Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn St. Jósefsspítali Landakoti Hafnarbúðir Lausar stöður Hjúkrunarf ræðingur óskast á vöknun, dagvinna. Sjúkraliðar óskast á lyflækningadeíldir og hand- lækningadeild ll-B, svo og í Hafnarbúðir. Upplýsingar veittar á skrifstofu Hjúkurnarforstjóra í síma 19600/220 alla virkadagafrá kl. 9.00-15.00. Starfsmaður óskast á barnaheimilið Litla-Kot (Börn á aldrinum 1-3 ára). 100% vinna. Upplýsingar veittar hjá forstöðumanni í síma 19600/297 alla virka daga frá kl. 9.00-15.00. Reykjavík 21. 4.1987. REYKJAVÍKURHÖFN Til sölu er stálgrindarhús til niðurrifs. Húsið er 503 m2 og 2700 m3 að stærð á einni hæð, byggt 1957. Húsið er byggt úr stálgrind, klætt með bárujárni að utan og hlaðið milli súlna með holsteini. Niðurrifi ásamt hreinsun á öllu ofan botnplötu skal vara lokið fyrir 30. maí n.k. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Reykjavíkurhafn- ar, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 4. hæð, á þar til gerðum eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 4. maí 1987. Húsið sem stendur í Kleppsvík verður til shis dagana 29. og 30. apríl n.k. milli kl. 13.00 og 15.00 báða dagana. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Verkakvennafélagið Framsókn Auglýsing um orlofshús sumarið 1987 Mánudaginn 27. apríl n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum hafa forgang til umsóknar dagana 27.-30. april. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins, Skipholti 50A, kl. 9-17 alla daga. Símar 688930 og 688931. Ath. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 4.000. Félagið á 3 hús í Ölfusborg- um, 1 hús í Flókalundi og 2 hús í Húsafelli. Stjórnin. ''/V/M V Útboð Hjaltastaðavegur W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint f verk. Lengd kafla 3,0 km, fylling og burðarlag 21.000 m3. Verki skal lokið 1. september 1987. ^^W Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á VFfiAttFRniN Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 11. maí 1987 á sömu stöðum. Vegamálastjóri. Sóknarfélagar Aðalfundur Starfsmannafélagsins Sóknar verður haldinn í fundarsal félagsins Skipholti 50A mið- vikudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Laugardagur 25. apríl 1987 Aldarafmælisárið gott hjá Landsbankanum: Um 174 milljóna króna hagnaður Innlán á Kjörbókum jukust um 58% á árinu Afmælisárið var bankanum hag- stætt segir í árskýrslu Landsbanka íslands sem varð 100 ára árið 1986. Rekstrarafgangur ársins var 174 millj. króna. Eiginfjárhlutfall bank- ans styrktist úr 7,2% í 8,4% í lok liðins árs. Innlán jukust úr 12.662 í 16.902 millj. króna eða um 34% frá árinu áður. Heildarútlán jukust á hinn bóginn úr 26.324 í 28.457 millj. króna, eða um 8%. Lausafjárstaðan batnaði um 646 millj. króna. Rekstrarafgangurinn var þó mun minni en árið 1985 þegar hann nam 260 millj. króna. Munurinn er fyrst og fremst skýrður með lækkandi vaxtamun og kostnaðarhækkunum umfram gjaldskrárhækkanir. Munur inn- og útlánsvaxta lækkaði úr 5,1% í 4,7% milli ára og er það sagt samsvara 100 millj. króna lægri tekjum. Fyrrnefnd 34% innlánaaukning hélst í hendur við heildarinnlána- aukningu banka og sparisjóða á árinu. Þar er um verulega raunaukn- ingu að ræða þegar miðað er við 15% hækkun lánskjaravísitölu. Aukning spariinnlána var þó ennþá meiri eða 37,8% og veltiinnlána 40,2% en gjaldeyrisinnlánin drógust hins vegar nokkuð saman á árinu. Kjörbókin er nú sögð mestnotaða tegund innlána. Innistæður á Kjör- bókum voru tæpir 6 milljarðar í árslok og höfðu aukist um 58%. Að sögn Landsbankans gaf Kjörbókin sparifjáreigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg var á óbundnu sparifé hjá innlánsstofnunum á síðasta ári. Hlutdeild Landsbankans er nú rúm- lega þriðjungur af heildarinnlánum innlánsstofnana. Heildarútlán voru sem fyrr segir 28.457 millj. króna. Almenninnlend útlán og önnur lán lækkuðu á hinn bóginn um 14% og endurlánað er- lent lánsfé um 3%. Samtals var þarna um 873 millj. króna lækkun að ræða. Utlánaaukningin á árinu var mest til einstaklinga, 861 millj. kr., þá til iðnaðar 502 miílj., landbúnað- ar 485 