Tíminn - 30.04.1987, Side 16
16 Tíminn
!fl LAUSAR STÖÐUR HJÁ
M REYKJAVIKURBORG
Starfsmaður óskast í fullt starf við Áfangastaðinn
Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem
hafa farið í áfengismeðferð.
Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg háskóla-
menntun áskilin eða reynsla á sviði áfengismeð-
ferðar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
26945, f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18.
maí n.k.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Veiðifélag
Elliðavatns
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á
sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar
(12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og
Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu.
Veiðifélag Elliðavatns.
Olofshús Sjómanna-
félags Reykjavíkur
Orlofshús félagsins að Hraunborgum Grímsnesi og
að Húsafelli verða leigð út frá og með 4. maí. Tekið
er á móti umsóknum á skrifstofu félagsins gegn
greiðslu dvalargjalds frá kl. 9.00 n.k. mánudag.
Stjórnin.
Au pair
Stúlka 19 ára eða eldri óskast á bandarískt heimili
í Philadelpiu til að sjá um létt húsverk og aðstoða
við pössun á 2 drengjum (2 1/2 og 5 ára).
Um ársdvöl er að ræða og þarf viðkomandi að geta
talað eitthvað í ensku. Upplýsingar gefur Sigga í
síma 18300 (kl. 9-5) og 23132 eftir kl. 18 á daginn.
Hestamenn - Hestamenn
Munið sýningu á stóðhestum í Gunnarsholti laug-
ardaginn 2. maí kl. 14.00.
Stóðhestastöð ríkisins.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö
fráfall og útför
Séra Benjamíns Kristjánssonar
Þóra Björk Kristinsdóttir
Jósep H. Þorgeirsson
Margrét Þorsteinsdóttir
Björn Ingvarsson
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa
Símonar Teitssonar
Þórólfsgötu 12, Borgarnesi
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Bergsveinsdóttir
örn R. Símonarson
TeiturSímonarson
Sigrún Símonardóttir
Sigurbjörg Símonardóttir
Bergsveinn Simonarson
Sonja Ásbjörnsdóttir
Margrét Jónsdóttir
Ólafur Á. Steinþórsson
Siguröur Óskarsson
JennýJohansen
barnabörn og barnabarnabörn
■ Fimmtudagur 30. apríl 1987
DAGBÓK
Guðrún Sigurðardóttir Urup
Gallerí Gangskör:
Sýning Guðrúnar Sigurðar-
dóttur Urup
Á morgun, föstudaginn 1. maí kl. 14.00
veröur opnuð í Gallerí Gangskör viö
Latkjargötu sýning á klippimyndum (col-
lage), silkiþrykki (serigrafi) og gvass-
myndum (gouachemyndum) eftir Guö-
rúnu Sigurðardóttur Urup, listmálara.
Guðrún er húsett í Danmörku. Hún
lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands á sínum tíma undir handleiðslu
Kurt Zier og Þorvaldar Skúlasonar. Hún
kenndi myndlist um skeið hér heima, en
hélt síðan utan og lauk námi frá Kunst-
akademíunni í Kaupntannahöfn. Enn-
fremur á hún að baki námsdvalir í
mörgum löndum svo sem Frakklandi,
Ítalíu, Kússlandi og Mexíkó.
Guðrún hefur unnið aö glerlist og vann
að gerð glugganna í Sauðárkrókskirkju
ásamt manni sínum Jcns Urup. listmál-
ara.
Guðrún hefur tekið þátt í sýningum í
Danmðrku en ekki sýnt hérlendis fyrr en
nú.
Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga en
kl. 14-18 um hclgar. Sýningunni lýkur
föstudaginn 15. maí.
Listasafn ASÍ:
Fréttaljósmyndir -
„World Press Photo ’87“
Alþjóðlega fréttaljósmyndasýningin
World Press Photo '87 verður opnuð í
Listasafni ASf í dag fimmtudaginn 30.
apríl kl. 16.00.
Á sýningunni, sem var frumsýnd í
Amsterdam um miðjan apríl. eru liðlega
200 Ijósmyndir, sem hlutu verðlaun og
viðurkenningu í árlegri samkeppni frétta-
Ijósmyndara um allan heim. Verðlaun
voru veitt í 9 cfnisflokkum, þar á meðal
eru fréttir, íþróttir, daglegt líf. fólk í
fréttum, vísindi og tækni, og gleðilegir
viðburðir.
Sýningin er opin kl. 16-20 virka daga,
en kl. 14-22 unt helgar. Sýningunni lýkur
Í7. maí.
