Tíminn - 25.04.1987, Síða 5

Tíminn - 25.04.1987, Síða 5
Laugardagur 25. apríl 1987 Tíminn 5 Nautakjötsbirgðir fara minnkandi: Utlit fyrir gott kosningaveður Kjósendur á kjörskrá fyrir þessar Alþingiskosningar eru um 170 þús- und og mun það vera um 13 til 14% aukning kjósenda frá Alþingiskosn- ingunum 23. apríl 1983. Mest er fjölgunin í Reykjaneskjördæmi eða um 18% en nrinnst í Vestfjarðakjör- dæmi eða um 6%. Kjósendurerlend- is eru rúm þrjú þúsund. Útlit er fyrir sæmilegt kosninga- veður um allt land í dag. Spáð er suðvestan kalda og þurru veðri um mestallt land. framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru. Kjósandi má ekki hagga neitt við listurn sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð. Ef kjósandi vill hafna frambjóð- anda á þeim lista sem hann kýs, strikar hann yfir nafn hans. Vilji kjósandi breyta nafnaröð á þeim lista sent hann kýs, setur hann tölu- stafinn I fyrir framan það nafn scm hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn senr hann vill hafa annað í röðinni og svo framvegis að svo miklu leyti sem hann vill breyta til. Engin merki eða krot umfram það sem hér að framan ræðir má setja á kjörseðilinn. Kveðskapur eða háfleygar leiðbeiningar til fram- bjóðenda eru afar hættulegar ef menn vilja að atkvæði þeirra sé tekið gilt. Ef kjósanda verður á að krossa óvart við annan lista en þann er hann ætlaði að setja x við á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil gegn því að fram- vísa hinum ónýta seðli. ABS HÆTT VID SÓLUNA TIL SOVÉTMANNA - fyrirhugaö aö láta fóðurstöðvar fá hluta af kýrkjötsbirgðum sem til eru Nú er Ijóst að ekkert verður af nautakjötssölu til Sovétríkjanna, a.m.k. ekki að sinni. Meginið af kjötinu sem ætlunin var að selja var of gamalt til þess að Sovétmenn vildu kaupa það. Nautakjötsbirgðir hal'a hins veg- ar verið að minnka í landinu frá áramótum og eru birgðir frá 1. apríl 1530 tonn. Salan frá 1. sept- ember 1986 til 1. apríl ’87 hefur aukist um 194 tonn miðað við verðlagsárið á undan. Auk þess hefur nautaslátrun ntinnkað um 142 tonn þannig að töluvert hefur gengið á nautakjötsbirgðir í land- inu. Hluti af nautkjötsbirgðum þess- um er kýrkjöt og 1. mars s.l. voru um 600 tonn til af kýrkjöti en hafa greinilega minnkað síðan að sögn Gunnars Guðbjartssonar hjá Framleiðsluráði. Hluti af kýrkjötinu verður selt til fóðurstöðva sem framleiða loð- dýrafóður. Er þar aðallega um að ræða elsta kjötið sem farið er að þorna og ekki liægt að setja á manneldismarkað. í næstu viku verður gengið frá samningum við fóðurstöðvarnar en ljóst er að fóðurstöðvarnar borga mjög lágt verð fyrir kjötið, eða fáeinar krónurfyrir hvert kg. ABS Gleðitíðindi fyrir fiskeldismenn: Noregsmarkaði haldið opnum „ Þungu fargi af okkur létt,“ segir framkvæmdastjóri LFH Á Suðvestur-og Vesturlandi er spáð rigningu og suðaustan strekk- ingi. Hiti á landinu verður á bilinu þrjú til 7 stig, hlýjast á Austurlandi en kaldast suðvestanlands. Fært er um allt land, en sumsstað- ar er aurbleyta mikil, t.d. á Steing- rímsfjarðarheiði á Vestfjörðum. í gær var unnið að því að opna Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og að sögn vegagerðarmanna á ísa- firði voru allar líkur á að fært yrði um allt Vestfjarðakjördæmi í dag. Annarsstaðar á landinu á einnig að vera sæmilegasta færð á vegum og ekkert sem bendir til þess að ekki verði sæmilegasta flugveður þannig að kjörkassar ættu að komast á talningarstaði án vandkvæða. Hér eru svo að lokum nokkrar hagnýtar upplýsingar um hvernig á að kjósa. Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir Norska landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að gera undantekn- ingu frá lögum um bann við innflutn- ingi á lifandi fiski til Noregs. Þar með liggur fyrir formlegt leyfi á innflutningi á seiðum til Noregs, í ár. Norsk yfirvöld hafa eftir sem áður fulla heimild til að neita öllum umsóknum, uppfylli stöðvarnar ekki þau skilyrði sem sett eru vegna sjúkdómavarna. Það er því ekki sjálfgefið að allar íslenskar stöðvar sem sækja um innflutningsleyfi til Noregs fái það. „Þctta leyfi hygg ég að sé veitt vegna þess að skortur er á sciðum í nyrstu fylkjum Noregs. Einnig hafa seiðaeldisstöðvar í Noregi orðið fyrir alvarlegum áföllum af völdum sjúk- dóma, þannig að framleiðsla þeirra og sú offramleiðsla scm rætt var um í vetur er ekki eins raunhæf og margir vildu vera láta,“ sagði Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis og hafbeit- arstöðva þcgar hann var spurður hverjar hann teldi ástæðurnar fyrir leyfisveitingu norska landbúnaðar- ráðuneytisins. Friðrik sagði einnig að þungu fargi væri nú létt af mörg- um seiðaframlciðendum á íslandi og sumum hverjum forðað frá kreppu og erfiðleikum. Sagðist Friðrik von- ast til þess að á komandi árunt myndu menn muna þetta scm víti til varnaðar og að menn höguðu því áformum sínum í samræmi við það. Menn verða að hafa snör handtök næstu daga ef selja á til Noregs á hæsta verði, þar sem verð er hæst fyrri hluta sumars. Þcgar hefur verið haft samband við flesta þá aðila sem málið varðar og líkast til cru telcx- skeytin farin að streyma til og frá Noregi, vegna seiðasölusantninga. -ES Finnur Ingóifsson er í öðru sæti, baráttusætinu. Skoðanakannanir segja að hann þurfi nokkra tugi atkvæða tii viðbótar til að komast á hið háa Alþingi. Níels Árni Lund er næsti maður inn á Reykjanesi, eftir að skoðanakann- anir mæla góðar undirtekir forsætis- ráðherra. Steinunn Sigurðardóttir er í baráttu- sætinu í Vesturlandi. Pétur Bjarnason er í baráttusætinu á Vestfjörðum, samkvæmt skoðana- könnunum. Elín Líndal er í baráttusætinu í Norðurlandi vestra. Framsóknarflokkurinn: Þrjár konur í baráttusætum Þrjár konur sitja í baráttusætum Framsóknarflokksins í kjördæmun- um sjö. Niðurstöður skoðanakann- ana spá þeim ekki þingsætum, en formaður flokksins Steingrímur Hermannsson hefur sagt að flokkur- inn fái ávallt meira upp úr kjör- kössunum en í skoðanakönnunum. í Reykjavík vantar Finn Ingólfs- son einungis nokkra tugi atkvæða til að komast á þing. Hvert atkvæði greitt Finni skilar honum áleiðis. í Reykjanesi hefur Steingrímur Hermannsson hlotið góðar undir- tektir og skoðanakannanir upp á síðkastið sýna tvo menn inni. Þá er bara að sjá hvernig Níelsi Árna Lund reiðir af. Steinunn Sigurðardóttir er í bar- áttusætinu í Vesturlandskjördæmi. Hvað gerist þar er erfitt að segja til um, en lítið fylgi Borgaraflokksins í kjördæminu mun að öllum líkindum ekki valda eins miklum sveiflum og víða annarsstaðar. Pétur Bjarnason er í baráttusæt- inu í Vestfjarðakjördæmi, sé miðað við þær skoðanakannanir sem birst hafa. Þó er erfitt að átta sig á stöðunni í Vestfjarðarkjördæmi Jóhannes Geir Sigurgeirsson er í baráttusætinu í Norðurlandi eystra. vegna þess að skoðanakannanir hafa ekki tekið kjördæmið sérstaklega fyrir. Elín Líndal er önnur konan sem Jónas Hallgrímsson hefur möguleika á að fara inn sem þriðji maður Framsóknar í Austurlandi. er íbaráttusæti á listum Framsóknar- flokksins. Elín nýtur þó góðs af liðsinni þeirra Páls Péturssonar og Stefáns Guðmundssonar. Gnnur Stefánsdóttir er í baráttusæt- inu í Suðurlandskjördæmi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er í þriðja sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi eystra. Hann er í baráttusætinu. Níu framboð í kjör- dæminu gera það að verkum að erfitt er að átta sig á hver líkleg niðurstaða gæti orðið. Þriðji maðurinn á Austurlandi er nálægt því að fara inn á Austurlandi. Það er Jónas Hallgrímsson sent situr í þriðja sæti listans og mun liann fara langt. Unnur Stefánsdóttir er þriðja kon- an í baráttusæti. Hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. Þar nýtur Borgaraflokkurinn mikils fylgis og allar lfkur benda til að það komi einna verst niður á Sjálfstæðis- flokki. Hver niðurstaðan verður, kemur ekki í Ijós fyrr en undir morgun, þar sem smávægileg breyting á hlutfalli í einstökum kjördæmum getur haft mjög miklar afleiðingar um allt land. -ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.