Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. apríl 1987
Tíminn 9
Heimili Halldórs Laxness og Auðar Sveinsdóttur að Gljúfrasteini í Mosfellssveit.
(Tímamynd Pjctur)
kom raunar fram í viðtali á Stöð tvö
nýverið. Þar minntist hann manna á
borð við Stein Steinarr, og lagði
áherslu á hvert skáld Steinn hafði
verið. Þorbergs minntist hann einn-
ig. f stuttu sjónvarpsviðtali minntist
hann ekki margra gamalla baráttu-
félaga. Kannski er sú barátta sem
hann háði fyrir málstað byltingar og
fyrir virðingu bóndans í Kreml ekki
mikils virði nú, enda fer flest for-
görðum í heimi hér.
En áhrifin sem Halldór hefur haft á
öld sína eru varanleg, hvort sem
menn telja þau til góðs eða ills. Og
enn ganga menn um með tilvitnanir
úr verkum Halldórs á vörum og
jafnvel heila kafla.
Hann missti
Grænlands
Annar stórviðburður hefur gerst
hér á landi, þótt hann komi ekki
bókmenntum við. Það er vígsla nýrr-
ar flughafnar í Keflavík, sem fengið
hefur heiti Leifs Eiríkssonar. Leifur
fæddist að Eiríksstöðum í Haukadal
vestur, og er því íslendingur þótt
Norðmenn vilji stundum eigna sér
hann og í enskumælandi löndum sé
farið bil beggja, sannleikans og sjón-
armiðs Norðmanna og Leifur kallað-
ur norrænn maður. Það er sú viðgátt
upprunaheitis sem hæfir þrefi af
þessu tagi, þótt ekki hæfi hún ágæt-
um stað í gróinni brekku austan í
Einar Ágústsson.
móti í vesturhlíð Haukadals. Leifur
sigldi frá Noregi en hitti ekki Græn-
land og fann Ameríku. í samræmi
við þessar staðreyndir og staðfestu
Eiríks rauða í Haukadal sendi
Bandaríkjastjórn volduga styttu af
Leifi íslendingi á tíu alda afmæii
Alþingis íslendinga árið 1930. Meiri
viðurkenningu þurfa hvorki Leifur
eða við á að halda. Eitthvað hafa
þessar staðreyndir skolast til þegar
minnismerki um Leif var komið fyrir
í flughöfninni. Þar stígur hann fram
úr koparskildi, sem minnir á ekkert
annað meira en Grænland. Fyrst
skjöld þurfti á bak við hann hefði
verið útlátalítið að láta hann minna
á ísland. En við erum orðin svo
alþjóðlega sinnuð, að þegar við
byggjum nýja flugstöð þykir mönn-
um betra að gestir velti vöngum yfir
Grænlandi. Það minnir þó meira á
útlandið.
Ráðherrar sem
gleymdust
En auðvitað á ekki að vera með
svona sparðatíning þegar um stóra
og glæsilega flugstöð er að ræða.
Fólk hefur verið að skoða hana
þúsundum saman og getur ekki ann-
að en dáðst að handverkinu. Saga
þessarar flugstöðvar er orðin nokk-
uð löng og hafa margir lagt henni lið
á liðnum árum. Má þar nefna menn
á borð við Emil Jónsson, Einar
Ólafur Jóhannesson.
Ágústsson og Ólaf Jóhannesson. En
slík forsaga vill gleymast undrafljótt
og forgöngumenn verða bara ein-
hverjir á skömmum tíma. Þetta kom
glöggt í ljós þegar Matthías Á Mathi-
esen, utanríkisráðherra, vígði stöð-
ina. Kannski hafa menn verið við-
kvæmari fyrir þessu af því skammt
var til kosninga, og auðvitað á svona
nokkuð sínar skýringar. En Matthí-
as óx ekki beint af því að geta ekki
nafna þeirra fyrri utanríkisráðherra,
sem við flugstöðvarmálið voru
riðnir. Enginn þeirra var að keppa
við hann um þingsæti.
