Tíminn - 25.04.1987, Side 14

Tíminn - 25.04.1987, Side 14
14 Tíminn MINNING Laugardagur 25. apríl 1987 Steinvör Sigríður Jónsdóttir Fædd 14. október 1903. Dáin 16. apríl 1987. Skein yfir landi sól á sumardegi, og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Viðausturgnæfirsú hin mikla mynd, háttyfirsvcit, og höfðu björtu svalar í himinsbláans fag'urtærri lind. Mér koma ofangreindar hending- ar úr Gunnarshólma cftir þjóðskáld- ið góða Jónas Hallgrímsson fyrst upp í huga, þegar ég sest niður til þess að minnast í örfáum orðum tengdamóður minnar frú Sigríðar Jónsdóttur frá Sólheimahjálcigu í Mýrdal. Sigríður dáði svo mjög kveðskap gömlu skáldanna. Hún kunni ógrynni kvæða og gat farið með þau allt l'ram á síðasta dag, kvæði sem hún læröi í bernsku. Svo mjög snart þessi þjóðlegi kveðskap- ur hug hennar. Okkar kynni hófust fyrir um það hil 22 árum, þegar undirritaður kynntist næst yngsta barni hennar, er varð síðar eiginkona. Við Sigríöur uröuni hrátt miklir vinir og áttum margar ánægjulegar stundir. Fyrstu mánuðina í hjúskap, bjuggum við á heimili Sigríðar og Jóns. Þar voru góðar stundir. Það sem vakti einna fyrst eftirtekt í fari Sigríðar, hvað hún var hispurslaus og hrcinskilin í eðli. E.t.v. þóttu sumum samferðamönnum það um of. Ég taldi þennan eðliskost hennar góðan. Maðurvissi alltafhvarmaður hafði hana. Sigríður og Jón Hall- grímsson eftirlifandi ciginmaður hennar, bjuggu lengst af í Vík. Þar byggðu þau sér fallegt hús og rækt- uðu garðinn. Snyrtimennska var henni í blóð borin, enda bar heimilið þess mcrki alla tíð. Hún unni fyrst og fremst fjölskyldunni og heimili sínu. Sigríður fæddist árið 1903 í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Sigurðar- dóttir frá Péturscy og Jón Sæmunds- son bóndi í Sólheimahjáleigu. Ólst hún upp í foreldrahúsum, ásamt systkinum sínum þeim Sæmundi, jsíðar bónda í Sólheimahjáleigu, Tómasi og Ingu, eru þau öll látin. Foreldra sína missti Sigríður, þegar hún var mjög ung. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Eiríkur E. Sverrisson, kennari frá Fossi í Mýrdal, dáinn 1932. Þau eignuðust einn. son, Trausta, sem lést árið 1946, aðeins 23 ára. Seinni maður Sigríðar er Jón Hallgrímsson frá Felli í Mýrdal, lifir hann konu sína. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Inga var þeirra elst, en hún lést árið 1945 aðeins 10 ára gömul, hin eru Sigurgrímur, kvænt- ur Sigrúnu Scheving, Erlen gift undirrituðum og Elín Jóna gift Gunnari Gunnarssyni. Barnabörn Sigríðar voru 7 og eru 6 á lífi. Sigríður varð að finna fyrir miklu mótlæti í lífinu, því ástvinamissir var óvenju mikill. Það er Ijóst að þessi þungbæra reynsla hefur markað að einhverju leyti lífsviðhorf hennar. Auk þess átti hún við veikindi að stríða mikinn hluta ævi sinnar. En alltaf kom fram í andliti hennar einhver glampi, þegar hún minntist æskuheimilisins. Oft minntist hún einnig með virðingu og þökk ábú- endanna á Sólheimabæjum, sem reyndust móður hennar svo vel á erfiðum tímumt Ég tel að æsku- stöðvarnar í Sólheimahjáleigu hafi alla tíð verið henni kærastar og nefndi hún það alltaf að fara heim, er hún fór þangað. Nú er hún farin í síðustu ferðina til móts við horfna vini og vanda- menn. Ég þakka henni að leiðarlokum fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. það var gott að koma í heimsókn til hennar. Við gleymum ekki þeim móttökum. Sérstakar þakkir á eiginmaður hennar, fyrir einstakt æðruleysi og umhyggju fyrir Sigríði, sérstaklega seinni árin, þegar hún þurfti þess með. Guð blessi minningu hennar og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Matthias Gíslason. Margrét Þorsteinsdóttir Hestabændur athugið! 