chile," er haft eftir einum þekktasta fiskeldis- sérfræðingi í Skotiandi, er hann gaf írum góð ráð í þessum efnum fyrir skömmu. En frá þessu er greint í nýútkomnu hefti af enska ritinu Fish Farmer. Maður þessi, dr. Ted Ne- edham að nafni hefur verið einn af forustumönnum í fiskeldi í Skotlandi um 20 ára skeið. Nú þegar eiga Norðmenn einir eða hlut í um 80% af opnum seiða- markaði í Skotlandi og um 17% í eldi á stærri fiski. Dr. Needham telur að áhrif Norðmanna á þróun fiskeldis í Skotlandi seinni ár hafi orðið til þess að koma í veg fyrir að ýmis fyrirtæki á þessu sviði hefðu orðið að hætta og jafnframt tryggt að þessi starfsemi hafi getað fært út kvíarnar. Nú væri töluverð fjöl- breytni í fiskeldi og margir smærri aðilar sem gerðu góða hluti í fiskeldi. Áhrif Norðmanna hefðu þannig leitt til þess að skosk fiskeldi hefði vaxið mikið og væri nú með 1,5 milljóna seiða framleiðslu og 3 þúsund lestir af kvíalaxi, en um 150 manns hefðu atvinnu í fiskeldi. Dr. Needham telur að fiskeldi í Skotlandi sé nú á krossgötum. Hann segir að það geti hvorki farið norsku leiðina, minna fyrirtæki þróist í með- alstórar fiskeldisstöðvar eða það komi stórrekstur í fiskeldi. Það var svartsýni, sem olli því að Skotar héldu að sér höndum um 1970, þegar Norðmenn náðu frumkvæði á fiskeldismörkuðum, sem Skotar hefðu átt að eiga, segir dr. Ne- edham. Hann telur að hið pólitíska vald og pýramídastjórnun hafi haft lítil áhrif í Noregi. Það hafi fyrst og fremst verið fiskeldismennirnir sjálf- ir sem hafi rutt brautina með ósér- plægni og án þess að huga að 9-5 vinnutíma kerfinu eða jólauppbót- inni. Ein bestu áhrif Norðmanna á fiskeldi í Skotlandi hafi verið þegar tókst að brjóta á bak aftur áhrif stóru fyrirtækjanna á seiðamarkað- inum. Það tókst að stofna til öflugs stórmarkaðar með seiði, eftir óskum og þörfum aðilanna. Nú séu greinilega á ferð breytingar í þá veru að styrkja stórrekstur á fiskeldissviðinu, því að stjórn á eign- um krúnunnar, sem eru víðtækar í Skotlandi hafi sett skilyrði um ráð- stöfun á aðstöðu til fiskeldis á þann veg að aðeins sé um stóra aðila að ræða. Smærri rekstrareiningar ættu því enga von um aðstöðu. Stjórn eigna krúnunnar rökstyður þessa ákvörðun sína með þvf að þannig sé dregið úr sjúkdómahættu í vatni, sem ella yrði, ef margir aðilar kæmu á umgetið svæði, sem er f þessu tilviki Nevisvatn í Inverneshéraði. Er dr. Needham ákaflega óhress með þessa afstöðu stjórnar eigna krúnunnar. eh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.