Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 25. apríl 1987
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Um hvað er kosið?
í dag er kosið til Alþingis. Ef segja ætti í örstuttu máli
um hvað sé kosið yrði svarið:
f>að er kosið um árangurinn af störfum ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar sl. 4 ár.
Árangurinn af störfum ríkisstjórnarinnar er m.a.
þessi:
Verðbólgan er viðráðanleg. Fyrir 4 árum stefndi
verðbólgan í 130%, en er nú um 15%. Náðst hefur virk
samvinna milli ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins
um markmið í verðbólgumálum. Þegar búið er að hefta
verðbólguna er kaupmáttur heimilistekna mestur og
afkoman öruggust.
Staðreyndin er því sú að kaupmáttur launa hefur
aldrei verið meiri en í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Atvinnuleysi er óþekkt á íslandi. Þar sker ísland sig
úr nær öllum löndum heims og er fyrir það eitt meðal
fremstu velferðarríkja í heiminum.
Ný húsnæðislöggjöf hefur verið sett og komið á
lánakjörum, sem jafnast á við það sem best gerist í
nálægum löndum.
Sett hafa verið lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla, sem marka þáttaskil í jafnréttismálum
kynjanna og fela í sér skyldur fyrir ríkisstjórnir að takast
á við jafnréttismálin sem forgangsverkefni á sviði
félagsmála.
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur verið varinn
fyrir öllum hugmyndum um ótímabærar breytingar á
gildandi lögum, og hefur þingflokkur Framsóknar-
flokksins staðið fast á lánasjóðsmálinu gegn frjáls
hyggjuöflunum.
Á kjörtímabilinu hefur verið tekist á við vanda
atvinnulífsins í heild með markvissum hætti. Lagður
hefur verið grundvöllur að margs konar nýsköpun í
atvinnulífinu og tryggingu fyrir jafnvægi í byggð
landsins, m.a. með endurskipulagningu Byggða-
stofnunar og stofnun Þróunarfélags íslands.
Afkoma sjávarútvegs hefur farið stórbatnandi síðustu
ár. í heild séð hefur stjórn fiskveiða leitt til hagkvæmari
rekstrar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja, fjölbreyttari
veiðiskapar og skynsamlegrar nýtingar fiskstofnanna.
Nauðsynlegt er að átta sig á að grundvallarmarkmið
heildarstjórnar á fiskveiðum er að stemma stigu fyrir
hvers kyns ofveiði og rányrkju, vinna með náttúrunni
en ekki gegn henni.
Unnið hefur verið að úrbótum á miklum vanda
landbúnaðarins. Vegna markaðserfiðleika hefur reynst
óhjákvæmilegt að draga saman framleiðslu kindakjöts
og mjólkur, en mótuð hefur verið ný uppbyggingar- og
framleiðslustefna í landbúnaði, sem þegar er byrjað að
framkvæma, og mun tryggja að landbúnaður haldi
fyllilega hlut sínum í þjóðarframleiðslu og að byggð
haldist í sveitum.
Um þessi mál og mörg fleiri er kosið í dag.
Framsóknarflokkurinn treystir því að kjósendur viður-
kenni hinn góða árangur, sem náðst hefur í efnahags-
málum, atvinnumálum, húsnæðismálum, jafnréttismál-
um og hvers kyns velferðarmálum.
Kjósum ábyrga forystu gegn glundroða!
U
i. XALLDÓR LAXNESS varð
áttatíu og fimm ára á sumardaginn
fyrsta. Er þá ljóst að mesti og
frægasti höfundur íslenskur á þessari
öld hefur náð góðum virðingaraldri,
og er aldurslega kominn í hóp með
þeim langlífu Islendingum sem halda
uppi merkjum heilbrigðs lífernis í
heilnæmu landi. Halldór Laxness
hefur kunnað öðrum betur að
vernda heilsu sína þrátt fyrir strang-
ar útivistir og löng og mikil ferða-
lög innan lands á fyrri árum við
misjafnan aðbúnað. Á þeim ferða-
lögum var hann að safna sér andrúmi
í verk eins og Sölku Völku og
Sjálfstætt fólk. Dugði honum ekkert
minna til þeirra verka en leggjast við
sjálft þjóðarbrjóstið og hlusta, bæði
eftir sögum fólksins, lífsháttum þess
og kjörum. Komnar á bækur urðu
þessar sögur síðan nokkur ásteyting-
arsteinn hinum viðkvæmari, sem
töldu að ísland ætti að vera fallegt,
og það skilyrðislaust, eins og folald
á vori. Allur framgangsmáti hins
unga höfundar bar þess vott, að þótt
þar færi afburða kurteis maður,
ætlaði hann sér annað hlutskipti en
skrifa sætabrauðssögur af íslending-
um. Til allrar guðslukku tókst hon-
um það verk, kannski mest fyrir
það, að hann stóð gjarnan í skjóli
velvildarmanna, sem freistuðu að
gera ungum snillingi kleift að komast
þær leiðir sem hann hafði kosið sér.
