Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. apríl 1987
Tíminn 7
VIÐTAL
ll'llllll!
llllllllll
:
l!ll!!l!!!
III III lll
„Erfiðar aðgerðir
en nauðsynlegar'
samdrættinum lokiö - uppbygging framundan
- segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra
Það voru óneitanlega uggvæn-
legar horfur þegar Jón Helgason
landbúnaðarráðherra tók við land-
búnaðarráðuneytinu 1983. Fram-
kvæmdir vegna hefðbundinna
framkvæmda höfðu verið miklar
og ógnandi, búmarki var úthlutað
og menn reyndu að bæta hlut sinn
með aukinni framleiðslu, búvöru-
birgðir fóru vaxandi innanlands,
verðlagskerfið var lamað og and-
staða gegn fjárveitingum úr ríkis-
sjóoi til úttlutnmgsbóta og mður-
greiðslur fóru vaxandi. Ástandið
kallaði á umfangsmiklar breytingar
á málefnum landbúnaðarins.
Við þær óvinsælu aðgerðir sem
landbúnaðarráðherra þurfti að
grípa til óx talsverð ólga meðal
bænda.
I samtali sem við áttum við Jón
nú í miðri annasamri kosningabar-
áttunni sagði hann að viðhorf
þeirra væru nú að grjörbreytast
þegar þeim væri ljós ávinningurinn
sem þeir hefðu af þessum aðgerð-
um. Nú væri búið að yfirvinna þá
tortryggni sem alið hefði verið á í
upphafi þessara breytinga.
- Af hverjum?
Af ýmsum aðilum úti í þjóðfé-
laginu, bæði utan og innan bænda-
stéttarinnar og einnig af pólitískum
ástæðum meðan verið var að vinna
að framgangi mála.
- En ert þú ánægður með störf
þín sem landbúnaðaráðherra?
Ég tel að tekist hafi að koma
mjög mörgu í verk á þessu kjör-
tímabili þó að aðstaðan hafi verið
erfið.
- Erfiðari en þú bjóst við?
Já það má segja það. Það stefndi
í óefni og að sjálfsögðu hefur það
sett svip sinn á starfið og geysimikil
vinna hefur farið í það að sigrast á
þessum erfiðleikum. Vinna sem
annars hefði verið hægt að beita
meiri krafti til uppbyggingar og
framfara.
- Erfiðar aðstæður, en nú hefur
Framsóknarflokkurinn ráðið land-
búnaðarráðuneytinu talsvert
lengi?
Já, frá 1971 til 1979. í lok jress
tímabils voru gerðar ráðstafanir til
þess að breyta stefnunni í samræmi
við þá þróun sem ,, augjós var.
Hins vegar gerðist það tvennt á
árunum eftir 1980 að það var
heldur slakað á stefnunni sem lögð
var árið 1979 og jafnframt breyttust
ytri aðstæður mjög til hins verra
með markaðshruni erlendis.
Kvótakerfið
- Það var gripið til þess að setja
kvótakerfi á landbúnaðarfram-
lciðsluna. það fyrirkomulag hefur
verið gagnrýnt mikið. Hefur fram-
kvæmd þess skilað þeim árangri
sem þú hefðir viljað?
Það er rétt að undirstrika það að
þessari skipulagningu er komið á
eftir ósk bændanna sjálfra. Þarna
var um að ræða nýjung hér á landi
og auðvitað hlaut það að vera afar
vandasamt starf einkum við þessar
aðstæður þar sem framleiðslan var
alltof mikið og fór vaxandi. Menn
gerðu sér ekki fulla grein fyrir
öllum atriðum fyrirfram, hvernig
við það yrði að eiga. En þetta var
talið af bændunum ávinningur fyrir
þá og ég vil leggja áherslu á að ég
tel einstakt að atvinnuvegur geti
fengið samning um ábyrgð á fullu
verði fyrir ákveðið magn fram-
leiðslu 4 ár fram í tímann eins og
nú er búið að ganga frá fyrir
landbúnaðinn. Þarna er um að
ræða lágmarkstryggingu og síðan
nýtur landbúnaðurinn þess í aukn-
ingu ef betur gengur.
- Þessi gagnrýni á framkvæmd
kvótakerfisins, er hún þá í rauninni
sjálfsgagnrýni bændanna?
Mér virðist sem sumir bændur
hafi ekki skilið það að þetta er sett
á þeim til hjálpar og að ósk sam-
taka þeirra. Árangurinn hefur þeg-
ar komið í Ijós m.a. í hagkvæmari
búrekstri. Þegar um svo takmarkað
framleiðslumagn er að ræða þá
leggja bændur kapp á að fá sem
mest af verðinu í sinn hlut sem
kaup og hafa því dregið mjög úr
kaupum á aðföngum, sérstaklega á
erlendu fóðri. Framleiðni í bú-
skapnum eykst.