15 ára piltur óskar eftir vinnu á hrossaræktunarbúi og viö tamningar. Er vanur hestum. Upplýsingar í síma 91-72949 eftir kl. 19.00. Innkaupastjóri Viljum ráða vanan og reglusaman mann til þess að sjá um innkaup í matvörudeild í Vöruhús KÁ. Upplýsingar gefur Jens Ólafsson í síma 99.100. Kaupfélag Árnesinga. t Móðir okkar Sigríður Ólafsdóttir lést á Hrafnistu 23. apríl. Kristinn Finnbogason Magnea, Jóna og Guðrún Finnbogadætur t Maðurinn minn Guðjón Guðmundsson trá Efri Miðbæ lést á Fjóðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 22. apríl. Sigurbjörg Bjarnadóttir. t Böðvar Lárus Hauksson viðskiptafræðingur Kambaseli 14 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. april kl. 13.30. Ása Guðmundsdóttir Arnar Freyr Böðvarsson íris Laufey Árnadóttir Lára Böðvarsdóttir Haukur Eggertsson t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Guðna Kristjónssonar Stóra-Sandfelli Sigurborg Guðnadóttir og systkini hins látna. Fædd 18. september 1896 Dáinn 13. aprfl 1987 Með fám orðum vil ég minnast vænnar konu, Margrétar frá Reyð- ará í Lóni, sem kvaddi sitt jarðlíf þann 13. apríl s.l. eftir langa og farsæla æfi. Hún var fædd austur í Fljótsdalshéraði en fluttist ung að árum að Stafafelli í Lóni á vegum Halldóru föðursystur sinnar, sem þá vistaðist hjá þeim séra Jóni Jónssyni og Guðlaugu konu hans. Voru þær skyldar frú Guðlaug og Halldóra. í þá daga var Stafafellsheimilið mann- margt menningarheimili eins og þá gerðist gjarnan á vildisjörðum prest- setranna í sveitum landsins. Þar var margt starfsfólk, sem bæði vann með trúmennsku að þeim margvís- legu störfum, sem þar þurfti að sinna og fann þar jafnframt öryggi og athvarf í skjóli góðra húsráðenda. Sumt starfsfólkið hafði börn á fram- færi sínu, sem þá ólust um leið upp á góðum heimilum. Hjá séra Jóni og konu hans á Stafafelli uxu þannig upp auk einkasonar, Sigurðar, 6 eða 7 börn, og vor þrjú af þeim algjör fósturbörn hans en hin tilheyrðu starfsfólki, sem dvaldi mörg ár á staðnum og tengdust húsbændum og heimili sterkum böndum, enda valt heill og hagur heimilisins ekki hvað síst á því að samhugur og starfsfúsar hendur lögðu krafta sína fram við margvísleg nauðsynjastörf, sem sinna þurfti. Snemma varð Margrét liðtæk í störfum, væn og efnileg á allan hátt. Er hún var tólf ára orti séra Jón til hennar: „Svona kemstu á fót, áður varir og veist, og vöxt að þú hjótir, því getum við treyst. Og nemirðu margt og verðir svo væn og vinnirðu þarft, það er allra vor bæn.“ Á unglings árum fór hún til Reykjavíkur á garðyrkjunámskeið til Einars Helgasonar í Garðyrkju- stöðinni, og er heim kom lét hún hendur standa fram úr ermum og fór að planta trjám á Stafafelli, reyni- trjám og rifsrunnum, sem uxu og döfnuðu mjög vel. Notaði hún gjarn- an rótarsprota frá reynitrjánum til að fjölga þeim og fyrr en varði var kominn vöxtulegur trjágarður á Stafafelli með háum reynitrjám og rifsrunnum rauðum af safaríkum berjum á hverju hausti. Sjálfsagt hefur Sigurður, sonur séra Jóns rétt Margréti hjálparhönd við að girða reitinn og fleira, en beint og óbeint var það áhugi og elja Margrétar við að planta og hlú að gróðrinum, sem var driffjöðrin. Síðar snéri hún sér að því að útvega trjáplöntur í kirkju- garðinn og annaðist hún hirðu á honum, ásamt kvenfélagskonum í Lóni um langt árabil, svo að sveitar- sómi var að. Margrét giftist árið 1922 Geir Sigurðssyni bónda á Reyðará, og bjuggu þau þar myndarbúi til ársins 1964 er þau flytja á Höfn í hús Aðalheiðar dóttur sinnar og manns hennar Sigurðar Hjaltasonar, þar sem þau fengu hlýlega fbúð. Hjá þeim áttu þau síðan athvarf á efri árunum og nutu frábærrar umhyggju frá hendi dóttur og tengdasonar og barnabarna. Á efstu árum Margrétar og Geirs bilaði heilsan, eins og oft vill verða, og