Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 12
Verslunardeild Sambandsins auglýsir Að kröfu Rafmagnseftirlits ríkisins hefur Verslunar- deild Sambandsins ákveðið að breyta öllum þvottavélum af gerðinni ZEROWATT 5304. Samkvæmt prófunum RER er hugsanlegt við ákveðna bilun að hætta skapist vegna ofhitunar hitalds. Hér með eru eigendur þessara þvottavéla eindreg- ið hvattir til að skrá sig hjá seljendum þvottavél- anna, svo að breyting geti farið fram. Á höfuðborg- arsvæðinu er viðskiptavinum bent á að hringja í Rafbúð Sambandsins í síma 687910, en annars staðar í viðkomandi seljanda. Viðgerðarmenn munu framkvæma breytinguna eins fljótt og kostur er. Eftir breytinguna verður búnaður þvottavélanna í samræmi við kröfur RER. Sambandið leggur höfuðáherslu á að öryggi eig- enda þvottavélanna verði tryggt og mun því kapp- kosta að breyting þeirra fari fram svo fljótt sem auðið er. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM St. Jósefsspítali Landakoti Ársstaða aðstoðarlæknis við Handlæknisdeild St. Jósepsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1987. Umsóknarfrestur ertil 1. júní 1987. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis handlæknisdeildar spítalans. Reykjavík 21. 4. 1987. Utboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang póst- og símahúss á Blönduósi. Útboðsgögn fást á skrifstofu fasteignadeildar, Pósthússtræti 5, Reykjavík og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma á Blönduósi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar, Landsímahúsinu við Austurvöll, þriðjudaginn 12. maí 1987 kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veita Páll Leósson í síma v. 96-21400 og h. 96-22141 og Guðmundur Logi Lárusson í símav. 96-21900 og h. 96-22246. Umsóknum skal skila fyrir 8. maí n.k. til Páls Leóssonar, Borgarhlíð 1A, 600 Akureyri. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í byggingu Vesturbæjarskóla og skal verkinu skilað fullbúnu, en án lausabúnaðar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvaqi 3 — Sími 25800 12 Tíminn Filippseyjar: Aquino vill borgaraher Manila - Reuter Corazon Aquino forseti Filipps- eyja hvatti í gær til að almennir borgarar stofnuðu her til að geta barist gegn vinstrisinnuðum skæru- liðum og hægrisinnuðum hópum sem freistuðu þess að ná völdum í land- inu. Það voru einmitt hópar al- mennra borgara sem kenndu sig við „vald fólksins" sem stuðluðu að því að Aquino komst til valda á síðasta ári og einræðisherrann Ferdinand Marcos flúði land. Alls hafa fjórar byltingatilraunir verið gcrðar gegn Aquino síðan hún varð forseti í febrúarmánuði árið 1986. Það hafa verið óánægð öfl innan hersins sem að uppreisnunum hafa staðið en Aquino hefur þó hvergi gefið eftir og nýtur verulegs stuðnings, sérstaklcga meðal milli- stéttarfólks. Stuðningsmaður forsetans sagði Aquino hafa hugmynd sína um borg- arahcr frá Israel þar sem sveitir almcnna borgara fara í gegnum hernaðarþjálfun á friðartímum og eru síðan kallaðar út er neyðará- stand ríkir. Samkvæmt hinni nýju stjórnar- skrá landsins er gert ráð fyrir að slíkur her almennra borgara geti starfað í landinu. Tillaga Aquino um stofnun borg- arahers fylgir í kjölfar aukinnar gagnrýni á störf ríkisstjórnar landsins. Þessi gagnrýni kom meðal annars fram í blaði kaþólsku kirkj- unnar í gær en klerkar hennar hafa Corazon Aquino forseti Filippseyja í hópi stuðningsmanna: Stofna þcir her henni til stuðnings? flestir stutt Aquino dyggilega eftir að hún komst til valda. í blaðinu Sannleikur var Aquino og stjórn hennar gagnrýnd óvenju harðlega og dregið í efa að foretinn hefði hæfileika til að leiða þjóð sína á braut sameiningar og velferðar. Suöur-Afríka: Fjöldi blökkubarna situr inni í fangelsum landsins Jóhannesarborg - Reuter Yfirvöld í Suður-Afríku halda nú 1.424 ungmennum í fangelsi í nafni neyðarástandslaganna. Það var hátt- settur yfirmaður í lögreglu landsins sem frá þessu skýrði í