Um fjöll og heiðar
Halldór Laxness gekk Jökuldals-
heiði í snjóum og gisti á niðurlútum
bæjum, þar sem fátt var fyrir nema
hjartahlýja heimilismanna. Hann
kom ofan af fjöllum Vestfjarða með
Vilmundi lækni til bæjar í dal á
Barðaströnd, þar sem rokið var upp
til handa og fóta til að slá upp stórum
steikum fyrir langþreytta menn. En
um leið og Halldór hafði veður af
slíkum viðbúnaði lammaði hann sig
fram í eldhús á bænum til fundar við
húsfreyju, sagði sem var að lítt hefði
linnt steikum þar sem þeir höfðu
komið norðan fjalla, og hvort hún
byggi ekki svo vel að eiga saltfisk.
Húsfreyjan játti því, og svo samdist
þeim um saltfiskinn.
Sælgæti fyrir
verðlaun
Á öðru ferðalagi og löngu síðar
var Halldór spurður hvernig hann
ætlaði að eyða Nóbelsverðlaunum,
sem hann hafði þá nýverið fengið
tilkynningu um. Halldór lá undir
teppi í klefa sínum um borð í
Gullfossi. Við þessa spurningu bifaði
hann teppinu aðeins frá höku sinni,
leit kíminn á spyrjanda og sagði:
Ætli ég eyði þeim ekki í sælgæti og
annan óþarfa. Svo hló hann og bætti
við: Heldurðu ekki að bændum lfki
svarið, ha? Spyrjanda þótti þetta við
hæfi,en lét þess ekki getið að hann
hafði heyrt söguna af saltfiskinum á
Barðaströndinni, og vissi því hvað
það var fjarri Halldóri að leita eftir
sælgæti, hvað þá í svo stórum mæli
að næmi heilum Nóbelsverðlaunum.
Gersku ævintýrin
Fjölmargir menn hafa átt í stríði
við HaUdór Laxness út af einu og
öllu svo að segja. Með pólitískum
afskiptum sínum og bók eins og
Gerska ævintýrinu safnaði hann um
sig brjóstfylkingu varnarliðs sem
leyfði engar mótbárur. Það var ekki
fyrr en með Skáldatíma, að einhver
bilbugur sást á varnarliðinu. En þá
hafði Halldór risið til þeirrar stærðar
fyrir eigið ágæti, að hann stóð einn
og án hjálparmanna, og við sem
hefðum talist til pólitískra andstæð-
inga á tímum Gerska ævintýrisins
gerum ekki annað betra með tímann
en taka ofan og hneigja okkur. Engu
að síður hafði Halldór þau áhrif með
stjórnmálaskoðunum sínum, að eng-
inn stjórnmálamaður samtíma hans
í gerskum ævintýrum átti þess kost
að keppa við hann. Segja má að
styrkur Sameiningaflokks alþýðu,
sósíalistaflokksins hafi að stórum
hluta verið sóttur í skrif hans, önnur
en þau sem töldust til skáldskapar.
Var aldrei
„hreinsaður“
Þróttinn í þessa tegund skrifa sótti
Halldór í austurveg, þar sem hann
neitaði staðfastlega tilvist útileg-
ubarna og annarra ókosta byltingar-
innar. Ritlaun sín fékk hann í fríðu,
samanber heljarmikinn loðfrakka,
sem hann flutti með sér út úr Rúss-
landi. Var þar misskipt milli íslend-
inga, þótt ekki skorti þá einlægni.
Kunnur ritstjóri slapp um líkt leyti
upp í járnbrautarlest við finnsku
landamærin, en varð að láta eftir
aðra skóhlíf sína. Halldór þurfti hins
vegar aldrei að hafa slíkan hraða á
sér við brottfarir frá Sovétríkjunum,
enda stóð aldrei til að „hreinsa“
hann. Aftur á móti heyrist á einum
stað, að honum hefur þótt harðbýlt
í Rússlandi, því það er feginn
maður, sem lýsir svo komu sinni á
hótel í Stokkhólmi, að þar hafi
þykk, rauð teppi verið á gólfum og
svo mjúk, að andagiftin hafi streymt
upp um iljarnar. Slíkir staðir hljóta
að vera góðir fyrir þá sem komnir
eru úr byltingunni.