Og það er að sjálfsögðu mark-
miðið að gera framleiðsluna sem
hagkvæmasta þannig að það sé
ávinningur bæði fyrir neytendur og
framleiðendur og þjóðarbúið í
heild.
Uppbygging
nýrra búgreina
- Að þessu slepptu hvernig finnst
þér þróunin vera í sambandi við
nýjar búgreinar?
Þar hefur margt jákvætt gerst.
hafin hefur verið skipulögð upp-
bygging nýrra fóðurstöðva fyrir
loðdýraræktina. Hún varð fyrir
áfalli á síðastliðnu sumri sem var
verðfall á skinnum, sérstaklega á
refaskinnum og þau eru ennþá á of
lágu verði.
Það verður að snúast við þessu
ástandi með að koma á skipulagðri
blöndun stofna sem gefa miklu
verðmætari skinn og horfur í
minkaræktinni eru mjög vænlegar
núna.
f fiskeldi hefur okkur skort
þekkingu til að geta byggt eins
skipulega upp eins og æskilegt
hefði verið úti um sveitir. Við
þessu hefur verið brugðist og hafin
er kennsla í fiskeldi við bændaskól-
ana. Efla þarf enn betur leiðbein-
ingaþjónustuna og sjúkdóms-
varnaþjónustan er komin í gott
horf.
Heldur þú að það hafi verið farið
í þetta af of miklum krafti og við
eigum eftir að lenda í vandræðum
út af því?
Ekki í loðdýraræktinni, nema að
sjálfsögðu eru alls staðar einhverjir
sem leggja út í viðfangsefni sem
þeir ná ekki tökum á.
- En fiskeldinu?
I fiskeldi hafa menn verið stór-
huga og þar er um mjög áhættu-
saman atvinnurekstur að ræða.
Nágrönnum okkar hefur tekist að
gera þetta að mjög álitlegum at-
vinnuvegi og ég sé enga ástæðu til
annars en að okkur geti tekist það
líka. Við stöndum að sumu leyti
betur að vígi því hér höfum við
heitt vatn og ómengað kalt vatn.
Þannig að ég vona að sú bjartsýni
sem þar ríkir hafi nægilega traustan
grunn og það er ánægjulegt að
í landbúnaðinum skuli vera þessar
‘atvinnugreinar sem við höfum
mesta trú á í okkar þjóðarbúskap.
- Þannig að þú vilt ekki meina
að menn hafi faríð og geyst í Ijárfest-
ingu, t.d. í fiskeldinu? Hafa menn
átt of greiðan aðgang að opinber-
um sjóðum eða lánastofnunum?
Nei ég vona ekki. Ég stuðlaði að
því í upphafi að við fengjum ríflegt
áhættufjármagn erlendisfrá meðan
verið væri að þróa þetta hérlendis.
Slíkt var nauðsynlegt því það hefur
hrundið þessari uppbyggingu af
stað.
En að sjálfsögðu þurfum við að
íhuga framhaldið vel, hversu langt
eigi að ganga en auk fjármagns
fengum við margvíslega þekkingu
á sviði markaðsöflunar og annarra
vinnubragða. Það er mjög ánægju-
legt að alls staðar á Norðurlöndum
sé vaxandi áhugi á nánara samstafi
á þessu sviði við okkur.
Landbúnaður í hreinu,
ómenguðu landi
- Varðandi sölumálin, getum
við ekki keppt á erlendum mörkuð-
um með íslcnskar landbúnaðaraf-
urðir?
Við erum að byggja upp búgrein-
ar, sem eru samkeppnisfærar á
erlendum mörkuðum svo sem loð-
dýrarækt og fiskeldi, en útflutning-
ur á mjólk og kjötvörum er ákaf-
lega erfiður sem stendur. Hins
vegar þá geta viðhorfin að sjálf-
sögðu breyst nokkuð fljótt. Við
búum hér í hreinu og ómenguðu
landi og það á einn þáttinn í því að
ég hef óbilandi trú á framtíð ís-
lenskra sveita. Ég vonast líka til
þess að íslenska þjóðin geri sér
betur grein fyrir því en virðist vera
í dag bæði hversu mikils virði það
er fyrir hana að eiga þessa mögu-
leika og hvað byggist á fyrir hana
að halda uppi þróttmiklum íslensk-
um landbúnaði.
Gerum fiskvinnsluna
eftirsóknarverða
Unnur Stefánsdóttir frá Vorsa-
bæ í Flóa skipar 3ja sæti á fram-
boðslista Framsóknarflokksins.
