Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.04.1987, Blaðsíða 11
Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Lada 1600 .........................árgerð 1986 Fiat Uno ..........................árgerð 1985 Polonez............................ árgerð 1981 Lada 1600 .........................árgerð 1981 Daihatsu Charade ..................árgerð 1980 Daihatsu Charade ..................árgerð 1980 Toyota Crolla .....................árgerð 1980 Fiat 128 X 1/9.....................árgerð 1980 Mazda 323 .........................árgerð 1977 Ford Escort........................árgerð 1975 Daf vörubifreið ................... árgerð 1982 Polaris snjósleði..................árgerð 1987 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 27. apríl 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: Á Selfossi MMC Galant........................ árgerð 1977 Á Egilsstöðum Chevrolet Blazer...................árgerð 1974 Tilboðum skal skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 28. apríl 1987. 5AMVINNU TRYGGINGAR ARMVLA 3 108 REYKJAVIK SIMI (91)881411 Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu vegna byggingar heima- vistar fyrir Verkmenntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjartæknifræðings að Egilsbraut 1 Neskaupstað og á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að Glerárgötu 30, Akureyri, 27. apríl n.k. gegn 2.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi, merktu nafni útboðsins, til bæjarstjórans í Neskaupstað fyrir kl. 14.00 föstudaginn 8. maí 1987. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. fftl Kópavogur- ^ garðlönd Tekið er á móti umskóknum um garðlönd sumarið 1987 á Náttúrufræðistofu Kópavogs af Hermanni Lundholm, sími 40630 þriðjudaga-fimmtudaga kl. 9.30-11.30, fram til 8. maí. Garðyrkjustjóri Kópavogs. Þjálfari óskast Knattspyrnudeild Gróttu óskar að ráða þjálfara fyrir 5. og 6. flokk. Viðkomandi á einnig að sjá um knattspyrnuskóla í sumar. Upplýsingar í síma 611133 milli kl. 13-17 virka daga. Umsóknir sendist íþróttafélaginu Gróttu, Knatt- spyrnudeild, Pósthólf 165, 170 Seltjarnarnes. Útboð ''//m \ Álftafjörður 1987 Vegagerð rikisins óskar eftirtilboðum í ofangreint verk. Lengd vegakafla samtals 7,9 km, fyllirig 900 m3 og neðra burðarlag 9.500 m3. Verki skal lokið 1. júli 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á VEGAGERÐIN ísafirði og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 11. maí 1987. Vegamálastjóri. Norðurlandamótið í körfuknattleik: Tveir fyrstu töpuðust 10 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1987 ÍÞRÓTTIR Norðurlandameistaramót 18 ára pilta: - í leik sem var afskaplega daufur íslcnska piltalandsliðið í handknattlcik' lagði danska landsliðið að vclli í fyrsta leik sínuni á Norðurlandameistaramóti 18 ára. pilta sem hófst í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi í gærkvöldi. fslenska liðið gerði 24 mörk gegn 20 mörkum Dananna en leikurinn var afskaplega lítt skemmtilegur á að horfa, einkum og sér í lagi síðari háifleikur. hað voru Danirnir sem höfðu undirtökin framanaf, komust í 2-0 og 4-2 en íslending- arnir náðu að jafna 4-4 eftir 8 mínútna leik. Þeir sigu síðan smám saman framúr og voru komnir í 15-8 skömmu fyrir hálfleik en staðan í leikhléi var 15-9. Danirnir mættu grimmir í seinni hálfleikinn og minn' muninn jafnt og þétt. Minnstur varð 2 mörk, 21-19 og 22-20 cn íslenska náði að bæta stöðuna fyrir leikslok og lokatölur urðu 24-20. Leikurinn var þokkalegur í fyrri hálfleik, meira að segja mjög góður á köflum. Bar þar hæst stórgóða frammistöðu Héðins Gilssonar sem lél skotin bylja í danska markinu hvcrt á fætur öðru. Seinni hálf- leikurinn var mjög leiðinlegur á að horfa. Sókn íslenska liðsins var lengi vel alveg í rusli en varnarleikurinn hélst þó óbrenglað- ur. íslenska liðið gerði ekki mark í tæpar 14 mín. um