Að stíga út
úr Gullbringunum
Tíminn hafði haldið því fram, að
opnun stöðvarinnar færi fram að
stöðinni ófullgerðri. Gekk maður-
undir mann við að sannfæra Tímann
um að stöðin væri fullbúin. Enginn
þorði að kannast opinberlega við
annað en svo væri. Tíminn vissi nú
betur, en það kom auðvitað ekki að
sök þótt töluvert skorti á frágang.
Svo var farið að tala við starfsfólk.
Þá sagði gamall og reyndur barþjónn
úr gamla Sjálfstæðishúsinu, Villi
Schröder, að stöðin væri hvergi nærri
fullbúin, og staðfesti þá staðhæfingu
Tímans að henni hefði verið þjóf-
startað. Auðvitað er þetta ekki ann-
að en grín á góðum degi og þar að
auki í aðfara kosninga. En Matthías
ráðherra hefur tekið flugstöðina sína
mjög alvarlega. Auðvitað var hann
við vígsluathöfnina. En síðan birti
Morgunblaðið mynd af honum í
þessari viku. Þá var hann aftur
kominn í flugstöðina, alveg eins og
hann hefði tekið upp fasta búsetu í
henni. Hefði vel mátt hugsa sér að á
móti skiltinu af Leifi Eiríkssyni hefði
staðið annað minnismerki af Matth-
íasi sjálfum, þar sem hann væri að
stíga út úr Gullbringunum, sem ekki
eru á Grænlandi, heldur í kjördæmi
ráðherrans.
Gullna hliðið
Merkilegar ræður voru fluttar við
vígslu stöðvarinnar. Matthías
Bjarnason var í kosningastuði og
beindi þeim orðum til Vestfirðinga
að ekkert mál væri að grafa sig í
gegnum Vestfjarðafjöllin fyrst ekk-
ert mál væri að byggja eitt stykki
flugstöð. Utan og ofan við þetta tal
og yfir það hafið var svo forseti
Islands, frú Vigdíí Finnbogadóttir.
Forsetinn kom eiginlega með nýtt
nafn á flugstöðina, þegar hún líkti
henni við Gullna hliðið. Víst er að
bygginganefnd hefur leitað til ein-
hverra manna um nafngift á stöðina,
gott ef það var ekki forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar, sem
gaf stöðinni nafn. Að vísu verður
nafn Leifs Eiríkssonar aldrei notað
um þessa flugstöð. Hún verður köll-
uð Leifsstöð, nafn sem hvergi kemur
fyrir í samanlögðum bókmenntum
fslendinga frá þeim tíma er þeir tóku
að skrifa bækur til að geyma afrek
næstu samtíðar handa eilífðinni.
Gullna hliðið hefði verið við hæfi,
því fyrir gull var stöðin byggð, gull
gefur hún af sér, og hlið er hún að
gullfögru landi. Og hvað vilja menn
' hafa það meira. Annars er til stofnun
sem hjálpar upp á menn í vandræð-
um með nafngiftir. Hennar var ekki
leitað.
Stöð utan
varnarsvæðis
En flugstöðin nýja er fín og falleg
bygging og kemur í góðar þarfir.
Þegar fyrrverandi utanríkisráðherr-
ar, sem nú eru allir látnir, gengu
mann fram af manni fram í því að
byggð yrði ný flugstöð utan sjálfrar
varnarstöðvarinnar á Keflavíkur-
velli voru engir sérstakir aðilar uppi
sem sýndu málinu umtalsverðan
áhuga. Meginforsenda fyrir að reisa
nýja stöð var sambýlið við varnarlið-
ið. Það þótti ástæðulaust og raunar
nauðsynjarlaust að blanda brottför
af landinu og komu ferðafólks hing-
að saman við umsvif varnarliðsins á
Keflavíkurvelli. Önnur ástæða var,
að eldri flugstöðin var orðin gömul
og nokkuð farin að láta á sjá.
Einkum dugði hún lítt ef nauðsyn-
. legt var að bíða flugfars í lengri
tíma. Þá var hún óþægileg og lítið
fyrir augað. Nú hefur verið leyst úr
þessum vandamálum með nýrri og
ágætri byggingu utan varnarsvæðis-
ins og er það til fyrirmyndar. Þeir
. einu sem aldrei komu nálægt þessu
máli, hvorki til ills eða góðs voru
Alþýðubandalagsmenn, sem ekkert
vildu byggja og helst hafa óbreytt
ástand þangað til þeim tækist að.
leggja varnarstöðina niður. Þá bið-
um við enn, og Ólafur Ragnar yrði
að fara í gegnum gömlu stöðina enn
um sinn þegar hann er að koma frá
því að heimsækja Gandhi eða Yoko
Ono.