þurftu þau hjúkrunar og aðstoðar með, sem aldrei brást frá hendi barnanna þeirra. Geir andaðist fyrir nokkrum árum eftir erfið veikindi, og Margrét kveður nú eftir langt og farsælt æfistarf. Allra síðustu árin dvaldi hún, að eigin ósk, á Skjólgarði, elli og hjúkrunar- heimilinu á Höfn, þar sem hún naut ágætrar umönnunar og börnin heim- sóttu hana stöðugt og vissu að henni leið þar eins vel og auðið var. Blómaskeiðið í æfi Margrétar voru búskaparárin á Reyðará. Þar var hun húsmóðir á stóru og anna- sömu heimili. Þar fæddust börnin hennar fjögur. Þeirra elst er Aðal- heiður, gift Sigurði Hjaltasyni á Höfn. Sigurður, kvæntur Ástu Guð- laugsdóttur, búsett á Höfn. Þor- steinn, bóndi og oddviti á Reyðará, kvæntur Vigdísi Guðbrandsdóttur, og Baldur kvæntur Hólmfríði Ara- dóttur, búsett í Reykjavík. Öll eru systkinin frá Reyðará nýtir menn, traust og gott fólk. Börn og barna- börn þeirra eru orðin mörg. Halldóra fósturmóðir Margrétar flutti með henni frá Stafafelli að Reyðará og átti þar sitt heimili til dauðadags. Er mér í minni hve Margrét lét sér annt um hana og annaðist af mikilli prýði, þegar kraft- ar hennar tóku að þverra. Margrét. var mikil og góð móðir barnanna sinna: Fyrst er mæðranna skaut, þar sem maðurinn naut, þess mjúktaks er hóf hann á fætur lagði ástirogyl, þaðsem albest er til, inni i auguð og viljann og hugarins viðkvæmu rætur. (Halldór Helgason) Anna Hlöðversdóttir, móðir Geirs, dvaldi og átti heimili á Reyðará fram á efri ár, en var flutt til sonar síns á Siglufirði nokkru áður en hún lést. Bræður Geirs áttu einnig heimili sitt á Reyðará, eftir að Geir og Margrét tóku þar við búi, en faðir þeirra bræðra dó á meðan þeir voru enn í æsku. Geir var þeirra elstur og tók við búinu að föður sínum látnum með móður sinni og síðan konu sinni. Heimilið að Reyðará bar vott um mikla samheldni fjölskyldunnar og góðan heimilisbrag og snyrti- mennsku jafnt úti sem inni. Börn og fullorðnir voru félagslynd og tóku mikinn og góðan þátt í félagslífi sveitarinnar og safnaðarlífi. Söngur og hljóðfærasláttur var mjög iðkaður á heimilinu enda fjölskyldan öll söngvin og músíkölsk svo af bar. Um langan aldur hefur fjölskyldan á Reyðará verið burðarás kirkjukórs- ins í Stafafellskirkju. Aldrei hefur brugðist ómetanleg liðveisla þeirra við sönginn í kirkjulegum athöfnum. Geir, Margrét og börnin þeirra, öll með góðar söngraddir, lögðu fram lið sitt - og á heimilinu þeirra var bæði fyrr og nú velkomið að halda söngæfingar, ef með þurfti - og þaðan fór enginn þurrbrjósta. Vigdís, sem nú er húsmóðir á Reyð- ará, tengdadóttir Margrétar fellur vel að sönghefð hins gamla hefðar- bóls. Alla þá liðveislu vil ég, sem organisti kirkj unnar þakka af heilum huga. Geir var auk þess, á sínum tíma sóknarnefndarmaður og með- hjálpari í kirkjunni sinni, og síðar gekk Þorsteinn sonur hans í sömu spor. Að rækja sína kristnu trú með því að taka þátt í kirkjulegu starfi og safnaðarlífi er meira virði en margur virðist gera sér grein fyrir. Það er gæfulegt og það akkeri, sem mörgu gæti vafalaust bjargað, af því sem aflaga fer í þjóðlífinu, væri því sinnt svo sem vert er. Margrét var fríð kona sýnum, glaðleg og hjartahlý. Börnum sínum frábær móðir, amma og langamma. Litli 6 ára langömmudrengurinn hennar, sem ég sá í gær, grét, því hann skilur ekkert í að hún besta langamma hans er farin í himininn. Hann veit það ekki ennþá að hún góða langamma fær einhverntíma að taka á móti ástvinum sínum, þegar að þeim kemur að ljúka sínu lífi á jörðu, - og að þá verða áreiðanlega fagnaðarfundir. Blessuð sé minning Margrétar frá Reyðará. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sigurlaug Árnadóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.