Tíminn - 30.04.1987, Page 8

Tíminn - 30.04.1987, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:; 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Unga fólkið kausFramsókn í nýafstaðinni kosningabaráttu ríkti mikið kapphlaup milli stjórnmálaflokkanna um að ná athygli og fylgi ungra kjósenda. Þetta var ekkert óeðlilegt þar sem nýjum kjósendum fjölgaði verulega og úrslit kosninganna byggðust að miklu leyti á því hvernig þeir vörðu atkvæði sínu. Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa löngum reynt í áróðri sínum að telja ungu fólki trú um að Framsóknarflokkurinn sé gamaldags staðnaður kerfis- flokkur sem höfði ekki til ungs fólks. Pessi áróður hefur í senn verið órökstuddur og laus við alla skynsemi. Hann hefur einkennst af slagorðum og billegum fullyrðingum í heimskulegu trausti þess að slíkur gauragangur nái best til ungs fólks. Að sjálfsögðu er það hin mesta firra. Ungt fólk á íslandi er vel upplýst og vel að sér um málefni þjóðarinnar. Ungt fólk veit vel hvað verðbólga er og það gerir sér vel grein fyrir áhrifum hennar á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Ungt fólk er líka vel meðvitað um nauðsyn þess að landið sé byggt upp og að því sé skilað í betra ásigkomulagi til næstu kynslóðar. Ungt fólk veit líka að það er nauðsynlegt að stjórnvöld líti fram í tímann þegar ákvarðanir eru teknar og að stjórnun mikilvægra málaflokka taki mið af þeim breytingum sem hljóta að verða á hverju nútíma þjóðfélagi. Ungt fólk gerir sér einnig ljósa grein fyrir því að það velferðarkerfi sem við búum við er nauðsynlegt og að það kostar fjármuni. Jafnframt veit það að öfgakenndar frjálshyggjuskoðanir falla ekki að íslensku þjóðfélagi né þeim lífsskoðunum sem íslendingum hafa verið innrætt- ar gegn um árin. Vegna þessa m.a. hefur ómerkilegur áróður andstæð- inga Framsóknarflokksins ekki náð eyrum ungra kjós- enda. Þvert á móti hefur þessi áróður orðið til þess að skýra enn frekar þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn hefur markað og barist fyrir, frjálsri umbótastefnu sem af mörgum er nefnd miðjustefna í íslenskri pólitík. Miðjustefna þýðir ekki að tekið sé mið af öfgaskoðun- um til hægri og vinstri og síðan miðjan fundin út samkvæmt því. Fvert á móti er miðjustefnan ákveðin stefna sem einkennist af öfgalausum skoðunum. Hún boðar hvorki óhefta frjálshyggju, þar sem þeir einir sem fjármagnið eiga fá að njóta sín, né heldur sósíalisma þar sem ríkisvaldið er ofaní hvers manns koppi. Miðjustefn- an er í senn velferðarstefna og sáttastefna allra stétta. Hún er mannúðarstefna þar sem þess er gætt að hagur einstaklinganna sé ekki fyrir borð borinn en jafnframt þess gætt að hver einstaklingur hafi fullt frelsi til athafna án þess að það bitni á öðrum. Þrátt fyrir tilhneigingu annarra flokka til að eigna sér þessa stefnu, verður því ekki breytt að Framsóknar- flokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur haft þessa stefnu frá upphafi. Hann hefur mótað hana og hann hefur barist fyrir henni alla tíð. Stefna Framsóknarflokksins er sú stefna sem ungt fólk á íslandi aðhyllist og þess vegna flykkti það sér um Framsóknarflokkinn í nýafstöðnum kosningum. GARR1 Guðrún formaður Þau stórtíðindi gerðust í fyrra- kvöld að Guðrún Helgadóttir al- þingismaður og rithöfundur nánast lýsti því yfir í viðtali í útvarpinu að hún stefndi að því að verða innan tlðar formaður Alþýðubandalags- ins. Guðrún er kurtcis kona og kann sig, þótt hún eigi það til að vera orðhvöt, en hitt fór ekki á milli mála af svörum og yfirlýsing- um hennar þarna að hún er meira en