Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 1
 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987-92. TBL. 71. ÁRG. Góðir íslendingar, Kosningabaráttunni er lokið, kosningin er hafin. Nú kveðið þið, kjósendur góðir, upp dóminn. Þið ákveðið hvernig landinu verður stjórnað næstu árin. Við framsóknarmenn höfum lagt áherslu á málefnalega kynningu á okkar stefnu og okkar störfum. Við höfum forðast órökstuddar ásakanir um andstœðinga okkar. Það er einlœg von mín, að frambjóðendur Framsóknarflokksins um land allt hafi fluttmálsittafdrengskap. Annað eiga kjósendur ekki skilið af okkar hálfu. Verkin lýsa vel störfum okkar framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn á stóran og jafnvel afgerandi þátt í ótrúlegri þróun þessa þjóðfélags frá vesöld til velmegunar á fáum áratugum. Skýrust eru þó dœmin frá stjórnarforystu okkarsíðastliðinfjögur ár. Því verður aldrei neitað, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur náð ótrúlegum árangri við þær erfiðu aðstœður, sem voru við upphaf stjórnarsamstarfsins. Með jafnvægi í efnahagsmálum hefur grundvöllur verið lagður að nýju framfaraskeiði. Verkefnin framundan eru mörg. Enn búa alltof margir við léleg kjör og margir eru illa undir lífsbaráttuna búnir. Slíkt ber efnaðri þjóð skylda til að lagfœra. Ef stjórnað er áfram affestu og jafnvœgi tryggt í efnahagsmálum, má auðveldlega leysa slík mál. Þá er einnig unga fólkinu skapaður grundvöllur tilþess að hasla sér völl á nýjum sviðum og móta þjóðfélagið eins ogþað vill hafa það, heilbrigt og fullt af krafti og orku. Ég óska íslendingum öllum gleðilegs sumars. Ég óska okkur öllum þess, að á næsta kjörtímabili megi ríkja áfram festa og ábyrgð í stjórn landsins. Kjósendum Framsóknarflokksins þakka ég af heilum huga stuðninginn. £2-4^2* m m n Guðmundur G. Þórarinsson. Vantar aðeins herslu- muninn Framsóknarflokkinn vantar nú aðeins herslumuninn til þess að fá tvo menn kjörna i Reykjavík, ef miðað er við þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið. Þær kannanir sýna einnig að markviss aukning hefur átt sér stað á fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Guðmundur G. Þórarinsson skipar efsta sæti listans í Reykjavík. Menn skulu hafa hugfast að hvert einasta atkvæði getur ráðið úrslitum í útreikningum um uppbótarsæti í Reykjavík. Finn á þing Finnur Ingólfsson skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvert einasta atkvæði greitt flokknum færir Finn áleiðis. Ekki vantar nú nema nokkra tugi atkvæða til þess að Finnur verði þingmaður Reykvíkinga. Hann er 32 ára gamall en hefur þrátt fyrir lagan aldur öðlast mikla pólitíska reynslu. Við segjum: Finn á þing.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.