miðjan seinni hálfleik (milli 20. og 21. marksins) en Danirnir gerðu heldur ekki mark í 10 mín. á því tímabili svo það kom ekki að stórri sök úrslitanna vegna en Héðinn Gilsson átti góðan leik með íslcnska piltalandsliðinu í gærkvöldi. Hann skoraði' mörk með þruniuskotum og hér er eitt þeirra á lciðinni. Tímamynd Pjetur skemmtilegur var þessi kafli ekki. Bestu menn voru Héðinn Gilsson sem lék vel bæði í vörn og sókn og Árni Friðleifsson í fyrri hálfleik en Ólafur Kristj- ánsson og Konráð Olavsson léku einnig ágætlega. Mörkin ísland: Héðinn Gilsson 7, Konr- áð Olavsson 7(2), Árni Friðleifsson 4, Ólafur Kristjánsson 4, Halldór Ingólfsson I, Sigurður Sveinsson 1. Danmörk, marka- hæstir: Ulrik Asmussen 4, Peter Jörgensen Már Hermannsson l)MFK kom fyrstur í mark i Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsla. Már hljóp 4 km á 13:24 mín. Annar varð Jóhann Ingibergsson FH á 13:30 og Sleinn Jóhannsson FH þriðji á 13:37. Steinunn Jónsdótlir sigraði í kvennallokki á 16:47, Hulda Pálsdóttir varð önnur á 17:19 og Hildur Björnsdóttir þriðja á 17:30. Þær eru allar í Armanni. í rneyjaflokki sigraði Guðrún Erla Gísladótlir HSK á 18:32 og ísleifur Karlsson IJBK sigraði í sveinaflokki á 15:56 mín. Van Basten til Milano Hollenski landsliðsmaðurinn Marco van Basten icikur ineð ítalska knatt- spyrnuliðinu AC Milano á næsta kcppnistímabiii. Van Basten var kcyptur frá Ajax Amsterdam í vikunni fyrir 2,3 milljónir dollara og var samn- ingur gerður til þriggja ára. Ruud Gullit, félagi van Basten í hollenska landsliðinu var nýverið keyptur til AC Milano á 8,5 milljónir dollara. - 70-75 gegn Norðmönnum og 80-96 gegn Svíum fslcnska landsliðið í körfuknattleik tap- aði tveimur fyrstu leikjum sínum á Norður- landamótinu í körfuknattleik sem hófst í Horsens í Danmörku á flmmtudaginn. íslenska liðið lék gegn Norðmönnum á fimmtudaginn og tapaði 70-75 eftir að staðan í hálflcik var 30-43 og í gær tapaði liðið fyrir Svíum 80-96 eftir að vera yfir 46-45 í hálfleik. fslenska liðið átti fremur slakan leik á móti Norðmönnúnum, einkum brást sókn- arleikurinn að sögn Einars Bollasonar landsliðsþjálfara. Hittnin var afleit og því fór sem fór þrátt fyrir að liðið léki mjög góðan varnarleik. „Við hefðum unnið þetta ef hittnin hefði bara verið í meðallagi" sagði Einar eftir leikinn, óhfess að vonum. Bestu menn íslenska liðsins voru ívar Wcbster sem tók 13 fráköst og skoraði 13 stig, Guðmundur Bragason sem barðist eins og ljón og Jóhannes Kristbjörnsson kom einnig mjög vel frá leiknum, hélt liðinu hreinlega á floti á köflum. Þá lék Hreinn Þorkelsson einnig vel. Jóhannes varð stigahæstur með 16 stig, fvar gerði 13, Hreinn 11, Pálmar 10, Guðni og Guðmund- ur 8 og Valur 4. I leiknum gegn Svíum léku íslendingar á als oddi í fyrri hálfleik og höfðu eins stigs forystu í leikhléi. Þeir höfðu og yfirhöndina framan af fyrri hálfleik en þá fór Guðmund- ur Bragason útaf með 5 villur og við það Landslið íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri keppir fyrsta leik sinn í Evrópukeppni unglingalandsliða á þriðjudaginn. Leikið verður gegn Dönum komust Svíarnir inn í leikinn, það munar mikið um svo stóran mann í jvörninni. Svíarnir sigu jafnt og þétt framúr og voru komnir í 20 stiga forskot en sigruðu að lokum 96-80. ívar var sem fyrr sterkastur, skoraði nú einnig mest en Guðmundur átti einnig góðan leik og reyndar liðið sem heild að frátöldum lokamínútunum. á Bornholm. lslenska liðið hefur verið valið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Karl Jónsson Þrótti R. og Kjartan Guðmundsson Þór A. Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson KR, Þormóður Egilsson KR, Bjarni Benedikts- son Stjörnunni, valdimar Kristófersson Stjörnunni, Helgi Björgvinsson Fram, Hólmsteinn Jónsson Fram, Árni Þór Árna- son Þór A., Gunnlaugur Einarsson Val, Steinar Adólfsson Val, Egill Örn Einarsson Þróttir R. fyrirliði, Leifur Hafsteinsson Tý V., Haraldur Ingólfsson ÍA. Þórarinn Ólafsson UMFG og Ólafur Viggósson Þrótti N. Knattspyrna: Unglingalandsliðið mætir Dönum í Evrópukeppninni Tíinamynd Bjarni BBBsa?; Laugardagur 25. apríl 1987 (þróttir fA W NBA Úrslitakoppni bandariska NBA köríu- boltans hóíst á fimmtudagskvöldid. Fjórir leikir voru á dagskrá þá og urðu úrslit þeirra þessi: Austurströndin: Boston Celtics-Chicago....... 108-104 Vesturströndin: Dallas-Seattle............... 151-129 Utah Jazz-Golden State ........ 99-85 LA Lakers-Denver Nuggets ... 128-95 Liðin leika sín á milli þar til annað hefur sigrað í þremur leikjum. Leikið er innan riðla (austur-vestur) þannig að það lið sem varð i efsta sæti mætir neðsta liðinu o.s.frv. önnur lið sem mætast eru þessi: Austur: Atlanta-Indi- ana, Detroit-Washington, Milwaukee- Phil. 76ers, Vestur: Dallas-Seattlo, Port- land-Houston, Utah Jazz-Golden State. Bailey hættur Gary Bailey sem hefur átt sæti í enska landsliðinu og verið aðal- markvörður Manchcster United hefur hætt knattspyrnuiðkun 28 ára að aldri. Bailey hefur átt við þrálát hnémeiðsl að stríða og var svo koinið að læknar töldu eins líklegt að hann hlyti varanlega örkumlun af ef hann hætti ckki knattspyrnuiökun hið snarasta. Bailey meiddist upphaflega á hné á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári. Shilton ekki með Peter Shilton landsliðsmark- vörður Englendinga í knatt- spyrnu leikur ekki með liðinu i Evrópukeppninni á miðvikudag- inn. Shilton er tognaður á kvið- vöðva og taldi sér ekki fært að keppa. Boniek ekki heldur Zbigniew Boniek leikur ekki heldur með í Evrópukeppninni á miðvikudaginn en hann er sá lcikreyndasti i pólska landsliðinu. Boniek telur sig ekki vera í formi og gefur ckki kost á sér í leikinn. Norskur sigur Norðmenn unnu Finna í opn- unarleik Norðurlandamóts 18 ára pilta í Digranesi í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 27-24. Færeyingar og Svíar léku einnig í gærkvöldi en leiknum var ekki lokið þegar Tíniinn fór í prentun. Islendingar mæta Færeyingum kl. 10.30 í dag og Norömönnuin kl. 16.30, Finnuin kl. 10.30 í fyrramálið og loks Svíum í síðasta lcik niótsins kl. 18.00. íslensk framtið er verkefni okkar Iðnþróunarsjóður var stofnaður af Norðurlöndunum árið 1970 við aðild íslands að EFTA. Samkvæmt stofnsamningi var upphaflegt markmið sjóðsins að efla útflutnings- iðnað og auðvelda aðlögun íslensks iðnaðar að breyttum aðstæðum vegna aðildarinnar. Megintilgangur Iðnþróunarsjóðs er nú að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs á íslandi með fjármögnun meiriháttar fjárfestinga. Verksvið Iðnþróunarsjóðs er því ekki einvörðungu bundið langtíma fjárfestingarlánum til tækni- og iðn- þróunar. Áhersla er lögð á arðsemi fjárfestinga, styrka stjórnun og að fjárhagsleg uppbygging sé traust. Iðnþróunarsjóður veitir eftirtalin lán: • Almenn fjárfestingalán • Fjárfestingalán með áhættu- þóknun • Þróunarlán Hvaða verkefni eru lánshæf? • Bygging eða kaup á atvinnu- húsnæði • Kaup á vélum, tækjum og búnaði • Nýting tölvutækni • Vöruþróun - endurbætur og nýjungar í framleiðslu • Erlend markaðsöflun • Kaup á framleiðslurétti og tækniyfirfærsla Iðnþróunarsjóður bendir þeim á, er undirbúa fjárfestingu í íslensku atvinnulífl, framleiðslu og þjónustu, að kynna sér möguleika á fjármögnun hjá sjóðnum. Iðnþróunarsjóður er fluttur í nýtt húsnæði í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg, 3. hæð. IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR KALKOFNSVEGI 1 - SÍMI 69 99 90 SÆKJUM/SENDUM Við vinnum fyrir þig Við komum með gáminn til þín og þú gengur frá vörunni í hann eins og þú vilt. Við sækjum gáminn til þín aftur og komum honum um borð í Ríkisskip. Það er ástæðulaust að gera einfalt mál flókið. Komdu og kynntu þér gámaþjónustu okkar. RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.