tilbúin í slaginn um formanns- sætið. Svavars vegna þótti henni greinilega réttara að gefa honum, tækifæri til að segja af sér sjálfur,, en það fór ekki á milli mála að' henni þótti að hann ætti núna að fara að hvíla sig. Og Guðrún gerði raunar meira en þetta, hún lýsti því þarna yfir að í Alþýðubandalaginu ætti nú að kjósa eintómar konur til stjórnun- arstarfa. Með öðrum orðum vill hún núna gefa „karlrembusvínun- um“ frí; það sé orðið meir en tímabært að konurnar taki völdin í flokknum. Þetta var hressilega mælt hjá Guðrúnu, eins og hennar er von og vísa. Líka eru þessi ummæli áhuga- verð fyrir þá sök að þetta er fyrsta opinbera krafan sem kemur fram frá áhrifamanni í flokknum um að Svavar segi af sér í kjölfar kosn- ingaúrslitanna. Þessi ummæli Guðrúnar vekja líka athygli vegna þess að í þeim felst sú túlkun á úrslitum kosning- anna að það hafí veríð Kvennalist- inn sem valdið hafl afhroði Al- þýðubandalagsins. Með þvi eru Alþýðubandalagsmenn enn eina ferðina að reyna að koma vinstrí stimpli á Kvennaframboðið. Mót- leikurinn, sem Guðrún vill leika, Guðrún: Tekst henni að verða formaður? er því að koma öðrum vinstri konum til valda þar á heimavelli. Stjórnmál leiðinleg En þá vaknar spurningin hvernig formaður Guðrún yrði. Og þar er að öðru að gæta. Eins og menn rekur minni til vakti hún á sér sérstaka athygli í upphafl kosninga- baráttu er hún lýsti því yflr í Þjóðviljanum að sér þættu stjórnmál leiðinleg. Þetta þótti að vonum heldur óvanaleg yfirlýsing hjá frambjóð- anda sem sóttist eftir þingsæti. Nánar til tekið fólst þetta í því hjá henni að af orðum hennar var að ráða að henni værí sérstaklega ógeðfellt að standa í því að kynna verk sín og stefnumál á þingi fyrír kjósendum. Helst var að skilja að hún vildi bara sitja heima í stofu eða skjótast upp á fjöll meðan kjósendur væru að ákveða sig. Þótt Guðrún sé röggsöm og fljót að koma fyrir sig orði þá hlýtur pólitískur leiði hvað sem öðru líður að verða að teljast heldur óþægi- legur ókostur á formanni hvaða flokks sem er. Hvað halda menn um það ef til dæmis þeir Steingrím- ur, Þorsteinn og Jón Baldvin hefðu engan áhuga á formannsstörfunum sem þeir gegna? Ætli árangurinn yrði góður af störfum þeirra og flokkar þeirra teldu þá vænlega til j áframhaldandi formcnnsku? Stjórn með hlutleysi Alþýðubandalags í leiðara Þjóðviljans í gær mátti m.a. lesa þetta: „Útkoma Alþýðubandalagsins í kosningunum er hins vegar þess eðlis að með engu móti er hægt að segja að flokkurinn eigi kröfu á aðild að ríkisstjórn. Við núverandi aðstæður yrði það jafnframt lítt hyggilegt fyrir hann. Sú leið er samt sem áður fyrir hendi að Alþýðubandalagið fallist á að veita hlutleysi og verja falli ríkisstjórn hinna þriggja flokkanna sem til voru nefndir, Framsóknar, Kvennalista og Alþýðuf1okks.“ Menn hafa eins og eðlilegt má telja verið með ýmsar vangaveltur um næstu ríkisstjórn núna undan- faríð. Þessa hugmynd hefur Garri þó ekki hcyrt áður. Fyrir kosningar var mikið talað um að Þjóðviljinn værí orðinn bæði málefnasnauður og hugmyndafátækur. En hér hef- ur Þjóðviljinn talað. Blaðið er komið með stefnu. Garri. 