Tíminn - 30.04.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 30.04.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 Matareitrun í Dölum: Mjög hættulegur Salmonellasýkill - allt að 50 manns sýktir Fcrmingarveislur fara oft öðru- vísi cn ætlað er. Þrjár fermingar- veislur í Dölum reyndust ekki vera þeir gleðivaldar sem þeim var ætlað að vera. í matnum reyndist skæð salmonellasýking og hafa nú allt að 50 manns sýkst, bæði innan héraðs sem utan. Að sögn Halldórs Runólfssonar, deildarstjóra hollustuverndar, ligg- ur það fyrir að sýkillinn sem um ræðir heitir Salmonella Typhimuri- um og er mjög hættulegur matar- eitrunarsýkiíl. Unnið er að rann- sókn hvernig hann hafi komist í matvælin. „Málið er í heildarrann- sókn, bæði er verið að rannsaka starfsfólkið sem kom nálægt þessu og síðan matvælin. En það er ljóst að þetta er mjög skæð týpa, miðað við hvað fólk vcikist hastarlega" sagði Halldór. Sigurbjörn Sveinsson, heils- ugæslulæknir á Búðardal sagði að orðið hefði að leggja suma inn á sjúkrahús og gerðar hefðu verið allar ráðstafanir til að fólk fengi sem mestar leiðbeiningar og alla þá hjálp sem það þyrfti. „Þessi atburður minnir okkur á hvað heilbrigðiscftirlit er nauðsynlegt í nútímaþjóðfélagi. Gott eftirlit get- ur komið í veg fyrir þjáningar einstaklinga og að þetta skaði sam- félagið. Heilbrigðiseftirlitið mætir misjöfnum skilningi, sérstaklega í atvinnugreinum tengdum matvæla- iðnaði, því eftirlitið kostar jú pcning. En atburðir sem þessir styðja kröfuna um strangt eftirlit. Það er ljóst að u.þ.b. 30 manns sýktust innan héraðs, og 10-20 manns utan þess. Það er því ljóst að um skæðan sýkil er að ræða,“ sagði Sigurbjörn að lokum. Heilbrigðisfulltrúinn á Vestur- landi hefur þegar gert vettvangs- könnun og tekið sýni hjá veitinga- sölunni sem útbjó kalda borðið í þessar afdrifaríku lermingarveisl- ur. Þó er ekki talið að sýkillinn sé þaðan kominn. - SÓL Færð: Aurbleyta á hliðarvegum - víðast góð færð Það má segja að víðast sé góð færð á Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi. Að vísu ber nokkuð mikið á aurbleytu á ýmsum hliðar- vegum á Suðurlandi. Vesturland er yfirleitt greiðfært líka. Þó er snjór á Holtavörðuheiði en mokað var í gær. Heiðin er því fær öllum bílum en varað er við hálku. Á Snæfellsnesi er aurbleyta og vegir víða skemmdir. Öxulþungi er takmarkaður við 7 tonn eins og víða annars staðar. Fróðárheiði er aðeins fær jeppum, þannig að minni bílar verða að fara inn Kerlingarskarð og norðanvert nesið. Fært er vestur um Heydal og Dalasýslu og mokað var á Kletthálsi í dag, þannig að fært er til Patreksfjarðar. Einnig voru Kleifaheiði og Steingrímsfjarðar- heiði mokaðar í gær og eru þær jeppafærar. Góð færð er yfirleitt á Norður- og Austurlandi. - SÓL Vinstri sósíalistar 1. maí: Ræða málin eftir fund - á Hótel Borg Vinstri sósíalistar ætla að loknum kröfugöngum og útifundum að efna lil almenns fundar á Hótel Borg, þar sem nokkrir forkólfar VS munu ræða málin. Ragnar Stefánsson ætlar að ræða stöðu vinstrihreyfingarinnar nú eftir kosningar, Soffía Sigurðardóttir mun ræða stöðu verkalýðshreyfing- arinnar og stöðuna framundan og loks mun Kristján Ari Arason kynna hugmyndir um stofnun útvarps- stöðvar á vegum VS og hugsanlega annarra samtaka einnig. Á meðan fundargestir ræða á- standið í stjórnmálunum yfir kaffi- bollum. ætla þeir Árni Hjartarson og Ársæll Másson að skemmta með söng og gítarspili og Þorvaldur Örn Árnason mun stýra fjöldasöng eftir því sem áhugi fundarmanna leyfir. - phh Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista, um frétt Alþýðublaðsins: Alþýðublaðs* menn nefur dreymt þetta í nótt ■ - fréttin er uppspuni „Þetta sem stendur í Alþýðublað- inu í ntorgun, er bara eitthvað út í loftið. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem þá hefur dreymt í nótt.