gær. Tala þessi yfir börn, sem haldið er í fangelsi án þess að réttarhöld hafi farið fram í máli þeirra, er mun hærri en áður hefur komið fram. Ungmennin eru á aldrinum 12 til 18 ára og er í flestum tilfellum um að ræða karlkyns blökkumenn. Engin hvít ungmenni sitja inni í nafni neyðarástandslaganna. Málefni þeirra unglinga sem hald- ið í fangeisum hafa verið mjög í sviðsljósinu og barátta fyrir frelsun þeirra hefur notið mikils stuðnings, bæði í Suður-Afríku og erlendis. Yngsta barnið sem fengið hefur að gista fangelsisgeymslur lögregl- unnar síðan neyðarástandslögunum var komið á í júní á síðasta ári var tíu ára gamall negrastrákur. Honum hefur nú verið sleppt. Lögreglan setti fyrr í þessum mán- uði á bann á kröfuaðgerðir í sam- bandi við mál barnanna en einn stjórnarandstöðuflokkanna hefur farið í mál til að freista þess að fá þetta bann dæmt ógilt. Það var í yfirheyrslum í þessu máli sem skýrt var frá tölum yfir fjölda blökkubarna sem haldið er föngum um þessar mundir. Tækni: Myndsími fyrir mállausa Vísindamenn við háskólann í Ess- ex í Englandi vinna nú að hönnun myndsíma fyrir daufdumba og er verulegur skriður kominn á þróun þeirra. Uppfinningin byggir á þeirri tækni sem skopteiknarar hafa notað í áraraðir þ.e. að nota fá strik til að draga þau einkenni fram sem skipta máli. Það er tölva sem er í hlutverki teiknarans, hún nemur tákn þau sem daufdumbir nota af myndbandi og breytir þeim í einfaldar teikningar sem jafnóðum eru sendar eftir síma- línunni og koma frafn á skjánum hjá viðmælandanum. Ymsir kunna að spyrja hvers vegna vídeómyndin sé ekki send beint en því er til að svara að ekki er hægt að flytja gegnum venjulegar símalínur jafn mörg og flókin boð sem þarf til að skita lifandi myndum. Það er hinsvegar hægt séu notaðir ljósleiðarar eins og farið er að gera hérna á landi, framtíðin er því líklega sú að daufdumbir sem og aðrir geta séð viðmælanda sinn á myndskjá er símasamband er haft. (Byggt á iðnaðarbl.') Laúgá'rdágur 25. apríl 1987 FRÉTTAYFIRLIT TOKYO — Peningakaup- menn bjuggust við að dollarinn myndi halda áfram að lækka en í gær var hann seldur á 139,05 yen og hafði ekki geng- ið á lægra verði síðan fyrir stríð. Embættismenn sögðu stjórn Japans ekki hafa í hyggju að koma fram með nýjar tilraunir til að stöðva lækkun dollarans. ZURICH — Lækkun dollar- ans varð til þess að gull og silfur var selt á hæsta verði í fjögur ár. WASHINGTON - Full- trúadeild Bandaríkjaþings samþykkti tillögur sem gætu neytt Reagan Bandaríkjafor- seta til að virða að nýju Salt-2 samkomulagið frá árinu 1979 og virða einnig þann á tilraunir með kjarnorkuvopn. JÓHANNESARBORG — Þrfr skæruliðar blökku- manna létu lífið í byssubar- daga við suður-afríska Iög- reglumenn. Ofbeldi hefur vaxið í landinu nú þegar styttist í kosningar meðal hvítra íbúa þess. Þær verða í næsta mán- uði. JERUSALEM - Yitzhak Shamir forsætisráðherra fsra- els og Símon Peres utanríkis- ráðherra hafa hvor um sig sent sendimenn á fund Reagans Bandaríkjaforseta til að fá stuðning hans við mjög mis- munandi skoðanir sínar í sambandi við alþjóðlega friðar- ráðstefnu um málefni Mið- Austurlanda. WELLINGTON - Stjórn Nýja Sjálands hefur vísað hátt- settum sovéskum stjórnarer- indreka úr landi eftir að upp komst að hann var foringi í sovésku leynilögreglunni KGB. MOSKVA — Mikhail Gorbat- sjov Sovétleiðtogi og Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti áttu fund saman í Moskvu í gær. Var búist við að þeir félagar myndu leggja aðaláhersluna á að ræða líkurnar á alþjóðlegri friðarráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda og hugsan- lega þátttöku Sovétmanna í slíkum viðræðum. JAKARTA — Kjósendur í Indónesíu veittu Suharto for- seta og hinum ráðandi flokki hans yfirgnæfandi stuðning í kosningunum þar í landi. Eftir að nánast öll atkvæði höfðu verið talin var Ijóst að flokkur Suharto hafði fengið um 72% atkvæða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.