Unnur er ein af kunnustu frjáls-
íþróttakonum landsins. Hún hefur
tekið þátt í íþróttakeppnum fyrir
Ungmennafélagið Samhygð og
Héraðssambandið Skarphéðin frá
því hún var 12 ára gömul. Frá árinu
1981 hefur hún verið í landsliði
fslands í frjalsum íþróttum og
hefur keppt í millivegalengdum,
400, 800 og 1500 m hlaupum.
Unnur hefur marga hildi háð í
íþróttakeppnum innanlands og
utan og er ekki síður líkleg til
góðra afreka á hinni pólitísku
hlaupabraut.
Að kunna að
vinna með öðrum
- Tíminn spurði Unni hvort
reynsla hennar úr íþróttunum nýtt-
ist henni í hinu pólitíska starfi:
Það getur hjálpað manni mikið
með skattafslætti, segir Unnur Stefánsdóttir
í pólítíkinni að hafa verið í íþrótt-
um vegna þess að í íþróttum verður
maður að leggja sig mikið fram við
æfingar og taka þátt í keppni,
annað hvort einn eða í hóp. Éins
er það í pólitíkinni. Maður verður
að leggja á sig mikla vinnu sjálfur
til þess að ná árangri. Og svo
verður maður líka að kunna að
vinna með öðrum.;
Heimamenn ráði ferðinni
- Við spurðum Unni hvaða mál
hún hefði lagt áherslu á í kosninga-
baráttunni?
„Mér eru efst í huga atvinnumál,
byggðamál og mál sem snerta vel-
ferð einstaklingsins.
Undirstaða velmegunar er öflugt
atvinnulíf. Við þurfum að gera
fyrirtækjunum mögulegt að greiða
mannsæmandi laun og standa undir
samneyslunni að sínum hluta.
Við þurfum að flytja stjórnsýslu-
stöðvarnar út á landsbyggðina og
trúa heimamönnum sem mest fyrir
stjórn sinna byggðarlaga.
Ekki bara falleg hugsjón
Jafnhliða þessu þurfum við að
huga að velferð einstaklingsins.
Það þarf að móta opinbera
manneldis- og neyslustefnu, þar
sem lögð er áhersla á nýtingu
innlendrar framleiðslu. íþróttaiðk-
un þarf að vera almennari, jafn-
framt því sem afreksfólkinu er
veittur öflugur stuðningur.
Ég tel að íþróttir og annað
heilbrigt félagsstarf, séu besta
vörnin gegn þeim mikla vágesti
sem vímuefnin eru.
Því þurfum við að gera íþrótta-
iðkun almennari. En það að bæta
mataræðið og auka íþróttaiðkun er
ekki bara falleg hugsjón. Það er
beinlínis skynsamleg fjárfesting,
því að heilbrigðara fólk þýðir
færri sjúklinga og minni kostnað í
heilbrigðisþjónustunni.
Fiskvinnslufólk
fái skattafslátt
- Á fundi frambjóðenda Suður-
landskjördæmis í sjónvarpinu í sl.
viku, sagðir þú það skoðun þína
að fiskvinnslufólk ætti að hafa
svipaðan skattafslátt og sjómenn
njóta. Hvað vilt þú segja okkur um
þessa hugmynd þína?
„Það er oft erfitt að manna
fiskvinnslufyrirtækin og hefur því
starfsfólkið þurft að leggja nótt við
dag til þess að bjarga verðmætum.
Þetta fólk ber alltof lítið úr
býtum, en það fær um 165 kr. á
tímann. Skattafsláttur sambærileg-
ur þeim sem sjómenn fá er því
réttlætismál.
Um leið og nægilegur fjöldi
manna starfaði við fiskvinnsluna
þá væri hægt að auka framleiðslu í
verðmætustu umbúðirnar sem eru
jafnframt þær tímafrekustu. Það
þýðir einfaldlega að við aukum
tekjur í sjávarútvegi miðað við
sama aflamagn sem kemur þjóð-
inni allri að gagni.
Skortur á vinnuafli í fiskvinnslu
hefur leitt til þess að erlent vinnuafl
er flutt inn í landið. Með skattaf-
, slætti gerum við þessa atvinnugrein
aftur eftirsóknarverða.
Það er ljóst að 2/3 hlutar útflutn-
ingsverðmæta okkar íslendinga
koma úr sjávarafla. Sjómenn okk-
ar veiða hlutfallslega meira en
flestir aðrir sjómenn í heiminum.
Það er því mikið hagsmunamál að
sem mest verðmæti komi úr þeim
afla sem við veiðum árlega. Skatt-
afsláttur til fiskvinnslufólks mun
bæta hag þess og jafnframt hag
allrar þjóðarinnar.