Málstofa heimspekideildar
Heimspekideild Háskóla Islandsgengst
fyrir málstofu um menningarbyltinguna
1880-1930. Næsta erindi verður flutt í
dag, fimmtud. 30. apríl, 16.15 í stofu 301
í Árnagarði og cr öllum opið. Umræður
verða að loknu erindinu. f dag talar
Sveinn Skorri Höskuldsson: Gegn
straumi aldar. Nokkrir þættir í hugmynd-
um Gunnars Gunnarssonar 1920-1940.
Dagsferðir F.í. I.maí
1. Kl. 10.30 Hengill - gönguferð. Ekið
áleiðis að Sleggjubeinsskarði og gengið
þaðan. Verð kr. 500.
2. Kl. 13 Húsntúli-Innstidalur. Ekið að
Kolviðarhóli og gengið þaðan. Verð kr.
500.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag fslands
Útivistarganga 1. maí
Kl. 10:30 á fösfud. 1. maí: Norðurbrón-
ir Esju. Góð fjallganga frá Tindstaðafjalli
að Skálatindi. Tilkomumikið útsýni.
Kl. 13:00: Maríuhöfn-Búðasandur-
Laxárvogur. Létt ganga með kræklingatín-
slu. Skoðaðar minjar um merkilega kaup-
höfn frá 14. öld. Sjá nánar í grein í ársriti
Útivistar 1984.
Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensín-
sölu, og farmiðar seldir við bíl (600 kn.).
Frítt fyrir börn með fullorðnum. '
Helgarferð
Útivistar 30. apríl-3.maí
Brottför fimmtud. 30. apríl kl. 20:00:
1. Öræfajökull-Skaftafell - Gengin
Sandfellsleið á Hvannadalshnúk. Tilvalið
að hafa með göngusktði. Uppl. á skrif-
stofu. 2. Öræll-SkaflafeU - Göngu- og
skoðunarferðir. Gist í nýja félagsheimil-
inu að Hofi. Uppl. og farm. á skrifstof-
unni Grófinni 1, símar 14606 og 23732.
Leyniþjónustan
Leyniþjónustan á ferðinni
( kvöld, fimmtudagskvöld, leikur
hljómsveitin „Leyniþjónustan" í
Glaumbergi í Keflavik, - og á föstudags-
kvöldið í Inghóii á Selfossi.
í Leyniþjónustunni eru: Ragnhildur
Gísladóttir, Jakob Magnússon. Jón Kjell
og gestaspilari nú er Gunnlaugur Briem
trommuleikari og Stefán Hilmarsson,
Sniglasöngvari og „Vormaður (slands. -
Arútjan Akopjan sjónhverfingamaður og
Tónleikar og töfrabrógð
Fimtp sovéskir listamenn eru staddir
hér á landi í boði MÍR. Menningartengsla
íslands og Ráðstjórnarríkjanna: Þjóð-
lagatríóið „Bylina", söngkonan Galina
Borisova og einn frægasti sjónhverfinga-
maður Sovétríkjanna, Arútjan Akopjan.
Listafólkið kemur fram á nokkrum
„þjóðlistamaður Sovétríkjanna“.
skemmtunum næstu daga, í Hlégarði í
Mosfellsssveit í kvöld, föstudaginn 1. maí
kl. 21, á Hótel Selfossi laugardaginn 2.
maí kl. 16 og í Gamla bíói (íslensku
óperunni) sunnudaginn 3. maí kl. 15.
Einnig verður listafólkið á ferðakynningu
MÍR í Þjóðleikhúskjallaranum mán-
udagskvöldið 4. maí kl. 20.30.
Frá sýningu Sigrúnar Jónsdóttur í Festi.
Myndlistarsýning í Grindavík
Sigrún Jónsdóttir heldur þessa dagana
listsýningu j samkomuhúsinu Festi í
Grindavík. Á sýningunni eru glermyndir
og batikmyndir, auk hökla.
Sýningin cr opin daglega kl. I6.(X1-
19.00 (4-7 e.h.) nema á föstudag, laugar-
dag og sunnudag nk verður opið til kl.
22.00. Sýningin stendur til 3. maí.
Tónleikar Tónmenntaskólans
Laugardaginn 2. maí, kl. 2 e.h. mun
Tónmenntaskóli Reykjavíkur efna til tón-
leika í Gamla bíói.
Á þessum tónleikum koma einkum
fram yngri nemendur skólans með ein-
leiks- og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri.
Á þessum tónleikum koma einkum
fram yngri nemendur skólans með ein-
leiks- og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri.
Auk þess verður hópatriði úr forskóla-
deild.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.