millj. og verslunar 313 millj. kr. Almenn útlán til sjávarútvegs jukust um 546 millj., en gengisbundin afurðalán, sem fylgja birgðastöðu á hverjum tíma, lækkuðu á hinn bóg- inn um 1.221 millj. króna. Lands- bankinn er með helming allra útlána til atvinnulífsins í landinu, hæsta hlutfallið 66% til sjávarútvegsins. Rekstrarkostnaður bankans var 1.326 millj. króna árið 1986, sem var 37% hækkun frá fyrra ári. Þar af var launakostnaður 837 millj. kr., sem var 38% hækkun. Starfsfólk var 1.026 í árslok og hafði fjölgað um 28 manns á árinu, eða um 3%. Starfs- menn Veðdeildar eru auk þess 41. Ný útibú eða afgreiðslur voru þó ekki opnuð 1986. -HEI 19.-23. september í Laugardalshöll: Sjávarútvegssýning á alþjóða mælikvarða íslenska sjávarútvegssýningin er nafnið á annarrialþjóðlegu sjávarút- vegssýningunni sem haldin er á ís- landi. Sýningin í haust verður enn stærri en sú sem haldin var 1984. Þá voru sýnendur 250 frá 16 þjóðlönd- um. Meir en 10.000 gestir frá 22 löndum heimsóttu sýninguna og tókst sýningin frábærlega vel. Það er þegar orðið ljóst að á sýningunni í september verða enn fleiri sýnendur en 1984. Þeim fylgja því enn fleiri gestir, erlendir sem innlendir. Framleiðendur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Póllandi, Finnlandi, Argen- tínu, Spáni og ísrael, svo dæmi séu nefnd, hafa þegar bókað bása. Þá er búið að bóka sameiginlega þjóðar- bása fyrir sýnendur frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Frakklandi og Bretlandi. Félag fs- lenskra iðnrekenda sér um sameigin- legan bás fyrir fjölda íslenskra fram- leiðenda. Þá verður fjöldi íslenskra umboðsfyrirtækja með bása fyrir sína umbjóðendur. Sýningin er studd af öllum helstu stofnunum og aðilum tengdum ís- lenskum sjávarútvegi. Má þar nefna sjávarútvegsráðuneytið, Félag ís- lenskra iðnrekenda, Útflutningsráð íslands, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Fiskifélag íslands og vikublaðið Fiskifréttir. íslenska sjávarútvegssýningin 1987 er skipulögð af „Industrial and Trade Fairs International Ltd.“ sem er eitt stærsta og virtasta fyrirtæki heims í sinni röð. Samtímissjávarút- vegssýningunni verður sjávarútvegs- ráðuneytið með sérstaka ráðstefnu. -SÓL Happdrætti DAS: Nýtt happdrættisár hefst um mánaðarmót Um næstu mánaðarmót hefst nýtt starfsár Happdrættis dvalarheimilis aldraðra sjómanna - DAS. Verður rekstur happdrættisins með svipuðu sniði og verið hefur. Miðaverð verð- ur óbreytt. Heildarverðmæti vinn- inga er hækkað lítilsháttar, eða úr rúmum 115 milljónum króna í 117,5 milljónir króna. Hækkun á verðmæti vinninga stafar af þremur bílum sem bætt hefur verið ofan á vinningaskrá. Það eru Subaru Sedan, Volvo 240 GL og Pajero jeppi. Aðalvinningur DAS verður að verðmæti þrjár og hálf milljón sem verjist til kaupa á íbúð eða báti. Vinningurinn sá verður dreginn út í apríl 1988. Sex íbúðavinningar að verðmæti ein milljón hver verða dregnir út á happdrættisárinu og fimm íbúðavinningar að upphæð 600 þúsund hver verða dregnir út. Bifreiðavinningar að upphæð 200 þúsund verða 48 talsins. Útanlands- ferðir verða hundrað í hverjum mán- uði að upphæð fjörutíu þúsund krón- ur hver vinningur. Þá verða tuttugu myndbandavinningar í hverjum mánuði að upphæð fjörutíu þúsund hver. Ágóði af happdrættinu rennur til Sjómannadagsráðs, en framkvæmd- ir á vegum þess hafa að undanförnu mest beinst að því að endurnýja hjúkrunardeildir Hrafnistu í Reykjavík og almennu viðhaldi og viðgerðum þar á elstu deildum, en heimilið er nú orðið þrjátíu ára gamalt. Annar áfangi í byggingu vernd- aðra þjónustuíbúða við Hrafnistu í Hafnarfirði fer brátt að hefjast. SKEMMDARVERK - í skólum Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í Hólabrekku- skóla í Suðurhólum og í Fellaskóla í Norðurfelli í Reykjavík. Skammt * er milli þessara skóla. Rannsóknarlögreglan segir sýnt að þar hafi menn farið um í' í Breiðholti pemngaleit, en ekkert haft upp úr henni þar sem fé er ekki geymt í skólunum. Hinsvegar voru unnin mikil spjöll á eigum skólanna, farið var víða um, brotnar hurðir og unnar skemmdir á hurðarbún- aði. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.