í dag ræður fólkið
í dag eru alþingiskosningar. Fólk
fer á kjörstað og neytir réttar síns,
hefur áhrif á næstu ríkisstjórn,
hvernig hún verður skipuð og hvern-
ig landsmálum verður hagað næstu
fjögur árin. Þessi réttur kjósenda til
að segja álit sitt í kjörklefanum og
marka fyrir sitt leyti stefnu næstu ára
er helg og óskoruð undirstaða lýð-
ræðis. Margt hefur verið sagt fyrir
þessar kosningar og sumt af nokkr-
um vanefnum. Vanefndirsem afþví
stafa kunna að koma inn hjá kjós-
endum að þingmenn séu ekki endi-
lega með orðheldnustu mönnum.
Þess ber þó að geta að margir þurfa
að fjalla um hvert eitt mál, áður en
niðurstaða er fengin. íslensk
stjórnmál eru stjórnmál samkomu-
lagsins. Þess vegna skiptir höfuð-
máli, að þeir aðilar veljist til
samstarfs, sem kunna og vilja starfa
saman um höfuðþætti stjórnmála á
þessari stundu og næstu fjögur árin.
Það eru gæfulegustu kosningar, þeg-
ar kjósandinn skilur, að hann er að
byggja brú milli aðila til að gera
þeim fært að vinna saman. Einstök
fyrirgreiðsla og einstök mál svæða
eru ekki þýðingarmest þegar á heild-
ina er litið heldur þeir stóru drættir,
þar sem árangur næst ekki nema
samstarfið sé heilt og gott. Við
höfum fyrir augum liðin fjögur ár,
þegar tókst að koma reglu á efna-
hagsmálin fyrir samstarf tveggja
flokka. Það voru kjósendur sem
lögðu grunninn að því samstarfi. Nú
efna þeir á ný til stjórnarsamstarfs
næstu árin. Kjósendur eru glöggir og
vita hvað þeim kemur best.
Ungur maður í
fararbroddi
Alltaf er ánægjulegt, þegar ungir
menn stíga fram á vettvang stjórn-
mála og láta til sín taka svo eftir er
tekið. I þessum kosningum sem nú
eru háðar hefur einn ungur maður
skorið sig úr hvað snertir djarflegan
málflutning festu í skoðunum og
baráttuþrek, sem minnir um margt á
gamla forustumenn Framsóknar-
flokksins, þegar þeir voru að koma
fram í fyrsta sinn til þess síðar að
leiða þjóðfélagið á framfaraskeið,
umbylta því og auka veg lands-
manna. Þessi ungi maður er Finnur
Ingólfsson, annar á lista Framsókn-
arflokksins í Reykjavík. Hann hefur
gert málstað ungs fólks alveg sér-
staklega að sínum með snöfurlegri
afstöðu í lánamálum námsmanna. I
sjónvarpsumræðum nýverið hafði
hann í hendi sér alla meginþætti
þeirra mála sem nú er kosið um,
fjallaði um þá með skynsamlegum
hætti, og þótt tími væri stuttur
sannaði hann að þar fór enginn
aukvisi í pólitík. Þegar tekið er tillit
til aldurs hans sætti nokkurri furðu
hvað Finnur bar af öðrum mælend-
um í þeirri dagskrá og hvað honum
var létt um, í ljósu máli, að túlka
sjónarmið sín og Framsóknarflokks-
ins svo eftir var tekið. Finnur á eftir
að komast langt í pólitík. Það væri
því skemmtilegt ef svo tækist til
núna, að hann kæmist á þing í fyrsta
sinn sem hann býður sig fram. Reyk-
víkingar eru þekktir að því að vera
hlynntir ungu fólki. Þeir munu marg-
ir kjósa Finn Ingólfsson í þessum
kosningum.