Þetta er bara uppspuni og ekkert á bak við þetta,“ sagði Málmfríður Sigurðar- dóttir, þingmaður Kvennalistans í samtali við Tímann í gær. í „draumi“ þeirra Alþýðublaðs- manna kom fram að nú væru línur í stjórnarmyndunarviðræðunum farn- ar að skýrast og Kvennalisti gerði m.a. kröfu til að fá ákveðnar fjár- hæðir tryggðar til þeirra ráðuneyta sem þær hefðu áhuga á að fá. í draumnum kom einnig fram að Kvennalistann dreymdi um að fá fjármálaráðherrann í sinn hlut. Annars sagði Málmfríður að Kvennalistakonur væru nú á kafi í undirbúningsvinnu, svona þegar tími gæfist til vegna stöðugra hring- inga erlendis frá, en mjög mikill áhugi væri úti í hinum stóra heinii á málefnum Kvennalistans og hvað væri eiginlega að gerast á fslandi þessa dagana. - phh Lionsmcnn munu hcimsækja alla grunnskóla landsins 2. maí og næla merki Vímulausrar æsku í barm unglinga Lionshreyfingin á Noröurlöndunum: Burt með vímuefni Lionshreyfingin á Norður- löndunum hefur tileinkað sér fyrsta laugardag í maí sem baráttudag gegn vímuefnum. I tilefni baráttudagsins munu Lionsfélagar um allt land heim- sækja hvern einasta grunnskóla og næla merkinu Vímulaus æska í barm allra unglinga sem eru 12 og 13 ára. Þess er vænst að unglingarn- ir beri merkið næstu daga og gangi um leið í lið með Lionssamtökun- um í varnarbaráttu gegn vímuefn- um. í úrslitakeppni í hjólreiðum sem fer fram á Laugardalsvellinum þennan sama dag munu allir kepp- endur verða auðkenndir með merkinu og munu Lionsfélagar verða á staðnum til að fræða hvern sem þess óskar um starf það sem Lionshreyfingin vinnur að á al- þjóðavettvangi í vörnum gegn mis- notkun vimuefna. íslenskir Lionsmenn hafa helgað sig baráttu fyrir betra lífi og bjart- ari framtíð ungs fólks og áttu m.a. aðild að stofnun samtakanna Vímulaus æska. ABS Jón Baldvin Hannibalsson um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður við Kvennalista og Sjálfstæðisflokk: „I mean business“ rTil umræöu aö Kvennalisti fái fjármálaráöuneytiö - Telur stjórn meö Alþýöuflokki og Framsókn afar ólíklega „Ég kannast aðeins við þær kröf- ur Kvennalistans sem fram koma í Alþýðublaðinu í dag, sem almenn- ur blaðalesandi og get ekki staðfest þær. En ekkert sem þar kemur fram er að mínu mati frágangssök og krafa þeirra um fjármálaráð- herraembættið hlýtur að vera til umræðu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokks í samtali við Tímann í gær. í forsíðufrétt Alþýðublaðsins er talað um að Kvennalistinn geri það að forsendu fyrir stjórnarsamstarfi að fá „tryggingu fyrir ákveðnum fjárveitingum til þess eða þeirra fagráðuneyta sem koma í þeirra hlut.“ Þá ereinnig talað um að þær geri kröfur til fjármálaráðuneytis- ins. Varðandi hugsanlcgt stjórnar- samstarf Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks sagði Jón að flokkana greindi mjög á um mörg mál. Aðspurður um hvort t.d. landbún- aðarstefna Alþýðuflokksins gcrði stjórnarsamstarf þessara flokka ómögulegt, sagði Jón að hún hefði gert það hingað til og það yrði að telja það mjög líklegt að hún gerði það í framtíðinni. „Ágreiningsefni okkar við Fram- sóknarflokkinn eru auðvitað gam- alkunn og þau cru þessi helst: Stefna í landbúnaðarmálum og þar af leiðandi í ríkisfjármálum, annað: Stjórnkerfið og þá fyrst tillögur okkar um nýtt bankakerfi sem við munum taka upp aftur. Ýmislegt í þeim tillögum hcfur ekki mátt ncfna, frekar en snöru í hengds manns húsi í þingflokki Framsóknarflokksins." Aðspurður hvort þetta þýddi ekki að hans mati að það væri nánast ógerlegt að mynda stjórn með þátttöku þessara tvcggja flokka, svaraði Jón: „Það verður mjög erfitt að mynda stjórn með þessum tveimur flokkum, í ljósi þessa ágreinings". Sagði Jón að þetta væri m.a. ástæða þess að hann leitaði nú hófanna hjá Kvennalista og Sjálf- stæðisflokki, því það væri miklu vænlegri kostur að hans mati. „Og eins og Kanarnir segja: I mean business," sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. - phh Bubbi kóngur á Akureyri í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri leikritið Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry, undir stjórn Ein- ars Jóns Briem leikara. Að sögn Einars fjallar verkið um valda- græðgi, eigingirni, hefnigirni, og flest hið vonda í manninum á nijög spaugilegan og ýktan hátt. Aðalper- sónan, Bubbi, er lítill karl við hirð Veneslasar konungs. Bubbi steypir konungi af stóli með líkamsmeiðing- um og lúalegum aðferðum. Alls taka um 25 manns þátt í sýningunni en helstu hlutverk eru í höndum Þorgeirs Tryggvasonar sem leikur Bubba, Drífu Arnþórsdóttur sem leikur Bubbu og Sigurðar Arnar Árnasonar sem leikur Grjóna hirðfífl. Sýningar verða í Leikhúsinu á Akureyri sunnudaginn 3. maí og þriðjudaginn 5 maí og hefjast sýn- ingar kl 20:30.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.