11111111 VlTTOG BREITT IIIIIIIIIIM Frægðin að utan Kosningarí sumar fl Sigurrtjomar- innar i ‘ r>eAJU c4 _ Undirbúningur kosmnga- rt, baráttuimaraðhtfwt . \w Og ítal-— “""—lí Acið á Vta\'U PorW^borðvm lúltt vr að VLj°rl flórtánda |U"'| Kosningarnar á íslandi vekja mikla athygli, segja fjölmiðlarnir á Fróni og tíunda svo að frétt um úrslit hafi birst hér eða þar, eða sagt frá þeim í útvarpsfréttum. Sigur femínista, klofningur stærsta flokksins og fall ríkisstjórn- arinnar er fréttaefnið og þar með fylgir að erfitt kunni að reynast að koma saman ríkisstjórn og vanga- veltur um hlutdeild femínista í henni. Allt er þetta gott og blessað, en fréttaflutningurinn um þessa gífur- legu athygli sem við eigum að vekja í útlöndum erdálítiðlummó. Auðvitað vekja kosningar á ísl- andi athygli í öðrum löndum, rétt eins og kosningar erlendis þykja fréttnæmar hér á landi. Mikið var fjallað um kosninga- úrslitin í íslensku dagblöðunum í gær og fyrradag eins og eðlilegt er. En í þeim sömu dagblöðum voru ekki færri en 15 fréttir sem tengjast þingkosningum erlendis, stjórn- armyndunum, eða falli ríkisstjórna og boðun nýrra kosninga. Þegar þar að kemur munu íslensku blöðin skýra frá skoðanakönnunum, kosningaúrslitum og væntanlega stjórnarmyndunum í öllum þeim ríkjum sem sagt er frá að slíkt standi fyrir dyrum. Og sveitar- stjórnarkosningum þar ofan í kaupið. íslensku útvörpin og sjónvörpin fluttu einnig útlendu kosningafrétt- irnar. Kosningaúrslit eru ekki daglegur viðburður þótt allur heimurinn sé hafður í sigti, en þó getur að líta eina frétt um slíkan atburð. Hún var um kosningaúrslit á Indónesíu. Sú frétt var sæmilega löng og ítarleg og nú geta lesendur skoðað hug sinn um hve mikla athygli hún vakti með þeim. Þjóð meðal þjóða Stærstu fréttastofur heims hafa fréttaritara á íslandi og þar að auki margir fjölmiðlar. í langílestum tilfellum eru það íslenskir frétta- menn sem senda fréttir héðan, sem síðan er dreift um allan heim. Það á ckki að koma neinum á óvart þótt kosningaúrslit á íslandi og breytingar á valdahlutföllum þyki fréttnæmt í útlöndum, rétt eins og erlendar kosningafréttir eru fréttaefni hér. Þrátt fyrir fámennið erum við þjóð meðal þjóðanna og fullgildir aðilar að mikilvægum alþjóðasam- tökum, sem láta sig valdahlutföll á íslandi sig varða. Þar má nefna Atlantshafsbandalagið, Fríversl- unarbandalagið og Norðurlandar- áð, auk margra annarra samtaka. Kosningaúrslit á íslandi geta á einn eða annan hátt varðað þessi alþjóðasamtök og leikur enginn vafi á að grannt er fylgst með breytingum sem kunna að verða á íslenskum stjórnmálum, sem jafn- vel gætu haft áhrif á utanríkisstefn- una. Fréttnæm fréttaskeyti fslendingar fylgjast vel með kosningum erlendis, jafnt í fjarlæg- um heimsálfum sem í næstu nág- rannalöndum. Því skyldu ekki út- lendingar hafa svipaðan áhuga á kosningaúrslitum hér? Annað er fásinna. Einhvern veginn er það vitnis- burður um nesjamennsku smá- þjóðar að telja til stórtíðinda að á hana sé minnst úti í hinum stóra heimi. Sjónvarpið reið á vaðið og setti á skjáinn hjá sér fréttastofu- skeyti um kosningaúrslit. Svo hafa fjölmiðlar verið að tyggja upp hvar og hvernig uppsetning kosninga- fréttana hafa verið. Myndir af sigurvegurunum, Albert með Lúsí sína og kampakátum kvennaflokk- skonum, bera frægðinni vitni. Það skiptir vissulega rnáli hvað um okkur er sagt erlendis og ísland er oft í sviðsljósinu og er getið að bæði góðu og illu og eru fréttir og frásagnir matreiddar á ýmsa vegu. Við kunnum t.d. vel að taka á móti stórhöfðingjum, en erum vondir við hvali. íslendingar eru þurrir á manninn við ókunnuga, fá ekki að drekka bjór, en stúlkurnarfallegar og lauslátar. Réttindum hunda og manna er hrært í eina kássu og • framtíðin býr i jarðhita og ódýrri orku. En það hlýtur að teljast til tíð- inda, að fréttaflutningur erlendis af kosningaúrslitum skuli teljast mikið frásagnarefni. Eða skyldu fjölmiðlar í Indónesíu eða Portúgal segja frá umfjöllun ísllenskra fjöl- miðla um kosningar þar? OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.