Bjartur bóndi
eða heimsborgari
Á áttugasta og fimmta afmælis-
degi Halldórs Laxness var fólki auð-
vitað efst í huga sá skáldlegi texti,
sem hann hefur sæmt þjóð sína og
tungu með á liðnum áratugum. f
hann hefur margt mátt ráða, og skrif-
aðar hafa verið bækur til að skýra
heimildir að verkum eins og fs-
landsklukkunni. Út af fyrir sig skipt-
ir ekki höfuðmáli hvaðan margvís-
legar kveikjur að skáldverkum eru
komnar. Það hlýtur alltaf að vera
skáldverkið sjálft og líf þess eins og
það stígur fram úr hönd skáldsins,
sem máli siptir. Bændur töldu t.d.
Bjart í Sumarhúsum svolítið á skjön
við veruleikann. Ameríkumaður
sagði hins vegar að hann minnti á
einstakling í New York, sem er ein
af þessum stórborgar eyðimörkum,
þar sem líf manna nálgast að vera
afskræming á vissum stigum borgar-
lífsins. Þannig les hver og einn bók
fyrir sig en ekki fyrir aðra. Bjartur í
Sumarhúsum er því ekki endilega
bóndi. Hann getur allt eins verið
heimsborgari ríðandi á hreindýri,
eða við að þíða frosinn sláturkepp i
klofinu.
Selt land
og undirokað
Og svo vikið sé að því hvernig fólk
hefur lesið bækur Halldórs, þá
hefur nýlega komið upp mál
í Svíþjóð, sem vakið hefur
okkur til vitundar um að jafnvel er
hægt að taka bækur hans og dauð-
hreinsa þær í þágu yfirskilvitlegrar
sænskrar hlutleysisstefnu. Svo fór
um Atómstöðina, þegar Svíar
bjuggu úr henni leikgerð handa sér
til að sanna sér að Island væri selt
land, undirokað af Ameríkönum óg
ófrjálst í höndum landssölumanna.
Það er því víðar en á íslandi, sem
menn hafa viljað hafa sitt „profit" af
Atómstöðinni. Sannleikurinn er sá
að Atómstöðin er skáldsaga, ekki
sagnfræði, og sem skáldsaga hefur
hún orðið til þess, að í Svfþjóð hefur
nú verið dreift einstöku magni af
röngum upplýsingum um ísland að
sögn íslenska sendiherrans í Stokk-
hólmi. Þeir sem ákafast sækja að
skáldsagnahöfundum vildu áreiðan-
lega skrifa hinar röngu upplýs-
ingar á Halldór. En til þessa máls er
önnur saga. Við höfum í áranna rás
orðið að búa við mikla vanþekkingu
á íslenskum högum af hendi
“bræðraþjóða" okkar á Norðurlönd-
um. Glaðastir hafa þeir ætíð verið,
þegar þeir telja sig geta sannað að
við séum seldir menn. Skáldverk eru
nú ekki sönnunargögn, en þegar
þeim ber að einhverju litlu leyti
saman við langvarandi íslenskan róg
vinstri manna á hinum Norðurlönd-
um, þykir a.m.k. Svíum ástæða til
að taka undir við doktorað leikrit
um litla eyju f hafinu, sem á ósköp
bágt af því fjandans Ameríkanarnir
hafa keypt landið.
Samtal um
varnarstöð í 15 mín.
Það eru engin ný örlög skáldverka
Halldórs Laxness, að þau séu notuð.
Sem höfundur hefur hann átt í
erfiðleikum vegna þessarar notkun-
ar, og raunar orðið fyrir móðgunum.
Þegar honum var tilkynnt að hann
hefði hlotið Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum var hann staddur á heimili
Peters Hallberg í Gautaborg, en hélt
síðan þaðan um Suður-Svíþjóð í
áttina til Kaupmannahafnar, þar
sem hann tók sér farið með Gullfossi
heim. í Gautaborg var hringt til hans
frá New York og var fréttamaður
AP í símanum. Þessi fréttamaður
talaði við Halldór í stundarfjórðung.
Spumingar hans gengu allar út á
viðhorf Halldórs til varnarstöðvar-
innar á Miðnesheiði. Samt var Hall-
dór að fá bókmenntaverðlaun
Nobels. Þannig var ljóst að Halldór
var lentur á milli tveggja voldugra
aðstæðna, sem ætluðu sér ekki að
veita honum friðhelgi skáldsagna-
höfundar. Hluti af þessum tvíþætta
ófriði gegn Halldóri er framtak hlut-
leysisvina í Svíþjóð, sem sjást ekki
fyrir í mannkynsfrelsun sinni, og
virðast hafa gleymt því að ísland er
föðurland skáldsins.
Varanleg áhrif
Það er gott að Halldór hefur elst
vel. Má fara að segja um hann að
hann sé að verða allra karla elstur.
Engu að síður heldur hann óbreyttu
skemmtilegu viðmóti sínu, eins og
Emil Jónsson.